Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 það sem þeir eiga að skera HEFUR þú skorið þig í fingnrna með kokkahníf meðan þú varst að flaka fisk? Ef svo er, þarf það ekki að þýða að þú hafir farið óvarlega. Hins vegar notaðir þú rangan hníf, sem er sennilega algeng- ara en margur hyggur, því að það er alls ekki hægt að nota hvaða gamla hníf sem er, þegar verið er að vinna í eldhúsinu. Margar gerðir hnífa eru sér- staklega ætlaðar til ákveðinna verka. Það eru einmitt þeir hnífar sem skera fingurna á okkur þegar við notum þá við annað en þeim er ætlað. Ekki er ráðlegt að geyma eldhúshnífana í skúffu þar sem þeir rekast hver á annan, held- ur er æskilegt að geyma þá í þar til gerðum viðarstandi. Stálblaðið skemm- ist ef það rekst sífellt utan í annað stál og hnífurinn missir bitið. Mikilvægt er að brýna hnífana sína reglulega, en það er einfaldlega gert með því að strjúka hnífsblaðinu við brýnið nokkrum sinnum áður en hnífurinn er notaður. Gamalt húsráð segir einnig að bit hnífa aukist við að skera í sundur hráa kartöflu og núa stálinu nokkrum sinnum við kartöfl- una. Besta leiðin til að geynia eldliús- hnífa er að geyma þá í viðarstandi eins og hér sést. Með því móti er stálið varið í viðarhólfi, en blaðið eyði- leggst smám saman ef það rekst sífellt utan í annað stál, eins og gerist margir hnífar eru geymdir saman í Grænmetishnífur. Þessi smáhnífur hentar til margra verka, öfugt við marga stóru hnífanna. Þennan hníf má nota til að flysja grænmeti og ávexti, skera niður og saxa margvísleg matvæli, og taka kjarnhús úr ávöxtum. Það má segja að þessi hnífur sé notaður eins og framlenging handarinnar, en hann má, auk þess sem að framan er getið, nota til að skera út ávexti og grænmeti, með þykkum berki, sem nota á til skrauts. Blaðið á grænmetishnífum er yfirleitt um það bil átta sentímetra langt. Brauöhnífur. Hnífar sem notaðir eru til að skera brauð og kökur eiga að hafa tennt stálblöð. Brauðhnífar eru yfirleitt lang- ir, með um það bii 26 sentímetra löngu blaði, en styttri hnífar sem annars eru eins í laginu, eru mjög góðir til að skera niður tómata og lin matvæli með skorpu. Tennta stálblaðið er aðall góðra brauðhnífa, en brauð ætti alltaf að skera með slíkum hníf. Úrbeiningarhnífur. Stálblaðið á þessum hníf er fínlegt og þunnt, en skaftið öflugt. Hvort tveggja gerir það að verkum að hnífurinn er meðfærilegur þegar kjöt er skorið frá beini. Einnig er gott að nota hann við að flaka físk. Þennan hníf má bæði nota á hrátt og soðið kjöt og sumum finnst gott að skera kjöt í sneiðar með honum. Hann er þó fyrst og fremst ætlaður til úrbeiningar. Kjötsax. Þessi voldugi hnífur, sem hefur þykkt stálblað, er sérstaklega ætlaður til að saxa kjöt. Hann má meðal annars nota til að saxa heilan kjúkling í stykki og þá brýtur hann beinin um leið. Hnífurinn er þungur og stálblaðið um 20 sent- ímetra langt og 10 sentímetra breitt. Kokkahnífur. Þetta er einn vinsælasti eldhúshnífurinn enda hægt að nota hann á margvíslegan hátt. Hönnun hnífsins er þess eðlis að hægt er að nota hann til að skera og saxa margvísleg matvæli, kjöt, grænmeti og ávexti. Blað hnífsins er yfirleitt um 20 sentímetra langt. Frosthnífur. Þetta er hnífur með meðalþykku 26 sentí- raetra löngu stálblaði sem er tennt á báða vegu. Annars vegar er blaðið fínriflað og ætlað til að skera þunnar sneiðar af frosnu hráefni, til dæmis reyktan eða grafinn lax, og hins vegar er blaðið grófriflað. Með þeirri hlið er unnt að skera þykkari sneið- ar, til dæmis brauðsneiðar. Steikarhnífur. Stálblað hnífsins er um það bil 26 sent- ímetra langt og hnífnum er aðallega ætlað að skera matvæli í þunnar sneiðar, til dæmis roast beef, reyktan lax eða kalt álegg. Steikargaffall. Gaffal af þessu tagi ættu allir að eiga, því að hann heldur vel við stóra bita sem verið er að skera niður, til dæmis læri eða stóra steik. Gaffallinn heldur stykkinu kyrru meðan verið er að skera, auk þess sem hann varnar því að fólk brenni fingurna ef það heldur stykkinu með höndunum. Þess má geta að í flestum löndum þykir það mikill ósiður að snerla elduð matvæli með höndunum. fc & .4 é Bætum umhverfið f mm * ^ v < \ Bætum okkur Spilling umhverfis okkar og eiturefna- nothun íframleibslu neysluvamings er eitthváb sem heimurinn er löngu búinn ab fá sigfullsaddan af oggott betur. Vib leggjum okkar af mörkum til ab bœta umhverfib og bjóbum mikib úrual um- hverfisvænna vörutegunda, svo sem matvœli, bœtiefni, hreinsi- og þvottaefni, snyrtivörur og ótal margt fleyra. Fábufaglegar rábleggingar hjá okkur. Éh eilsuhúsið Kringlan s: 689266. Skólavörðustíg s: 22966 (& vj Eldhúshnífa ætti aldrei aö lóta liggja í bleyti, og aldrei aö jivo í uppþvottavél. Þá þarf aö muna aö brýna hnífana reglulega, og meö góöri umhyggju, má eiga sömu hnífana í heil- an mannsaldur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER' 1991 C 9 kveið fyrir sýningu í fyrsta skipti sem ég KÓNGUR, drottning, hrókur, biskup, riddari og peð. Leó Jóhannsson gaf stólunum sinum nöfn taflmanna þegar hann hannaði lokaverk- efni sitt við Konstfack-listaháskólann í Stokk- hólmi. Hann lét sér ekki nægja að teikna stól- ana heldur smíðaði þá sjálfur og notfærði sér þá mcnntun sína héðan að heiman í húsgagna- smíði. Viðbrögðin voru góð við stólunum svo hann réðst ásamt skólabróður sínum Björn Sikehag í að stofna fyrirtæki sem þeir hafa siðan rekið saman. Þessa dagana stendur yfir sýning á verkum Leós Jóhannssonar innanhússarkitekts í Epal en Leó hefur verið búsettur í Svíþjóð frá árinu 1978 er hann hélt þangað til náms. Þeir félagar sem reka fyrirtækið 1-3 hafa / gert það gott, hannað innrettingar fyrir fyrir- / tæki og verslanir, séð um að innrétta veitinga- hús, og hótel og smíðað líkön svo eitthvað sé nefnt. Húsgögn sem Leó hefur hannað eru seld af fimm fyrirtækjum í Svíþjóð og flutt út til margra Evrópulanda og til Bandaríkj- anna. „Húsgögnin mín hafa oft verið á sýning- um en ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég hef verið kvíðinn fyrir sýningu. Ég hef aldrei áður komið heim með það sem ég hef verið að hanna, bæði vegna tímaskorts og svo hefur mér aldrei þótt það nógu sérs- takt til að sýna hér heima.” Verk hans hafa verið á sýningum New York og á alþjóð- legum sýningum í Köln og Mílanó. Eitt verka Leós, stóllinn Diabas hlaut sérstök sænsk verðlaun, Utmárkt Svensk Form árið 1987. Þessi stóll er meðal þeirra gripa sem eru Leó málar í frístundum og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Á sýningunni í Epal eru nokkur málverk líka sem Leó málar í ramma. Félagarnir Björn Sikehag og Leó Jóhannsson Verk hans hafa veriö á sýn- ingum í New York og á al- þjóðlegum sýningum í Köln og Mílanó. í Röhska Museet í Gautaborg. Þá er Leós getið sem einn þriggja hönnuða í Svíþjóð í uppsláttarritinu European Masters árið 1989 en þar er getið um evrópska hönn- uði sem hafa getið sér gott orð. - Hefur það hvarflað að þér að flytja aftur heim? „Auðvitað hef ég hugleitt það. Ég er kvænt- ur íslenskri konu, Brynju Þórðardóttur og við eigum eina dóttur, Kolbrúnu. Það sem hefur aðallega haldið í mig í Svíþjóð eru tækifærin. Markaðurinn er miklu stærri en hér heima og möguleikarnir fleiri. Við skreppum hinsvegar af og til hingað heim í helgarferðir.” - Hvað eru þeir félagar að fást við núna? „Það sem er mest spennandi er verkefni sem við fengum við að koma á laggirnar húsgagna- framleiðslu í norðurhéruðum Svíþjóðar. Við munum leggja áherslu á að nýta þann efnivið sem þar er, furu og birki og hreindýrahúðir og fá sama í lið með okkur því handbragð þeirra er mjög sérstakt.” ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Gefið börnum ekki hjól of snemma Það er alltaf gaman að sjá barn sitt á fyrsta hjóli sínu. Oft hafa börnin ekki vald á því að stíga hjólið og stýra í senn. Látið því barnið ekki á þrí- hjól of snemma. Hjálmur er hveiju arni nauðsynlegur þar sem alvar- lega höfuðmeiðsl geta hlotist við fall af þríhjólinu. Einnig er hætta á að stýrið rekist í kviðarhol barnsins við fallið og geta alvarleg meiðsl hlot- ist á líffærum í kviðarholi. Við notkun á hjálmi á þrí- hjóli venst barnið á notkun hans, og eru þá meiri líkur á að barnið noti hjálm áfram þegar skipt er yfir í tvíhjól. Sama gildir með tvíhjól. Látið barnið ekki fá tvíhjól of snemma. Mikilvægt er að foreldr- ar kenni barninu að hjóla. Það er ekki nóg að kunna að hjóla og halda jafnvægi. Barnið þarf einnig að kunna að bremsa og geta stýrt hjólinu af öryggi. Hjólið verður að velja sam- kvæmt stærð bamsins. Hafa skai í huga að bamið getur í hita leiksins gleymt stað og stund og þess vegna brunað út á næstu umferðargötu þrátt fyr- ir ítrekaðar aðvaranir, Frá Slysavamafclagi íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.