Morgunblaðið - 12.06.1991, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1991
t
Eiginkona mín,
JÓHANNA GUNNARSDÓTTIR JOHNSEN,
Hraunhólum 7,
Garðabæ,
lést í Borgarspítalanum 11. júní.
Guðmundur Baidur Jóhannsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓNAS SIGURÐSSON
bifvélavirki,
Soldotna, Alaska,
lést 6. júní 1991.
Didí Sigurðsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Stjúpfaðir minn,
GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON
skipstjóri,
Reynimel 45,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík þann 10. þ.m.
Fyrir hönd ættingja,
ívar Andersen.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN STEFÁNSSON,
Norðurbyggð 1C,
Akureyri,
lést mánudaginn 10. júní.
Hildur Jónsdóttir,
synir, tengdadætur og barnabörn.
t
Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir,
HANSfNA JÓNSDÓTTIR,
Kambsvegi 33,
Reykjavík,
verður jarðsett frá Langholtskirkju föstudaginn 14. júní kl. 10.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkaðir, en þeir, sem vilja
minnast hennar, láti líknarfélög njóta þess.
Hafsteinn Guðmundsson,
Jónína Hafsteinsdóttir, Ármann Einarsson,
Guðmundur Hafsteinsson, Þórhildur S. Sigurðardóttir,
Hafsteinn Hafsteinsson, Kristin Magnúsardóttir,
Gerður H. Hafsteinsdóttir, Runólfur E. Runólfsson.
og aðrir vandamenn.
+ Elskulegur,
ÞORLÁKUR EYJÓLFSSON
múrari,
Hryggjarseli 11, áður Bragagötu 23,
sem andaðist 6. júní, verður jarðsunginn frá fimmtudaginn 13. júní kl. 10.30. Fossvogskapellu
Aðstandendur.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför,
HAFSTEINS HALLDÓRSSONAR,
Rituhólum 9.
Anna L. Rist, Lena M. Rist.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa-
langamma,
JENSINA EGILSDÓTTIR,
Strandgötu 19,
Hafnarfirði,
sem lést 5. júní sL, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 14. júní kl. 13.30.
Sigurgeir Gíslason, Sigríður B. Sigurðardóttir,
Jensína G. Olivo, Pat Olivo,
Guðrún Gisladóttir,
Marín G. Neumann, Helmut Neumann,
Þórunn Agla G. Goff
og fjölskyldur þeirra.
Andrea G. Jóns-
dóttir — Minning
Fædd 29. ágúst 1923
Dáin 4. júní 1991
Nú þegar sumarið er gengið í
garð og lífið sýnist brosa við öllum
kveðja samt sem áður margir þessa
tilveru og leita nýrra heima.
Andrea Gíslína Jónsdóttir varð í
sumarblíðunni að láta undan síga
fyrir einum af þeim sjúkdómum sem
lítið ræðst við þrátt fyrir alla við-
leitni og tækni læknavísindanna.
Hún fæddist á Stokkseyri, komin
af alþýðufólki, og sex ára hafði hún
misst báða foreldra sína og var því
komið í fóstur til vandalausra. Þetta
mikla áfall markaði djúp spor í við-
kvæma bamssál enda þótt hún léti
sjaldan á því bera. Eflaust getur
enginn gert sér grein fyrir hiut-
skipti einstæðra barna og allra síst
í byrjun kreppunnar miklu, nema
þeir sem það reyndu. Samt sem
áður bjó Andrea við bærilegt atlæti
á þessum árum og margir reyndust
henni vel. Þeirra minntist hún ávallt
með þakklæti.
Fljótt eftir fermingu fluttist
Adda, eins og hún var alltaf kölluð
í daglegu tali, til eldri systur sinnar
sem þá var gift á Akureyri og fór
þá m.a. í Iðnskólann auk þess að
vinna ýmis störf sem til féllu. Á
þessum árum kynnist hún verðandi
eiginmanni sínum, Sverri Árnasyni
járnsmið, og hófu þau búskap af
litlum efnum eins og þá,var al-
gengt. En með ráðdeild og fyrir-
hyggju tókst þeim að eignast hús-
næði í Ránargötu 16 á Akureyri.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
JÓNÍNU HERMANNSDÓTTUR,
Ketilsbraut 15,
Húsavik,
sem lést 1. júní sl.
Ragnar Jakobsson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Ferjubakka 16,
Reykjavík,
er lést í St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, 9. júní sl., verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. júní kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
Erna Aradóttir, Sævar Kristbjörnsson,
Örn Arason, Hulda Böðvarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
GÍSLA BENJAMÍNSSONAR
múrara,
Logafold 26,
Reykjavík.
^érstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Krabbameins-
relagsins og deildar 11E, Landspítalanum.
Ragnhildur Rósa Eðvaldsdóttir,
Eðvald Einar Gíslason,
Andrea Gisladóttir,
Lára Margrét Gfsladóttir,
Dagný Ólafía Gísladóttir,
Helga Jenný Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigrún Jóhannesdóttir,
Ólafur Jóhannesson,
Halldór Jóhann Guðmundsson,
Ragnar T ómasson,
Sigurgeir Sigurjónsson,
+
Sambýlismaður minn og bróðir,
SIGURHANS JÓHANNSSON,
Garðbraut 15,
Garði,
sem andaðist á Landspítalanum 5. júni sl., verður jarðsunginn frá
Hvalsneskirkju föstudaginn 14. júní kl. 14.00.
Lilja Vilhjálmsdóttir,
Stefán Jóhannsson.
+
Þökkum innilega öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og
langafa,
HRÓLFS KR. SjGURJÓNSSONAR
frá ísafirði,
Krummahólum 10,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks deildar 7A,
Borgarspítalans.
Njála Guðjónsdóttir,
Sigurjón Hrólfsson, Kristjana Jónsdóttir,
Erla Hrólfsdóttir, Helgi Jóhannesson,
Bára Hrólfsdóttir, Torbjörn Haug,
Jóhanna Tómasdóttir, Þorsteinn Laufdal,
barnabörn og barnabarnabörn.
Börnin komu hvert af öðru og
urðu átta talsins. Þau eru: Hörður
rafvirki og skíðakennari á Eski-
firði, Ingólfur framkvæmdastjóri í
Reykjavík, Ámi prentari á sama
stað, Ágústa bankastarfsmaður og
húsmóðir á Akureyri, Ragnar kaup-
maður á sama stað, Ólafur tækni-
fræðingur í Mývatnssveit, Gunn-
laugur húsasmiður og verslunar-
maður á Akureyri og Guðný verka-
kona og húsmóðir á Akureyri.
Enda þótt elsta sonurinn hafi
verið alinn upp hjá föðurforeldrum
sínum þá segir sig sjálft að margt
handtakið hefur þurft að vinna til
þess að koma bamahópnum upp. í
því vom þau Andrea og Sverrir
sérlega samtaka og hefur oft verið
minnst skemmtilegra stunda frá
þeim árum.
Á heimilinu í Ránargötunni var
einnig móðursystir Sverris, Ólína
Gunnlaugsdóttir og gegndi hún í
raun ömmuhlutverkinu auk þess að
veita lið við ýmislegt í heimilishald-
inu. En þrátt fyrir glaðværð „Rán-
argötuliðsins" eins og fjölskyldan
kallar sig oft, þá var lífið í þá daga
ekki alltaf dans á rósum. Hveija
krónu þurfti að nýta vel og ráð-
deild og útsjónarsemi höfð í háveg-
um. Ekki voru hjálpartækin á
hverju strái eins og nú til dags til
þess að létta húsverkin. En þau
varð samt að vinna og það var
margt handtakið sem Andrea hafði
unnið við lok hvers dags, enda
mörgu að sinna með stóran barna-
hóp. En aldrei er þess getið að hún
hafí kvartað. Hennar höfuðeinkenni
í gegnum lífið var ávallt létt lund
og jákvætt hugarfar. Það var ákaf-
lega fjarri henni að láta aðra bera
sínar byrðar, hún var alin upp við
að leysa sín mál sjálf og æðrast
ekki þótt á móti blési. Þessi lyndis-
einkunn kom vel fram í hennar erf-
iðu sjúkdómslegu undanfarna mán-
uði. Ekki var auðvelt að geta sér
til um líðan hennar frá degi til dags
þar sem hún brosti ávallt til við-
mælenda sinna og bað um að hafa
ekki áhyggjur af sér enda þótt allir
sæju að hún væri sárþjáð.
Þannig var Andrea, sífellt að fá
alla í kringum sig til þess að horfa
á björtu hliðarnar í lífínu og tileinka
sér jákvætt hugarfar. Það var það
nesti sem hún bjó börnin sín með út
í lífið og það var sú amma sem
barnabörnin þekktu og virtu svo
mikið fyrir.
Við andlát Andreu eru afkom-
endur hennar og Sverris á fjórða
tug talsins og af því má sjá að
unga einstæða stúlkan sem hélt frá
Stokkseyri um árið norður í land
fór ekki erindisleysu. Síðstu árin,
eftir að börnin voru flogin úr hreiðr-
inu, starfaði Adda hjá fatagerðinni
Heklu sem síðar varð Álafoss hf.
og vann sér þar strax virðingu og
vinsældir. Nú er dagsverkinu lokið
og dillandi hlátur Andreu þagnað-
ur. Auðvitað vonuðu allir sem
þekktu hana að hún gæti loks sest
niður á efri árum og notið afrekst-
urs erfiðis síns, það átti hún svo
sannarlega skilið. En enginn má
sköpum renna og ég vil með þessum
fátæklegu línum þakka tengdamóð-
ur minni fyrir allt sem hún hefur
gert fyrir mig og mitt fólk og ég-
veit að á þessum degi þegar útför
hennar fer fram minnast margir
hennar á sama hátt.
Blessuð sé minning Andreu G.
Jónsdóttur og megi fordæmi hennar
vera öðrum_til eftirbreytni.
Áslaug Hauksdóttir