Morgunblaðið - 29.11.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 29.11.1991, Síða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 USTIN er ekki brauð lítfs in$ heldur vín lífsins. JEAN PAUL SÉRTU að hugsa um línurnar er ágætt að vita að ef þú borðar þrjú þúsund- um hitaeiningum (kaloríum) minna en venjulega á einni viku (eða yfir mánaðartímabil) muntu léttast um hálft kfló. Það er nokkuð einstaklings- bundið hversu mikilli orku fólk eyðir í ýmsay athafnir. A meðan sofandi maður brennir einni kalorfu á mínútu brennir sá sem stundar keppnisíþrótt eins og sund 1 1 kaloríum. Sé setið eða staðið brennir lík- aminn 1,5 kalorfum á mínútu, en ef gengið er, þá verða þær fjórar og í skokki fimm. (Heilsa og hollusta, bæklingur sem Hggkaup getur út.| AUÐVELDUR AÐVENTUKRANS Ers sunnudagurí að- ventu er á sunnu- daginn og ekki seinna vænna að fara að huga að aðventukransin- um. Hann þarf alls ekki að kosta mikla fyrirhöfn eða peninga. Ef til eru á heimil- inu fjögur falleg glös á fæti er upp- lagt að nýta þau í aðventuljós. Notið leir og festið á brún glassins. Festið kertið þar og skreytið síðan að vild bæði botn glassins og brúnir. Gangi ykkur vel. ■ Hvemigé íl aúhreinsa f straniarn / Vítamín að vetri til HVERNIG á að fara að því að hreinsa gufustraujárn án þess að rispa járnið og án þess að óhreinindin fari inn í holurnar, sem gufan kemur út úr? Hjá Leiðbeiningastöð heimil- anna fengum við þær upplýsingar, að gott væri að nota úða á strau- jámið sömu efnum og notuð eru til að hreinsa ofna. Farið eftir leið- beiningunum á brúsanum og þurrkið síðan yfír með rökum klút. Til að forðast að óhreinindi komi á næsta stykki sem á að strauja er gott að láta gufuna ijúka smá- stund út úr járninu og strauja síð- an yfír pressustykki eða einhvern klút sem manni er ekki annt um. ÞEGAR kalt er orðið í veðri og lítið sést til sólar þá er algengt að við förum að úða í okkur vítamínum. En þurfum við öll þessi vítamínhylki? Samkvæmt upplýsingum úr bæklingi frá Hagkaup sem heitir Vítamín og steinefni er hægt að fá öll bætiefni sem við þurfum með nógu fjölbreyttu mataræði. Það sakar sjaldnast að taka inn vítamín- blöndur eða steinefni en í fáum til- fellum eykur það heilbrigði okkar. Þó eru fáeinir hópar sem hafa sér- þarfír í þessu tilliti. Það eru bams- hafandi konur, fólk í reglubundinni megrun og fólk sem dvelst nær ein- göngu innandyra. ■ EKKI eru til neinar kannanir um það hversu margir íslend- ingar salta matinn sinn þegar hann er kominn á borðið, áður en þeir bragða á honum. Hins vegar var gerð könnun í Sví- þjóð árið 1983, sem sýndi að 75% iandsmanna höfðu vanið sig á að salta matinn ósmakkað- an. Eftir að menn fóru að velta fyrir sér óhollustu saltsins má búast við að þessar tölur hafi lækkað verulega og jafnvel snúist alveg við. í sænska tímaritinu Gourmet | kemur fram, að salt og sykur eru talið vanabindandi alveg eins og nikótín, alkóhól og y< koffín. Bæði líkami og sál ánetjast þessum efnum og fráhvarfseinkenni geta gert vart við sig. Salt hefur verið notað í að minnsta kosti 3.000 ár til matar- gerðar, s.s. niðursuðu óg sem krydd, enda eru ýmsar gerðir til, s.s. matarsalt, hafsalt og jurta- salt. Salt varð eftirsóknarverð verslunarvara og var notað sem gjaldmiðill manna á meðal. Til að forðast ofnotkun á salti er betra að nota minna af því við sjálfa matargerðina, en salta þá eftir þörfum hvers og eins þegar maturinn er kominn á borðið. Salt- og piparstaukar fylgja ekki alltaf með matarstellum og því fór Daglegt líf í nokkrar verslanir til að kanna úrvalið, sem sýnt er á meðfylgjandi mynd og er að sjálf- sögðu ekki tæmandi. ■ Morgunblaðið/Þorkell Salf- og piparstaukar. Hægt er að fá salt- ogpipar- stauka á ýmsu verði. Odýrastir voru staukarnir með blóma- mynstrinu, en þeir kosta 1.095 kr. parið, fuglarnir og uglan kosta 1.750 kr. parið og eru silfurhúðaðir, glæru salt- og piparkvarnirnar kosta 1.850 kr. parið og gylltu staukarnir kosta 2.200 kr. parið, en þá er hægt að fá silfraða á 1.990 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.