Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C
257. tbl. 79. árg.__________________SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991_________ PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Víetnamskt bátafólk flutt
nauðugt aftur til Hanoi
Lögreglusveitir urðu að draga suma flóttamennina uin borð í flugvélina
Hanoi, Hong Kong. Reuter.
NAUÐUNGARFLUTNINGAR hófust í gær á víetnömsku bátafólki frá Hong
Kong til heimalands þess. Með fyrstu flugvélinni voru 59 manns, karlar, konur
og börn, og tafðist brottför flugvélinnar vegna mikils mótþróa karlmanna í hópn-
um er koma átti þeim um borð í flugvélina.
Ofbauð kapital-
ismi Rússanna
DOUGLAS Smith, bandarískur fulltrúi
rússneskra siglingasamtaka, sem ætla
að taka þátt í keppninni um Ameríku-
bikarinn, mestu siglingakeppni, sem
haldin er, hefur sagt af sér vegna þess,
sem hann kallar óseðjandi græðgi Rúss-
anna. Segir hann, að þeir séu „heltekn-
ir kapitalískri gróðafíkn án tillits til
leikreglnanna”. Lögðu þeir meðal ann-
ars hart að Douglas að fá framleiðend-
ur til að leggja þeim til rá og reiða og
annan búnað með þeim orðum einum,
að þeir fengju greiðsluna síðar.
Með krakkana
á hælum sér
MAÐUR nokkur í Exeter á Englandi
var á dögunum dæmdur í þriggja ára
fangelsi fyrir tilraun til að ræna póst-
hús þar í borg. Þykir sumum dómurinn
reyndar fullharður miðað við mála-
vexti því að maðurinn hafði setið að
sumbli allan daginn áður en hann lagði
af stað í sínum ófrómu hugleiðingum.
Var hann þá með gerviskammbyssu í
hendi, á höfðinu hvítan sokk, sem hann
gerði á göt fyrir þykk ho'rnspangar-
gleraugun, og svo kyndugur, að þegar
í pósthúsið kom var hann með krakka-
skarann á hælunum. Þar var hann svo
„afgreiddur” með viðeigandi hætti.
Miðlaði fyrir-
tæki Maxwells
Rússagulli?
SOVÉSKI kommúnistaflokkurinn
skuldaði útgáfufyrirtækinu Pergamon
Press, sem var lengi í eigu Roberts
heitins Maxwells mikið fé að því er
fram kom í breska dagblaðinu The
Independent í gær. Samkvæmt gögn-
um, sem fundust í aðalstöðvum komm-
únistaflokksins var Pergamon Press á
skrá yfir „vinveitt fyrirtæki”, sem not-
uð voru „sem farvegur fyrir peninga
til kommúnistaflokka og annarra sam-
taka erlendis”. The Times skýrði einn-
ig frá þessu en nefndi aðeins, að Perg-
amon Press hefði verið á skrá yfir „vin-
veitt fyrirtæki”. Var sovéska blaðið
Nezavísimaja Gazeta borið fyrir frétt-
inni. Fyrirtækið gaf út vísindatímarit
og einnig sovéskar bækur. Maxwell
seldi það í mars sl, til hollensku útgáfu-
samsteypunnar Elsevier. Þá kemur
einnig fram, að Morning Star, málgagn
breska kommúnistaflokksins, hafa ver-
ið á listanum yfir vinveitt fyrirtæki.
Til ryskinga kom á flugvellinum í Hong
Kong þegar setja átti bátafólkið um borð
í Herkúles-flugvélina sem flytja átti það
til Hanoi í Víetnam. Börðust sumir Víetna-
manna um á hæl og hnakka gegn því að
verða fluttir til heimalandsins nauðugir
og varð sveit lögreglumanna ýmist að
draga þá inn í flugvélina um vörurampinn
eða bera þá um borð.
í tilefni flutninganna efndi bátafólk í
Whitehead-búðunum, stærstu flótta-
mannabúðum Hong Kong, til háværra en
að öðru leyti friðsamlegra mótmæla.
Háttsettur embættismaður í Hong Kong
sagði að bátafólkið yrði betur sett heima
fyrir en í flóttamannabúðum ævilangt í
bresku nýlendunni.
Mikil aukning varð á komu bátafólks
til Hong Kong á þessu ári og um tíma
voru 64.000 Víetnamar í búðum þar. Ein-
ungis lítill hluti þeirra, eða innan við 5.000
manns, hefur verið flokkaður sem raun-
verulegir pólitískir flóttamenn og fengið
að flytjast til Vesturlanda sem hafa harð-
neitað að taka við bátafólki sem flúði Víet-
nam eingöngu vegna fátæktar heima fyr-
ir. Þeir sem þannig eru komnir tii Hong
Kong hafa orðið að dúsa í rammgerðum
búðum sem minna mest á fangelsi.
Nauðungarflutningarnir eru í samræmi
við nýlegt samkomulag yfírvalda í Hong
Kong og Víetnam en það á að tryggja að
bátafólkið verði látið óáreitt eftir heim-
komuna og það fái að taka upp þráðinn
þar sem frá var horfið.
Hefja átti nauðungarflutninga af þessu
tagi í desember 1989 en þeim var nær
samstundis hætt vegna alþjóðlegrar for-
dæmingar þar sem Bandaríkjastjórn var í
fylkingarbijósti.
HEIMSMEISTARA-
KEPPNIN í HNÚT
FJÖLMjDLAJÖFUR