Morgunblaðið - 02.07.1991, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991
B 7
Sigurður Björgvinsson
Fæddur: 22. mars 1959.
Atvinna: Deildarstjóri hjá Samkaupum i Keflavík.
Leikir: 230 í 1. deild og annað eins með meistaraflokki ÍBK og KR
á öðrum vígstöðvum s.s. vináttuleikir, bikarkeppni, Litla bikarkeppnin
og Reykjavíkurmót.
Mörk í 1. deild: 22 fyrir leik KR og Stjömunnar í gærkvöldi.
Landsleikir: 3 A, 1 U-21, 9 U-18, 3 U-16 (fyrirliði).
Helsti árangur: Fimm sinnum í úrslitum bikarkeppni KSÍ og meistari
í 2. deild 1981.
Helstu viðurkenningar: Knattspyrnumaður KR 1990, Knattspyrnu-
maður IBK 1978 og 1987, Handknattleiksmaður Suðurnesja 1987.
Sanngjam sigur þrált
fyrir vafasamt mark
KA gerði góða ferð
í Hafnarfjörð.
FH í slæmri stöðu
KA gerði góða ferð í Hafnar-
fjörðinn þar sem liðið vann
heillum horfið FH-lið 2:0 með
mörkum á lokamínútu fyrri og
síðari háifleiks.
og það er slæmt fyrir lið að fá orð
á sig fyrir ruddaskap eins og því
miður vill gerast hjá sumum liðum.“
Efni í ágætis dómara
Knattspyrnan á allan hug Sig-
urðar. Hann segist hafa reynt að
verja frístundum í veiði og aðra
útiveru, en það sé ekki tími fyrir
annað en fótbolta. Æfingar og leik-
ir hafa forgang, en þegar stund
gefst til fer hann í dómarabúning-
inn.^
„Ég hef mikinn áhuga á dóm-
gæslu og tel mig efni í ágætis dóm-
ara. Ég hef dæmt í 12 ár, aðallega
í yngri flokkunum og eins í neðri
deildunum. Mér finnst sérstaklega
gaman að dæma erfiða leiki og
úrslitaleikurinn í Litlu bikarkeppn-
inni í vor er minnisstæður. Þá varð
ég að senda vin minn Kristján Finn-
bogason út af með rautt spjald, en
við því var ekkert að gera.“
Kristján, markvörður Skaga-
manna, tekur undir þau orð. „Ég
missti stjórn á mér og dómurinn
var réttlátur. Þetta er eini leikurinn
minn, sem Siggi hefur dæmt, en
hann stóð sig vel og á eflaust góða
framtíð fyrir sér sem dómari."
FH var sterkari aðilinn í fyrri
hálfleikinn en leikmönnum liðs-
ins gekk illa að koma boltanum til
framlínumannanna Harðar og
Andra Marteinsson-
Frosti ar. Oft á tíðum brá
Eiðsson fynr þokkalegu spili
sknfar á miðjunni en hvor-
ugu liðinu tókst að
nýta sér færin þar til á síðustu
mínútu hálfleiksins er KA skoraði
fyrsta mark leiksins. Svo virtist sem
að bæði Vandas og Sverrir væru
rangstæðir, en Guðmundur Jónsson
línuvörður lyftí ekki flaggi sínu til
merkis um rangstöðu og Vandas
skoraði af öryggi. Leikmenn FH
mótmæltu markinu en það hafði
ekkert upp á sig og Sveinn Sveins-
son dæmdi markið gilt eftir að hafa
ráðfært sig við Guðmund línuvörð.
Guðmundur Hilmarsson, aftasti
maður FH-varnarinnar var mjög
óhress með markið. „Þeir voru báð-
ir 4-5 metrum fyrir innan vörnina
þegar sendingin kom og greinilega
rangstæðir. Við ætluðum ekki að
láta markið hafa áhrif á okkur, en
við brotnuðum niður við markið,“
sagði Guðmundur Hilmarsson, aft-
asti maður FH-varnarinnar.
I síðari hálfleiknum voru leik-
menn KA mun aðgangsharðari við
FH-markið og liðið fékk fjölmörg
góð tækifæri til að auka muninn.
Orn Viðar Arnason komst einn inn-
fyrir vörn FH, utarlega í vítateign-
um eftir góða sendingu Ormars en
skot hans fór í hliðarnetið. Mark-
spyrna Stefáns mistókst og Pavel
Vandas komst í gott skotfæri en
knötturinn fór beint í fang Stefáns.
Páll Gíslason átti stuttu síðar skot
í þverslá FH-marksins. En heima-
menn hresstust á síðustu tuttugu
mínútunum, Andri Marteinsson
færði sig aftar á völlinn og Pálmi
Jónsson fór úr bakvarðarstöðunni í
sína gömlu stöðu sem fremsti mað-
ur. Heldur meiri broddur var í sókn-
arlotum FH eftir það og FH-ingar
fengu þokkaleg færi. Varnarmönn-
um KA tókst að loka fyrir skot
Dervic á markteig, Pálmi, var ná-
lægt því að jafna er skot hans fór
rétt framhjá en færi gestanna voru
þó bæði fleiri og opnari. Erlingur
Kristjánsson átti góðan skalla að
markinu sem Stefán varði niður við
stöng og tvívegis í hálfleiknum hirti
Stefán knöttinn af tám sóknar-
manna KA.
En það var KA sem átti síðasta
orðið í leiknum með marki á loka-
mínútunni og ekki er hægt að segja
annað en að sigurinn hafi verið
fyllilega verðskuldaður.
Steingrímur Birgisson og Erling-
ur Kristjánsson voru sterkustu
hlekkirnir í vel skipulagðri vörn KA
sem náði að halda hinum hættulegu
sóknarmönnum FH niðri í leiknum.
Þá voru Einar Einarsson og Ormarr
sterkir á miðjunni. KA-liðið lék mun
markvissari knattspyrnu í leiknum
og sigur liðsins hefði orðið mun
stærri ef ekki hefði komið til góð
markvarsla Stefáns í marki FH.
„Sjálfstraustið er að koma hjá
okkur eftir slaka byijun og okkur
vantar aðeins smáneista til að fara
aftur uppá við. Við héldum boltan-
um vel í síðari hálfleik, sköpuðum
okkur fullt af færum og erum á
réttri leið,“ sagði Ormarr Örlygs-
löndal
u
íuga á
í Litlu
erfíður
í hann
isson.
Morgunblaöið/Bjarni
Izudin Dervic, Júgóslavinn í liði FH, á fleygigerð í átt að marki KA á sunnu-
d'aginn. Þar er Ormarr Örlygsson, þjálfari norðanmanna, sem gerir tilraun til
að stöðva hann.
son, þjálfari og leikmaður KA við
Morgunblaðið eftir leikinn.
Barátta um fall
„Við höfðum boltann um 60-70%
af leiktímanum en þeir voru skyn-
samari og sköpuðu sér fleiri færi.
Heppnin hefur ekki verið okkur
hliðholl í sumar og ef við förum
ekki að hugsa okkar gang og leika
betur þá er ljóst að við komum til
með að berjast um fallið," sagði
Andri Marteinsson.
FH-liðið náði oft upp þokkalegu
spili en miðjumenn liðsins héldu
boltanum of lengi á miðju vallarins
í stað þess að hefja strax sóknarlot-
ur. Þær sóknir sem FH fékk voru
flestar brotnar á bak aftur af sterk-
um varnarmönnum KA sem höfðu
mikla yfirburði í skallaboltum.
Oa tU Einar Einarsson átti
■ I sendingu innfyrir
vörn FH þar sem Pavel Vandas
var á auðum sjó, nokkrum metr-
um fyrir framan öftustu varnar-
menn FH. Vandas lék boltanum
inn í vítateiginn og skoi'aði með
föstu skoti. Mikil rangstöðulykt
var af markinu en Sveinn
Sveinsson dæmdi markið gilt
eftir að hafa ráðfært sig við
Guðmund Jónsson, línuvörð.
Om<2 Sverrir Sverrisson
■ mm skoraði markið á lok-
aminútunni með skoti rétt utan
markteigs eftir fallega sóknar-
lotu KA.
ÍÞRÚmR
FOLK
■ ANTONY Karl Gregory kom
inná sem varamaður hjá Val gegn
Víði á sunnudag. Hann hafði verið
veikur, fékk vírus og háan hita og
var frá í hálfan mánuð. Hann missti
5 kíló vegna veikinda sinna.
■ ÖRN Torfason lék ekki með
Val gegn Víði á sunnudag vegna
þess að hann fór úr axlarlið á æf-
ingu á fimmtudag.
■ SVEINN Sveinsson dómari
hafði í nógu að snúast á leik FH
og KA í Kaplakrikanum. Eftir að
hafa flautað til leikhlés hljóp hann
til og stöðvaði Viðar Halldórsson,
varaformann knattspyrnudeildar
FH sem hlaupið hafði inná völlinn.
Sveinn hindraði Viðar í því að
komast í námunda við Guðmund
Jónsson línuvörð. Viðar sagði eftir
leikinn að ætlun hans hafði aðeins
verið að tala við Guðmund en Við-
ar, eins og reyndar margir aðrir
stuðningsmenn FH, voru reiðir yfir
því að línuvörðurinn skyldi ekki
hafa veifað rangstöðu á Pavel
Vandas er hann skoraði fyrra mark
KA.
■ AÐEINS 170 áhorfendur sáu
leik FH og KA að Kaplakrika og
eru það fæstu áhorfendurnir að 1.
deildarleik það sem af er sumars.
Fyrra „metið“ var sett á leik Stjörn-
unnar og Víðis í 4. umferð en 230
áhorfendur sáu þann leik.
KNATTSPYRNA / SAMSKIPADEILDIN