Morgunblaðið - 12.06.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.06.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. JUNI 1991 39 KNATTSPYRNA / ÞYSKALAND Eyjólfur Sverrisson í leik með Stuttgart. Eyjólfur gerir tveggja ára samn- ing við Stuttgart EYiÓLFUR Sverrisson hefur skrifað undirtveggja ára at- vinnumannasamning við Stuttgart. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins fær Eyjólf- ur um 300 þúsund mörk á ári, eða rúmlega 10 milljónir íslenskar krónur. Eyjólfur fór til Stuttgart 1990 frá Tindastóli á Sauðárkróki. Hann hefur náð undraverðum ár- angri á þessum stutta tíma og hef- Frá Einari Stefánssyni i Þýskalandi ur verið fastamaður í liði Stuttgart frá því að Christoph Daum, þjálfari, tók við liðinu í vetur. Daum sagði í samtali við frétta- ritara Morgunbiaðsins að Eyjólfur væri framtíðarmaður hjá Stuttgart. „Hann er mjög mikilvægur fyrir lið- ið, vinnur vel án bolta og er hættu- legur skallamaður. Hann hefur tek- ið miklum framförum í vetur.“ Stuttgart er á góðri leið með að tryggja sér UEFA-sæti og ef það tekst fá ieikmenn liðsins 14 þúsufrd mörk í bónus, eða 490 þús. ísl. kr. Stuttgart leikur við Frankfurt í síðustu umferð á laugardaginn og verða að vinna til að tryggja UEFA-sætið. Eyjólfur kemur heim til íslands ásamt unnustu sinni, Önnu Pálu og syninum Hólmari, á sunnudaginn. Þau ætla að gifta sig á Sauðár- króki 29. júní. Hann þarf síðan að vera mættur aftur til Stuttgart 3. júlí, en þá hefst undirbúningurinn fyrir næsta keppnistímabil. SKIÐI / LANDSLIÐIÐ Sigurður hefur valið ellefu manna hóp SIGURÐUR Jónsson, lands- liðsþjálfari í alpagreinum, hef ur valið 11 manna hóp til æfinga í sumar. Hann mun síðan skera hópinn niður í fimm. Sigurður hefur vaiið eftirtalda skíðamenn til þátttöku í æf- ingum sumarsins, sem hefjast um í næsta mánuði; Ástu Halidórs- dóttur, ísafirði, Evu Jónasdóttur, Guðrúnu H. Kristjánsdóttur, Hörpu Hauksdóttur og Majríu Magnúsdótturs Akureyri. Arnór Gunnarsson, ísafirði, Hauk Ar- nórsson og Örnólf Valdimarsson, Revkjavík, Valdemar Valdemare- son og Vilhelm Þorsteinsson, Ak- ureyri og Kristinn Bjömsson, Ól- afsfirði. Helsta verkefni landsliðsins á næsta ári er þátttaka í Vetrar* ólympíuleikunum í Albertville í Frakklandi í febrúar. Talið er líklegt að þangað fari 3 til 5 kepp- endur. Sigurður Jónsson er nú staddur í Noregi þar sem hann fylgist með æfingum sænska landsliðsins í alpagreinum. URSLIT Knattspyrna ■ l. DEILD - KONUR: KR - Akranes...................0:3 - Laufey Sigurðardóttir, Júlía Sigursteins- dóttir, Ragnheiður Jónasóttir. ■3. DEILD KARLAR: Magni - Reynir Á...............2:3 Sverrir Heimirsson, Jón Ingólfsson - Sig- uróli Kristjánsson, Þorvaldur Kristjánsson, Júlíus Guðmundsson. ■ UTANDEILDARKEPPNIN: LÍ-Óðinn.......................4:3 ET-Leiran....................3:Í KMF - Eimskip................ 0:1 ■EM 18 ÁRA LANDSLIÐA: Vannávöllur, Mosfellsbæ: ísland - Wales................0:0 Staðan er þessi í riðlinum: England..............4 3 1 0 7:2 7 Belgía...............3 0 3 0 2:2 3 ísland...............3 0 2 1 3:4 2 Wales................4 0 2 2 1:5 2 Sund Sovétmaðurinn Vasily Ivanov setti heimsmet f 100 m bringusundi karla í Moskvu i gærkvöldi. Hann synti á 1:01,45 mín. FRJALSIÞROTTIR Vésteinn með 58 m kast í Moskvu Vésteinn Hafsteinsson náði sér ekki á strik í Grand Prix í Moskvu um sl. helgi, þar sem hann keppti í kringlukasti. Erfitt hefur verið að fá fréttir um árangur Vé- steins, en hann kastaði kringlunni rúmlega 58 m. Sovétmaðurinn Romas Ubartas kastaði 64.88 m, en í öðru sæti var landi hans Ser- gei Lyakhov með 63.50 m. Attila Horvath frá Ungverjalandi varð þriðji með 62.88 m. GOLF / OPNA BANDARISKA MEISTARAMOTIÐ Nær Ball- titlinum til Evrópu? OPNA bandariska meistara- mótið hefst á Hazeltine-vellin- um í Minnesota á morgun. Flestir bestu kylfingar heims mæta til leiks og þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi sigrað á mótinu sfðustu 20 árin, búast f lestir við sigri Spánverjans Seve Ballesteros, en hann hef- ur leikið mjög vel síðustu vikur. Ballesteros hefur tvisvar sigrað á Masters og þrisvar á opna breska meistaramótinu og hefur náð að rífa sig uppúr 14 mánaða lægð. Hann hefur sigrað í þremur mótum á síðustu fimm vikum og virðist eiga góða möguleika á að verða fyrsti Evrópubúinn til að sigra á meistaramótinu síðan Tony Jackl- in sigraði árið 1970. Þá fór mótið fram á þessum sama velli en miklar breytingar hafa verið gerðar á hon- um undanfarin ár. Billy Andrade, sem sigraði á tveimur stórmótum í röð (Buick og Kemper), þykir einnig líklegur til sigurs. Hann sýndi mikið öryggi í báðum mótunum og vann m.a. Ballesteros: „Ég hef engar áhyggj- ur af Seve eða Hale [Irwin],“ sagði Andrade. Hale Irwin sigraði á mótinu í fyrra. Hann púttaði af rúmlega 15 metra færi á síðustu holunni til að tryggja sér úrslitahring gegn Mike Donald. Eftir 90 holur voru þeir enn jafnir en Irwin tryggði sér sigur á næstu holu, lék undir pari. Hann er elsti kylfingurinn sem sigraði hefur á mótinu og er í hópi þeirra sem taldir eru eiga mestu mögu- leika. Aðrir sem nefndir eru í sömu andrá eru Ian Woosnam, sem sigr- aði á Masters, og Tom Watson og Jose Maria Olazabal, en þeir voru veittu honum harða keppni. Watson segist reyndar ekki vera bjartsýnn og hefur átt í miklum erfiðleikum með púttin. „Ég hef svo oft verið Ballesteros hefur leikið vel að undanförnu. nálægt sigri og það er þreytandi til lengdar,“ sagði Watson. Sjöundi kylfingurinn sem spek- ingar veðja á er Nick Faldo. „Völl- urinn er frábær og flatirnar glæsi- legar. Það er allt hér fyrir virkiléga gott og spennandi mót og ég á ekki von á öðru,“ sagði Faldo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.