Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 25
einmitt í næsta blaði, sem kemur
út eftir fáeina daga birtist umrædd
Morgunblaðsgrein hans. Stjórn
Landssamtaka hjartasjúklinga
þakkar af heilum hug fyrir störf
séra Emils að félagsmálum okkar,
áhuga hans og hvatningu á undan-
förnum árum, og vottum við eftirlif-
andi eiginkonu hans, Álfheiði Guð-
mundsdóttur og fjölskyldu, innilega
samúð.
F.h. LHS
Hallur Hermannsson.
Sr. Emil Björnsson var einn
þeirra manna sem áttu hvað ríkast-
an þátt í mótun fréttaflutnings og
fjölmiðlunar nútímans. Hann var
fréttastjóri Sjónvarps tvo fyrstu
áratugina sem Sjónvarpið starfaði
og mótaði ásamt samstarfsfólki
sínu þá stefnu vandvirkni og heiðar-
leika sem enn er reynt að fylgja.
Það hlýtur að hafa verið mikið
vandaverk að bera ábyrgð á braut-
lyðjendastarfinu á fréttastofu Sjón-
varps á fyrstu árum þess, ekki síst
þegar nokkuð gustaði um frétta-
stofuna eins og oft gerðist. Þó að
ég væri þá sjálfur unglingur eru
mér í fersku minni þær nýjungar í
fréttamennsku sem Sjónvarpinu
fylgdu. Þar var tekið á málum af
meiri áræðni og festu, en þekkst
hafði áður. En það var hvergi pláss
fyrir lausung eða léttúð á frétta-
stofu séra Emils. Hann lagði mikla
áherslu á að almenningur gæti tre-
yst fréttaflutningi Sjónvarpsins.
Hann hafði mikinn metnað fyrir
hönd fréttadeildar Sjónvarpsins.
Honum tókst að færa fréttastofuna
í öndvegi íslenskra fjölrniðla, en
hann lét jafnan lítið á sjálfum sér
bera.
Ég réðst til starfa á fréttastofu
Sjónvarpsins er hún hafði starfað í
rúman áratug. Þá kynntist ég þeirri
vandvirkni og alúð sem séra Emil
lagði í starf sitt. Hann var öllum
stundum í vinnunni, hann fylgdist
með öllu og ekkert var flutt í sjón-
varpsfréttum, nema að hann hefði
fyrst lesið handritið. Þar naut
reynslulaus fréttamaður, sem kom
beint úr Háskólanum á fréttastof-
una, þekkingar séra Emils á mönn-
um og málefnum og ekki síst yfir-
burða íslenskukunnáttu hans. Fáir
menn, sem ég hef kynnst, hafa
búið yfir jafn mikilli þekkingu á
íslenskri tungu, bókmenntum og
menningu. Það voru ómetanlegar
lærdómsstundir að vinna fyrir séra
Emil og ég veit fyrir víst að ég er
ekki einn um að þakka honum
kennsluna. Reynslan af því að
starfa undir stjórn séra Emils hefur
verið mörgum fréttamanna hans
ærið notadrjúg síðar í lífinu og hún
hefur komið mönnum að notum þó
að starfsvettvangurinn hafi orðið
annar en fréttamennska.
Eins og margir góðir lærimeist-
arar var séra Emil harður hús-
bóndi, hann þoldi mönnum ekki að
kasta höndum til verka og það gat
gustað af honum þegar honum þótti
ástæða til að lesa einhveijum pist-
ilinn. Enda fór ekki hjá því að sum-
um stæði ofurlítill beygur af frétta-
stjóranum. Sjálfum lærðist mér
fljótt að honum var það ekki á
móti skapi að menn tækju á móti
og verðu sitt mál, ef nokkra vörn
var að finna. Hann var kröfuharður
maður, en ég reyndi hann sjálfur
aldrei að öðru en réttsýni.
Síðustu árin í embætti neyddist
séra Emil til að minnka viðveru sína
vegna heilsubrests, en hann slakaði
aldrei á kröfum sínum um að ekki
yrði flutt annað en lýtalaus íslenska
í fréttum Sjónvarps og áreiðanleg
og heiðarleg fréttamennska við-
höfð.
Á þessari kveðjustund er mér
efst í huga þakklæti séra Emils
fyrir lærdóminn, sem ég nam af
honufn á fyrstu árunum mínum á
fréttastofunni, traustið, sem hann
sýndi mér síðar, og fyrir vináttuna
og holl ráð er ég var sestur við stýr-
ið á þeirri skútu, sem hann stýrði
svo farsællega í tvo áratugi. Hann
kunni þá list að ráða heilt þegar
með þurfti, án þess að vera með
óþarfa afskipti.
Frú Álfheiði Guðmundsdóttur og
öðrum ástvinum votta ég innileg-
ustu samúð. Hvíl í friði, séra Emil
Björnsson.
Bogi Ágústsson
MÓRGUNBLAÐIÐ
Klara Guðjónsdóttir
frá Þórshöfn - Minning
Fædd 23. desember 1914
Dáin 16. júní 1991
Fögur sál er alltaf ung, undir
silfurhærum.
Það er ekki vandalaust að minn-
ast Klöru með nokkram orðum svo
einstök manneskja sem hún var.
Hún var slík perla hversdagslífsins,
þeirra sem eru stórir en lítið ber á.
Hennar skólaganga var ekki
löng, en hún kunni og vissi margt
sem enginn skóli getur gefið. Hún
var mikið náttúrubarn og kunni góð
skil á ýmsu sem þar er að gerast,
alveg til þess allra minnsta.
Mjög bókhneigð og mjög víðlesin
og svo vel heima hvort heldur var
um fornbókmenntir að ræða eða
það sem er að gerast í dag. Hún
hafði mikla kímnigáfu og kunni vel
að sjá léttu hliðarnar og spaugið í
hlutunum og koma því skemmtilega
frá sér, en aldrei kom það fyrir að
hún særði nokkurn mann með sínu
gamni. Hún kunni að fara vel með
það sem henni var gefið. Ég sem
yngri systir lærði svo margt af
henni eins og aðrir samferðamenn
hennar, það er auður sem aldrei
verður frá okkur tekið.
Við erum svo rík að hafa átt
hana fyrir mömmu, systur og fé-
laga. Hún var gimsteinninn sem
alltaf glóði.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Una Guðjónsdóttir
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
DR. ODDUR GUÐJÓNSSON
fyrrverandi sendiherra,
Flókagötu 55,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. júní kl.
13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans er
bent á Styrktarsjóð Landakotsspítala eða aðrar líknarstofnanir.
Lieselotte Guðjónsson,
Mari'a Bertrand,
Lieselotte Singer, Heinz Singer,
Þórir Oddsson, Jóhanna Ottesen
og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi,
HALLSTEINN TÓMASSON,
Hraunbæ 156,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 25. júní kl.
13.30.
Trausti Hallsteinsson, Björk Ingvarsdóttir,
Guðmundur Hallsteinsson, Guðrún Guðmundsdóttir,
Ellen Guðrún Karlsdóttir
og barnabörn.
t
Faðir okkar, sonur og bróðir,
GUNNAR INGÓLFSSON,
Týsgötu 5,
Reykjavík,
sem lést 18. júní sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju.föstu-
daginn 28. júní kl. 13.30.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, Sveinbjörg Gunnarsdóttir,
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir,
Oddfríður Sæmundsdóttir, >
Sæmundur Ingólfsson, Guðmundur Ingólfsson.
LEC Mi Hamars JSTEINAR
OSAIKH.F. höfða 4 — sími 681960
Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina.
i IS.HELGASONHF 1STEINSMIÐJA M SKEMMUVEGI 48-SlMI 76677
t
Móðir mín,
MARGRÉT EINARSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
er andaðist 17. júní sl., verður jarðsungin-frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði miðvikudaginn 26. júní kl. 13.30.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðbjörg Helgadóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KLARA GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Þórshöfn
Sólvallagötu 30,
Keflavík,
sem andaðist 16. júní, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju mánu-
daginn 24. júní kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vildu minnast hennar vinsamlega látið Hjartavernd njóta
þess.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sólheimum 32,
Reykjavik,
verður jarðsungin frá Frikirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 25. júní
kl. 15.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast
hinnar látnu er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélags Islands.
Hermann Helgason,
Jóna Hermannsdóttir, Haraldur Árnason,
Sigurður Hermannsson, Vilborg Sigurðardóttir,
Jón Óli Ólason, Ingibjörg Helgadóttir,
Soffía Jóhannesdóttir.
t
Ástkæri sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR M. MAGNÚSSON
húsgagnasmíðameistari,
Grænuhlíð 18,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 18. júní sl., verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju mánudaginn 24. júní kl. 15.00.
Jóhanna Gunnlaugsdóttir,
Magnús Olafsson,
Jafet S. Ólafsson,
Huld Magnúsdóttir,
Ólafur M. Magnússon,
Ari Hermóður Jafétsson,
Edda Arnadóttir,
Hildur Hermóðsdóttir,
Hjalti Már Bjarnason,
Jóhanna S. Jafetsdóttir,
Sigríður Þ. Jafetsdóttir.
t
Minningarathöfn urh móður okkar, tengdamóður, fósturmóður,
ömmu og langömmu,
MARSELÍU INGIBJÖRGU BESSADÓTTUR
frá Höskuldsstaðaseli,
Breiðdal,
Rjúpufelli 46,
Reykjavík,
verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. júní kl. 13.30.
Börn tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför
GUÐMUNDAR BJARNASONAR
frá Innri-Lambadal.
Þórlaug Finnbogadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og jarðarför
BENEDIKTS BLÖNDALS,
og virðingu sýnda minningu hans.
Guðrún Karlsdóttir,
Anna Blöndal, Einar Þorvaldsson,
Lárus Blöndal, Anna Kristín Jónsdóttir,
Karl Blöndal, Stefanía Þorgeirsdóttir,
Lárus H. Blöndal.