Morgunblaðið - 02.07.1991, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRI■ KI»Jl.' 1)AGL'K 2. JÚLÍ 1991
KNATTSPYRNA / SHELLMÓTTÝS
Valur og
Stjaman með
bestu liðin
SHELLMÓTINU lauk í Vest-
mannaeyjum á sunnudag. Hjá
B-liðum léku Fylkir og Stjarnan
til úrslita. Það var Stjörnuliðið
sem sigraði, 2-0, var yfir 1-0 í
leikhléi og bætti síðan einu
marki við í síðari hálfleik. Það
var Gunnar Darri Ólafsson sem
skoraði bæði mörk Stjörnunn-
ar. Hjá A-liðum léku Valur og
ÍBK til úrslita og það voru Vals-
menn sem sigruðu 1:0 og eru
því Shell-móts meistarar A-
liða. Það var Andri Guðmunds-
son sem gerði sigurmark Vals
í síðari hálfleik.
Attunda knattspyrnumóti Týs,
sem nú kallast Shell-mót, var
haldið í síðustu viku. Meistarar ut-
anhúss hjá A-liðum urðu Valsarar
undir stjórn Gunn-
Sigfús ars Baldurssonar en
Gunnar hann kom einmitt
Guömundsson með Fylkismönnum
sknfar
í fyrra sem þjalfan
og þá sigruðu Fylkismenn þannig
að Gunnar virðist vita hvað hann
er að gera með liðin. Hjá B-liðum
voru það Fylkismenn sem sigruðu.
í innanhússmótinu stálu Frammar-
ar senunni með besta mann mótsins
í broddi fylkingar og sigruðu þeir
Sigurinn kom
okkur á óvart
- sögðu Valsararnir Snorri Steinn Guð-
jónsson og Andri ElvarGuðmundsson
bæði hjá A- og B-liðum og léku
geysilega vel.
Dagskráin hjá krökkunum var
geysiþétt og mikið að gerast frá
morgni til kvölds. Farið var í báts-
ferð kringum eyjuna, rútuferð var
farin um eyjuna og einnig prófuðu
krakkarnir að spranga. Síðan voru
haldnar grillveislur og á föstudags-
kvöldið var kvöldskemmtun í
íþróttamiðstöðinni. Þar fóru menn
í kappát og ýmislegt var sprellað.
Eiríkur Fjalar mætti á svæðið og
tók nokkur létt lög við góðar undir-
tektir. Laugardagskvöldið fór í að
krakkarnir reyndu með sér í hinum
ýmsu þrautum svo sem að halda
bolta á lofti, rekja knött milli keilna,
hula, farið í limbó og reiptog sem
ávallt hrífur þjálfara og fararstjóra
með, ásamt ýmsum öðrum leikjum.
Á sunnudagskvöld var svo lokahóf
þar sem mikið var veitt af verðlaun-
úm fyrir allt sem keppt var í og
voru nokkrir ansi klökkir þegar
þeir komu upp á stall og tóku við
verðlaunum.
Arnar Sigurðsson, UBK, varð
markakóngur á mótinu, gerði 19
mörk en í fyrra gerði hann 5 mörk
en annar af tveimur markahæstu
mönnum í fýrra, Snorri Guðjónsson,
sem gerði 19 þá, varð í öðru til
þriðja sæti nú með 17 mörk.
Morgunblaðiö/S.G.G.
Frá úrslitaleik Vals og ÍBK í keppni A-liða. Valur sigraði með einu marki gegn engu og urðu Shellmótsmeistarar.
Fylkir sigraði í boðhlaupi
KEPPNI var líklegast hvergi
jafn spennandi og í boðhlaupi
á laugardagskvöldið því það
þurfti að skoða hlaupið af
myndbandi til að skera úr um
sigurvegara og voru Fylkis-
menn úrskurðaðir sigurvegar-
ar.
ú kepptu c-lið í fyrsta sinn á
Shell-mótinu í Eyjum, hug-
myndin kom frá Vikingum og
mættu þeir með verðlaun með sér
fyrir það mót. Það var Lárus
Jakobsson sem átti hugmyndina að
þessu móti sem nú var haldið í átt-
unda sinn - fyrstu sjö skiptin und-
ir nafninu Tommamót en nú hefur
verið skipt um styrktaraðila og er
það Skeljungur sem styrkir mótið
og kallast það því Shell-mót. Lárus
er ennþá á fullu í skipulagningu
mótsins ásamt §ölda annarra sjálf-
boðaliða frá Tý og er mótið orðið
frægt fyrir góða skipulagningu og
nákvæmar tímasetningar sem
ávallt standast.
Tommi sem áður rak Tomma-
hamborgara er ekki alveg hættur
afskiptum af þessu móti en hann
gaf verðlaun á mótið og einnig
bauð hann leikmönnum liðanna sem
sigruðu úti og inni í knattspymu-
mótinu út að borða á Hard Rock
Café.
Rúnar Júlíusson gaf öllum verð-
launahöfum á móti tónsnældu með
lögum hans og einnig fengu allir
þátttakendur, rúmlega 700 talsins,
viðurkenningarskjal með nafni sínu
á til staðfestingar um þátttöku í
mótinu.
Við áttum ekki von á því í byrj-
un að verða meistarar en þegar
líða tók á mótið sáum við að við
áttum möguleika á einu af efstu
sætunum og okkur tókst að fara
alla leið og vinna ÍBK.
Við vorum soldið stressaðir fyrir
leikinn, en við slökuðum á 40 mín.
fyrir leik og við gleymdum stressinu
fljótt enda var leikurinn svo jafn
og spennandi. Framararnir voru
með mjög gott lið en við unnum
þá óvænt 4-1.
Þá vantaði tvo góða leikmenn og
þeir voru ekki í stuði í þeim leik,“
sögðu Snorri Steinn Guðjónsson og
Andri Elvar Guðmundsson úr Val,
eftir úrslitaleikinn sem þeim fannst
hápunkturinn á mótinu.
Landslið og pressulið voru valin
á mótinu og léku þau á laugardags-
kvöld. Pressan byijaði mjög vel og
komst í 2-0 með mörkum frá Haf-
þóri Theódórssyni Framara og Þórði
Halldórssyni, Þór AK.
En landsliðið gafst ekki upp, náði
að jafna fyrir hlé og síðan var sigur-
markið skorað í seinni hálfleik og
unnu því 3-2 f þrælgóðum leik.
Mörk landsliðisns gerðu Magnús
Guðjónsson, KR, og besti maður
mótsins, Daði Guðmundsson, Fram,
gerði 2.
Morgunblaðiö/S.G.G.
Valur sigraöi í flokki A-liða eftir sigur á ÍBK í úrslitum. í liði Vals, sem er hér fyrir aftan ÍBK, léku þeir Gunn-
ar Baldursson, Andri Guðmundsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Steinar Guðmundsson, Elvar L. Guðjónsson, Kristinn
Bjarnason, Olafur Jensson, Olafur H. Gíslason, Sigurður Eggertsson, Hörður Aðalsteinsson og Markús Máni Mikaelsson
Lið IBK var skipað eftirtöldum: Ómar Jóhannsson, Georg Sigurðsson, Ólafur Ibsen, Hólmar Örn Rúnarsson, Sigurður
Markús Grétarsson, Kristinn Ólafsson, Daníel Ó. Frímannsson, Haraldur Guðmundsson, Gunnar Öm Ástráðsson, Aðal-
geir Pétursson og Sævar Gunnarsson.
Morgunblaðið/S.G.G.
Stjarnan sigraði I flokki B-liða eftir sigur á Fylki í úrslitaleik. Lið Stjörnunnar (efri röð f.v.) Öm Ólafson, þjálf-
ari, Jónas K. Guðbrandsson, Tryggvi Sveinsson, Eiríkur Sigurðsson, Hilmar Geirsson, Axel Ásmundsson, Jón Björn
Ámason, Ingi Þór Arnarson, Þórólfur Nielsen, Ari Páll Samúelsson, Gunnar Darri Ólafsson, Kristján Svan Kristjáns-
son, Hólmgeir Flosason, Jón Bjami Pétursson og Einar Gunnar Guðmundsson, aðstoðarþjálfari. Lið Fylkis (neðri röð
f.v.) Rúnar Geirmundsson, liðsstjóri, Gunnar Arnar Gunnarsson, Garðar Hauksson, Elís Rúnarsson, Vilhjálmur Gunnar
Pétursson, Sigurður Logi Jóhannesson, Páll Amar Þorsteinsson, Árni Torfason, Kristján Andrésson, Mikael Marino
Rivera, Andri Fannar Ottósson, Birkir Bjömsson og Hlynur Jóhannsson, þjálfari.
Valsmennirnir Snorri Steinn Guð-
jónsson og Andri Elvar Guðmundsson.