Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991
C 11
Nýr ferðalangur er forvitinn,
froðleiksfús on veraldarvanur
„SEGÐU mér hverjir vinir þínir eru
og ég skal segja þér hver þú ert.” I
bandaríska ferðablaðinu Conde Nast
Traveler las ég nýverið grein þar sem
orðtakinu var breytt „ Segðu mér hvert
þú ferð í frí og ég skal segja þér hver
þú ert.” Kannski fullmikil einföldun en
greinin snýst um að það fari ekki milli
mála að ferðavenjur og þarfir séu að
breytast, einkum á Vesturlöndum; hinn
nýi ferðalangur hefur aðrar hugmynd-
ir um hvernig og hvar hann vill vera
í leyfum sínum.
Ferðalangar á öllum aldri í Banda-
JJJ ríkjunum, Evrópu og ef til vill víðar
■■d eru sem sagt að leita nýrra leiða.
5 Ekki þó ódýrari, ferðalög eru að verða
Ui þýðingarmeiri þáttur í lífi nútíma-
manns á Vesturlöndum en fyrr og
hann er tilbúinn að greiða fyrir þau.
Ferðalög eru númer þrjú á neyslulista
jj Vestur-Evrópubúa og Bandaríkja-
IU manna, á eftir húsnæði og fæði — og
Ub merkilegt nokk á undan bílnum. Þeir
vilja ævintýralegri staði, meira upplýsandi
ferðir, þeir vilja ekki ferðast í stórum hópum
og láta leiða sig áfram eins og börn í bandi
og fá staðlaðar upplýsingar.
Þeir vilja koma heim fróðari í orðsins
fyllstu merkingu. Þeim nægir ekki að liggja
vikum saman á strönd til að safna brúnku
á kroppinn og vísi að bjórvömb. „Sólarlanda-
ferðir eru ekki að syngja sitt síðasta en í
þær fara í framtíðinni í langmestum mæli
fjölskyldur og eldra fólk. Hinir yngri og
miðaldra hafa meiri löngun í nýtt og fram-
andi umhverfi og vita sem er að það er
óhollt að liggja í sól daginn út og inn," segir
í grein eftir þekktan ferðfrömuð í prýði-
legri handbók Wexas-ferðaklúbbsins í Bret-
landi.
Nýju ferðalangarnir vilja vita hvar þeir
eru, komast í kynni við íbúana ekki aðeins
sem einhveija skrítna innfædda heldur sem
gestgjafa sína. Glansinn er að fara af ferð-
um sem byggjast á að allir í stórum hóp
séu alltaf saman, þar sem fæstir voga sér
út fyrir hótelið hvað þá heldur að borða af
réttum í viðkomandi landi. Fólk í slíkum
ferðum gæti verið hvar sem er og fer svo
í mesta lagi í rútuferðir um nágrennið og
starir stóreygt og hálf óttaslegið á „fram-
andleikann”. Þeir hafa vanist að aðrir sjái
um allt, tíni saman töskur skipti peningun-
um og fari með þá á föstu sömu staðina
þar sem þeir geta helst borðað svipaðan
mat og heima hjá sér og þurfa ekki að ótt-
ast að ráði að fá í magann.
I stuttu máli er að rísa upp nýr ferðalang-
ur, hugmyndaríkari og sjálfstæðari og ver-
aldarvanari. Hann vill ekki aðeins gera
meira, hann vill lifa heilbrigðara lífi í leyfum
sínum, og sjá og skoða með sínum augum
Nýi ferðalangurinn vill ekki endilega vera
aleinn á ferðalögum, heldur í minni hópum.
Og það er líka misskilningur að hann eða
þeir sem leita inn á fáfarnar slóðir, oft ein-
ir síns liðs, séu ofboðslega hugrakkir. Þeir
eru öðru fremur ákaflega gætnir. Það er
innbyggð varfærni í þá og þeir tefla ekki
svo glatt á tvær hættur. Það sem kann að
virðast hugrekki eða jafnvel ofdirfska í
augum þeirra sem enn vilja gamla ferðamát-
ann er einfaldlega árangur af því að ferða-
langurinn hefur unnið sína heimavinnu.
Hann skipuleggur af kostgæfni og af því
hann hefur lesið sér til verður eðlilegur
sveigjanleiki í skipulaginu. Hann er raunsær
og veit hvað hann getur og vill og hversu
langt má ganga.
Þessi ferðalangur flanar ekki út í vitleysu
en skapgerð og almenn afstaða skiptir
máli. Hann er sjálfum sér nógur og bjart-
sýnn að eðlisfari - eða hefur ræktað þá
eiginleika án verulegrar fyrirhafnar. í hans
augum er flaska til dæmis hálffull en ekki
hálftóm. Hann býst ekki alltaf við óhöppum,
svo sem að botnlanginn springi þegar hann
er fjarri heimaslóðum eða hann beinbijóti
sig. Hann veit sem er að líkur á óhöppum
eru ekki meiri á ferðalögum. Hann er ekki
með hugann bundinn við að eitthvað geti
dunið yfir, fyrr en það verður. Þess vegna
er hann heldur ekki kvíðinn og hefur því
enga ástæðu til að „sýna” hugrekki. í hans
augum verður ferð aldrei hversdagsleg
vegna þess að hann er í senn forvitinn og.
fróður og þess vegna kemur honum alltaf
margt á óvart. Hann sér í smáatvikunum
ævintýri og komi þær stundir að hann verði
gripinn leiðindum tekst hann á við það að
kveða þau niður og finnst það spennandi
og verðugt viðfangsefni. ■
Jóhanna Kristjónsdóttir
en ekki gegnum annarra gleraugu. Hann
er ekki ginnkeyptur fyrir tilbúnum ferða-
mannaveislum eða sviðsettum þjóðháttasýn-
ingum. Bæklingar með unaðslegum lýsing-
um á þægindum hótelherbergja, hvað þá
heldur myndir af þúsundum sem liggja í
kös á vinsælustu baðströndinni vekja hroll
hjá honum. En hann er ekki meinlætamað-
ur og vill búa búa vel á ferðum sínum þar
sem það er í boði, ef ekki kærir hann sig
kollóttan.
Hótel Mamounia
Danadrottning
svaf fyrir 150
úús. á Mamounia
í FERÐABLAÐI danska blails-
ins Politiken segir frá því að
Margrét Danadrottning og Hin-
rik prins hafi sofið fyrir um 150
þúsund krónur á því fræga hót-
eli Mamounia í Marrakesh í
Marokkó þegar þau brugðu sér
þangað í heimsókn fyrir
skemmstu. Bjuggu þau hjónin í
einbýlishúsi hótelsins sem er
540 fermetrar að stærð og
höfðu einkasundlaug og stóran
garð til að spássera í.
Tekið er fram að í húsinu séu „
nokkrar rúmgóðar stofur” og þijú
baðherbergi. Þau höfðu sérstakt
starfslið sér til þjónustu og gátu far-
ið um sérstök neðanjarðargöng ef
þau vildu komast inn í aðalbyggingu
hótelsins.
Sauðsvartur almúginn og jafnvel
þeir sem eru sæmilega loðnir um
lófa eiga þó kost á ljómandi viðráðan-
legu herbergjaverði á Mamounia, frá
7.800 kr. fyrir eins manns herbergi
og er það svipað og á Hótel KEA á
Akureyri og upp í tólf þúsund krónur.
Þetta frægasta hótel Afríku verð-
ur kynnt í Ferðablaðinu síðar í vetur.
Nýr flugvöllur
við Aþenu
GRIKKIR eru að hefja byggingu nýs
flugvallar. Hann verður í Spörtu sem
er 25 kílómetra frá Aþenu í austur.
Hjá Taomi helladrottningu í Petra
„VEISTU hvað mig langar mest til? Að börnin mín
læri að lesa. Ég hef aldrei lært að lesa en ég kann
latncsku tölustafina. Það kemur sér vel því stundum
finn ég dýrindis forngripi í fjöllunum og sel þá ferða-
mönnum. Þeir borga mikið. Þeir eru svo ríkir að
þeir biðja ekki einu sinni um afslátt. Það skil ég ekki.
En þeir kunna ábyggilega allir að lesa. Líklega eru
þeir þess vegna svona ríkir.” Taoini hellafrú hrópaði
til barnanna að kveikja undir katlinum. Innan tíðar
bar drengurinn fram te í glösum sem trúlega hafði
gleymst að þvo áður. En teið bragðaðist vel og Taomi
lék við hvern sinn fingur.
■g ÉG var í einum hella Petra í Jórdaníu. Petra er rós-
rauða borgin, jafngömul tímanum að því er einn ferða-
maður lýsti henni. Ég hafði komið frá Amman um
morguninn og eftir að inn í íjallaborgina kom langaði
5 mig að skoða hellana sem virtust örlitlir frá jörðu
^ séð. Khalil leiðsögumaður var öldungis hlessa, liann
■gp vildi sýna mér rústir og hof og súlur og æfa sig í
enskunni sinni. „Ég kann ekki ensku til að segja þér
o frá hellunum.” En lét undan og við príluðum upp.
JJJj ÞEGAR efst kom upp á ægiháan hamarinn var eyði-
mörkin hvert sem litið var utan þar sem nýja
Petra blasti við. Niðri í fjallaborginni innan hamra-
veggjanna sáust örverur og dvergúlfaldar á stjákli. Ég kíkti
inn hellana þó litlir væru um sig báru þeir augljós merki
að búið var í sumum. Khalil sagði að húsráðendur væru
niðri að selja „forngripi” og bjóða ferðamönnum á úlfalda-
bak.
Á LEIÐINNI niður gekk Taomi fram á okkur. Hún var á
leiðina í hellinn sinn. Hún greip í hönd mér og bauð mér
heim. Fyrir framan hann var slétt hella og þar stóð tjald-
ið. Sægur af börnum var að leik, óhrein og sum berröss-
uð. Sjálf var Taomi klædd í snjáðan en skrautlegan síðan
kyrtil. Hún bauð mér að setjast á þunnar sessur og svo
röðuðu börnin sér í kringum hana. Þarna voru kassar, flík-
ur og vaskafat og prímus og fábrotin eldunaráhöld.
TAOMI sagðist eiga mann sem ætti úlfalda og svo áttu
þau öll þessi börn hún mundi ekki töluna. „ Ég kann ekki
almennilega að telja, enda gerir það ekkert fyrst ég kann
tölustafina,” sagði hún hróðug.
DRENGURINN bjó til nýjan uppáhelling og Taomi vildi
vita á mér deili. Hvers vegna var ég að príla í hömrunum?
Og hvers vegna börnin mín væru ekki með mér? Ég reyndi
að útskýra að þau væru komin nokkuð á legg. Hún band-
aði frá sér. Full vandlætingar. „Móðir á aldrei að fara frá
börnunum sínum.”Þar með var það útrætt mál.
ÞAÐ var farið að skyggja þegar við kvöddumst og lögðum
Taomi með tvö af börnunum.
af stað niður. Henni fannst verst það var of áliðið til að
ég gæti hitt manninn hennar og séð þeirra sóma úlfalda.
í kveðjuskyni sýndi hún mér leirkolu og armband og ég
þóttist viss um að hún vildi að ég keypti þetta fyrir gest-
risnina. Óekki. Þetta var gjöf og hún bað mig hugsa til
sín þegar ég bæri armbandið.
VIÐ fórum eyðimerkurveginn til Amman. Það var komið
myrkur og aðeins ljósin á bílnum lýstu leið. Ég steinsofn-
aði ogdreymdi að ég væri að drekka te með Taomi í hamra-
helli Petru. ■
Jóhíuma Kristjónsdóttir