Morgunblaðið - 29.11.1991, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.11.1991, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Leikurinn er bæði gaman og alvara, gleðigjafi og mikilvæg náms- og þroskaleið „NÚ TIL dags eru myndbönd, sjónvarp og þrálátar bílsetur snar þáttur í Iífi barna. Við þær aðstæður eru börn hvorki virk né skapandi heldur óvirkir móttakendur. Ef sjálfsprottnir leikir, skapandi starf og skipulagðir leikir fara dvínandi Og eðlileg hreyfing og útivist er á undanhaldi í upp- eldi íslenskra barna er hætta á ferðum,” segir Valborg Sigurðardóttir uppeldisfræð- ingur sem hélt erindi á málþingi Bernsk- unnar nýlega um leik og leikuppeldi barna. Valborg Sigurðardóttir „Báðir foreldrar eru i auknum mæli útivinnandi. Af þeim sök- I um hafa foreldrar sóst eftir leikskólavist eða einhverskonar , dagvist fyrir börnin sín. Virtist ekki alltaf skipta máii hvers- konar dagvistun fengist fyrir barnið. Aðalmálið var að koma því fyrir á öruggum stað meðan foreldr- arnir voru við vinnu. En þetta hefur verið að breytast á síðustu árum og í vaxandi mæli velta foreldrar því nú fyrir sér hvort leikskólinn sé góður uppeldiskostur fyrir barnið, hvort stöðugleiki sé á starfsfólki og það sé menntað í sínu 'fagi.” Valborg leggúr áherslu á að vel- ferð bamsins niegi ekki gleymast. „Þau eru varnarlaus,” segir hún, „og það getur verið jafn slæmt fyrir barn að vera á lélegum leikskóla og það er gott að vera á góðum leikskóla.” Hinsvegar segist hún í vaxairdi mæli hafa trú á þroskagildi leikskól- ans. „Barn sem situr heima, horfir á sjónvarpið eða myndband, liggur yfir tölvuspilum eða situr í bíl er óvirkur móttakandi. Það stuðlar eng- an veginn að því að barnið geti orð- ið virkt og skapandi. Þess vegna tel ég að leikskólauppeldi sé dýrmætt hveiju barni. Leikurinn er bæði gam- an og alvara. Hann er barninu bæði gleðigjafi og mikilvæg náms- og þro- skaleið.” Valborg segist verða vör við að viðhorf foreldra til leikskóla sé nú jákvæðara en nokkru sinni fyrr. „Jafnvel í dreifbýlinu er fólk hlynnt því að fá leikskóla fyrir börn- in sín því það telur að leikskólaupp- eldi sé þroskandi fyrir þau og börnin hafi gott af því að vera þar hluta úr degi. Almennt held ég að þetta sé skoðun foreldra.” Hún segist vera viss um að lítil • börn læri best í leik. „I þykjustu- og hlutverkaleikjum er leikurinn fyrst og fremst það sem sagt er. Börnin semja leikþráðinn jafnóðum, ákveða hver leikur hvað og skálda samtöl og tilsvör,” segir Valborg, en nýlega sendi hún frá sér bókina „Leik og leikuppeldi”. „I þessum leikjum tjáir barnið hug sinn og tilfinningar, „græðir særðar tilfinningar” og „læknar sig sjálft” eins og sálkönnuðir segja.” Valborg segir að börnin séu þó ekki eingöngu að tjá tilfinningar og tilfínningatog- streitú, heldur beinlinis að átta sig á veruleikanum og reyna að skilja samskipti manna. Hvað með He-man þykjustuleiki, Batman, skjaldbökumenn og hríð- skotabyssurnar? Ekki er það veru- leikinn? „Sjónvarp, myndbönd og teikni- myndaseríur blása börnum í bijóst allskyns ofbeldi hvort sem okkur lík- ar það betur eða verr. Spurningin er þá kannski: Hvar annars staðar geta þau unnið úr öllum þessum ógnvænlegu atburðum sem yfír þau dynja gegnum fjölmiðla? Þetta er þeirra reynsla og ég held að það sé erfitt að banna börnum að leika sér á þennan hátt á meðan hrollvekjandi efni dynur yfir okkur alls staðar frá. í þykjustu- og hlutverkaleikjum fylgja allskonar munnlegar útskýr- ingar, hvað hlutirnir eiga að tákna og loks munnleg leikstjórn. Börnin eru sannkölluð „leikjaskáld”, þó eru þau mismunandi mikil skáld eins og við er að búast. í þykjustu- og hlut- verkaleikjum er mikið talað, þar æfa þau, prófa og þjálfa móðurmálið. Berum börn í slíkum leikjum saman við börn húkandi orðvana fyrir fram- an skjáinn! Vaxandi fjöldi barna kemur sér í gegnum skóla með skert- an málþroska, illa talandi og orð- vana.” Hún segir að nýjustu rannsóknir á leikjum bendi ótvírætt til að þykj- ustu- og hlutverkaleikir hafi mest gildi allra leikja fyrir málþroska barnsins og alhliða þroska. „Þykj- ustu- og hlutverkaleikir eru dýrmæt- ur undirbúningur fyrir hefðbundið skólanám og greiða sérstaklega leið- ina að málþroska og lestrarnámi. Með þeim vinnst mikið undirbúnings- starf og forvarnarstarf sem varðar námsgengi barna í grunnskólanum og síðar í lífinu.” Valborg segir að í skynfæra- og hreyfileikjum þjálfi barnið líkama sinn, efli hreyfileikni, samhæfi augu og hendur og skerpi skynjanir sínar á ýmsan hátt, skoði, handfjatli, flokki og raði eftir stærð og lögun. Það er löngun og viðleitni til að skapa nýtt sem fram kemur og nýtur sín í sköpunar- og byggingaleikjum. Þau njóta þess að nota ómótaðan efnivið á ýmsan hátt og tengja sam- an ólík efni. Þau njóta þess að skapa. í regluleikjunum eru ákveðnar leikreglur og þar segir Valborg að lærist margt eins og samvinna og tillitsemi. „I byijun er hætta á að börnin vilji koma sér undan reglum og svindla dálítið. Það er sjálfsagt að horfa framhjá því til að byija með en kenna börnunum smám saman að leika heiðarlega og kenna þeim að skiptast á og fara eftir settum reglum.” Valborg bendir á að í gegnum leik myndi börn líka vináttutengsl. Þau læra að vera vinir. Foreldrar geta líka nálgast börnin sín í leik og eflt C 7 Hvað er leikfang? „Mér finnst aldrei of mikil áhersla lögð á að segja börnum sögur og ævintýri, syngja með þeim og kenna þeim vísur. Það er líka nauðsynlegt að foreldr- ar taki þátt í leikjum barna sinna á þeirra forsendum. Þeir komi inn í leik barna sinna og auki gæði hans. Það er gott að geta hlegið-með börnum sínum, grínast og gantast, hlusta á brandarana þeirra og vera vinir. Það var nýlega gerð könnun á því í Noregi hvað leikskólabörnum þætti skemmtilegast að gera,” sagði Val- borg. „Eitt er það land, sem er öllum löndum merkilegra. Það er land- ið, sem hvergi er til. Og þó er þetta land hvar sem maður óskar og hvernig sem maður vill að það sé. Það getur verið gott land eða vont, stórt eða lítið, fjarlægt eða nálægt, gætt öllum kostum sem land geta prýtt. Fer allt eftir því hve miklir kunnáttumenn búa þar og hverjar kröfur þeir gera til landsins, sem þeir búá í. Þetta skrítna töfraland er þykjast- mannalandið ...” HALLDÓRA B. BJÖRNSSON þannig vináttutengslin við þau. Fjölskyldan hefur ekki mikinn tíma saman í dag. Hvernig er best að nýta þann tíma sem hún hefur? „Börn vilja helst vera í návist for- eldra sinna. Þau öðlast öryggiskennd með því að hafa þá í augsýn og leika sér fyrir bragðið miklu betur. Það þarf ekkert endilega alltaf að vera að leika við þau. Ef þau eru í eldhús- inu á meðan verið er að útbúa kvöld- matinn er hægt að hlusta á þau, gleðjast með þeim og veita ráð. Bara návistin við foreldrana er börnunum svo mikils virði.” Valborg segir að það skipti höfuð- máli að tala við börn, hlusta á þau segja frá og hvetja þau til að spyija, svara þá spurningunum og ræða málin. Niðurstaðan var sú að börnin kunnu best að meta að leika sér úti í náttúrunni. Þetta ættum við borg- arbúarnir að hugsa um því jafnvel þó við eigum sumarbústaði þá er oft sjónvarp í þeim líka og mikið um inniveru. Foreldrar eru ekki alltaf nógu duglegir að fara með bömunum út að leika.” Þurfa ekki börn líka að fá að vera ein? „Vissulega. Það er mikils virði og þeim nauðsynlegt Sð læra að vera sjálfum sér næg. Þau þurfa að fá að vera ein með sjálfum sér, einkum og sér í lagi í leikskólum ef þau eru þar allan daginn. Þau þurfa tíma og frið frá ótímabærum afskiptum full- orðna fólksins.” Valborg segir líka að sér finnist börn eiga alltof mikið af leikföngum í dag, fullt af leikföngum sem þau leika sér aldrei með. Leikföng eru margt annað en það sem fæst i leik- fangabúðum. „Pottlokin, sleifarnar og krúsirnar í eldhúsinu þjóna sama tilgangi. Hversvegna tekur fólk sig ekki saman og sendir þurfandi börn- um úti í heimi eitthvað af þessum leikföngum sem aldrei eru notuð? Ég tel að leikurinn sé óþijótandi uppsprettulind allra þroskakosta mannsins og í honum felst ftjóangi allrar menningar. Foreldrar og allir uppalendur þurfa að slá skjaldborg um leikinn og leyfa börnum sínum að njóta þess að vera börn.” ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Foreldrar og börn í önn dagsins NYLEGA gengust forsvarsmenn Bernskunnar, íslandsdeildar alþjóðasamtakanna OMEP, fyrir málþingi undir heitinu Foreldr- ar og börn í önn dagsins. gge Þetta er annað málþing íslandsdeildarinnar sem stofnuð var 5 12 desember árið 1989. Valborg Sigurðardóttir, fyrrverandi — skólastjóri Fósturskóla íslands, sem veitir Bernskunni for- mennsku segir að samtökin vinni að andlegri og líkamlegri “ velferð barna frá fæðingu til 8-10 ára aldurs. OMEP er skamm- stöfun á frönsku nafni samtakanna sem útleggst á íslensku sem alþjóðasamtök um uppeldi ungra barna. Samtökin hafa sam- starf við önnur alþjóðasamtök sem vinna að svipuðum markmið- um og eru samtökin ráðgefandi aðili að UNESCO, UNICEF, Evrópuráði og ECOSOC. Markmið þeirra er að börn í öllum löndum heims njóti eins góðra uppeldisskilyrða og unnt er innan Qölskyldunnar, á barna- heimilum og í þjóðfélaginu. Með þessu markmiði vilja samtökin bæta allt uppeldisstarf sem unnið er í þágu barna á forskóla- aldri og í fyrstu bekkjum grunnskólans, styðja rannsóknir á XL börnum og uppeldisskilyrðum bai'na og vinna að auknum skiln- ■dJ ingi þjóða á milli og leggja þannig sinn skerf til þess að efla frið í heiminum. Bernskan hélt fyrsta málþing sitt í febrúar sl. undir heitinu Rödd bamsins - Réttur barnsins, - Farsæld barnsins í fyrir- rúmi. Kveikjan að þinginu var sáttmáli Sameinuðu þjóðanna 1989 um réttindi bamsins. Fyrirlestrar frá því þingi hafa þegar verið gefn- ir út í bókarformi. Höfundar eru meðal annars Guðrún Erlendsdótt- ir, forseti Hæstaréttar, og prófessor Ármann Snævarr, fyrrverandi hæstaréttardómari. Á öðru málþinginu sem haldið var nýlega komu fram ýmsir fyrirlesarar með mjög áhugaverð erindi. Eitt þeirra var um leik og leikuppeldi, erindi sem Valborg Sigurðardóttir flutti. O Þessar fá ekki aðeins „safnarahjörtun” til að slá hraðar. 5 sérlega fallegar blýkristal SKALAR með mismunandi lögun. Minnsta SKÁLIN er 6 cm í þvermál, sú stærsta 8 cm. Skel, fiðrildi eða hjarta - hver um sig hinn fegursti gripur. Falleg gjöf - handa þér sjálfum eða öðrum. Pöntunarnr. 392.192 5 hlutir úr blýkristal kr. 1 .890,- (Skielle STÆRSTA PÓSTVERSLUN EVRÓPU AÐ PANTA SÍMLEIÐIS - PÖNTUNARLÍNA 91-50200 VERSLUN OG AFGREIÐSLA, HJALLAHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.