Morgunblaðið - 03.01.1992, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
Árleg bókaverð-
laun bókaútgefenda
eftir Svein Einarsson
Lögmaður að nafni Þorvaldur
Ragnarsson stingur niður penna í
Mbl. fyrir jól í tilefni af greinar-
komi sem ég skrifaði vegna svokall-
aðra „íslenskra bókmenntaverð-
launa“. Þar sem nokkurs misskiln-
ings gætir í skrifum lögmanns, veit-
ir þetta mér kærkomið tilefni til að
árétta þau sjónarmið varðandi um-
rædd verðlaun, sem ég tel eðlilegt
að almenningur átti sig á.
Ég gerði mér auðvitað grein fyr-
ir því, að skensarar myndu grípa
mína fyrri grein fegins hendi; menn
eru ekki vanir því, að svo ærlega
séu viðurkennd mannleg viðbrögð;
það þykir fínna að ala á gremju
sinni lengi og heimullega ellegar
svala metnaði sínum eftir krókaleið-
um valdataflsins. Allt læt ég mér
það í léttu rúmi liggja, þetta var
mín aðferð til að losa mig við
gremju og er hún nú úr sögunni;
hér eftir mun ég virða verðlaun sem
þau eru verð, og er það einmitt það
sem mér skilst að lögmaðurinn sé
að mælast til.
Hvemig bókakom þetta velkist
var hins vegar ekki aðalatriðið, þó
að mér hlypi kapp í kinn vegna
nýrrar fræðigreinar, sem er að
nema hér land; bókmenntasögur
eru margar til, myndlistarsaga, tón-
listarsögu eru menn á launum til
að skrifa, en í leiklistarsögu er ekki
einu sinni kennslustóll. Þessi atvik
urðu hins vegar til að opna augu
mín (og reyndar margra annarra,
góðu heilli). Mátti það hver vel læs
og sanngjarn maður skilja, ef hann
hafði vilja tdl. Það fer enginn óvit-
laus maður að heimta það, að hann
verði efstur í bekknum; hins vegar
höfum við hingað til litið á það sem
æskilegan íslenskan lífsmáta, að
allir ættu nokkum veginn sama
rétt á að fara í skóla. M.ö.o. ef það
hefur enn farið framhjá einhveijum,
þá er hér um þijú stig að ræða,
fyrst leggja bókaútgefendur fram
verk til útnefningar, síðan velur
dómnefnd þau verk, sem útnefnd
em og loks löngu síðar velur svo
(önnur?) dómnefnd verðlaunahafa.
Mín athugasemd var gerð, áður en
dómnefnd hafði útnefnt eina eða
neina bók, enda fjallaði hún. alls
ekki um þær bækur, heldur að það
skuli vera í höndum útgefenda að
ráða því, að sumar bækur em lagð-
ar fram og aðrar ekki.
Lögmanninum okkar hefur því
skotist yfir það sem er kjami máls-
ins: í fyrsta lagi em það bókaútgef-
endur og þeirra geðþótti (eða aura-
leysi), sem ráða því, hvaða bækur
eru sendar dómnefnd. Aðrir en þeir,
sem eru í klúbbi bókaútgefenda,
komast þar ekki að, og mikill hluti
þeirra verka, sem út korTia á hveiju
ári, t.d. þeirra sem gefin em út á
eigin vegum, standa utan við og
koma ekki til álita. Reynslan hefur
sýnt, að bókaútgefendur hyllast
fremur til að gefa þessar rúmar 30
þúsundir sem áskilið er, með þeim
bókum sem við það kunna að fá
aukna sölumöguleika, að verða út-
nefndar, enda er þá útnefningunni
ósgart hampað í auglýsingum.
í öðm lagi: Eftir að bókaútgef-
endur hafa gert sitt val, kemur til
kasta dómnefndanna að standa fyr-
ir sjálfri útnefningunni. Bókaútgef-
endur hljóta sjálflr að skipa um-
ræddar dómnefndir (nema það sé
forseti íslands, sem er þá hálfu
verra). Dómnefndimar hafa semsé
ekki leyfi til þess að velja úr nema
hluta af uppskem ársins; hins vegar
er þeim ætlað að starfa á mjög ein-
kennilegum forsendum og í ógnar
flýti, því að niðurstaða þeirra þarf
að verða gjörð heyrinkunn hálfum
mánuði fyrir jól, jafnvel áður en
allar bækur em út komnar. Hvers
vegna? Ætli það liggi ekki í augum
uppi. Hins vegar kemur svo langt
hlé upp á hálfan annan mánuð áður
Sveinn Einarsson
„Er svo mál að linni af
minni hálfu og verður
ekki fjölyrt meira,
nema því aðeins, að ein-
hverjir taki sig saman
um að skora á forseta
vorn að ljá máli þessu
ekki lið fyrr en bókaút-
gefendur hafa fundið
leiðir til þess að láta
verðlaunin rísa undir
nafni eða ákveði að
koma til dyranna eins
og þeir eru klæddir;
undir slíkt skjal væri
ég fús að krota nafnið
mitt.“
Það hvarflar ekki að mér annað
en okkar ágæti lögmaður sjái á
þessu fyrirkomulagi ákveðna
meinbugi, svo sem fleiri og fleiri
era farnir að sjá.
Ekki dettur mér heldur í hug
annað en bókaútgefendum hafí
gengið gott til, þegar þeir efndu
fyrst til þessara verðlauna og hafa
haldið, að þau myndu hefja veg
bókarinnar í augum almennings.
En þeir eiga líka að vera menn til
að horfast í augu við, að núverandi
fyrirkomulag vekur ekki traust, og
heitið „Hin íslensku bókmennta-
verðlaun" er ekki réttnefni; þorri
fólks lítur á þau sem „prangara-
happdrætti", eins og Helgi Hálfdan-
arson orðaði það í nýlegri blaða-
gréin.
Annaðhvort eiga bókaútgefendur
að taka upp heitið Hin árlegu bóka-
verðlaun bókaútgefenda, og þá geta
þeir haft umrædd verðlaun upp á
þau býti, sem þeir télja smekkleg-
ast eða sér haganlegast; en þá á
líka forseti íslands ekki að koma
nálægt þeim. Hitt er að breyta regl-
unum þannig að verðlaunin auki
ekki veg og virði einstakra sölubóka
á kostnað annarra, heldur bók-
menntanna sem slíkra, og eru til
þess ýmsar leiðir.
Er svo mál að linni af minni
hálfu og verður ekki fjölyrt meira,
nema því aðeins, að einhveijir taki
sig saman um að skora á forseta
vorn að ljá máli þessu ekki lið fyrr
en bókaútgefendur hafa fundið leið-
ir til þess að láta verðlaunin rísa
undir nafni eða ákveði að koma til
dyranna eins og þeir eru klæddir;
undir slíkt skjal væri ég fús að krota
nafnið mitt.
FRÁ HEILSUGÆSLUSTÖÐ KÓPAVOGS
KÓPAVOGSBÚAR
Frá og með 01. janúar 1992 verða símanúmer á símatíma
lækna stöðvarinnar sem hér segir:
Nafn læknis: Sími: Símatími:
BJÖRN GUÐMUNDSSON 642743 Mán. til föstud. 12.00 - 12.30.
EYJÓLFUR Þ. HARALDSSON 642748 Mán., þri. og fös. 15.30 - 16.00 Mið. og fimmtud. 8.15 - 8.45.
GEIR H. ÞORSTEINSSON 642748 Mán. til föstud. 13.30 - 14.00.
GUÐSTEINN ÞENGILSSON 642749 Mán. til föstud. 11.30 - 12.00
KRISTJANA KJARTANSDÓTTIR 642749 Mán. mið. og fim. 9.30 - 10.00. Þri. og föstud. 15.00 - 15.30.
SIGURÐUR INGI SIGURÐSSON 642743 Máfi. til föstud. 14.30 - 15.00.
STEFÁN BJÖRNSSON 642743 Mán. til föstud. 11.00 - 11.30
VÉSTEINN JÓNSSON 642748 M.án. og þriðjud. 13.00 - 13.20 Fim. og föstud. 13.00 - 13.20.
Á öðrum tímum verður samband í gegnum skiptiborð, sími 40400
ATHUGIÐ: Frá og með 1. janúar 1992 breytist opnunartími stöðvarinnar og verður
framvegis frá kl. 8.00 til 17.00 alla virka daga.
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA
RAUTT EÐAL
GINSENG
krefjandi. Þess vegna nota ég
Rautt eðal-ginseng. Þannig
kemst ég í andlegt jafn-
vægi, skerpi athyglina
og eyk úthaldið."
Helgi Ólafsson,
stórmeistari í skák.
- þegar reynir á athygli og þol
Hvert
hylki '
inniheldur
300 mg af
hreinu rauðu
eðal-ginsengi.
VASKUR
OG VAKANDI
en hin eiginlegu verðlaun eru veitt,
og er nú ekki lengur þessi asi; skýr-
ingin augljós, því bóksala mun detta
niður í janúarmánuði.
Heyrðn!
Innritun er hafin
Símar 642535/641333
Kennum alla almenna
samkvæmis- og gömlu dansa.
Kennslustaðir: Kópavogur - Álftanes -
Seltjarnarnes - Tónabær, Reykjavík
Hip Hop
Nýtt 10 vikna nómskeið.
Janúartilboð
2ja mánaða leikfimi - eróbikk -
lOtímaríljós, kr. 5.500,-
Gestakennari skólans
Vernon Kemp
Með dansandi kveðju
Dugný Björk
clunskennuri
DSÍ. Dí.
ICBM
Höfundur er dagskrárstjóri
innlendrar dagskrárgerðar hjá
Sjónvarpinu.
Orðuveit-
ingar á
nýársdag
FORSETI íslands sæmdi á nýárs-
dag, samkvæmt tillöjgu orðu-
nefndar, eftirtalda Islendinga
heiðursmerkjum hinnar íslenzku
fálkaorðu.
Daníel Guðmundsson, fv. odd-
vita og bónda , Hmnamanna-
hreppi, riddarakrossi fyrir störf að
sveitarstjórnarmálum.
Guðmund Benediktsson, ráðu-
neytisstjóra, Reykjavík, stjömu
stórriddara fyrir störf í opinbera
þágu.
Hans Jörgensen, fv. skólastjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf
í þágu aldraðra.
Höskuld Jónsson, forstjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf
að ferðamálum.
Jóhönnu A Steingrímsdóttur,
Arnesi, Aðaldal, riddarakrossi fyrir
störf að félagsmálum.
Jón Olgeirsson, ræðismann,
Grimsby, stórriddarakrossi fyrir
störf í þágu íslands erlendis.
Lovísu Ibsen, sjúkraliða, Súg-
andafirði, riddarakrossi fyrir störf
að heilbrigðismálum.
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóra, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir störf að markaðsmálum
sjávarútvegsins.
Markús Örn Antonsson, borg-
arstjóra, Reykjavík, ariddarakrossi
fyrir störf í opinbera þágu.
Othar Ellingsen, forstjóra,
Reykjavík, stórriddarakrossi fyrir
störf að félags- og verzlunarmálum.
Ragnar Arnalds fv. ráðherra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf
í opinbera þágu.
Sigríði Hagalín, leikara,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir leikl-
ist.
Sigurð Iljaltason, fv. fram-
kvæmdastjóra, Höfn, Hornafirði,
riddarakrossi fyrir störf að sveitar-
stjórnarmálum.