Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ
MENNIIMGARSTR
BlWIWWAftUR.23. JÚNÍ 1991
Kræfir kúasinaiar
Eg bjó til þessa sögu
af því mig hefur allt-
af langað til að ganga
hjólbeinóttur,“ segir grín-
arinn Billy Crystal um
nýjustu gamanmynd sína,
„City Slickers“ en hún
segir frá þremur borgar-
bömum sem halda til
sveita að taka þátt í gam-
aldags kúarekstri og ætla
þannig að láta æsku-
drauma sína rætast.
Crystal hafði aldrei
komið á hestbak fyrir
þessa mynd en telur sig
nú geta tekið þátt í hvaða
veðreiðum sem er. „Þetta
var okkur öllum erfiður
tími,“ segir hann aðspurð-
ur um hvemig reiðmenn-
skan hafi gengið og tök-
urnar almennt. „Ég per-
sónulega varð að láta mig
gossa niður hættulegar
flúðir, lenda í óveðri, falla
fram at' klettum og svo-
leiðis nokkuð sem ég hélt
að ég gæti aldrei gert“.
Mótleikarar Crystals
eru Dániel Stern og Brano
Kirby en sá gamli Jack
Palance fer með myndar-
legt aukahlutverk. Leik-
stjóri er Ron Underwood,
sem áður gerði
skrýmslagrínið „Tremors“
eða Skjálfti.
„Mig langaði til að gera
fyndna útgáfu af „Deli-
verance“,“ segir Crystal
en þegar gríninu sleppir
segir hann myndina vera
„þroskasögu um miðaldra
menn“. Palance leikuryf-
irkúasmalann sem verður
n.k. lærimeistari Crystals
í myndinni og kennir hon-
um i gegnum „hið fá-
brotna kúrekalíf að meta
lífíð aö verðleikum".
Daniel Stern í „City
Slíckers"; fyndna út-
gáfanaf„Deliverance“.
6.500 á Palace
Alls hafa um 6.500
manns séð rómantísku
gamanmyndina „White
Palace" með Susan Saran-
don og James Spader í
Laugarásbíói að sögn Grét-
ars Hjartarsonar forstjóra.
Gamanmyndin Hans há-
tign eða „King Ralph“ með
John Goodman hefur tekið
inn um 5.000 manns. Grétar
sagði rólega tíð f bíóinu
vegna veðurblíðunnar og
bætti því við að hann hafi
í tilraunaskyni lækkað
miðaverðið á Hans hátign
úr 450 krónum í 300 á fimm
Madonna; sýnd í september.
Tvídrangahöf-
undur leikstýrir
Mark Frost, höfundur
Tvídranga ásamt David
Lynch, leikstýrir brátt
sinni fyrstu mynd en hún
heitir „Storyville" og er
með James Spader í
aðalhlutverki.
Spader, sem komið hefur
þægilega á óvart í
myndum eins og Kynlíf, lyg-
ar og myndbönd og „White
Palace", leikur eina ferðina
enn lögfræðing og uppa.
Hann býður sig fram til þings
en flækist í mál gleðikonu
nokkurrar sem Charlotte
Lewis leikur. Tekið er mynd-
band af þeim í faðmlögum
og þegar melludólgurinn fað-
ir hennar er myrtur er hún
sett í steininn. Hún heldur
að Spader hafi framið morðið
og hann heldur að hún hafí
gert það en tekur samt að
mes
Spad-
er
uppar a
tima-
mot-
um.
sér að veija hana. Verra er
að saksóknarinn er fyrrum
kærasta hans, leikin af Jo-
anne Whalley-Kilmer.
Spader er orðinn ansi
þjálfaður í að leika reikula
uppa sem neyðast til að taka
ákvörðun um hvernig þeir
vilja haga lífi sínu en það
þarf einmitt persóna hans í
„Storyville" að gera eftir því
sem Frost segir. Frost gerði
handritið eftir ástralskri
sögu árið 1986 fyrir leikstjó-
rann Michael Chapman.
og sjö sýningum. Þess má
geta að Grétar var upphafs-
maður að svokölluðum
þriðjudagstilboðum, sem nú
tíðkast í bíóunum.
Um 5.000 manns hafa
séð dönsku myndina Dansað
við Regitze að sögn Grét-
ars. Hann sagði að Gull-
pálmamyndin Barton Fink
yrði sýnd hjá sér í septemb-
er og heimildarmyndin „Ma-
donna: Truth or Dare“
kæmi þar á eftir. Hinn 19.
júlí frumsýnir hann „The
Hard Way“ og á eftir henni
kemur „Backdraft", um
hættuleg björgunarstörf
slökkviliðsmanna í Chicago.
MNýjasta mynd hins snjalla
leikstjóra Barbet Schroed-
er („Barfly", „Reversal of
Fortune") heitir „Single
White Femalc“ og er með
2 efnilegum, leikkonum í
aðalhlutverkum, Bridget
Fonda og Jennifer Jason
Leigh. Ung stúlka (Fonda)
auglýsir eftir meðleigjanda
(Leigh) sem tekur algerlega
yfir líf hennar, klæðist,
gengur og talar eins og hún,
smýgur inní vinahópinn og
tekur af henni kærastann.
MDebra Winger leikur í
nýjustu mynd Penny Mars-
halls (Uppvíikningar) en
hún heitir „A League of
Their Own“ og segir frá
kvennaliði í hornabolta.
MGrínistinn góði Billy
Crystal mun í haust byija
að leika í myndinni Tlr.
Laugardagskvöld eða
Borgari Fyndinn en það
er ævisaga grínista sem
aldrei tekst að slá almenni-
iega í gegn.
MHjónakornin Melanie
Griffith og Don Johnson
leika þessa dagana saman í
ástarmyndinni Paradís,
Hann leikur rækjuveiði-
mann og hún kærustuna í
Saradisarlífi hans.
iMyndin, sem setti Juliu
Roberts á landakortið, hét
„Mystic Pizza“ og fjallaði
um nokkrar vinkonur í
smábæ í Bandaríkjunum.
Nú ætla framleiðendurnir
að gera framhald en eru á
löngum lista kvikmynda-
gerðarmanna sem biðla til
leikkonunnar.
KVIKMYNDIirH
Er 15 sinnum dýrara 15 sinnum betra?
Ðýrkeyptur
tortímandi
FYRRI Tortímandinn kostaði ríflega sex milljónir dollara
og sló í gegn. Hún var ein af þeim myndum sem mörk-
uðu upphaf tækniþrillersins og setti tvo ágæta menn
varanlega á blað í Hollywood; Arnold Schwarzenegger
og leikstjórann James Cameron. Seinni Tortímandinn,
framhaldsmyndin dýra, kostar 15 sinnum meira eða 88
inilljón dollara og nú er spurningin: Verður hún 15 sinn-
um betri?
IBIO
Tvær gangstermyndir
hófu göngu sína í vik-
unni og eru partur af
gangstermyndatísku i
Bandaríkjunum sem ekki
sér fyrir endann á.
Þetta eru myndirnar
Valdatafl („Miller’s Cross-
ing“) i Bíóborginni eftir þá
Joel og Ethan Coen.og
Glæpakonungurinn („King
of New York“) meö Chri-
stopher Walken. Fyrri
myndin segir frá írskum
mafíósum á bannárunum i
Bandaríkjunum og er meö
Albert, Finney og Gabriel
Byme en hin gerist í nút-
ímanum og segir frá stór-
tækum glæpamanni sem
losnar úr fangelsi.
Væntanlegar eru m.a.
„Billy Bathgate" með
Dustin Hoffman, „Mobst-
ers“ og „Dutch“ og nokkr-
ar fleiri.
Þeir í Hollwyood eru
ósparir á dollarana ef
þeir telja sig hafa gott mál
( höndunum. Og Tortímand-
inn 2, eða „The Terminator
2: The Jud-
gement
Day“, sem
sýnd verð-
ur i
Stjörnubíói
í sumar, er
eitt af
þeim. Hún
er dýrasta
mynd sem gerð hefur verið
og ein af framhaldsmyndun-
um sem margir hafa beðið
með eftiivæntingu frá því sú
fyrri kom fram á sjónarsviðið
fyrir fimm árum. Framhald
var alltaf á dagskrá en Sch-
warzenegger og Cameron
vildu ekki vinna með Hemd-
ale Film, sem hafði réttinn.
Þegar Hemdale lentí í fjár-
hagsvandræðum hvatti Sch-
warzenegger Mario Kassar
eftir Arnald
Indrlðason
l\já Carolco-fyrirtækinu, sem
sérhæfir sig [ gerð rándýrra
hasarmynda, að kaupa rétt-
inn á framhaldinu og Kassar
pungaði út fimm milljón doll-
urum eins og ekkeit væri.
Þar með gátu félagarnir
Schwarzenegger og Camer-
on farið af stað. Og þó. Fyrst
samdi Arnold um sumarhýr-
una og fékk allt upp í 15
milljón dollara beint í vasann
(tæpur milljarður ísl. en pait-
ur af greiðslunni var Gulfs-
tream G-III einkaþota) og
prósentu af gróðanum að
auki. Er hetjan ekki að semja
sig út úr iðnaðinum? Bara
ekki. „Ég er nú að íhuga til-
boð frá fjórum kvikmynda-
verum uppá hvaða greiðslur
sem er,“ segir Schwarzeneg-
ger.
Eins og þeir muna sem sáu
fyrri myndina lék Arnold
miskunnarlaust vélmenni
sem sent var af illum vald-
höfum úi' hátæknivæddri
Arnold í Tortimandanum 2; einkaþota og pró-
sentur.
framtíðinni, er orðið hefur til
eftir kjarnorkueyðingu, að
myrða verðandi móður bylt-
ingarforingja framtíðarinnar
og koma þannig í veg fyrir
að foringinn fæddist. í nýju
myndinni hefur móðirin
þjálfað son sinn í áratug til
að taka við hlutverki sínu
sem leiðtogi. Hún sér sífellt
fyrir sér kjarnorkueyðilegg-
inguna og þykir svo andlega
vanheil að hún er sett á
hæli en sonur hennar í fóst-
ur. Valdhafar framtíðarinn-
ar, sem enn vilja myrða
drenginn, senda nýtt og þró-
aðra vélmenni til starfans en
uppreisnaröflin sjá sér leik á
borði og senda annað og van-
þróaðra vélmenni mæðgin-
unum til verndar, Schwarz-
eneggermódelið. I framhald-
inu leikur stjarnan sumsé
öllu góðlegra, ljúfara vél-
menni sem kemur móðurinni
og syni hennar til bjargar.
Framleiðendum myndar-
innar brá í brún þegar þeir
sáu handritið. Ljóst var að
kostnaðurinn yrði gífurlegur.
„Hvert atriði var eins og
endirinn á „Die Hard“,“ var
haft eftir einum framleiðand-
anum. En Cameron leitar að
öðru og meiru en eingöngu
myndum af Schwarzenegger
að salla niður óvinina. Hann
segir Tortímandann 2
„fyrstu hasarmyndina sem
boðar heimsfrið". Hann seg-
ir: Víst eru þetta miklir pen-
ingar ... Helst vildu þeir að
myndin kostaði ekki meira
en fimm milljónir. Helst ósk-
uðu þeir þess að hún kostaði
tíu dollara. En óskir hafa
ekkert með þetta að gera.“