Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991
Saab 9000i - óbreytt útlit á framenda. Morgunbiaðið/Júiíus
SAAB 9000i
Endurbætt útlit
meira af I - lægra verð
ÞAÐ VAR árið 1984 að Saab 9000 var hleypt af stokkum
og stóðu Svíar að því í samvinnu við Fiat og Lancia.
Þessi hlaðbakur hefur verið framleiddur lítið breyttur
síðan, en viðhafnarútgáfan 9000 CD sem jafnframt er
flaggskip Saab, er helzta frávikið.
QS Utlitsteikningin hefur staðizt
JJJ vel tímans tönn; þó var orðið
pM ljóst, að afturendann þyrfti
að endurhanna - og þar hefur
tSX einmitt verið gerð útlitsbreyt-
'ng' Það verður að segjast
S9 hönnuðum Saab til hróss, að
■■J sú breyting er mjög til bóta.
JQ Eins og mörg dæmi mætti
2S nefna um, gengur bíla-
hönnuðum oft ákaflega illa
JJJ að láta annars þokkalegt útlit
OK ganga upp að aftan. Hér
hafa menn hitt naglann á höfuðið,
jafnframt því að hlaðbaksútfærsl-
unni er haldið. Um leið hefur það
gerzt að boðið er uppá nýjan val-
kost: 150 hestafla vél með beinni
innsprautun - og ekki telst það
sízt til tíðinda, að verðið hefur
þrátt fyrir allt lækkað. Vegna þess
að verðið er svo mjög háð rúmtaki
vélar, væri ekki óeðlilegt að Saab
9000i færi í 2,5 milljónir, en hann
kostar með sjálfskiptingu 2.226
þús. kr. I grófum dráttum má
segja, að lúxusklassinn sé frá og
með 2,5 millj. kr., svo það má segja
að þessi bíll jaðri við að vera í
þeim flokki. Eg tel þó ekki rétt
að flokka hann þar og rökstyð það
á eftir. Hitt er svo annað mál, að
Saab 9000i hefur margt sér til
ágætis og hefur verið vanmetinn
hér, af hverju sem það stafar. I
útlendu bílapressunni hefur verið
hlaðið á hann lofi. Til dæmis úr
brezka blaðinu Autocar:
„...fjöðrunin eyðir fagurlega
smærri og stærri ójöfnum án þess
að missa veggripið. Aksturinn er
þægilegur og öruggur, aksturseig-
inleikarnir ljúfir... þetta er bíll sem
ávinnur sér traust". Og þýzka bíla-
blaðið Auto-Zeitung segir svo:
„...mælaborðið, öll stjórntæki, í
stuttu máli, öll innréttingin - er
dæmigerð fyrir Saab og er eins
vönduð í smáatriðum og venju-
lega”.
Yfirleitt er öll hönnun á stóru
og smáu tii fyrirmyndar í Saab
9000. „Andliti” Saab er haldið á
framenda, mælaborðið er bæði vel
formað og gott aflestrar og form-
rænt séð eru sætin í lagi, svo og
útlitið innan á hurðunum. En sumt
gæti staðið til bóta. í bíl sem kost-
ar yfir 2 milljónir og jaðrar við
lúxusklassann, vil ég ekki hafa
plast sem glymur í innan á hurðun-
um. Kannski endist það von úr
viti, en það er sama. Aðal um-
kvörtunarefni mitt er samt, hvað
sætin eru hörð. Þau eru þokkalega
vel formuð, en þessi árátta að
stæla þýzka sætishörku hefur
gengið alltof langt - og raunar eru
Þjóðverjar að breyta þessu. Sætin
í hinum nýja Audi 100 eru mun
mýkri. Annað sem er til óþæginda
er htjúfur gangur vélarinnar í
hægagangi og titringur frá henni,
sem leiðir um of í gegnum sætið
vegna þess hve hart það er. Eg
mæli eindregið með leðurklæðn-
ingu, sem hjá Saab er afar fallega
útfærð og þá með mjúku und-
irlagi, sem gerir sætið miklu þægi-
legra.
Þessi nýja fjögurra strokka, 150
hestafla vél, er hinsvegar alls ekki
hávær í akstri og hún vinnur geysi-
vel. Svo vel að hún ber með prýði
sjálfskiptinguna. Bíllinn er rásfast-
ur og rétt er að vara þá við honum
sem hafa gaman af að spretta úr
spori; hann hvetur mjög hraða sem
ekki samræmist íslenzkum lögum.
Það er gaman að aka honum hratt
og öryggistilfinningin er alltaf fyr-
ir hendi. Ég held að það hljóti að
vera leltun á bíl nálægt þessu verði
- og jafnvel þótt farið væri mun
ofar - sem sameinar slíkt flutnings-
rými og innanrými yfirhöfuð,
ásamt með krafmikilli vél, góðum
aksturseiginleikum og vönduðum
Mikiö innanrými.
Góð hönnun.
Krnftmikil vél.
Góðir aksturseig-
inleikor.
QHörð sæti.
Titringur í
hægagangi.
Afturendinn hefur verið hækk-
aður og formi hans breytt - sú
breyting er öll til bóta.
Stýri og mæla-
borð. Oll hönn-
un og frágang-
ur i háum
gæðaflokki.
frágangi.
Helztu kepinautarnir eru Volvo
940, sem kostar með sjálfskiptingu
2.450 þús., Audi 100 með 2,3 lítra
vél, 150 hestafla, sem kostar með
sjálfskiptingu 2.554 þúsund, og
BMW 520i, einnig með 150 hest-
afla vél, sem kostar með sjálfskipt-
ingu 2.669 þús. kr. Nýr keppinaut-
ur er svo væntanfégur í vor, þegar
Toyota kemur með hinn nýja
Camry. Á svipuðu verði og Saab
9000i er Citroen XM, en Peugeot
605 með sjálfskiptingu er á um
2.100 þús.
Rétt er að taka fram, að inni í
þessu verði á Saab 9000i er hvarfa-
kútur, sem brátt verður skylda að
haí'a. Staðalbúnaðurinn er ríkuleg-
ur. Þar má nefna upphituð fram-
sæti ásamt hæðarstillingu, klukku,
hnakkapúða í aftursætum, raf-
drifnar rúður og spegla, samlæs-
ingu, og álfelgur.
Ódýrasta útfærslan er með 2
lítra vél, 135 hestafla, en nýja
vélin, sem hér um ræðir hefur
fengið aukið rúmtak; hún er 2,3
lítra og búin sérstöku og háþróuðu
kveikjukerfi, sem Saab hefur þró-
að, Saab direct ignition system.
Með túrbínu afkastar þessi vél um
200 hestöflum. Hún stendur til
boða í Saab 9000 turbo, en kostar
sitt; verðið er þá frá 2.587 þús. kr.
I lofsverðri viðleitni sinni að
skaða ekki lífríkið meira en þörf
er á, hefur Saab á boðstólum loft-
kælingu sem ekki notar freon,
skaðvænlegt efni fyrir ósonlagið.
Loftkælingin er aukabúnaður, sem
einnig sér um að halda jöfnum
hita inni í bílnum. Sé kalt úti og
hurð opnuð, fer heitur blástur í
gang til varnar því að kalda loftið
komist inn. Þetta er nokkuð dýr
búnaður, kostar 155 þús. kr. og
ABS-hemlakerfi er einnig auka-
búnaður, sem kostar 145 þús. kr.
Leðursæti kosta aukalega 98 þús-
und.
í fáum orðum sagt er Saab
9000i praktískur bíll fyrir ýmiss-
konai' notkun, geysilega rúmgóð-
ur, kraftmikill og vel teiknaður,
en „karakterinn” er örlítið í gróf-
ari kantinum miðað við ýmsa aðra
bíla á svipuðu verði. ■
Gísli Sigurðsson
Sovétmenn
skulda
mest
STARFSMENN utanríkisþjón-
ustu Sovétríkjanna í Washington-
borg í Bandaríkjunum skulda mest
allra í stöðusektir í borginni. Alls
eiga þeir ógreiddar yfir 65 þúsund
sektir að upphæð rúmlega þijár
milljónir bandaríkjadala sem svarar
til um 180 milljóna króna. Næstir
í röðinni eru starfsmenn utanríkis-
þjónustu Sðmalíu sem skulda tæpa
300 þúsund bandríkjadali. Þá hafa
starfsmenn Vatikansins einnig
fengið sinn skammt af sektum en
þessar tölur tóku borgaryfirvöldin
saman nýverið. ■
21 milljón
bíla í París
UMFERÐARÞUNGINN í París
er að verða sífellt meira áhyggju-
efni. í dag er talið að um 21 milljón
bíla sé á götum borgarinnar á
venjulegum degi. Reiknað er með
að leggja þurfi í 2.500 milljarða
kostnað á næstu 25 árum ef um-
ferðin í borginni á ekki að sigla
algjörlega í strand.
Það sem talið er brýnt að gera
eru mun fleiri göng um alla borgina
og að fjölga hraðbrautum og bæta
helstu leiðir til og frá borginni.
Ráðast á í þessar framkvæmdir á
næstunni og talið brýnt að ljúka
þeim fyrir árið 2015 því þá er talið
að fjöldi bíia á götum Parísar geti
verið orðinn 28 milljónir. ■
Mkhelin í
vandræðum
FRANSKI hjóibarðaframleiðand-
inn Michelin á nú í vandræðum.
Tapið á þessu ári er komið upp í
16 milljarða króna og hefur um 8
þúsund starfsmönnum verið sagt
upp. Gert er ráð fyrir að segja upp
um 16 þúsund starfsmönnum til
viðbótar. Tapið er að mestu tilkom-
ið vegna harðrar verðsamkeppni á
flestum mörkuðum heimsins. ■
GM opnar
verksmióju hjó
Ungverjum
EVRÓPUDEILD GM bílafram-
leiðandans bandaríska hefur ákveð-
ið að leggja alls um 14 milljarða
króna í nýja verksmiðju í Ungverja-
landi. Verður hún ein tæknilega
fullkomnasta verksmiðja fyrirtæk-
isins. Gert er ráð fyrir að þar verði
framleiddir Opel Astra bílar og að
sá fyrsti renni af færibandinu í
mars á næsta ári. ■
Gömul dekk
til Sovét
SOVÉSKIR sjómenn hafa hér-
lendis sem víða annars staðar sóst
eftir að kaupa notaða bíla. I Dan-
mörku hefur verið eftir því tekið
að þar sækjast farmenn frá Sov-
étríkjunum eftir gömlum hjólbörð-
um. Þannig hefur hjólbarðaverk-
smiðja í Vejle losnað við þúsundir
gamalla hjólbarða, sérstaklega þá
sem ganga undir Lada bíla og losn-
að við að greiða 24 þúsund krónur
sem það kostar þá áð láta eyða
bílhlassi af gömlum hjólbörðum.
Sovésku sjómennirnir selja gömlu
barðana heima fyrir 50 rúblur
stykkið ef þeir nota þá ekki sjálfir.