Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991. 23 JltorgtiiiÞlafrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Vinnulag Alþingis Deildaskipting Alþingis var afnumin með breytingu á stjórnskipunarlögum lýðveldisins,_ sem samþykkt var í lok næstliðins kjörtímabils og staðfest af nýju þingi síðast.liðið vor. Þing það er nú situr, 1 15. löggjafarþingið, starfar því í einni málstofu, í fyrsta sinn frá því að Alþingi var endurreist sem löggjafarþing árið 1874. I greinargerð með frumvarpi því til breytinga á stjórnar- skránni, sem fól í sér afnám á deildaskiptingu Alþingis, sagði m.a.: „Með þeirri breytingu er stefnt að því að gera alla málsmeðferð á Alþingi skilvirkari og nútíma^ legri... Núverandi deildaskipting hefur oft leitt til þess að ríkisstjórnir, sem notið hafa stuðnings meiri hluta þingmanna, hafa átt erfitt með að koma málum sínum í gegnum þingið vegna þess að þær hafa ekki haft tilskilinn meiri- hluta í báðum deildum. Það má því færa að því rök að deildaskipt- ingin sé í andstöðu við þá viður- kenndu grundvallarreglu í lýð- ræðislegum stjórnkerfum að meirihlutinn ráði úrslitum mála ... Þá má telja fullvíst að ein málstofa muni einfalda alla máls- meðferð á Alþingi líkt og gerðist í Danmörku 1953 og Svíþjóð 1971 þegar deildaskipting var afnumin í þjóðþingum þessara ríkja. Af- greiðsla mála verður þó ekki bara einfaldari heldur mun hún ganga öllu hraðar en áður, en jafnframt ætti að vera tryggt að málsmeð- ferðin verði vandaðri...” Af þessum rökstuðningi má ljóst vera að tilgangurinn með því að afnema deildaskiptingu Al- þingis var fyrst og fremst sá að „gera alla málsmeðferð á Alþingi skilvirkari og nútímalegri” og tryggja betur „þá viðurkenndu grundvallarreglu í lýðræðislegum stjórnkerfum að meirihlutinn ráði úrslitum mála”. Samhliða því að afnema deilda- skiptingu þingsins er mikilvægt að dreifa þingmálum, ekki sízt stjórnarfrumvörpum, betur á starfstíma Alþingis, þann veg, að mál hrúgist ekki upp til af- greiðslu á fáeinum vikum fyrir þinghlé um jól og áramót, eins og gerzt hefur lengi undanfarið. Reyndar gerir stjórnlagabreyt- ingin þetta auðveldara, þar eð hún kveður á um að reglulegt þing komi saman fyrr en áður, það er 1. október, sem og að þingið standi lengur en áður. Það er eðlilegt að það taki Al- þingi einhvern tíma að aðlaga störf sín að nýrri skipan. Það verður þó að segjast eins og er, að vinnulag þingsins, það sem af er starfstíma þess, stendur naum- ast undir þeim væntingum, sem fólk almennt batt við hina nýju skipan. Af 26 stjórnarfrumvöip- um og 10 þingmannafrumvörp- um, eða samtals 36 frumvörpum, sem lögð hafa verið fram á þing- inu, hafa aðeins 4 stjórnarfrum- vörp og 5 þingmannafrumvörp verið afgreidd til nefnda. Fyrstu umræðu um 4 stjórnarfrumvörp, að auki, er lokið, en atkvæða- greiðsla um visan til nefnda hefur ekki farið fram. Af 8 tillögum til þingsályktunar hafa aðeins 2 ver- ið afgreiddar til nefnda en 6 bíða umræðu. Samkvæmt starfsáætlun Al- þingis, sem lögð var fram í þing- byrjun, er síðasti starfsdagur þess fyrir þinghlé um jól og áramót 14. desember. Aætlunin var að vísu lögð fram með fyrirvara um endurskoðun, en samkvæmt henni eru starfsdagar Alþingis fram að áramótum aðeins 25. Þingið þarf því að halda vel á spöðunum ef það á að ljúka nauð- synlegum störfum fyrir þann tíma. Það verður að teljast eðlilegt að Alþingi gefi sér góðan tíma til að skoða, ræða og afgreiða mál. Það hefur þó ekki farið fram hjá þeim, sem fylgjast grannt með þingstörfum, að umræður um einstök mál hafa á stundum dregizt nokkuð á langinn, auk þess sem þingskapaumræður og umræður utan dagskrár hafa ver- ið tíðar. Það segir sína sögu að á fjórum fundadögum Alþingis í þeirri viku, sem nú er að líða, fóru fram sex utandagskrárum- ræður. Hér er ekki við forseta þingsins að sakast. Þess verður að vænta að þingflokkar og þingmenn al- mennt leggi allar árar út til að þingstörf geti gengið eðlilega fyr- ir sig. Það er skylda þeirra að sjá til þess að Alþingi starfi sjálfu sér til sóma og þjóðinni til góðs. Þingmenn stjórnarflokka og stjórnarandstöðu bera jafna ábyrgð að þessu leyti gagnvart kjósendum. Maleter I. Maleter, hingað flýgur vitund mín einsog fugl yfir öskuhaug, nú grænkandi tíð með grös og sólblóma- bros. II. Allsstaðar er vatnið einsog himinn, fer litum í vatns- borðinu. Nú er kvöld og það er gult tunglskin á koksgráu vatninu. Áin kvöldroðalaus við kurrandi dúfur og ástfangið fólk. III. Maleter, hingað flýgur samvizka okkar hikandi vængjum af helkaldri staðreynd, hingað að sorphaugi margbrenndra inga og það rýkur af ruslinu. En á Hetjutorgi miðju varðmenn við gröf óþekkts hermanns í minningu þína undir stoltum bronshestum löngu dauðra konunga sem lifa þó enn í örlögum ný- vaknaðra daga en handanvið söguna gröf ykkar Nagys gröf ykkar no. 301. En samt eruð þið ófarnir, þið sem hugur vor fylgir. IV. Hugsun mín þín blómskreytta gröf Maleter HELGI spjall minning þín hetjutorg míns óvarða hjarta, kenn- þar hittumst við enn og ávallt einn nóvemberdag sem er allir dagar. V Stalín og Lenín, þeir ókeisaralegu félagar ónýtra forgengilegra kenninga, hér stóðu þeir áður og áttu þessa borg, hér trónuðu þeir yfir breiðgötuna Dozsa, nú horfnir af stalli og Stalín dauðari en vængkraminn fugl á hraðbraut, en hér stóðu þeir félagar alls og einskis, laufguð tré í bakgrunni. Enn laufgast trén við Dozsa. M. (meira næsta sunnudag.) REYKJAVIKURBREF SERSTOK ASTÆÐA ER til að fagna ákvörðun Flugleiða, sem tilkynnt var í Morgunblaðinu í gær, föstudag, um lækkun far- gjalda á Evrópuleiðum næsta sumar. Hér er um að ræða veralega lækkun fargjalda á áætlunarleiðum félagsins milli íslands og Evrópu á því tímabili, þegar ferðamannastraumur er mestur til og frá landinu, þ.e. á tímabilinu 15. apríl til 30. september. Sem dæmi um það hvað lækk- unin er mikil má nefna, að fargjald til Kaupmannahafnar, sem sl. sumar kostaði rúmlega 25 þúsund krónur mun næsta sumar kosta tæplega 21 þúsund krónur. Þær skýringar, sem Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flug- leiða, gefur á þessari ákvörðun eru einfald- ar og afdráttarlausar: „Við erum að keppa við leiguflugið. í framtíðinni ætlum við ekki að láta það spyijast, að einhver sé með betri kjör en Flugleiðir.” Þessi ákvörðun Flugleiða er fagnaðar- efni af tveimur ástæðum. Hér er um svo mikla lækkun að ræða, að hún skiptir verulegu máli fyrir viðskiptavini félagsins. Þetta er raunveraleg kjarabót fyrir fólk og ekki þarf _að hafa mörg orð um hve mikla áherzlu íslendingar leggja á að kom- ast til annarra landa í sumarleyfi. En jafnframt er þessi ákvörðun til marks um breytt viðhorf forráðamanna félagsins frá því, sem verið hefur um skeið. Flugleið- ir búa við einkarétt á áætlunarleiðum frá Islandi til annarra landa. Samkeppni á þessuni flugleiðum er afar takmörkuð og byggist fyrst og fremst á flugi SAS á milli íslands og Norðurlanda. í krafti þessa einkaréttar hefur félagið haft tilhneigingu til þess að leita skjóls hjá stjórnvöldum, þegar samkeppni hefur aukizt af einhveij- um ástæðum. Nú snúa forystumenn Flugleíða við blað- inu. Ljóst er, að leiguflugið, sem heimilað var i kjölfar gjaldþrots Arnarflugs hefur leitt til nýrrar samkeppni. Haildór Blönd- al, samgönguráðherra, lýsti því yfir í Morg- unblaðinu í gær, föstudag, að skilmálar þessa leiguflugs yrðu óbreyttir út næsta ár. Frammi fyrir þessari nýju saníkeppni bregðast Flugleiðamenn nú við eins og sönnum einkaframtaksmönnum sæmir. I stað þess að leita skjóls hjá stjórnvöldum hafa þeir bersýnilega ákveðið að taka upp harða samkeppni við leiguflugið. Við- skiptavinirnir njóta góðs af. Þessi ákvörðun Flugleiða mun gjör- breyta því neikvæða andrúmi, sem ríkt hefur í kringum félagið og berlega kom í ljós í umræðum fyrir nokkrum vikum um beiðni SA_S um ákveðna breytingu á far- gjöldum. Á margan hátt er þessi ákvörðun í anda þeirrar stefnu, sem ríkti í rekstri Loftleiða á sínum tíma og var grundvöllur að velgengni þess félags. í umræðum, sem fram fóru í gær, föstu- dag, á ráðstefnu rafmagnsverkfræðinga um ijarskipti var á það bent, að lækkun á gjaldskrá Pósts og síma vegna ijarskipta við útlönd þyrfti ekki að þýða tekjulækk- un, hún gæti þvert á móti leitt til tekju- aukningar vegna aukinna viðskipta. Far- gjaldalækkun Flugleiða á næsta ári þarf alls ekki að þýða tekjulækkun fyrir félag- ið. Hún getur einmitt leitt til tekjuaukning- ar vegna mun meiri flutninga. Það er dýrt að fljúga með hálftómar vélar á milli landa. Morgunblaðið hefur á undanförnum misserum hvatt til þess, að einkaréttur Flugleiða á áætlunarflugi á milli landa yrði afnuminn og flug á milli Islands og annarra landa yrði gefið fijálst. Með aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu, sem væntanlega kemur til framkvæmda í árs- byijun 1993 verður mikil breyting á flug- samgöngum. Samkeppni á eftir að aukast en jafnframt fá Flugleiðamenn ný tæki- færi til að vinna markaði erlendis og hafa lýst yfir, að þeir stefni að því. Niðurstaðan er neytendum í hag. SAS hefur þegar til- kynnt lækkun á fargjöldum félagsins milli íslands og Norðurlanda í kjölfar ákvörðun- ar Flugleiða. Halldór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Atlantsflugs, fyrirtækisins, sem rekur leiguflugið, kveðst óska íslend- Laugardagur 9. nóvember ingum til hamingju með þessa ákvörðun Flugleiða. Slíkur andi á að ríkja á milli einkaframtaksmanna. Trúnaðar- brestur? UMRÆÐUR, SEM urðu á Alþingi í lið- inni viku um byggðamál benda til þess, að vaxandi hætta sé á trúnaðarbresti á milli ríkis- stjórnar og Iandsbyggðar og á milli ein- stakra þingmanna landsbyggðarinnar inn- an Sjálfstæðisflokksins og forystumanna flokksins. Þetta er áhyggjuefni og ástæða til að huga að því, sem er að gerast. Sá þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem lengstan starfsaldur hefur að baki í hópi núverandi þingmanna flokksins, Matthías Bjarnason, lýsti því yfir í þessum umræð- um, að hann væri andvígur vissum þáttum í hinni hvítu bók ríkisstjórnarinnar, en sú bók hefur að geyma stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar. Samtal, sem Morgunblaðið átti við Matthías Bjarnason daginn eftir umræðurnar, verður ekki skilið á annan veg en þann, að hann hafi fyrirvara á stuðningi sínum við ríkisstjórnina í ákveðn- um málaflokkum, sem snerta landsbyggð- ina. í þessu samtali sagði Matthías Bjarna- son m.a.:”Ég hef gert athugasemdir bæði þá og áður um að ég væri algjörlega mót- fallinn því, sem forsætisráðherra hefði verið að tala um í sambandi við Byggða- stofnun og yfirleitt byggðamálastefnu hans...Auðvitað greiði ég atkvæði eins og samvizka mín býður. Eg hef ekki selt sál mína þessum mönnum....Hvernig á ég að vera stuðningsmaðui' í vissum greinum, sem stríðir algerlega á móti samvizku minni? Ég hef aldrei tamið mér það og ætla að enda minn pólitíska feril á því að standa með og vera trúr þeirri stefnu”. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, kvaðst telja, að þingmaðurinn hefði gert athugasemd við eitt atriði í hvítu bókinni. í viðtali við Morgunblaðið sagði forsætis- ráðherra:”Ég man eftir að Matthías gerði athugasemdir varðandi þennan þátt sér- staklega um Byggðastofnun og kannski hann kysi að orða öðru vísi það sem segir um byggðamálin en það er mjög í sam- ræmi við stefnu flokksins og stjórnarflokk- anna beggja.” I kjölfar þessara umræðna talaði Egill Jónsson, annar landsbyggðarþingmaður Sjálfstæðisflokksins, um grisjunarstefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart landsbyggð- inni og sagði í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag:”Það er afskaplega slæmt, að ríkisstjórnin hafi skapað jafn mikla óvissu um sína stefnu í byggðamálum eins og raun ber vitni og það áður en hún fer að taka á nokkrum málum í þjóðfélag- inu...Við höfum offjárfest stórkostlega í viðskipta- og þjónustubyggingum. Þetta er einn þátturinn í okkar vanda i byggða- málum. Það er augljóst mál, að þessu verð- ur að snúa við. Það verður ekki liðið af þessari ríkisstjórn, að það fari fram ein- hver grisjunarstefna eins og látið hefur verið liggja að með ógætilegri umræðu og það er alveg ljóst, að ríkisstjórnin verður að skýra afstöðu sína gagnvart þeim vanda, sem sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir.” Augljóst er, að hér er ekki allt með felldu. Þegar tveir af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins úr landsbyggðarkjördæm- um tala með þessum hætti og annar þeirra maður, sem á að baki merkan ráðherrafer- il í tveimur ríkisstjórnum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur átt aðild að, hefur eitt- hvað farið úrskeiðis. Síðla sumars blossuðu upp í fjölmiðlum harðar deilur á milli Matthíasar Bjarnasonar og Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra, í fjölmiðlum um málefni Byggðastofnunar og nokkru seinna kom til harðra átaka á milli Matthí- asar og Ólafs G. Einarssonar, mennta- málaráðherra, vegna skólamála í Vest- Ijarðakjördæmi. í stjórnmálum getur það verið jafn mik- ill pólitískur veruleiki, sem fólki finnst eins og það sem er. Ef viðhorf þeirra tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem hér hefur verið vitnað til, endurspeglar skoðan- ir fólks á landsbyggðinni að einhveiju marki er það umhugsunarefni fyrir ríkis- stjórnina. Það er alveg ljóst, að þessi ríkisstjórn nær engum árangri, sem máli skiptir nema hún taki fast á málum, sem hafa verið látin reka á reiðanum áram og jafnvel áratugum saman. Jafnvíst er, að ríkis- stjórnin aflar sér ekki dægurvinsælda með því að taka til hendi eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu. Raunar verða stjórnarflokk- arnir að hafa þrek og bolmagn til að búa við óvinsældir framan af kjörtímabilinu, ætli þeir að ná markverðum árangri. Hins vegar er óþarfi að láta þá tilfinn- ingu búa um sig í bijósti landsbyggðar- fólks, að ríkisstjórnin sé andsnúin lands- byggðinni. Það er jafn mikið hagsmuna- mál fyrir íbúa landsbyggðarinnar og aðra, að hér verði rekin raunhæf stefna í at- vihnumálum. Það er mikið hagsmunamál fyrir landsbyggðarfólk, að atvinnulífið á hveijum stað standi á eigin fótum og að forráðamenn fyrirtækjanna þurfi ekki sí og æ að vera á ferðalögum til Reykjavíkur til þess að leita á náðir banka og sjóða. Ef Morgunblaðið hefur skilið stefnu þess- arar ríkisstjórnar rétt í atvinnumálum er það markmið hennar að losa atvinnufyrir- tækin á landsbyggðinni úr klóm banka- og sjóðavalds í höfuðborginni. Slík stefna er landsbyggðinni ekki andsnúin heldur þvert á móti til framdráttar. En það er alveg augljóst af viðbrögðum þeirra tveggja þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, sem hér hafa verið nefndir, að þessi stefna ríkisstjórnarinnar hefur ekki komizt til skila. Þvert á móti virðist hún hafa verið misskilin með þeim hætti, að byijað er að valda ríkisstjórninni veruleg- um óþægindum. Því má ekki gleyma, að ríkisstjórnin þarf að hafa starfhæfan meirihluta á Alþingi. Til þess þarf hún 32 þingmenn en í stjórnarflokkunum báðum eru 34 þingmenn. Ekki má mikið út af bera í einstökum málum til þess að ríkis- stjórnin lendi í erfiðleikum í þinginu. Þær umræður, sem fram fóru á Alþingi í síðustu viku um byggðamálin þurfa að leiða til þess, að innan Sjálfstæðisflokksins setjist menn niður og geri út um ágrein- ingsmál sín varðandi byggðastefnuna og gangi síðan sameinaðir til þeirra átaka, sem framundan eru. Gífurlegir erfíðleikar í atvinnumálum blasa við. Síðustu yfirlýs- ingar Jóns Sigurðssonar, iðnaðarráðherra, varðandi fjármögnun hins fyrirhugaða ál- vers á Keilisnesi vekja ugg. Það yrði meiri háttar áfall úr því sem komið er, ef ekki verður af byggingu álversins eða ef þeim framkvæmdum verður frestað að einhveiju ráði. Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir þurfa á öðru að halda á slíkum tímum en innbyrðis deilum um byggðastefnu. Verkföll og kjarabar- átta VERKFALLIÐ A kaupskipaflotanum er _ stóralvarlegt mál. Öll truflun á aðflutningum til og frá landinu hefur neikvæð áhrif á atvinnu- og viðskiptalíf landsmanna. Verzlunar-, iðnaðar- og þjón- ustufyrirtæki, hvort sem er í innflutningi eða útflutningi byggja nú í ríkara mæli en áður á stöðugum og jöfnum aðflutning- um. Sú tíð er liðin, að fyrirtæki liggi með miklar vörubirgðir, sem binda mikla fjár- muni og kosta mikið fé í vöxtum. Nú er það þvert á móti mjög algengt, að fyrir- tæki liggi með litlar birgðir og fái nýjar vörur með reglulegum áætlunarferðum kaupskipanna. Þeir, sem unnið hafa að því að byggja upp útflutning, hvort sem er á sjávarafurðum, iðnaðarvörum eða öðru, eiga allt undir því að koma afurðum sínum á markað með reglubundnum hætti. Ef það gerist ekki tapa þeir markaðnum og mikið starf hefur verið unnið til einskis. Að þessu leyti getur sú traflun, sem er að verða á siglingum kaupskipanna haft mjög afdrifaríkar afleiðingar. En jafnframt vekja þessar verkfallsaðgerðir og órói í kringum mjólkursamlögin, a.rn.k. á Akur- eyri og jafnvel víðar, ugg um að kjarabar- áttan, sem nú stendur yfir sé að fara í rangan farveg. Miklar vonir hafa verið bundnar við framhald þeirra kjarasamn- inga, sem gerðir voru veturinn 1990. Þótt ýmislegt hafi farið úrskeiðis er árangur þeirra augljós. Þeim hefui' fylgt stöðug- leiki í efnahagsmálum, sem komið hefur sér vel bæði fyrir atvinnulífið og laun- þega. Það sem farið hefur úr böndum í þeirri samningagerð snýr að ríkinu og bankakerfinu. Það hefur ekki tekizt að draga úr lánsfjárþörf opinberra aðila, eins og stefnt var að, þegar núverandi ríkis- stjórn tók við völdum og afleiðingin hefur orðið sú, að vaxtastigið er alltof hátt. Jafn- framt gætir augljósrar tregðu hjá sumum bönkunum til þess að lækka vexti í kjölfar minnkandi verðbólgu og stafar sú tregða bersýnilega af erfiðri afkomu Landsbanka og íslandsbanka. Þegar verkföll eru á annað borð byijuð er ómögulegt að vita til hvers það getur leitt. Nú þegar hafa menn kynnzt því, að samstaða á hinum Norðurlöndunum með sjómönnum á kaupskipaflotanum er býsna sterk. Verkföll geta haft smitandi áhrif bæði inn á við og út á við. Standi verkfall- ið á kaupskipaflotanum í nokkrar vikur er hætt við, að vaxandi þrýstingur verði á önnur verkalýðsfélög að taka upp stuðn- ingsaðgerðir við sjómennina. Verkföll leiða alltaf til rnikils tjóns fyrir launþegana sjálfa, atvinnufyrirtækin og þjóðfélagið allt. En verkföll við þær að- stæður, sem nú ríkja eru hreint glapræði. Það er eins og fólk geri sér enga grein fyrir þeirri kreppu, sem framundan er, þrátt fyrir gífurlega umfjöllun um hana í öllum fjölmiðlum og hvar sem er á opinber- um vettvangi. Þeir sem búa við sjávarsíð- una og byggja daglega afkomu sína á þeim afla, sem að landi berst finna strax hvað er að gerast, þegar fiskiskipin koma með minni afla en áður. Þeir, sem búa í meiri fjarlægð frá sjávarsíðunni fmna þetta mun síðar en að lokum verður allt þjóðfé- lagið óþyrmilega fyrir barðinu á þeim afla- saindrætti, sem ákveðinn hefur verið. Verkföll hveiju nafni sem nefnast til við- bótar við þessar hremmingar auka á erfið- leika þjóðarinnar og ekki sízt launþega. Ábyrgð þeirra foiystumanna sjómanna, sem standa fyrir þessum verkfallsaðgerð- um nú er því mikil. Ef marka má yfirlýsingar deiluaðila síð- ustu daga ber ekki mikið á milli í kjaradeil- unni á kaupskipaflotanum. Það er full ástæða til að leggja mikið kapp á að bráa það bil og ná samningum, ella er veruleg hætta á því, að verkfallið á kaupskipunum eigi eftir að breiðast út með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Morgunblaðið/Vilhelm Ingólfsson „En það er alveg augljóst af við- brögðum þeirra tveggja þing- manna Sjálfstæð- isflokksins, sem hér hafa verið nefndir, að þessi stefna ríkisstjórn- arinnar hefur ekki komizttil skila. Þvert á móti virðist hún hafa verið misskilin með þeim hætti, að byrjað er að valda ríkisstjórn- inni verulegum óþægindum.” f """————.—————.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.