Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 1
LJOSFAÐIR SKÁLDA 2 FJALLAHJOL SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1991 SUN NUPAGUR BLAÐ gi a menn sig upp svo - með bjargveiðimönnum í Bjarnarey í Vestmannaeyjum um munar Grein: Árni Johnsen. Ljósmyndir: Ragnar Axelsson Karlfuglinn arrar á bjargsyllunum og kvenfuglinn æjar og lífið og tilveran leikur við hvurn sinn fing- ur, enda eru egg langvíunnar sannkölluð listaverk bæði fyrir augað og magann. Svartfuglseggin eru eftirsótt og alltaf fylgir þ.ví nokkur spenna hvort þau séu ný eða stropuð. Stundum getur fyrsta sókn verið nokkuð stropuð og þá njóta þeir góðs af sem þykir stropinn góður, jafnvel þótt þróunin í egginu sé alllangt komin. Yfirleitt er þó aðeins boðið upp á ný egg, en stundum geta veðurguðirnir spilað þannig inn í sóknina að illt er að ráða til hlýtar stöðu mála. Þegar maímánuður nálgast fer að koma eggjahljóð í bjargveiðimenn og aðra þá sern þykir svartfuglseggin og önnur bjargfuglaegg lostæti. Og svo kemur að eggjatímanum um miðjan maí, þegar menn geta farið að eggja sig upp, því frægust eru svartfuglseggin fyrir það hve náttúruauðgandi þau eru og ending þess krafts einstök. En það þarf að hafa fyrir því og hvorki er það hættulaust né hand- hægt að sækja egg í bjarg. Fýllinn verpir fyrr en langvían, þremur til fjórum dögum fyrr hefst varp fýlsins með sín hvítu egg, en ekkert egg langvíunn- ar er eins og litadýrðin og litaspilið ótrúlegt og rauðan rauðari en rauðasta kvöldsól. Við fylgd- umst með bjargveiðimönnum í Bjamarey í Vest- mannaeyjum á eggjatímanum í maímánuði, stans- lausum sigum í þverhnípt björg 100-150 metra há. SJÁ BLS. 16 Hvert langvíu- egger sjálfstætt listaverk í litaspili. í vestur- bergi Bjarnar- eyjar, Gísli Þor- steinsson tekur rið inn á svart- fuglabæli. Bátur siglir und- ir berg- inu. J V- ■ ■ J li/*. krisjl, 1 'Jé|sh «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.