Morgunblaðið - 27.08.1991, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.08.1991, Qupperneq 12
 ÍÞROmR SIGLINGAR Morgunblaðið/Benedikt Guðmundsson Gauja Rúnarsdóttir var eini kvenskipsstjórinn á íslandsmóUnu í siglingum, og er raunar fyrsta konan sem gegnir því hlutverki. Hér stjórnar hún Skýjaborg- inni. Frá vinstri: Þórarinn Eyijörð, Njáll Gíslason, Gauja og Árni Árnason. Jakob Þorsteinsson var einnig í áhöfninni. Kjörvindur fyrir okkur“ ff - sagði íslandsmeistarinn og skipstjórinn á Svölunni, GarðarJóhannsson AHÖFN Svölunnar undir stjórn Garðars Jóhannssonar tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í siglingum um helgina þegar fjóriraf fimm hlutum mótsins fóru fram. Sigur Svölumanna var nokkuð öruggur þegar upp var staðið, þeir fengu aðeins 5,7 refsistig en áhöfn Píu, sem varð í öðru sæti hlaut 25,7 refsistig og áhöfn Dög- unar hlaut 26,7 refsistig í þriðja sætið. Enginn þessara þriggja báta er hannaður sem keppnisbátur, heldur eru þetta ferðabátar. Súlan er 34 fet og stærsta skútan sem þátt tók í keppninni. „Þetta var algjör kjör- vindur fyrir okkur,“ sagði Garðar skipstjóri á Svölunni. „Báturinn er þungur og við þolum mikinn vind. Þetta var samt keppni allan tímann og það var ekki fyrr en á laugardag- inn sem við náðum að tryggja okk- ur sigur,“ sagði Garðar. Þetta er i fyrsta sinn sem ferða- bátur verður í efsta sæti, en ekki keppnisbátur. „Við erum með öll þægindi um borð, miðstöð og sturtu, en við notuðum reyndar sturtuna ekki mikið í keppninni," segir Garð- ar og bætti því við að þetta „skip- stjóratal" ætti varla við. „Við erum fjórir sem eigum bátinn og skipt- umst á um að vera „skipstjórár“ og það var mitt ár núna,“ sagði Garðar en í áhöfninni voru auk hans Ingi Ásmundsson, Jóhann Reynisson, Sigurður Ragnarsson, Snorri Vignisson og Þór Oddsson. Fjórtán skútur voru skráðar til keppni og því má reikna með að um 60 manns hafi keppt í mótinu. Fyrsta keppnin var á föstudags- kvöldið og síðan kepptu bátarnir þrívegis á laugardaginn, en til stóð að haf eina keppni á sunnudaginn. Hún var flutt yfir á laugardaginn vegna veðurs. Urslit / B10 FATLAÐIR / EM FELAGSLIÐA Haukur vann þrenn gullverðlaun í Wales HAUKUR Gunnarsson ÍFR gerði sér lítð fyrir og vann þrenn gullverðlaun á Evrópu- móti félagsliða í frjálsum íþróttum fatlaðra sem fram fór í Wrexham í Wales um helgina. H aukur - sigraði í þremur hlaupagreinum og náði góð- um tímum. Hann hljóp 100 m. á 13,00 sekúndum, 200 m. á 26,8 sek. og 400 m. á 62 sekúndum. Arnar Klemensso'n frá Viljanum á Seyðisfirði hampaði einnig gull- verðlaunum á mótinu. Arnar keppti í hjólastólaakstri, í fjórum vega- lengdum. Hann vann í 100 metra akstri á 18,8 sekúndum, lilaut silf- ur í bæði 200 og 1.500 metra akstri. Arnar fór 200 metrana á 34,8 sekúndum og 1.500 metrana á 4.45,00. Þá varð Arnar þriðji í 400 metra akstri á 1.11,04 mínút- um. Reynir Kristófersson ÍFR, sem einnig er í hjólastól, keppti í kúlu- varpi og kringlukasti. Reynir varð fimmti í kúluvarpinu og sjötti í kringlukastinu. Haukur Gunnarsson. ■ VIÐ sögðum frá frábærum ár- angri Rangheiðar Runólfsdóttur á Evrópumeistaramótinu í sundi á fimmtudaginn og að það væri annar besti árangur sem íslendingur hefði náð á EM. Þetta er ekki rétt. Best- um árangri náði Eðvarð Þór Eð- varðsson 1987 er hann varð fjórði í baksundi. Annan besta árangurinn á Sigurður Jónsson úr KR en hann varð sjötti í 200 m bringu- sundi á EM í Monte Carlo árið 1947. Ragnheiður náði því þriðja besta árangri íslendings á EM. ■ ÞRIR íslenskir sundmenn tóku þátt í EM í Monte Carlo árið 1947. Ari Guðmundsson og Sigurður Jónsson, Reykvíkingur og Sig- urður Jónsson, Þingeyingur, eins og segir í Morgunblaðinu frá því í september 1947. Sigurður Jóns- son úr Reykjavík var í KR og var oftast kenndur við félagið og kallað- ur Sigurður KR. ■ HELGA Sigvrðardóttir og Ragnheiður Runólfsdóttir koma með íslenska sundlandsliðinu frá Aþenu í dag og halda síðan til Bandaríkjanna strax um næstu helgHil náms og æfinga. ■ ARNI Þór Freysteinsson, leik- maður KA, leikur ekki meira með KA á þessu íslandsmóti. Hann rif- beinsbrotnaði í leik Víðis og KA í síðustu viku. ■ LUÐVIK Bragason, leikmaður Fylkis í 2. deild leikur ekki meira með liði sínu á keppnistímabilinu. Lúðvík er farinn til Banda- ríkjanna þar sem hann mun verða við nám í vetur. ■ KRISTINN Freyr Guðmunds- son jafnaði íslandsmet Helga Ágústssonar í keilu frá því 1989 á laugardagsmóti KFR og Öskju- hlíðar um helgina. Hann náði 279 stigum. ■ A UKA ÚRSLITALEIKUR bik- arkeppninnar milli Vals og FH fer fram annað kvöld kl. 18. Miðaverð verður breytt frá því í fyrri leiknum, kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir börn. ■ SVEINN Sveinsson dæmir aukaúrslitaleikinn eins og þann fyrri á sunnudaginn og línuverðir verða þeir sömu; Ólafur Sveinsson og Ólafur Ragnarsson. ■ ÓMAR Torfason var útnefndur maður leiksins _ í viðureign Grindavíkur og IBK á föstudag- inn, en nafn hans féll niður í blað- inu á laugardag. ■ LARUS Orri Sigurðsson sem gerði eina mark leiksins er Þór vann á Selfossi í 2. deildinni á föstudaginn, var ranglega sagður heita Sigurður Orri í myndatexta. Beðist er yelvirðingar á þessum mistökum. KNATTSPYRNA Platini hefur valið Michel Platini, landsliðs- þjálfari Frakka, hefur valið 16 leikmenn fyrir lands- leikinn gegn Tékkum í Brat- islava í næstu viku. Silvestre og Perez, sem voru ekki í landslið- inu sem vann Albaníu 5:0, koma nú inn fyrir Simba og Cocard, sem eru meiddir. Franski hópurinn er skipaður eftirtöldum: Bruno Martini, Gilles Rousset; Manuel Amoros, Basile Boli, Bemard Casoni, Laurent Blanc, Remy Garde, PYanck Sil- vestre; Jocelyn Angloma, Didier Des- champs, Franck Sauzee, Jean-Philippe Durand, Luis Fernandez; Jean-Pierre Pap- in, Christian Perez, Pascal Vahirua og Christophe Cocard. GETRAUNIR: 1 X X X 1 2 X X2 2 11 LOTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.