Alþýðublaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 3
mn aö sex ■ Á myndinni sjást Makarios erkibiskup og Kutchuk foringi tyrkneska minnihlutans á Kýpur á ráðstefnunni í London þar sem gengið var frá samkomulaginu um framtíð Kýpur. Kutchuk er annar maður frá vinstri, Makarios situr lengst til liægri. Brefar, Grikkir og Tyrkir ábyrgjast ör- yggi hins nýja lýðveldis London, 23. febrúar (Reuter). f DAG var samkomulag ríkis- stjórnar Bretlands, Grikklands og Tyrklands um framtíðar- stöðu KýDur, sem undirritað var s. 1. fimmtudag, birt opin- berlega. Er þar kveðið á um stofnun lýðveldis á Kýpur, stjórnskinan eyjarinnar og rétt indi þjóð°rnisminnihluta. Tek- ið er skýrt fram, að Kýpur megi ekki sameinast öðru ríki né heldur er leyfilegt að skipta eynni í tvö ríki. Ríkisstiórnir Bretlands, Grikklands og Tyrklands skuld binda sig til bess að viðurkenna hið nýia Ivðveldi og taka á- byrgð á sjálfstæði þess. Bretar, Grikkir og Tvrkir munu hafa hersveitir staðsettar á Kýpur eftir að lýðveldi hefur verið stofnað þar, og annast sameig- inlega varnir evjarinnar, sam- kvæmt samningi sín á milli. Samkomulagið kveður svo á, að forseti eyjarinnar skuli vera af grískum ættum en varafor- sebnn af tyrkneskum ættum. Þjóðþingið verður að sjötíu hundraðshlutum skipað Grikkj um en afgangurinn Tyrkjum. Sama hlutfalli milli þjóðernis- brotanna verður haldið við skip an embættismanna og lög- gæzlumanna. Lð*»VELDI STOFNAD 1960. Undirbúningur undir stofn- un lýðveldis á Kýpur á að hefj- ast þegar í stað og verður sjálf- st^pði evjarinnar lýst yfir á ár- inu 1960 í síðasta lagi. Verða kjörnar þrjár nefndir, sem und irbúa lýðveldisstofnunina. ein skinuð grískum Kýpurbúum, ein Tvi'kjum á eynni og loks sameiginleg nefnd, sem starfar í London og skal hún ganga endanlega frá stjórnarskrá lýð- veldisins. Verður stjórnarskrá- in bvggð á Lundúnasamkomu- laainu í öllum höfuðatriðum. Forseti og þjóðþing verða • ■ Ollum pélifískum Kýpur sleppf úr haldi r a kosin til fimm ára í senn í al- mennum kosningum. Hæstirétt ur Kýpur verður skipaður ein- um Grikkja, einum Tyrkja og' einum hlutlausum aðila út- nefndum af forseta og varafor- seta lýðveldisins. Verkföllum haldiS áfram í Relgíu Brussel, 23. febr. (NTB AFP). VEBKFÖLLUNUM í Belgíu var haldið áfram í dag. Var þátt taka í þeim almenn víðast hvar. Belgíska stjórnin lagði í dag fram áætlun um stórfellda fjár festingu sem tryggja á efna hagslíf landsins og binda endi á verkföllin. Stjórnin fer fram á að þingið veiti henni heimild tij þess að taka 300 milljón doll ara lán sem varið verður til að styrkja ýmsar iðngreinar. Tugjþúsundir námumanna fóru kröfugöngu í dag og mót mæltu þeim fyrirætíunum rík isstjórnarinnar að loka fleiri námtum. í iðnaðarborgunum Paturages, La Louviere og Charleroi voru allar verksmiðj ur lokaðar. Viðræðurnar í Moskvu Framhnld af 1*» affln Hann kvað frið og réttlæti vera bær stoðir, sem allar framfar- ir bvggðu á. Macmillan heldur áfram hin um formlegu viðræðum við Krústjov n. k. fimmtudag. Nikosia, 23. febrúar. (NTB- Reuter). — BREZKA nýlendu- málaráðuneytið nam í dag úr gildi dauðadóma, sem felldir bafa verið eftir að hernaðará- standi var lýst yfir á Kýpur, er ógnaröldin hófst þar fyrir fjór- um árum. Um sama lcyti og Jicssi tilkynning var birt, var 909 grískum Kýpurbúum sleppt úr fangabúðum Breta á eynni, og eru nú engir fangar þar í haldi vegna hermdar- verka. Allar takmarkanir á ferðafrelsi á Kýpur voru einn- íg numdar úr gildi í dag, rit- skoðun aflétt og fundarhöld leyfð. FÖGNUÐUR Á KÝPUR. Mikil hátíðahöld eru nú á Kýpur og fagna menn ákaflega samkomulaginu um framtíð eyjarinnar, sem náðist í Lon- dön í fyrri viku. Grískir Kýp- urbúar undirbúa nú hátíða- höld til að fagna Makajjjosi erkibiskupi er hann kemur til Kýpur n. k. sunnudag eftir þriggja ára útlegð. Hluta af far angri Makariosar var skipað á land í Limasol í dag. KUTCHUK VEÐURTEPPTUR Tyrkneskir Kýpurbúar væntu komu foringja síns, Kut- chuk, í dag en vegna slæmra flugskilyrða varð hann að halda kyrru fyrir f Ankara. Kutchuk og Makarios tóku báð ir þátt í lokaviðræðunum um Kýpur f London á dögunum. FJÖGURRA ÁRA BARÁTTU LOKH). Grískir Kýpurbúar hófu bar áttu sína gegn brezku nýlendu- stjórninni í apríl 1955 og var þá stofnuð neðanj arðarhreyf- ing EOKA, sem barðist fyrir að Kýpur yrði sameinuð Grikk- landi. Tyrkir á eynni kröfðust aftur á móti að eyjunni yrði skipt milli Grikkja og Tyrkja. Samkomulagið í London var málamiðlunarlausn, Kýpur hlýtur sjálfstæði, tyrkneski minnihlutinn fær nokkrar tryggingar og Bretar fá að halda herstöðvum á eynni. TÆYND YFIR viorædunum. Hinir 778 erlendu fréttamenn í Moskvu hafa svo til ekkert fengið gefið upp um viðræður forsætisráðherranna og er ekki nokkur leið fyrir þá, að spá nokkru um hvað viðræðurnar raunverulega snúast.. En talið er að Macmillan muhi reyna að ná samkomulagi í veigamiklum atriðum við Sovétstjórnina varðandi þau mál, sem mest- um deilum valda á alþjóðavett- vangi. TAUGARNAR 57 ÁRA gömul kona i Liverpool var fyrir skömmu dæmd til fimm ára fangels- isvistar fyrir morð. Hún hafði rotað eiginmann simr með steikarapönnu, síðan draslað honum í bólið, hellt yfir hann olíu og kveikt í öllu saman. „Það hljóta að vera taug- arnar“, segir konan. Kaupmannahöfn, 23. febr. (NTB). UPPKASTIÐ að hinum nýja samningi Breta og Dana um fiskveiðilandhelgi við Færeyjar verður birt á þriðjudag og tun leið tekið til umræðu á lög- þingi Færeyja. Samningurinn verður ekki undirritaður fyrr en hann hefur verið samþykkt u.r bæði af færeysku (lands stjórninni og danska þinginu, Peter Mohr Dam lögmaður Færeyja sagði í Þórshöfn í dag, að samni ngsuppkasti ð hefði undanfarið verið til athugunar atf sérstakri nefnd í lögþinginu og blað Þjóðiveldisflökksins 14. septemiber (blað Erlends Pat urssonar) telur að meirihluti lögþingsins sé samþykkur upp kastinu, en samfevæmt því verð ur fisfeveiðilandhelgin 12 míl ur en í vissum tilfellum verður þo ieyiuegt aö veiöa málum. Kofflmúnistar héldu járnlðnaðar- mannafélaginu STJÓRNARKOSNING fór fram síðastl. laugardag og sunnudag í Félagi járniðnaðar- manna í Reykjavík. Tveir listar voru bornir fram, A-listi borinn fram af stjórn félagsins og B-listi, bor- inn fram af andstæðingum kommúnista. Hlaut A-listinn 211 atkvæði og alla menn kjörna. B-listinn hlaut 128 atkvæði. Mismunur- inn er 83 atkvæði en í Alþýðu- sambandskosningunum s.I. haust var munurinn 100 atkv.. SJAYARUTVEOSMAl INNANLANDS Yfirlit. — Saraa ótíðin og gæftaleysið hélzt að heita mátti alla vikuna. Þó dró svo úr veðurofsanum á föstudag og laugar- dag, að bátarnir létu úr höfn. En hvikan var ekki dottin niður og áttu sumir bátanna í enfiðleikum með róðurinn. Afli bátanna var ekki mikill, en ágætur borskur og vænta menn góðrar veiði, þegar veður stillast. Reykjavík. — Aðíeins var róið á laugardaginn og afli tregur eða rnest um 6 tonn, Útilegubátar fóru út fyrir helgina. Nokkrir bátar hafa búizt á netjaveiði. Keflavík. — Þaðan var róið á föstudag og laugardag. Afli yfirleitt báða dagana 4—7 tonn, þó fengu sumir bátanna allt að 12 tonnum báða dagana. Afl'nn er nú ágætur þorskur. Nokkr ir bátanna hatfa teikið net, en ekki getað verið að að ráði endþá. Sandgerði. — Þaðan reru flestir bátanna á föstudag og lau/g- ardag. Atfli var talsvert misjafn eða frá 4—14 tonn báða dagana. Nú veiðist nær eingöngu fallegur þorskur. Akranes. — Þaðan var aðeins róið á laugardaginn og a£h. miisjafn eða frá 4—13 tonn, en flestir voru mleð um 5—8 tonm. Akureyri. — Frá 20. jan. hatfa togararnir landað þannig: Kaldbakur 1 ferð 129 325 ‘kg. samt. fbá 1. jan. 332 toma Svalbakur 2 ferðir 321595 — — — 1. — 460,5 — Sléttbakur 2 ferðir 210,350 — — — 1. — 478,3 — Harðbakur 1 ferð 109 550 — — — 1. — 293,2 — Hið nýja skip Sigurður Bjarnason hefur verið á togveiðum fyrir Norðurlandi, veður hefur hamlað mjög allri veiði. í sl. viku lögðu þeir upp 25 tonn í Hrísey. ERLENDIS Bandaríkin. — Innflutningur á hraðfrystumi fiski til USA hefur aukizt nokkuð á árinu miðað við 1957. Beildaiinnflutn- ingur af „botnfiski“ var þannig: Jan.—nóv. 1958 138 295 000 pund ensk. Jan.—nóv. 1957 135 2-82 000 pund ensk. Aukningin er liðlega 2%. Canada hefur um 72% af inn- flutningnum, ísland 13% og Danmörk 7%. Inmautningur og birgðir 1958 borið saman við sama tímabil 1957. Þorskflök: Innflutt jan.—sept. 1958 37 329 000 pund ensk. Innflutt jan.—sept. 1957 31 841 000 pund ensk. Aulkningin 1958 er um| 17 % og Canada hefur flutt inm ui^ 75 % af heildarmagninu. í birgðum 1. des. 1958 6 651 000 pund; ensk. 1 birgðum 1. dies. 1957 7 760 000 pumd ensk. Minmkun birgða er um 14%. Mikinn hluta ársins voru birgðir mun minni. Markaður sagður stöðugur. Eftirspum er góð. Þetta magn af birgðum er talið fremiur lítið. KarfafLök: Imnflutt jan.—sept. 1958 16 257 000 pumd emsk. Innflutt jan.—sep. 1957 11 010 000 pund ensk. Aukning 1958 er um 48%, en gert er ráð fyrir að samdrátt- ur verði fyrri hluta ársins 1959. í birgðum 1. des. 1958 16 767 000 pund ensk. í birgðum 1. des. 1957 15 175 000 pund ensk. Aukning í bix'gðum um 11%, en ætla má, að talsvert gangi á birgðir fyrst á árinu 1959 eins og venja er. Markaður sagður stöðugur. Eftirspurn góð. Birgðir góðar. Ýsutflök: í birgðum 1. des. 1958 5 780 000 pund ensk. í birgðum 1. des. 1957 7 241 000 pund ensk. Minnkun birgða var um 20%. Innflutningstölur eru ekki fyrir hendi, en vitað er, að heildarinntflutningur á ýsuflökum á tímatoilinu jan.—sept. var kringum 16% mjlnni en í fyrra á samia tíma, og að Canada va;r með um 70%. Markaður sagður öruggur. Etftirspurn ágæt. — Verðið er hátt og talið, að svo muni haldast fyrstu mámuðina 1959. Alþýðublaðið — 24. febr. 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.