Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 1
Aðventan. Aðventukransinn er orðinn sjálfsagður hlutur á heimilum landsmanna á jólaföstu. Á sunnudaginn er kveikt á fyrsta kertinu, spádómskertinu, annan sunnudag í aðventu á Betlehemskertinu, þann þriðja á hirðakertinu og síðasta sunnudag á jólaföstu er tendrað ljós á englakerti. ■ Allra veöra von. Sumum útlendingum finnst hið mesta ævin- týri að lenda í smábyl á Islandi FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 c VW GOLF hefur hlotið titilinn „Bíll ársins í Evr- ópu 1992” og er þetta í fyrsta sinn sem Golfinn er kjörinn bíil ársins en hann hefur verið mest seldi bíllinn í Evrópu síðan 1983. Það voru 58 blaðamenn með bíla sem sérgrein sem tóku þátt í kjörinu og komu þeir frá 17 löndum. / Jyl- lands-Posten segir að Golfinn hafi ekki verið valinn vegna þess að hann væri brauðtryðjandi eða honum hefði verið mikið breytt, heldur vegna þess að þetta væri heilsteyptur bíll sem samsvaraði sér vel. Það voru sautján bílar sem fengu stig í kjörinu. Opel Astra er í öðru sæti og Citroen ZX í þriðja og Volvo 850 hreppti flórða sætið. Eftirtaldir bílar hlutu atkvæði í kjörinu: VW Golf (276), Opel Astra (231), Citroen ZX (213), Volvo 850 (197), Seat Toled.o (135), Peugeot 106 (112), Audi 100 (54), BMW-þristarnir (54), Honda Civic (48), Mazda 121 (48), Mercedes S (45), Toyota Carni-y (28), Nissan Sunny (20), Mazda MX-3 (8), Honda Legend (3), Mitsubishi Sigma (2), Hyundai Elantra (1). ■ Hápunkturinn er að lenda í islenskum byl „ÞAÐ lætur nærri að Urval/Út- sýn sjái um móttöku á 2.000 gest- um frá Skandinavíu frá septem- ber til áramóta. Svíar hafa verið hvað flestir en Norðmönnum hefur og fjölgað og áhugi er að vakna hjá Finnum. Oftast er þetta starfsfólk ákveðinna fyrir- tækja sem hefur fengið ferðirnar í verðlaun fyrir góða frammi- stöðu í starfi,” sagði Sigrún Sig- mundsdóttir hjá innanlandsdeild Úrvals/Útsýnar. Sigrún sagði að Flugleiðir byðu á þessum árstíma helgarpakkaferð- ir frá fimmtudegi til sunnudags. Gestir færu í jeppa-safari til Guli- foss og Geysis og að Hagavatni, stundum í útreiðartúra, skoðunar- ferðir væru skipulagðar um Reykja- vík og flestir versluðu töluvert. Fólkið sæktist eftir að fara út að borða og þó því fyndist verð á veitingastöðum yfirleitt nokkuð hátt væru gestir undantekningarlít- ið mjög ánægðir og fyndist matur- inn gómsætur. Hápunkturinn í ferð- inni væri oftast jeppa-safari og hið mesta ævintýri ef þeir væru svo heppnir að lenda í smábyl á leið- inni. Allir sem kæmu í þessar ferð- ir vissu að á þessum árstíma væri allra veðra von og kipptu sér ekki upp við það. Sigrún sagði að aðsókn í þessar ferðir væri mest frá því í september og til seinni hluta október og að þessi viðleitni að lengja ferðamann- atímann hefði borið nokkuð góðan ávöxt. ■ LEIKIR Jólauppbót til ellilífeyrisþega GREIDD verður 20% jólaupp- bót á á tekjutryggingu, heimil- isuppbót og sérstaka heimilis- uppbót við útborgun bóta al- mannatrygginga fyrir desemb- er. Um 3.500 manns fær greitt úr bótaflokkunum þremur og þar með fulla jólauppbót. Tekjutrygging verður 26.766 kr. í stað 22.305 kr., heimilisuppbót 9.098 í stað 7.582 kr. og sérstök heimilisuppbót 6.258 kr. í stað 5.215 kr. í frétt frá Trygginga- stofnun er vakin athygli á því að uppbótin kemur ekki fram sem sér- stakur liður á greiðsluseðli lífeyris- þega heldur sem hækkun á bóta- flokkunum þremur. Aðrar bætur breytast ekki frá því sem verið hefur. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.