Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991
Þrívídd er galdurinn
í nýju spili þar sem reynir á
hugmyndaflug og útsjónarsemi
„FÓLK er hætt að nota frístundirnar án þess að nota heilabúið.
Nú vilja menn láta reyna á hugann hvort sem þeir eru að spila,
lesa eða gera annað sér til dægradvalar.” Það er Matt Mariani,
framkvæmdastjóri spilaframleiðslufyrirtækisins Abalone, sem
hefur þessar hugmyndir og rökstyður þær af töluverðum sannfær-
ingarkrafti. Daglegt líf hitti hann að máli er hann var staddur
í Reylyvík fyrir skömmu til að kynna nýtt spil, Pyramis.
Matt leggur á það áherslu að
nútímafólk vilji sífellt læra
meira. „Spil og leikir er
upplagt tækifæri til þess,” segir
hann, „þvi það er skemmtilegast
að læra í leik. En sjáðu nútíma
ferðamenn. Þeim nægir ekki lengur
að liggja á sömu sólarströndinnrí
tvær vikur. Þeir vilja fara til fjar-
lægra staða, kynnast öðrum þjóð-
háttum og ólíkri menningu, og læra
framandi tungumál.”
Viljum hugmyndir!
Á síðasta ári kom út spilið Abal-
one, sem hlaut ýmis alþjóðleg verð-
laun og hefur í sumum bandarískum
skólum verið notað sem kennslu-
gagn. í kjölfarið var samnefnt fyrir-
tæki stofnað, sem vinnur að þróun
og framleiðslu spila. Þá eru til al-
þjóðasamtök Abalone-leikmanna,
og haldin eru landsmót og heims-
meistaramót í Abalone. „Við viðum
að okkur hugmyndum að nýjum
spilum og einnig nýjum spilareglum
fyrir Abalone.”
— Til hvers nýjar reglur? Verða
þær ekki til að rugla fólk í ríminu?
„Það heid ég ekki, annars værum
við ekki að þessu,” segir Matt og
glottir örlítið. „Það er til ótrúlegur
fjöldi fólks, sem dundar sér við alls
konar uppfinningar heima hjá sér,
en kemur hugmyndum sínum aldrei
á framfæri utan veggja heimlisins.
Við viljum reyna að ná til þessa
hóps og höfum meira að segja hug-
myndasamkeppni í gangi um nýjar
leikreglur fyrir Abalone.”
— Geta allir tekið þátt í henni?
„Já, og það væri gaman að fá
hugmyndir frá íslendingum, því ég
veit að hér eiga margir þetta spil.
Nýlega settum við á markað
spilakúlur í nokkrum litum, sem
notaðar eru í upprunalega spilinu.
Upphaflega voru kúlurnar gerðar
til að verða við óskum þeirra sem
vildu fá litaðar kúlur í stað svartra
og hvítra. Fólkið vildi hafa kúlurnar
í stíl við gluggatjöld eða húsgögn
og það eru ótrúlega margir sem
hafa spilið sem stofustáss þegar
þeir eru ekki að nota það!
í framhaldi af þessu kom upp sú
hugmynd að gera spilið, sem hingað
til hefur verið tveggja manna, þann-
ig úr garði að leikmenn gætu verið
fleiri. Við létum fjöldaframleiða
marglitar kúlur, sem fólk getur
keypt til viðbótar við gamla spilið
sitt ef það vill.”
Reynir á einbeitingu
Matt er augljóslega stoltur af
fyrirtækinu sem hann stýrir og seg-
ir það einkennast af krafti og nýjum
hugmyndum. Sérstaklega er hann
stoltur af því að framleiða ekki
spil „fyrir þá sem nenna ekki að
hugsa”, eins og hann orðar það.
Nýjasta afkvæmi fyrirtækisins heit-
ir Pyramis og virðist við fýrstu
sýn flókið stærðfræðidæmi. „Nei,
nei, þetta er ekki bara fyrir stærð-
fræðinga,” segir Matt hughrey-
standi þegar hann greinir vott af
örvæntingu í andliti viðmælanda
síns. „Þrívídd og útsjónarsemi er
galdurinn að baki þessa spils. Það
reynir vissulega á einbeitingu og
menn geta ekki spilað þetta með
hálfum huga, enda er það yfirlýst
stefna okkar að gera spil sem reyna
á hugann.”
Mennirnir sem hönnuðu Pyramis
eru Murray Gould doktor í tónlistar-
fræði og Jim Longacre lögfræðing-
ur. Báðir hafa áður unnið að ýmiss
konar hönnun, bæði á leikföngum
og spilum, en Jim Longacre fór í
framhaldsnám í rafmagnsverkfræði
eftir að hafa lokið lögfræðinámi.
„Þessir menn eru dæmi um uppfinn-
ingamenn, sem leynast alls staðar.
Þeir geta verið ungir, gamlir, mikið
eða lítið menntaðir, karlkyns eða
kvenkyns. Það skiptir ekki máli, en
við viljum kynnast þeim!” ■
Brynja Tomer
Morgunblaðið/Sverrir
Matt Mariani hugleiðir næsta leik í þrívíddarspilinu Pyramis.
Þú kemst um sídir til
sjóvar jafnvel þó þú
farir krókaleiðir
TILBOÐ
Matar- og kaffistell, 33 hlutir. Úr hvítu ópalgleri. 6 stk. af hverju,
bollum, undirskálum, kökudiskar og djúpir og grunnir diskar. 2
skálar 12 og 20 cm. í þvermál. Einnig fylgir vönduð hitakanna í stíl.
Aðeins kr. 3990 fyrir allt þetta!
Quelle
STÆRSTA POSTVERSLUN EVROPU
4a
"anta
Þ*ntul
sím/e/ðls
nartina
50200
VERSLUN OG AFGREIÐSLA, HJALLAHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI
SÍMI 91-50200
AFRÍSKUR MÁLSHÁTTUR
Land Höfuðborg
Antigua
og Barbuda St. John’s
Bangladesh Dhaka
Chad Ndjameina
Curacao Willemstad
Gambia Bandjul
Honduras Tegucigalpa
írak Bagdad
Kongó Brazzaville
Laos Vientiane
Lesotho Maseru
Maldives-eyjar Male
Mauritanía Nouakchott
Mósambik Maputo
Nepal Katmandu
Panama Panamaborg
Quatar Doha
Saudi-Arabía Riyad
Sierra Leone Freetown
Surinam Paramaribo
Sri Lanka Colombo
Trinindad
og Tobago Port of Spain
Úganda Kampala
Uruguay Montevideo
Samdráttur í
leiguflugi Svía
Á FYRSTU sex mánuðum ársins
1991 dróst leiguflug í Svíþjóð sam-
an um 20%. Það varð einkum fækk-
un á flugi til Krítar, London og
Rhodos en lítilsháttar ijölgun var
til Majorka. Spánn er vinsælasti
staður sænskra í leiguflugi og flest-
ir sóttu Kanaríeyjar heim. ■
Bílaumferð
bönnuð í miðbnrg
Rómar
NÆSTU tvo mánuði verður mið-
borg Rómar lokuð fyrir einkabí-
laumferð. Til þessa er gripið vegna
mikillar mengunar sem ógnar ýms-
um sögufrægum byggingum þar.
Um eitt hundrað þúsund bílar keyra
um miðborgina að öðru jöfnu. Nú
mega aðeins íbúar á svæðinu og
opinberir embættismenn aka þar
og verða að hafa til þess sérstakt
leyfi. ■
UM FERDAL0G
Lelðsögubðk um
Madrid
LEIÐSÖGU-
RIT Um
Madrid og
merkisborgir
Spánar er ný
bók Fjölva.
Texti er eftir
Jónas Kristj-
ánsson rit-
stjóra og
myndir tók
Kristín Hall-
dórsdóttir en
þau sáu um allar fyrri bækurnar
í þessum flokki, sem hafa verið
um Kaupmannahöfn, London,
Amsterdam, París og New York.
I bókinni eru upplýsingar um
hótel og veitingastaði á stöðunum
og ýmsir aðrir fróðleiksmolar, sagt
frá merkum stöðum og sögufræg-
um. Margar myndir eru í bókinni
sem er í handhægu broti og með
þykkum kápuspjöldum. ■