Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 Óvissa um framtíö fyrirtœkja Roberts Maxwells eftir Guðm. Halldórsson SIÐUSTU mánuðina áður en fjölmiðlajöfurinn Robert Maxwell féll fyrir borð á lystisnekkju sinni Lady Ghislaine við Kanaríeyjar var margt á huldu um fjármál fyrirtækja hans, sem eru skuldum vafin. Maxwell var einn umdeildasti og iitríkasti kaupsýslumaður Bretlands og þegar hann lézt, 68 ára gamall, átti hann í málaferlum vegna ásakana í nýrri bók um að hann hefði staðið í tengslum við ísraelsku leyniþjónustuna Mossad. Dauði Maxwells vakti ýmsar spurningar, þótt sá bráða- birgðaúrskurður væri kveðinn upp að hann hefði dáið eðlilegum dauðdaga og líklega fengið hjartaá- fall áður en hann féll fyrir borð. Sögusögnum um sjálfsmorð var vísað á bug. Læknar höfðu ráð- lagt honum að taka sér hvíld áður en hann fór í siglinguna og hann var eini farþeginn í Lady Ghislaine. Ellefu manna áhöfn var á snekkj- unni, sem arabíski kaupsýslumaður- inn Adnan Khashoggi hafði látið smíða og Frank Sinatra eignaðist síðar. Kvöldið áður en Maxwell lézt átti hann að ávarpa árlegt hóf ensk-ísra- elska vináttufélagsins í London. Hálftíma áður en hann átti að taka til máls var gestunum tilkynnt að hann hefði veikzt og læknar hefðu ráðlagt honum að mæta ekki. Ian sonur hans flutti ávarpið í hans stað. Viðskiptum með hlutabréf í fyrir- tækjum Maxwells var hætt um tíma vegna dauða hans, sem olli uppnámi í bönkum. í fjölmiðlum bar mikið á vangaveltum vegna erfiðrar stöðu fyrirtækja hans og staðhæfinganna um hugsanleg tengsl hans við Mossad. Samstarfsmenn hans full- yrtu að menn af hans sauðahúsi létu sér ekki til hugar koma að svipta sig lífi. Ásakanir Hersh Ýmsir veltu því jafnvel fyrir sér hvort ókunnir tilræðismenn tengdir alþjóðlegri njósnastarfsemi hefðu komið Maxwell fyrir kattarnef. Skömmu áður hafði hann harðneitað því að hann og Mirror-blaðasam- steypa (MGN) hans stæðu á nokkurn hátt í tengslum við Mossad. Ásakan- irnar koma fram í nýrri bók eftir bandaríska rannsóknarblaðamann- inn Seymour Hersh, The Samson Option, og Maxwell stefndi honum fyrir meiðyrði. Þó var Nick Davies, einum rit- stjóra Daiiy Mirrors — útbreicidasta blaðs Maxwells — sagt upp. Ástæð- an var sú að hann hefði logið því að hann hefði ekki hitt ákveðna vopnasala í Ohio í Bandaríkjunum eins og Hersh hélt fram. Þrátt fyrir uppsögnina hét Maxwell því að styðja Davies fyrir rétti. Hersh höfðaði sjálfur meiðyrða- mál gegn Maxwell og heldur fast við ásakanir sínar. Síðan Maxwell lézt hefur Hersh haldið því fram að aðeins sé vitað um „innan við 10% af því sem Maxwell aðhafðist” og forlag hans í Bretlandi segir að von sé á nýjum og mikilvægum uppljóstr- unum um Maxwell. Aðalheimildarmaður Hershs er fyrrverandi starfsmaður Mossad, Ari Ben- Menashem — nú búsettur í Sydney — en hann er talinn lítt áreið- anlegur. Síðan Maxwell lézt hefur hann staðhæft að fjölmiðlajöfurinn hafi komið fyrir í erlendum bönkum margra milljarða dala hagnaði, af leynilegri vopnasölu til írans. Þeim ásökunum var vísað á bug. . Vildi hætta Maxwell hafði lengi talað um að hann hygðist hætta störfum, en eng- inn tók mark á honum. Fyrr á þessu ári ætlaði hann að láta af for- mennsku í aðalfyrirtæki sínu, Max- well Communication Corporation (MCC). Þegar Peter Walker fyrrum ráðherra hafnaði stöðunni hélt Max- well áfram að gegna henni, en Ke- vin sonur hans tók við daglegri stjórn. Nú tróna Kevin og Ian bróð- ir hans yfir MCC og Mirror-blaða- samsteypunni og sagt er að faðir þeirra hafi veitt þeim góða en stranga tilsögn. Þegar hefur verið ákveðið að selja Berlitz- málaskólana og búizt er við að fleiri fyrirtæki verði seld. Meðal annarra fyrirtækja, sem Maxwell réð yfir, voru Macmillan- forlagið í Bandaríkjunum og New York-blaðið Daily News. Hann hafði tekið mikið af lánum til að færa út kvíarnar, en á síðustu mánuðum los- aði MCC sig við miklar eignir til að grynnka á skuldum og alvarlegar spurningar vöknuðu um fjárhags- stöðu fyrirtækisins. Að sögn Finan- cial Times nemur söluvelta fyrir- tækja Maxwells tæpum níu milljörð- um dala á ári, en heildarskuldir allt að 3,75 milljörðum dala. Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan Maxwell tók við rekstri New York Daily News. Síðan setti hann 49% hlutabréfa Mirror-samsteypunnar í umferð til að afla 245,5 rriilljóna punda, en hlutabréfin hafa lækkað í verði og ekki náð aftur fyrra verð- gildi. Kaupin á New York Daily News í marz voru síðasta áhættan af mörgum, sem Maxwell tók á litríkum ferli. Tilgangurinn var að hleypa nýju lífi í blað, sem mátti muna fíf- il sinn fegri. Útgáfan hafði legið niðri vegna verkfalla og Maxwell aflaði sér vinsælda, sem voru honum ný reynsla. Hann virtist njóta sín betur í Bandaríkjunum en í Bret- landi, þar sem hann var aldrei veru- Iega vel látinn. Eitt sinn sagði hann að í Bretlandi „væru þeir sem næðu langt hataðir.” Stríðshetja Maxwell var af Gyðingaættum og hreykti sér af því að vera bæði só- síalisti og kapitalisti. Faðir hans var fátækur landbúnaðarverkamaður, en missti atvinnuna, og þá kvaðst Maxwell hafa orðið sósíalisti. Hann hét réttu nafni Jan Ludvik Hoch og fæddist 1923 í þorpinu Solotvino í Austur- Tékkóslóvakíu. Þjóðverjar tóku föður hans af lífi og móðir hans lézt í fangabúðunum í Ausch- witz. Þrátt fyrir litla sem enga skóla- göngu lærði hann níu tungumál. Sjálfur var Maxwell tekinn til fanga í Bratislava, þar sem hann seldi smávarning, en honum tókst að flýja til Frakklands. Þar gekk hann í her fijálsra Tékka og í brezka herinn^ þegar hann flúði til Bret- lands. I janúar 1945 var hann sæmd- ur einu æðsta stríðsheiðursmerki Breta og í stríðslok var hann orðinn höfuðsmaður. Hann kvæntist franskri konu og kynntist evrópskri útgáfustarfsemi þegar hann var blaðafulltrúi brezka utanríkisráðu- neytisins í Berlín eftir stríðið. Þegar Maxwell sneri aftur til Lundúna kom hann á fót bóksölufyr- irtæki, sem varð gjaldþrota. Málið olli ljaðrafoki, sem seint gleymdist, en hann lét það ekki á sig fá og stofnaði forlagið Pergamon Press, sem gaf út vísindarit og varð undir- staða stórveldis hans. Þegar Rússar skutu Sputnik-hnetti á braut tryggði hann sér rétt til að gefa út sovézk vísindarit á ensku og gerði Pergam- on að einn helzta útgefanda vísinda- rita í heiminum. Maxwell hélt áfram umdeildum viðskiptum við Austur-Evrópu, en virðist lítið hafa hagnazt á þeim að öðru leyti. Á árunum 1964 til 1970 sat hann á þingi fyrir brezka Verka- mannaflokkinn. Skömmu eftir að hann lét af þingmennsku leiddi rann- sókn í ljós að hann hefði reynt að selja Pergamon bandarísku fyrirtæki með ýktum upplýsingum um hagnað af sölu alfræðibóka Collier’s. Talinn vanhæfur I júlí 1971 sökuðu fulltrúar brezka viðskiptaráðuneytisins Maxwell um „glæfralega og óafsakanlega bjart- sýni” og komust að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir „viðurkennda hæfi- leika og dugnað” væri hann óhæfur „til að hafa umsjón með opinberlega skráðu fyrirtæki.” Hann fékk ekki að svara þessari yfirlýsingu, sem hann taldi ómaklega og fyrirgaf aldrei. Þótt Maxwell missti yfirráð yfir Pergamon náði hann þeim aftur síð- ar. Hann jafnaði sig fljótt eftir áfall- ið og sneri sér að nýjum verkefnum. Fyrst átti hann dijúgan þátt í endur- skipulagningu brezka prentiðnaðar- ins þegar hann breytti fyrirtækinu BPC í British Printing and Com- munication Corporation (BPCC). BPC hafði verið rekið með halla, en BPCC skilaði hagnaði. Síðan keypti Maxwell Mirror- blaðasamsteypuna (MGN) 1984 fyrir 113 milljónir punda og eignaðist sölúhæstu blöð Bretlands. Hann átti í útistöðum við voldug verkalýðsfé- lög á Daiiy Mirror og hótaði að stöðva útgáfu bláðsins, ef víðtækar uppsagnir yrðu ekki samþykktar. Hann sigraði í þeirri orrahríð og 2.100 starfsmönnum var sagt upp í janúar 1986. Síðan efldi hann blöð samsteypunnar og skipti sér oft af skrifum þeirra, þótt hann væri sam- þykkur stuðningi þeirra við Verka- mannaflokkinn. Áður hafði aðalkeppinautur Max- wells, Ástralíumaðurinn Rupert Murdoch, komið í veg fyrir að hann eignaðist News of the World og The Sun. Maxwell steig hins végar fyrsta skrefið í þá átt að draga úr prentun- arkostnaði með samkomulaginu á Daily Mirror, en ekki Murdoch eins og oft er sagt. Murdoch sigraði ekki í svipaðri deilu fyrr en mánuði síð- ar, þegar hann flutti mestalla útg- áfustarfsemi sína til Wapping í austurhluta Lundúna. Maxwell hélt því líka fram að hann hefði uppgöt- vað mikilvægi litprentunar á undan Murdoch. Heimsveldi Nokkru áður en Maxwell keypti Mirror-blöðin hafði hann sagt að „10 risafyrirtæki yrðu allsráðandi á svið- um upplýsinga og fjarskipta í heim- inum” og fyrirtæki hans yrði eitt þeirra. Til að vinna að því keypti hann Macmillan- forlagið í Banda- ríkjunum fyrir 2,6 milljarða dala þrátt fyrir harða samkeppni. Auður Maxwells og frægð komu honum í kynni við marga heimsleið- toga. „Ég hef samið við alla forseta Bandaríkjanna síðan Eisenhower var við völd og alla leiðtoga Sovétríkj- anna frá dögum Stalíns,” sagði hann einu sinni. Kynni hans og leiðtoga kommúnistaríkja voi-u náin og hann gaf út lofgerðarrit um Brezhnev, Honecker, Ceausescu og Jaruzelski. Eftir hrun kommúnismans reyndi Maxwell að ná ítökum í flölmiðlum í Austur- og Mið-Evrópu. Hann tryggði sér yfirráð yfir Magyar Hirlap, einu þriggja helztu blaða Ungvetjalands, sem var rekið með tapi. Áður hafði Murdoch keypt ung- verskt æsifréttablað og vikublað. Seinna eignaðist Maxwell hlut í öðru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.