Alþýðublaðið - 27.02.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.02.1959, Blaðsíða 4
 Dáleiðsla vís- HVÍ skyldu læknar hika við að dáleiða sjúklinga þegar þeir hafa í fram- kvæmd stundað dáleiðslu öldum saman, án þess þó að gera sér grein fyrir því? Dr. Jacob H. Conn lagði þessa spurningu nýlega fram í félagi lækna, sem vinna vilja að því að dá- leiðsla verði viðurkennd sem vísindagrein. Gonn segir enn fremur, að læknár, sem unnu að því að vinna tiltrú sjúklinga sinna á aðgerðir og meðul, hafi raunverulega dáleitt þá með öryggi sínu og sjálfs- trausti. Hann benti einnig á áð læknar, sem hafa trú á hinum ýimsu „undralyfjum“ og gefa þau sjúklingum sín um, nái oftar góðum ár- angri með þeim en þeir læknar, sem litla trú hafa á slíkum lyfjum, en nota þau samt sem áður. í gamla daga höfðu sjúk lingar ekki trú á öðrum meðulum en þeim, sem voru vond á bragðið og illa þefjandi. Conn segir að ástæðurn- ar fyrir bata sjúklinga séu oft á tíðum óljósar, manni getur til dæmis batnað við það eitt að læknir mæli blóðþrýsting hans eða rann saki hann náið. Sumir sjúk lingar eru næmari fyrir lækningu í vöku en dá- leiðslu. Sjúklingur getur tekið miklum .framförum við það eitt að læknirinn segir honum að hann líti vel út. Slíkt hefur yfirleitt góð áhrif á hvern sem .er, en Conn segir að þetta sé ekkert annað en dáleiðsla. Conn segir að dáleiðsla hafi reynzt vel við að lækna offitu, stam, húðsjúk dóma og einnig við að dreifa áhyggjum í sam- bandi við læknisaðgerðir. En það er með dáleiðslu eins og margar læknisað- gerðir: Sjúklingurinn verð- ur helzt að hafa trú á að- gerðinni, vera opinn fyrir áhrifum læknisins og treysta honum fullkomlega, ★ Siðfræi ROSKIN frú hringdi til dýralæknis og bað hann að koma til þess að líta á kött- inn hennar. — Ég get ekki skilið, hvað er að kettinum, sagði frúin. Það lítur út fyrir, að hann ætli að fara að eiga kettlinga, en það getur ekki verið. Hann hefur aldrei komið út fyrir hússins dyr. Læknirinn kom á vett- Fær hún Oscar-verðlaun! ^flÚN er ekki að dansa jnajnbo þessi, eins og ætla mætti. Hún er að reyna að komast undan áköfum elsk anda og veifar öllum öng- um af ótta og reiði. ‘Hún heitir Shirley Mac- Laine og leikur í nýrri mynd, „Some Came Runn- ing“, sem byggð er á sam- nefndri skáldsögu eftir bandaríska rithöfundinn James Jones. James Jones varð heims- frægur fyrir skáldsöguna „Héðan til eilífðar“, sem síðar varð kvikmynduð með snilldarlegum árangri; Sög- una, sem nú hefur verið kvikmynduð, skrifaði hann sjö árum síðar en „Héðan til eilífðar". Sagan sjálf er 1266 blaðsíður að stærð, en þegar kvikmyndasérfræð- ingarnir höfðu farið hönd- um um hana var hún aðeins 154. Kunnugir spá því, að Shirley MacLaine hljóti Oscarsverðlaun fyrir leik sinn i þesari mynd. Mót- leikari hennar er Frank Sinatra. I íssleði ÞESSI vang og lýsti því yfir, að grunur frúarinnar væri réttur. Kötturinn væri með kettlingum. — En það getur ekki verið, mótmælti frúin. Það er _ ómögulegt. í sama mund kom stór fressköttur skríðandi undan sófanum. — Hvað mn þennan? spurði dýralæknirinn. — Þennan? svaraði frú- in. — Þetta er bara bróðir hans. ★ fyrir 60 mörk SÍÐAN 1945 hafa meira en 100 ileigubílstjórar í Vestur-Þýzkalandi verið myrtir við starf sitt. Nýj- asta fórnarlamb þessara leigubílstjóramorðingja var Engebret Amberger frá Miinchen, sem var myrtur 15. janúar sl. Síðan það gerðist hafa hvað eftir ann að komið fyrir morðtilraun ir á bílstjórum, þótt ekki hafi verið um líflát að ræða. Það er nú svo komið, að í Vestur-Þýzkalandi er starf leigubílstjóra álitið með allra hættulegustu störfum, sem hægt er að gegna. Þegar Amberger var graf inn, lögðu allir leigubíl- stjórnar Vestur-Þýzkalands niður vinnu til þess að und- irstrika kröfu sína um að dauðarefsing verði aftur tekin upp. Allar leiðir hafa hingað til reynzt árangurs- lausar. Bílstjórunum hefur verið gefið leyfi til þess að bera á sér skammbyssu, — þeim hefur verið skipað að setja skothelt skilrúm milli framsætis og aftursætis í leigúbifreiðum, — og allir leigubílar hafa verið út- búnir talstöðum. Allt hefur þetta verið árangurslaust. Morðum á leígubílstjórum hefur haldið áfram. Morð Amberger er talið dæmigert fyrir leigubíl- stjóramorð. Klukkan var fjögur um nótt. Það var rok og mikill skafrenning- ur. Maður nokkur bað Am- berger að aka sér í útjaðar Múnchenborgar. ' Þremur stundum seinna sáu vegfar- endur bifreið hans þakta snjó og ennþá logaði á Ijós unum. í framsætinu sat Amberger með kúlu í bak- inu. Ránsfengur morðingj- ans var 60 mörk. Leigubílstjórarnir krefj- ast sem sagt dauðarefsing- ar á ný og ganga mjög hart fram í kröfum sínum. Sum ir bera svartan borða um handlegginn og aðrir hafa fest borða þvert yfir fram- hlið bifreiða sinna með á- letruninni: „Dauðarefsingu fyrir morð á leigubilstjór- um.“ Einnig. krefjast bíl- stjórarnir þess, að mega neita að aka fólki, sem þeim þykir grunsamlegt að einhverju leyti. ★ Sjö frá hundrað MAÐUR í London var leiddur fyrir rétt ákærður fyrir ölvun við akstur. Þegar lögreglufulltrúinn bað ákærða . að draga sjö frá hundrað og útkoman varð 135, var þar álitið öruggt merki þess að grunur lögreglunnar um sekt mannsins hefði við rök að styðjast. skordýr EFTIRFARANDI saga er höfð eftir manni nokkrum í Texas. Ég var að koma frá því að spila tennis, þegar ég að spila tennis, þegar ég rakst á hrífandi unga stúlku klædda strandfötum. Hún spurði mig, hvort ég vildi gera sér greiða, og ég svar- aði auðvitað, að það væri mér sérstök ánægja. Hún sagði, að það væri viðbjóðs- legt skorkvikindi í bílnum sínum, og þar eð hún væri svo ægilega hrædd við skor dýr, bað hún mig að fjar- lægja það. Það kom í Ijós, að þetta „viðbjóðslega skor dýr“ var dauð engispretta. Unga stúlkan var mér mjög þakklát, og við stóð- um og röbbuðum saman góða stund. Þá mundi ég allt í einu eftir því, að ég hafði ætlað að hitta konuna mína eftir hálftíma, svo að ég baðst afsökunar á, að ég þyrfti að fara og kvaddi. Nokkrum mínútum síðar leit ég af tilviljun út um gluggann á búningsklefan- um og brá dálítið í brún, þegar ég sá vesalings hræðslugjörnu stúlkuna líta flóttalega í kringum sig, taka engisprettuna upp og leggja hana aftur inn í bíl- inn. ☆ Ástin er versti sjúk- dómur, sem nokkur maður getur fengið, af því að hún gagntekur í senn heilann, hjartað og tilfinningarnar. Voltaire. þess glöggt vitni, hann hefur verið g ur af flugvirkja, Hann heitir J Schmitt og sést hi i myndinni í sleða 1 um, skömmu áðui | hann lagði af sti 3 reynsluferðina. 3 E raunin fór fran | vatni nokkru í I | ur-Þýzkalandi — 8 fór Sleðinn hv I meira né mínna | 150 kílómetra á í E klukkustund. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin FRANZ LEYNDARDÓMUR MONT EVEREST . ■ Herra Percy hélt frásögn sinni áfram: „Það gefur að skilja, að ég fann engan frið í sál minni, meðan ég vissi ekkert um afdrif vinar míns. Ég vlssi, að hann naut mikils álits sem fram- úrskarandi fjallgöngumað- ur, og ég gat alls ekki trú að því, að hann hefði hrap- var aftur kominn til að. Því var það, að þ ákvað ég að leggj að frekari Ieit að Ég þekkti náunga a Jim Sullivan, fyrr 4 27. febr. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.