Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1991 C 17 r Þá eggja Það er spennandi að fylgjast með því þegar bjargfuglinn sest upp síðla vetrar. Gamalkunn hljóð taka aftur heima í bjarginu eftir nauð vindanna í vetrarham og bjargbúskapurinn verður lif- andi og ærslafullur. í apríl og maímánuði þéttist bjargið jafnt og þétt uns varptíminn er kominn og allt kemst á fulla ferð. Svartfuglin- um er hægt að halda gangandi í varpi eins og hænu, en yfirleitt eru eggin aðeins tekin einu sinni. Það kemur fyrir að fýllinn verpi aftur ef eggið er tekið en fremur er það sjaldgæft. Það er mikil vinna að síga í egg í háum björg- um og þarf mannskap til, bönd og hjól og margskonar sigbúnað, því það er allt annað en að ganga á venjulegu stofugólfí að síga til eggja í björgum Bjamareyjar og annarra úteyja Vestmannaeyja. Bjargmennimir hálda til i Bjama- rey í nokkra daga og það er verið í bjargsigi frá morgni til kvölds. Allir þættir eggjatökunnar era erfíðir, sigið, undirsetan, hífingar og klifur í bjarginu, en með mar- kvísi og reynslu í farteskinu ná menn settu marki, fullan barm af eggjum í hverri sókn. * Ifýlseggjatöku fara menn oft lausir en með stuðningsband, því fýllinn verpir gjaman á grasi grónum syllum og bringjum í berginu, manngengum oft á tíð- um, en öðra máli gegnir hjá svart- fuglinum, sem býr á svö þröngum bergsyllum að oft er rétt unnt að tylla niður tá fyrir sigmanninn í bjarginu. Stundum era þó stærri svartfuglabæli á stóram syllum þar sem geta verið nokkur hundr- uð egg. Bjarnarey er 164 metrar þar sem hún er hæst, en til eggja er sigið á ákveðnum stöðum þar sem reynslan hefur sýnt mönnum í gegnum aldimar að hagkvæmast er að taka rið í bjarginu, sveiflur í sigbandinu, til þess að ná sem flestum eggjum á hagkvæmastan hátt. Víða í berginu era gamlir kengir og krókar svo stundum er eins og maður sé kominn á minja- safn. Þannig eru staðimir og leið- irnar fyrir sigmennina markaðir og menn þurfa gjarnan að síga niður í bjargið til þess að feta sig svo áfram að réttum stað fyrir næsta sig og jafnvel að þriðja staðnum til þess að geta síðan sig- ið niður á sjóbælin. Lífið hjá eggja- tökumönnum gengur sinn vana- gang eins og önnur störf. Það er hægt með ákveðnum fjölda bjarg- manna að ná svo og svo mörgum sigum á einum degi og skiptir þá einnig máli hvort þurrt er eða bleyta í bjarginu. Þannig rekja menn sig áfram í bjarginu og hreinsa upp til þess að ná taktin- um. í fyrstu umferð er hætta á Jón Hlöðver Hrafnsson með fýlsegg við bjargbrún eftir sig niður á sjóbælin. menn sig upp... Haraldur Geir Hlöðversson sígur austurberg Bjarnareyjar. Halli Geir fetar langvíubælin og tínir svartfuglsegg. stropuðum eggjum, en í næstu umferðum innan tveggja og hálfs dags era öll egg glæný eins og sagt er. Það er ævintýralegt að fylgjast með og taka þátt í bjargsigi. Bjarg- menn vinna saman með mikilli samstillingu og hvert handtak, hvert spor er þaulhugsað, því ella kann mikil hætta að vera á ferð- um, en það er líka rúm fyrir það að gantast og skotin ganga óspart á milli manna, bæði beint og í gegn um talstöðvarnar sem brúna- menn hafa annars_ vegar og sig- menn hins vegar. Áður fyrr þurfti að hafa menn staðsetta jafnvel á ýmsum stöðum í bjarginu til þess «■1 að unnt væri að stjóma slökun og hífingu, en nú era notaðar litlar talstöðvar þannig að sigmaður sem er til að mynda 100 metram fyrir neðan bjargbrún getur beðið um 10 cm slaka, eða hífíngu, allt eftir því sem hann þarf til þess að sinna hlutverki sínu, en oft er það sentimetraspursmál að komast á rétta syllu. Þannig fóru bjargmenn Bjarn- areyjar hveija umferðina eftir aðra i eggjatökunni, bæði í austur- bjarginu ogvesturbjarginuþarsem fuglabyggðin er mest. Yfirleitt era eggin hífð upp í plastbrúsum, um það bil 100 egg í brúsa, og það getur tekið vel í því þetta era eins og 200 hænuegg. Sigmaðurinn er bundinn á báðum, bæði um læri og mitti, og þegar undirsetumaður- inn, sem venjulega er einn, hefur komið sér vel fyrir með góðri ístöðu þar sem hann situr fáeina metra frá bjargbrún, þá skellir bjargmað- urinn sér fram af brún og sigið hefst. Undirsetumaðurinn slakar síðan eftir því sem um er talað í talstöðinni, eða eftir fyrirmælum brúnamanns sem Iiggur þá á bjarg- brún og fylgist með þörfum sig- mannsins. Yfirleitt era notuð hjól á bjargbrúnum til þess að auðvelda hífingu, því ella tekur brúnin svo sterkt í þegar híft er og í Bjamarey hafa þeir búið sér ákveðinn sigbún- að, með spili og ýmsum atriðum sem létta eggj atökuna oggera hana öraggari, því það má ekkert út af bera þegar sigmaðurinn tekurtuga metra löng rið í bjarginu frá einum stað til annars og sveiflan út frá bjarginu getur einnig numið tug- um metra. Sigmaðurinn þarf að hafa mikla fimi og hann stjórnar sér bæði með höndum og fótum. Víða geta verið ágætis gönguleiðir í bjarginu þótt óaðgengilegt virðist víðast að, en það er með ólíkindum hvað vanir bjargmenn geta farið um syllur og berg, ein arða í berg- inu fyrir tábergið getur dugað sem brú yfír á næstu syllu og þannig fara menn upp og niður bergið í eggjatökunni. Það er alltaf sér- kennileg tilfinning fyrir bjargmann að fara fram af brún í fyrsta sinn á hveiju úthaldi, en þegar menn hanga í bandinu og byija að svífa fram og til baka þá era þeir fijáls- ari en í flestu öðra sem þeir gera. Það er alltaf hætta á snúningi í bjargsiginu og sérstaklegaef menn síga í lofti eins og kallað er, ná ekki inn að bjarginu í riðunum þar sem bjargið er inn undir sig, en allt lærist þetta og venst. Ung- ir bjargmenn eru skólaðir til og þar er það stóra atriðið að koma sér fram af bjargbrúninni, því það er stórt skref af fara í fyrsta sinn fram af bjargbrún, kannski í 150 metra hæð niður í sjó eða jafnvel urð. Það er erfitt próf að taka þessi fyrstu spor, en það gefur mikið öryggi og sj álfsaga þegar upp er staðið. Eggjataka er fyrst og fremst vinna og aftur vinna, menn skjótast í mat þegar þeir era svang- ir, en að loknu dagsverki er aðal- máltíðin og kv.öldvaka í kjölfarið, þvi án kvöldvöku líður ekkert kvöld í Bjamarey og þá er slegið á létta strengi, sagðar sögur og sungið með mikilli innlifun við gítarandirleik. Nóttin leggst yfír, kyrrð úteyjanna í öllu sínu veldi, eitthvað sem sest að í hveijum þeim sem úteyjamar gistir, því þar er veröld engu lík, samspil nátt- úrafegurðar, iðandi fuglalífs, lita og tóna í eilífðarsinfóníu hafs, himins og bjargs. Halli Geir leggur í sig, Óli Týr Guð- jónsson er brúnamaður og Hlöbbi situr undir. Tignarlegt sig yfir Álkustallinum. Á myndinni til hægri eru Hlöðver Guðnason og Þór Engil- bertsson að koma afrakstrinum í eggjaföturnar. Breki Johnsen, 14 ára, kemur úr sínu fyrsta sigi til eggja í 140 metra háu bjargi. Árni tekur á móti honum, og Gísli situr undir. Breki búinn að ná fyrsta egginu fyrir neðan brún, en erfiðast er að koma sér fram af bjarginu í fyrsta sinn. Ottó Þórsson sýpur hrátt fýlsegg undir leiðsögn Gísla og Breki bíður spenntur. Setið undir og sigið á tveimur stöðum. T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.