Morgunblaðið - 02.07.1991, Side 4
ð a
4 B
II .s >iu&Aqui.oiHcifflTTOM aiqMavTOOHOM
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991
KNATTSPYRNA / SAMSKIPADEILDIN
Fram á framabraut
Fjórði sigurleikur meistaranna í röð. Víkingur ekki sigrað heima í liðlega ár
Kristján Jónsson spyrnir frá marki
Fram í síðari há!fleiknum; er Víkingar
sóttu af miklum krafti. Guðmundur
Steinsson, fyrrum félagi hans, bíður
átekta og í baksýn er Þorvaldur Örl-
ygsson.
Morgunblaðið/KGA
FRAMARAR héldu uppteknum
hætti á sunnudagskvöld, héldu
sigurgöngunni áfram og unnu
Víkinga 2:0 í Stjörnugróf. Þetta
var fjórði sigurleikur meistar-
anna í röð og verður ekki annað
sagt en stöðubreytingarnar í
seinni hálfleik gegn KA fyrir
rúmum hálfum mánuði hafi
skilað sínu og borið tilætlaðan
árangur, hvað sem öllum húf-
um líður. Stigin þrjú á Víking-
svellinum héngu samt á blá-
þræði, en eins og gegn KA inn-
siglaði Jón Erling Ragnarsson
sigurinn á síðustu stundu —
gerði annað mark sitt, þegar
komið var fram yfir venjulegan
leiktíma. Víkingar léku ágæt-
lega á köflum og voru nálægt
því að jaf na undir lokin, en
þeim gengur hins vegar bölv-
anlega að sigra á heimavellin-
um, sigruðu þar síðast 29. júní
í fyrra!
Gestirnir byijuðu vel, náðu
strax undirtökunum og upp-
skáru fljótlega mark. Þeir réðu ferð-
inni í fyrri hálfleik og dreifðu vel
spilinu án þess samt
Steinþór að ógna verulega,
Guðbjartsson en liðin fengu sitt
skrifar marktækifærið
hvort. Eftir hlé voru
heimamenn mun ákveðnari. Þeir
sóttu stíft einum færri undir lokin
og lögðu allt kapp á að jafna, fengu
nokkur hálffæri, en Framarar áttu
síðasta orðið.
Víti-ekki víti?
Darraðardansinn var í algleym-
ingi síðustu mínútumar og jöfnun-
armarkið virtist liggja í loftinu.
Ávallt skapaðist hætta, þegar Guð-
mundur Steinsson fékk boitann inni
í vítateig gestanna, en Framarar
sluppu fyrir horn. Hann vildi fá víta-
spymu á þessum tíma, sagði að
Birkir Kristinsson, markvörður
Fram, hefði fellt sig.
„Það var ekki mikil harka í leikn-
um, en þeir voru í bakinu á mér í
tvígang og Birkir var ekki með
hendurnar á boltanum heldur á
öxlunum á mér.“ Það getur vel
verið,“ sagði Birkir við Morgunblað-
ið, „en hann bakkaði á mig og ég
datt fram á við.“ „Þetta var ekki
víti,“ sagði Bragi Bergmann, dóm-
ari. „Hins vegar hafði Guðmundur
reynt að físka víti tvisvar skömmu
áður og slíkur leikaraskapur getur
komið mönnum í koll, þegar um
vafaatriði er að ræða. En ég hefði
dæmt víti ef það hefði verið rétt.“
Átta gul og eitt rautt
Leikurinn virkaði ekki grófur, en
engu að síður voru gefin átta gul
spjöld og eitt rautt. „Sjö af gulu
spjöldunum voru fyrir grófan leik,“
sagði dómarinn og varðandi brott-
reksturinn hafði hann þetta að
segja: „Þeir vora að kýtast inni í
teig og þegar þeir hlupu í burtu
sparkaði Ríkharður aftan í Hörð,
sem aftur krækti í Ríkharð. Þetta
voru ásetningsbrot, hjá báðum, en
Hörður hafði fengið gult spjald áður
og því var brottreksturinn óumflýj-
anlegur."
Margir leikir hafa verið prúð-
mannlega leiknir, en Ieikmenn í
sumum leikjum að undanförnu hafa
fengið orð í eyra fyrir grófan leik.
Sökin er ekki eingöngu þeirra, dóm-
ararnir verða líka að gæta sín að
vera ekki of ákafir. Spurningin er
hvort ekki sé farsælla að veita
mönnum tiltal áður en gripið er til
spjalda og víst er að sumar áminnin-
garnar að þessu sinni orkuðu
tvímælis. Til að mynda var óréttlátt
að gefa Guðmundi Inga gult spjald
fyrir að sparka boltanum í átt að
brotstað eftir að samherji hans
Jón Erling Ragnarsson gerði bæði
mörkin gegn Fram og hefur því gert
íjögur mörk í deildinni í sumar.
hafði gerst brotlegur; samstuð
Harðar Theódórssonar og Ríkharðs
Daðasonar virtist sárasaklaust. Að
sama skapi sluppu menn við skrekk-
inn. Þorvaldur Örlygsson var full
harður strax í byrjun; Tomi Bosniak
var heppinn, þegar Guðmundur Ingi
fékk spjaldið; Hörður Theódórsson
slapp vel í byrjun seinni hálfleiks;
Þorsteinn Þorsteinsson „bað“
nokkrum sinnum um spjald en fékk
ekki.
„Fór út í vitleysu hjá okkur“
Framarar léku vel í fyrri hálfleik,
en þeir slökuðu á eftir hlé, þó
skemmtileg tilþrif hafi oft sést inni
á milli. Þorvaldur lék sennilega
besta leik sinn með Fram og var
úti um .allt í fyrri hálfleik, Steinar
var ógnandi á kantinum, Jón Erling
var réttur maður á réttum stað og
Pétur var yfirvegaður í frívarðar-
stöðunni.
„Eg er ánægður með stigin, en
Oa ^ Jón Erling Ragn-
■ I arsson gerði glæsi-
legt mark með skalla af stuttu
færi á 6. mínútu. Steinar Guð-
geirsson lék á tvo mótherja í
tvígang út við hægri hornfána
og sendi síðan boltann beint á
Jón Erling.
0aO Jón Erling skoraði
■ Sm með viðstöðulausu
skoti af stuttu færi upp í þakne-
tið á 90. mínútu eftir góða send-
ingu frá Steinari, sem óð upp
hægri kantinn oggaf síðan fyrir.
ekkert annað,“ sagði Pétur
Ormslev. „Fyrri hálfleikurinn var í
lagi, en síðan fór þetta út í vitleysu
hjá okkur. Þá áttum við erfitt með
að spila, því þeir komu framar á
völlinn. Það var taugaveiklun í
þessu hjá okkur — þetta var raglað-
ur leikur af okkar hálfu."
„Það var kominn tími á tvö
mörk,“ sagði Jón Erling, sem gerði
síðast tvö mörk í leik gegn
Djurgárden í Evrópukeppninni sl.
haust. „Þetta þróaðist út í mikla
hörku, menn gáfu sig 100% í leikinn
og þá gleymdist að spila fótbolta,
en spjöldin vora of mörg.“
Helgi sem herforingi
Helgi Björgvinsson lék sem her-
foringi í vörn Víkings, vann boltann
hvað eftir annað og spilið byrjaði
gjarnan hjá honum, en stoppaði hjá
miðjumönnunum. Hörður barðist
vel og lék sennilega besta leik sinn
í sumar, en var óheppinn að fá
rauða spjaldið. Þá var Guðmundur
ógnandi frammi.
„Við spiluðum vel og gerðum
allt nema skora,“ sagði Guðmundur
Steinsson. „Við spiluðum illa í 15
mínútur í fyrri hálfleik, en tókum
okkur á og áttum skilið að jafna,“
sagði Helgi Björgvinsson. „Brott-
reksturinn var vafasamur, en það
er eins og við höfum fengið slæmt
orð á okkur og því virðist, sem við
fáum spjöld í tíma og ótíma.“
Staðan / B6
Gottaðveraá
sigurbraut á ný
- sagði Ingi Björn Albertsson eftir sigur Vals
„ÞAÐ er gott að vera kominn á sigurbraut aftur. Þetta var mikil-
vægur sigur fyrir okkur því Víðismenn eru erfiðir heim að sækja
og mérfinnst að staða þeirra í deildinni gefi ekki rétta mynd
af getu liðsins. Við bökkuðum eftilviil full mikið á köflum til að
halda fengnum hlut sem var ákaflega eðlilegt í stöðunni," sagði
Ingi Björn Albertsson þjálfari Vals eftir að lið hans hafði sigrað
Víði 3:1 í Garðinum á sunnudagskvöldið 3:1.
skrifarfrá
Keflavik
Víðismenn léku einn sinn bestá
leik í langan tíma að þessu
sinni, en eins og svo oft áður virt-
ist þá ávallt skorta herslumuninn á
allat' sínar sókna-
Björn raðgerðir. Eftir
Blöndal þessi úrslit er útlitið
því allt annað en
gott hjá þeim Garð-
búum sem hafa aðeins hlotið 2 stig
úr 7 leikjum og sitja einir á botni
deildarinnar.
Sóknir Vals hættulegri
Valsmenn sóttu mun meira i
upphafi og það var ekki fyrr en að
þeir höfðu náð forystunni að Víðis-
menn fóru að sækja af einhverri
alvöra. Þeim gekk þó illa að finna
smugur á Valsvörninni þar sem
þeir Bjarni Sigurðsson markvörur
og Sævar Jónsson léku eins og her-
foringjar. Sóknir Vals voru hins
vegar mun hættulegri og þeir Gunn-
laugur Einarsson og Þórður Boga-
son fengur báðir gullin tækifæri til
að skora áður en Baldur Bragason
skoraði annað markið.
Vonarglæta
Smá vonarglæta kviknaði hjá
Víðismönnum í upphafi síðari hálf-
leiks þegar þeir náðu að minnka
muninn á fyrstu mínútunni. En sú
dýrð stóð ekki lengi því Valsmenn
skoruðu sitt þriðja mark 5 mínútum
síðar og tveggja marka munur var
of mikið fyrir Víðismenn að þessu
sinni.
Oa Æ Steinar Adolfsson
■ I skoraði af miklu ör-
yggi úr vftaspymu sem dæmd
var á Víðismenn eftir að Steinar
Ingimundarson hafði brotið á
Þórði Bogasyni innan vítateigs.
Oa Baldur Bragason
■ Sám lék upp að marki
Víðis vinstra megin og sendi
boltann af öryggi í homið fjær
framhjá Gísla Heiðarssyni
markverði Víðis sem ekki kom
við neinum vörnum.
1:2
Grétar Einarsson
náði að minnka mun-
inn eftir hornspymu með .failegu
marki. Steinar lngimundarson
tók hornspyrnu, sendi stutta
sendingu á Guðjón Guðmunds-
son sem vann einvígi við Vals-
mann og sendi inn í vítateig.
Þar tók annar Víðismaður bolt-
ann og sendi hann áfram á
stöngina fjær þar sem Grétar
var vel staðsettur og hann skor-
aði öragglega.
1aO Ágúst Gylfason átti
■ w fast skot að marki
Víðis frá vinstri, Gísli markvörð-
ur náði að verja, en hélt ekki
boltanum sem barst til Jóns
Grétars Jónssonar og hann
skoraði öragglega af stuttu
færi.