Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 8

Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 Verslun Samvmnuversluniim á að reka sem eina verslunarkeðju Rætt við Ólaf Friðriksson framkvæmdastjóra Miklagarðs um þá endurskipulagningu sem á sér stað á verslunarrekstri Sambandsins ÞAÐ blés ekki byrlega í verslunarrekstri Sambandsins á síðasta ári. Hallinn af rekstri verslunardeildar nam 485 milljónum sem er heldur meira tap en árið áður. Þennan taprekstur má að stórum hluta rekja til uppsafnaðs vanda frá fyrri árum og of stórs húsnæðis auk óhag- kvæmrar vörudreifingar og framleiðslustarfsemi. Á sl. ári kom skýrt í ljós að innkaupaþjónusta á vegum heildsölu verslunardeildarinnar fengi ekki staðist nema í nánum tengslum við smásöluverslunina á þéttbýlum stöðum, sérstaklega Reykjavíkursvæðinu. Þessi niðurstaða leiddi síðan til þess að 15. október var ákveðið að sameina verslunar- deildina og Miklagarð sem þá nýlega hafði komist í meirihlutaeigu Sambandsins. TU að tryggja fjárhagslegan grundvöll fyrirtækisins ákvað Sambandið nýlega að auka hlutafé í Miklagarði um 400 milljón- ir og er nú stefnt að því að reksturinn verði kominn í jafnvægi á næsta ári. Mikligarður samanstendur nú af fimm stórverslunum sem eru við Sund, við Garðatorg í Garðabæ, við Miðvang í Hafnarfírði, í vesturbæn- um og í Mjódd í Breiðholti. Einnig starfrækir Mikilgarður Rafbúð Sam- bandsins í Holtagörðum og fataversl- unina Herraríki við Snorrabraut ásamt innflutnings- og heildsölu- starfsemi. Heildarvelta verslunardeildar Sambandsins varð um 2.159 m.kr. á árinu 1990 og hafði dregist saman um 23,3% frá fyrra ári. Þessa minnk- un má rekja til sölu byggingarvöru- deildar og fataverksmiðjunnar Gefj- unar. Velta þessara deilda nam um 899 m.kr. á árinu 1989, að umboðs- sölu byggingarvörudeildar meðtal- inni. Ef þessar deildir eru ekki taldar með eykst velta verslunardeildar lítil- lega milli ára eða úr 1.966 milljónum í 1.997 milljónir sem er um 1%. Hins vegar er gert ráð fyrir að velta hins nýja fyrirtækis á þessu ári verði um 4,8 milljarðar. Tók að halla alvarlega undan fæti árið 1984 Erfiðleika í rekstri verslunardeild- ar má rekja nokkuð langt aftur í tímann. Starfsemi hennar var um árabil haldið uppi af tekjum af kaffí- viðskiptum. En árið 1984 varð breyt- ing þar á og tók þá að halla alvar- lega undan fæti í rekstrinum. Um það leyti voru miklar skipulagsbreyt- ingar gerðar hjá Sambandinu sem fólu í sér að hluti af framleiðslu iðn- aðardeildar var fluttur til verslunar- deildarinnar. Þar var einkum um að ræða framleiðslueiningar þar sem miklir erfiðleikar höfðu verið gegnum árin. Á sama tíma missti deildin tekj- ur af kaffiviðskiptum og viðskipti með fóðurbæti voru flutt yfir í aðrar deildir. Þannig minnkuðu tekjur á sama tíma og verslunardeildin þurfti að yfírtaka nokkrar óhagkvæmar rekstrareiningar þ.á.m. Skóverk- smiðju Sambandsins, Fataverksmiðj- una Gefjun, Saumastofuna Heklu og Ylrúnu á Sauðárkróki. Á þessum árum var verðlag smátt og smátt gefið ftjálst þannig að við bættist aukin samkeppni í versluninni." „Mitt starf hefur falist í að skera niður“ „Ég hóf hér störf um mitt ár 1988 og þá störfuðu 270 manns hjá versl- unardeildinni," segir Ólafur Friðriks- son, framkvæmdastjóri Miklagarðs, í viðtali við Morgunblaðið. „Mitt starf hefur ekki alltaf verið skemmtilegt því það hefur fyrst og fremst falist í að skera niður. Ég hef unnið að því skera niður kostnað, fækka starfsfólki, ýmist að selja eða leggja niður einingar eða sameina þær öðr- um. Um síðustu áramót hafði starfs- mönnum fækkað í 90 hjá deildinni. Það hafa hins vegar ekki eingöngu verið erfíðleikar í innflutningsversl- uninni heldur hafa miklar sviftingar verið hér á smásölumarkaðnum. Við vitum hvernig farið hefur fyrir Vöru- markaðnum, Víði, Sláturfélaginu, Kjötmiðstöðinni, Grundarkjöri og nú síðast KRON.“ Mikligarður sf. var stofnaður árið 1983 og var stórverslun í Holtagörð- um opnuð 13. nóvember sama ár. Félagið var fyrst í stað sameignarfé- lag að meirihluta í eigu KRON en var breytt í hlutafélag árið 1988. Fram yfír áramótin 1988/1989 var félagið aðeins með eina verslun, þ.e. Miklagarð við Sund, ení byrjun apríl 1990 náðist samkomulag um að Mikligarður tæki við öllum verslunar- rekstri KRON. Þar með var öll smá- söluverslun samvinnumanna á þessu svæði komin í hendur fyrirtækisins. „Við erum í raun búnir að sameina að einhveiju leyti rekstur þriggja fyrirtækja," segir Ólafur. „Mikli- garður sf. yfírtók verslunarrekstur KRON 1. apríl á sl. ári og síðan þegar Sambandið var orðið meiri- hlutaeigandi að fyrirtækinu þótti sjálfsagt að slá þessu öllu saman og sameina innflutningsversluninni. Samhliða þessu var sú ákvörðun tek- in um áramótin að draga stórlega úr innlendri vörudreifingu en hún hafði verið um 55% af veltu matvöru- deildarinnar eða birgðastöðvarinnar. Núna leggjum við megináherslu á innflutninginn vegna þess að þessi innlenda vörudreifing stóð ekki undir sér og var of dýr.“ Húsnæðið í Holtagörðum þriðjungi of stórt Húsnæði sem verslunardeildin hef- ^IIKllGflRDUR HF. Áætlaður efnahagsreikningur 1. júní 1991 CiíTi Eigið fé, 307 milljónir kr. Hlutur Sambandsins 88% Eignir, 1.665 millj.kr. Skuldir, 1.358 millj.kr. þar af 90% skammtímaskuldir Veltufjármunir, 1.250 millj.kr. Fastafjármunir, 415 milljJtr. AÆTLUÐ SALA1991 | -39 Áætluð afkoma 1991,39 millj.kr. tap Verslunardeild Sambandsins Velta einstakra vörudeilda 1989 og 1990 HEILDSÖLUDEILDIR: Lagersala í millj.kr.: 1989 1990 Breyting Heimilisvörudeild 183,8 159,2 -13,3% Fatadeild 313,8 393,2 25,3% Byggingarvörur 91,2 34,3 -42,4% Matvörudeild 1.169,8 1.234,3 5,5% Alls: Umboðssala 1.785,6 1.821,0 3,5% Byggingarvörur 295,7 21,0 -92,9% Matvörudeild 68,4 9,3 -86,4% Alls: SMÁSÖLUDEILDIR: 364,1 30,3 -91,7% Rafbúð/Rafmagnsverkstæði 139,3 48,0 6,3% Herraríki, Snorrabraut 57,2 53,7 -6,1 % Byggingarvörur 494,5 105,9 -78,6% Alls: 691,0 307,6 -55,5% Heildarvelta samtals: 2.813,7 2.158,9 -23,3% jyx VIÐ SUND RAFBÚÐ SAMB. Holtagörðum HEILDVERSLUN Holtagörðum HERRARÍKI v/Snorrabraut \ Bessastaðahreppur •X Kópavogur \ jyx í MJÓDD Garðabær Hafnarfjörður \ - ÍMK1IG4RDUR HP. ur haft yfir að ráða í Holtagörðum er u.þ.b. 25 þúsund fermetrar að stærð. Mikligarður kemur hins vegar ekki til með að nota nema 16 þúsund fermetra að meðtöldu rými verslun- arinnar. „Það verður að segjast eins og er menn voru ákaflega stórhuga þegar húsið var byggt undir starf- semi verslunardeildarinnar árið 1977. Ég held að óhætt sé að segja að húsið hafí verið þriðjungi of stórt eða meira. Versiunardeildin hefur alltaf þurft að standa undir rekstri þess og greiða húsaleigu. Það er fyrst núna sem menn hafa fengist til að horfast í augu við þennan vanda og rétt að minna á það að Samskip mun flytja hingað. Mikligarður getur því skilað kringum 7 þúsund fm.“ — En hvers vegna voru ekki gerð- ar ráðstafanir með að nýta betur húsnæðið við Holtagarða áður en húsið við Kirkjusand var byggt? „Ég held að á fyrsta eða öðrum fundi mínum í framkvæmdastjórn Sambandsins hafí ég bent á það hvort ekki væri rétt að hætta við bygginguna við Kirkjusand og reyna Jrjappa sér betur saman í þessu húsi. Á þeim tíma voru menn ekki til í það en eftir á að hyggja held ég að það hefði verið hið eina rétta.“ Samvinnuverslun í eina verslunarkeðju — Nú hefur mikið verið rætt um viðskipti kaupfélaganna við birgða- stöð Sambandsins gegnum tíðina. Hver er staða þess máls? „Það var settur á fót vinnuhópur árið 1985 sem fékk heitið SESAM- nefnd, samstarfshópur um endur- skipulagða samvinnuverslun. Þáver- andi stjórnarformaður Sambandsins, Valur Arnþórsson, var formaður þeirrar nefndar. Það var unnið mikið af upplýsingum sem bæði voru fengnar hér innanlands og erlendis. Niðurstaða nefndarinnar var m.a. sú að þjappa ætti mönnum meira um viðskiptin og takmarkið væri að reka samvinnuverslunina sem eina versl- unarkeðju. Mín sannfæring er sú að það sé það eina skynsamlega. Mitt fyrsta verk átti að vera að koma þessu til framkvæmda en þegar til átti að taka þá voru menn ekki tilbúnir í það. Við reyndum að gera ákveðna samninga milli verslunardeildar og kaupfélaganna en samstöðuna vant- aði hjá tveimur stærstu félögunum. Það var verið að afsala sér ákveðnum völdum og sjálfstæði og menn voru ekki tilbúnir í það þegar á reyndi. Ég held að það muni aldrei ganga fyrr en þessi rekstur verður á einni hendi. Það kemur að því einhvem tímann. Ég held að ef að vel tekst til með Miklagarð þá verði það stefn- an að fyrirtækið muni koma miklu meira inn í verslunarrekstur, ekki aðeins á suðvesturhominu heldur víðar. En áður en farið er að hugsa þannig vilja menn hafa fast land undir fótum. Núna erum við með mikil viðskipti við kaupfélögin og ég held að mér sé óhætt að segja að þau viðskipti em báðum mjög mikil- væg. Mikligarður að stofna móðurlager — Hvernig hefur hagræðingu og endurskipulagningu verið háttað frá því Mikligarður yfírtók verslunar- deildina? „Ég tók við Miklagarði í nóvember sl. Síðan þá höfum við unnið að því að sameina fyrirtækin. Það hefur verið geisimikil vinna við endurskipu- lagningu starfsmannahalds og bók- halds en þessu verki hefur miðað vel. Við höfum fækkað fólki með til- færslum og ekki ráðið í nýjar stöður en síður beitt uppsögnum. Því hefur miðað alveg samkvasmt áætlun.. Það verður umtalsverður sparnaður í mannahaldi bæði í sambandi við inn- kaupaþáttinn, lagerhald, skrifstofu og bókhald. Við erum núna að vinna að því að koma á fót einum móðurlager fyrir verslanirnar sem þegar hefur verið tekinn í gagnið fyrir eina versl- un. Um leið höfum við minnkað lag- erinn í þeirri verslun. Þetta byggist fyrst og fremst á því að skipuleggja pantanir og fá upplýsingar um hvað verslunin selur af hverri vörutegund fyrir sig. Móðurlagerinn verður tek- inn í notkun fyrir haustið í öllum verslununum. Við höfum einnig tekið okkur sérstakt tak í verslunum. Ár- angurinn hefur komið fram í mjög góðri söluaukningu þrátt fyrir harða og óvægna samkeppni.“ Áætlað tap um 39 milljónir á þessu ári — Nú er ljóst að tilkoma Bónus hefur aukið mjög samkeppnina á matvörumarkaðnum. Hvernig snýr það að ykkur? „Auðvitað erum við í samkeppni við alla sem stunda hér smásöluversl- un en okkar aðalsamkeppnisaðili er Hagkaup. Bónus er allt annars eðlis. Ef við ætluðum að keppa við Bónus myndum við gera það með samskon- ar búðum. Bónus er með 600-800 vörutegundir meðan við erum með fleiri þúsund tegundir og bjóðum upp á allt annað vöruúrval og betri þjón- ustu. Hvort sem það er Bónus eða einhver önnur sambærileg verslun þá held ég að þessi hluti smásölugeir- ans sé kominn til með að vera. Hins vegar hefur það sýnt sig erlendis að sá markaður er takmarkaður." — Nú kom fram á aðalfundi Sam-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.