Morgunblaðið - 03.01.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
17
blossar myndatökunnar væru sífellt
framan í honum? Gæti rithöfundur-
inn komið orðum á blað, ef hann
yrði sífellt að standa skil á því, sem
hann er að gera, undirbúa eða
hyggst snúa sér að? Gæti smiðurinn
eða múrarinn eða vélsmiðurinn ann-
ast sín kröfuhörðu störf við slíkar
aðstæður?
Ég dáist oft að alþingismönnum
fyrir að glata ekki algjörlega ró
sinni. En ég harma oft atganginn
og friðleysið, af því að slíkt hlýtur
að koma fram í vinnubrögðum og
draga úr árangri, sem þjóð öll nýt-
ur eða geldur. Jafnvel hefur mér
dottið í hug, þegar mest gengur á,
hvort það væri ekki vænlegri kostur
fyrir þá, sem með vald fara og
ábyrgð bera á framtíð- minni og
þessarar þjóðar, ef þeir fengju meiri
frið, meira næði, yrðu ekki sífellt
að vera að svara spurningum og
gera grein fyrir skoðunum. Að ég
nú tali ekki um, þegar sífellt er
verið að efna til hólmgöngu og etja
„Orðin eru miklu dýrmætari
en svo o g áhrifameiri að
megi fara gáleysislega með“
Prédikun herra Olafs Skúlasonar
biskups í Dómkirkjunni á nýársdag
Guðspjall: Lúkas 2,21
Gleðilegt nýtt ár.
Og ég þakka ekki aðeins þeim,
sem ég hef haft einhver samskipti
við á liðnu ári, heldur öllum. Já,
öllum íslendingum. Þetta eru for-
réttindin við að vera hluti þjóðar,
sem telur ekki milljónir þegna.
Okkur fínnst við vera stór fjöl-
skylda. Þannig er hægt að hugsa
til allra í senn og þakka öllum án
þess að ijöldinn rugli og ólíkar að-
stæður geri samstöðu ómögulega.
Vitum þó vitanlega vel, að mis-
jöfn eru áhrifin, sem við höfum
orðið fyrir frá þessari heild, sem
við köllum ísiendinga. Sumir hafa
lagt fram mikinn og stóran skerf.
Aðrir hafa verið í fjarlægðinni, svo
að vart hafa áhrif þeirra gárað far
okkar. En þeir hafa þá vafalítið
miðlað öðrum og það er því við
upphaf nýs dags á nýju ári hægt
að yfirfæra kveðjur og þakkir, sem
ég tók mér í munn yfír á aila aðra.
Ég fæ þá notið þeirra forréttinda
að færa það í búning máls míns,
sem skírskotar til allra og mælt
hefur verið þeirra í milli, sem flytja
og þiggja sérstakar þakkir. Það
geri ég vitanlega núna líka. Þakka
þeim sérstaklega, sem stærstan
skerf hafa átt í heild ársins, sem
við kvöddum í nótt, og ég hef verið
hluti af með þeim. Þetta hefur ver-
ið árið okkar allra, alira íslendinga
og allra manna. En það er líka sér-
eign mín og þeirra, sem ég hef
verið í mestri nánd við.
En hve djúpt rista þakkir? Og
hve lengi varir brosið, sem kann í
nótt að hafa verið feimnislegt, jafn-
vel hikandi og ekki alveg vitað,
hvemig túlka skyldi. Eða dettur
nokkrum í hug í alvöru, að allir
hafí fundið til sömu hughrifa þakk-
ar og túlkunar í orðum, þegar rétt
var hendi eða boðin kinn við klukku-
slátt á miðnætti? Það er auðveldara
að láta heild ráða hughrifum, þegar
þakkað er fyrir mánuðina tólf, held-
ur en það er að láta þá einstakl-
inga, sem næst hafa staðið njóta
sérstöðu sinnar umfram heildina.
Þá yfírfærist hið almenna yfir á
einstaklinga eða öfugt, svo að hið
sérstæða spannar hið almenna. Og
hvemig kemur það út og hvernig
gerum við upp þær sakir? Eða til
að halda áfram, svo sem upp var
lagt, hvemig gerðum við upp þær
sakir — í nótt?
Mér hafa tjáð misánægðir versl-
unarmenn, að annríki daganna fyr-
ir jól geti valdið úrslitum um af-
komu fyrirtækisins, þegar árið allt
er gert upp. Þetta er þáttur jóla í
afkomu og horfum. En þessir sömu
menn herma líka, að annríkið milli
jóla og nýárs sé einnig mikið, enda
þótt af öðrum toga sé spunnið.
Fyrir jól er verið að kaupa og máta
og velja. Eftir jól er glampi og
spenna í huga. í það minnsta þeirra,
sem hafa ekki látið andann hverfa
í gjörningum vanans, tíðarandans,
og velja gjafír af innri þörf og sem
möguleika til þess að gleðja og
kveikja bros. Og hafa ekki farið
með nokkurri ólund út á stræti og
torg og yfírbyggðar miðstöðvar til
þess að uppfylla kvöð, sem þeim
er ami að, en telja engu að síður,
að sér sé skylt að verða við. Þær
gjafir hef ég aldrei getað skilið eða
réttara þá hugsun, sem er að baki
gjöf, sem rétt er fram af þannig
kvöð. Og ég reyni ævinlega að snúa
mér undan sjónvarpsskermi, ef á
honum birtist ergilegur- leitandi
jólagjafar og fjargi/iðrast yfír ánauð
og kvöðum. Og sjáist slíkur í blað-
inu, sem ég er að lesa, er ég fljótur
að fletta og leita annars. Að gefa
með ólund er eins og að setja upp
hanska þegar heilsað er til að forð-
ast snertingu. Að leita gjafar með
gleði og láta hana túlka hið sama
— og gæta að takmörkunum í fjár-
hag — er að snerta í anda hans,
sem sungið var um við fæðingu og
síðan gekk um og gjörði gott, eins
og guðspjallamaðurinn dregur sam-
an í stuttri lýsingu á lífsferli hans,
sem er frelsari manna.
En þrátt fyrir val með vandvirkni
og afhendingu í gleðibrosi, getur
verið nauðsynlegt að skipta. Ég
þurfti þess, þegar umbúðir brott
‘ teknar leiddu hinn sama hlut í ijós
í tveimur pökkum, já, jafnvel þrem-
ur. Og skilningur þess, sem seldi,
var til staðar, svo að ég gat valið
annað í þess stað, sem þegið hafði
verið. Og breytti engu um gjöf eða
þakklæti í huga vegna þess, sem
vildi gleðja mig.
Það er gott að geta skipt. Gjöfum
getum við skipt og þegið aðrar í
staðinn, jafngóðar og jafnsannar í
túlkun hins góða anda. En hversu
margir litu í ásjónu þeirra, sem
næst stóðu í nótt og hefðu gjaman
viljað breyta nokkru, þegar litið var
til baka til annarra andartaka og
jafnvel annarra daga og stunda?
Skyldu þeir ekki vera býsna marg-
ir, sem vildu endurheimta orð, sem
kannski túlkuðu vel á þeirri stundu,
en voru þó heidur beitt, þegar séð
var, hver áhrifín urðu? Eða skyldi
ég vera einn um það að vilja gjam-
an hafa til þess möguleika að láta
sum verk liggja við götu óunnin en
önnur með öðmm hætti, þegar litið
er til baka til liðins árs, þess sem
aldrei kemur til baka? Nei, ég veit
mig ekki einan með þá löngun að
geta breytt og fært til annars veg-
ar. En getum við það, eftir að hið
liðna tilheyrir sögunni í skauti ald-
anna?
Ég hef að vísu lesið bækur, sem
eiga að túlka viðburði, sem ég hef
verið hluti af og þekki þó ekki það
sem lýst er. Það heitir víst skálda-
leyfí. En skelfíng kemur mér það
þó einkennilega fyrir sjónir. Ég hef
líka heyrt flutta í töluðum orðum
lýsingu, sem hvergi hefur verið fót-
ur fyrir og jafnvel vitað orð lögð
mér og öðmm í munn, sem aldrei
hafa verið mælt. Þetta heitir víst
ekki skáldaleyfi og á þó fyrirmynd
í Gróu gömlu. Lifír hún enn lífí sínu,
og forðast ég að kalla það gott líf,
af því að biturleiki þess, sem litar
viðburði með þessum hætti eða
semur frá rótum, hlýtur að skemma
sálina.
Nei, dögum fáum við ekki breytt,
né heldur kallað orð til baka eða
lýsingar, sem frá okkur hafa mnnið
og lifa þá sínu sjálfstæða lífí í end-
urflutningi og alls kyns viðbótum.
Við fáum ekki skipt þessu eins og
gjöfum frá aðfangadagskveldi, því
er nú miður. Þess vegna vex undran
mín með ámm og aukinni reynslu
á því, hversu gáleysislega er farið
með orð og hve fáránlegt framferð-
ið er oft í túlkun á skoðunum og í
málflutningi.
Þetta leitar títt á hugann, þegar
horft er hér yfír götu úr forkirkju
Dómkirkjunnar á hið virðulega hús,
sem hýsir Alþingi og á sér meiri
sögu en flest annað, sem við höfum
tekið í arf og enn njótum. Viður-
kennd er krafa á fjölmiðlaöld, að
allir hafí rétt til að vita og fylgjast
með. Ekki síst þegar um þá er fjall-
að, sem meim ráða en aðrir og það
er áformað, sem alla eða flesta hlýt-
ur að skipta miklu.
En hjá mér hefur títt vaknað sú
spurning, hversu margir kærðu sig
um það, að vinnustaður þeirra væri
eins höfuðsetinn og er Alþingishús-
ið hér í næstu grennd Dómkirkju
við Austurvöll? Gæti kaupmaðurinn
unnið, ef suð myndavélarinnar og
4 vinningar á kr. 5.000.000, 6 vinnij g a r á k r. 1 0.000.000,
mönnum saman í leit ágreinings-
efna. Hvernig væri að hugsa sér,
að fjölmiðlahetjurnar fengju aðeins
aðgang að vinnustað alþingismanna
á sérstökum dögum? Og ég held
að virðing þeirra yxi frekar í réttu
hlutfalli við frið þeirra að sinna
stjórnar- og löggjafarstörfum, held-
ur en hitt. Og má þá vel rifja upp
orðtækið um ljúfan, sem verður
leiður við lengri dvöl og þá á hlið-
stæðu í tíðum vitjunum.
Hefur mér fundist slíkt ekki fjarri
lagi við sífelld viðtöl í sjónvarpi við
sömu mennina og greinargerðir í
blöðum með tilheyrandi myndum.
Veit ég fyrir víst, að ekki yrðu af-
köst mikil á biskupsstofu, ef við
yrðum að sætta okkur við hið sama
og alþingismenn. Og erum við þó
yfirleitt sammála í sömu fylkingu
með sameiginlegt markmið fyrir
augum, hvað þá við skiptumst í
flokka og í meirihluta og minni-
hluta.
Orðin eru miklu dýrmætari en
svo og áhrifameiri, að megi fara
gáleysislega með. Orðin eru eins
og verkin og hljóta að standa eða
fyrnast, hljóta að byggja upp eða
rífa niður. Getum við sjálfsagt einna
best skiiið hlut þeirra í lífi, ef við
húgsum okkur einhvetja stund, eða
jafnvel dag án orða. Að ekki sé nú
talað um ævi alla.
Og árið, sem við höfum kvatt,
var merkilegt ár, slíkra viðburða,
að greinahöfundar og dálkasmiðir
hljóta sérútgáfur miðla sinna til
þess að gera því öllu skil. Margt
þessara þátta hefur haft á sér já-
kvætt yfirbragð og höfðar til feg-
urðar og heilla, en því miður hefur
alltof margt mátt rekja til þess, sem
spillir, eyðir og tærir. Og eru þá
ekki aðeins orðin ein að verki, held-
ur sjáum við afleiðingar þess, þegar
grimmd túlkar í verki, það sem orð
flytja, í sundurtættum húsum,
eyddum mannvirkjum og hræddum
ásjónum barna sem fullorðinna, er
alls ekki geta skilið, hvaða örlög
þeim eru búin og af hvaða toga
spunnin hafa verið.
Eitt úr hópi hins ömurlega og
ljóta hefur verið gíslatakan og ein-
angrun fanga við slíkar aðstæður,
að vart er hægt að hugsa sér mann
gera öðrum slíkt. Og þó var það
og þó er það. Og enn virðast þeir,
sem slíkt hafa stundað ekki finna
til annars en algjörrar réttlætingar
verka sinna vegna þess málstaðar,
sem þeir telja sig vinna gagn með
slíku atferli. Þar sjáum við orðin,
hörð og grimm og tærandi yfirfærð
til þess raunvemleika, sem oft er
dulinn að baki þeirra, þegar mælt
em af gáleysi eða heift andartaks-
ins, öfund eða illvilja, nema allt
fari saman.
En ég staðnæmdist við lýsingu
þeirra viðburða, sem gerst höfðu í
veröldinni þá tvö þúsund fjögur
hundruð fímmtíu og fímm daga,
sem Terry Anderson hafði verið í
haldi manna, sem hættu að láta orð
duga en gripu til verka, sem orð
höfðu fyrr túlkað. Ekki rifja ég upp
þessa atburði hinna tæplega fjögur
þúsund og fímm hundmð daga og
em svo margir, að hver og einn
hlýtur að freistast til að hverfa sjálf-
ur jafnlangan spöl eigin ævi til
baka til samanburðar. Og mun þá
fyrst ljúkast upp gátt til þessara
hörmunga, písla og örvæntingar.
En það er eitt, sem mig langar
til að minnast á frá þessum tíma
og Terry Anderson segir sjálfur,
að hafí verið hvað mesta áfallið.
Þetta gerðist á jólum 1986. Já, á
jólum 1986. Hvar varst þú þá?
Hvað höfðumst við þá að? Minn-
umst við þeirrar hátíðar sérstak-
lega? Jól 1986. Og efast ég um,
þótt spurt hafi, að margir geti kall-
að þau fram án nánari athugunar.
En Terry Anderson segist þá hafa
kynnst svörtustu örvæntingu og
ömurlegustu löngun til uppgjafar.
Af hveiju? Hann var sjálfur í ein-
angrun, en gat þó séð aðra fanga
þijá. Hann hafði lært merkjamál í
gagnfræðaskóla sem var byggt á
einfaldri notkun stafrófsins. Þetta
hafði hann kennt samföngum sínum
og þannig gátu þeir „talað“ saman.
Hann miðlaði þeim, sem næstur
var, hugsunum sínum á þessu
merkjamáii og naut hins sama. Tók
síðan ofan gleraugun, en án þeirra
gat hann naumst nokkuð greint —
missti þau og braut. Þannig lokað-
ist honum leið orðanna og einangr-
unin varð enn meir yfírþyrmandi.
Ekkert merki náði til hans, ekki
eitt orð, sem stafað varð, svo að
hann skildi. Jólin 1986 urðu ömur-
legasti tími daganna allra, 2455,
af því að þá bárust engin orð, ekk-
ert sagt, ekkert orð numið, engin
orð í einangrun ömurleikans.
Ég mæli orð. Þið heyrið, sem hér
sitjið í Dómkirkju á nýársmorgni
eða látið útvarp bera ykkur. Og er
líður á dag verða orðin enn fleiri,
óteljandi eins og bamið segir. Og
hversu mörgu orð eru það ekki, sem
við höfum mælt á árinu öllu, sem
við kvöddum í gær, að ekki sé nú
talað um 8 ár eða 10. Hversu mörg
þeirra og þá líka túlkuð í athöfn,
vildum við geta kvatt til baka, svo
ómælt væru og ekki unnin að held-
ur? í flýti mælt, í andartaki óvild-
ar, öfundar, heiftar? Kallað til baka
eða skipt eins og jólagjöfum.
Guð mælti orð. Fyrir orð hans
varð heimurinn til. Fyrir orð hans
varð allt til. Hann kallaði til túlk-
endur vilja síns og þeir sögðu frá
honum og útskýrðu eftir því sem
nokkur maður fær nálgast hinn
heilaga og ætlast til að skiljanlegt
sé eða skýranlegt. Og spámenn litu
til baka til upphafs og þeir litu líka
fram á leiðina. Rétt eins og við
gerum öll við áramót. En Guð lét
sér ekki nægja að mæla orð, jafn-
vel þótt þau fengju raunveruleika
í sköpun og túlkunum útvalinna.
Hann lét orð sitt frá raunvemleika
holds og verða maður. Þannig sté
Guð á foldu og sýndi sig í þeim
raunvemleika, sem við teljum yfír-
leitt einan vera sannan, svo skilinn
sé og svo mikinn, að ekki verði
véfengdur. Og þessa atburðar
minntumst við fyrir viku. Ekki að-
eins með gjöfum, þótt rekja megi
til fæðingar, til holdtekju orðsins,
heldur með þökk þess, sem veit að
hann hefur þegið gjöf, sem ekki
þarf að skipta, já, ekki er hægt að
skipta, af því engin önnur getur
komið í hennar stað, ekki einu sinni
nálgast hana.
Þögnin var rofín á fyrsta degi
sköpunar og sól skein og tungl lýsti.
Þögnin var rofín á hinum síðasta
degi og maður gekk fram, bæði
karl og kona. Þögn tómsins var
rofín, eða skyldi ég færa nær raun-
veruleika okkar og segja máttur
hávaðans, ringulreiðarinnar, ógn-
anna var rofínn, og Frelsari manna
steig á foldu. í dag á fyrsta degi
ársins segir kirkjan þér nafn hans.
Ekki aðeins til þess að muna, held-
ur til að nefna, þegar mikið liggur
við. Til þess að ijúfa einangrun
fangans og gleymsku hins önnum
kafna,. til þess að vera áminning
þeim, sem láta orð vaða í flaumi
andartaksins og hirða engu, hvort
heldur særa og meiða eða jafnvel
eyða. Og þetta orð, sem varð hold
og við minnumst og þágum gleði
fyrir á jólum, fékk nafnið Jesús og
var valið af engli til staðfestingar
á samstöðu himna og jarðar við
komu hans. Drottinn frelsar, segir
nafnið, og það sagði hann ævinlega
sjálfur. Sagði ekki aðeins með orð-
um, heldur sýndi og sannaði um
leið. Rétt eins og öll orð þurfa að
geta gert. Án raunvemleika að
undirstöðu verða orð hans aðeins
hávaði, þegar skást lætur.
Jesús — Drottinn — frelsar. Hann
einn er þess umkominn að leyfa þér
að kalla það til baka, sem þú getur
ekki fyijrgefið sjálfum þér. Og með
því að þiggja fyrirgefningu hans,
af því að það, sem einum er gert
af systkinum hans, er honum sjálf-
um gert, þá getur þú horft mót
framtíð betri tækifæra. Og er það
ekki einmitt von áramóta? Drottinn
frelsar. Þig og mig frá orðum, hvort
heldur aðeins mælt em eða fínna
stað í framkvæmd. Drottinn frels-
ar, og hann einn, veröld sína frá
hatri, eyðingu og tjóni. Drottinn
frelsar frá tilgangsleysi hávaða og
orðaflaums til raunveruleika trúar
og lífs í kærleika og varðar þannig
veg til eilífðar.
Þess vegna hvetur kirkjan þig
og alla íslendinga, já, öll börn þess-
arar jarðar, til þess að snúa sér til
hans og þiggja orðið, sem varð
hold og heitir Jesús, í þeirri trúar-
vissu, að Drottinn frelsar, og hann
einn. Lútum honum og þjónum hon-
um og veljum svo orð, er leiða til
athafna, að honum sé samboðið.
Þá verður 1992 ekki eins dökkt og
margir spá. Þá verður það gott ár,
af því að það er árið, sem Drottinn
blessar. Drottinn blessar þig og
kallar til þjónustu við hið góða, við
sig vegna sköpunar og gjafar frels-
ara.
Gleðilegt ár í nafni hans, sem
heitir Jesús og er frelsari manna.
Gleðilegt ár, þar sem aðgæsla er
iðkuð og orð valin af varkárni.
Gleðilegt ár Drottins, árið 1992.
Númer
sem ganga
íarf
Ef þú ætlar að spila í happdrætti skaltu spila
til vinnmgsl
Þeir sem spila til vinnings kaupa ekki miða f
hvaða happdrætti sem er. Þeir spila í happdrætt-
inu þar sem vinningshlutfallið er hæst. Þannig
hefur fjöldi íslendinga fengið væna vinninga og
lagt grunninn að nýju og betra lífi.
Sumir miðar í Happdrætti Háskóla íslands
reynast'sannkallaðir happagripir — og ekki aðeins
upphaflegu eigendunum. Þeir fylgja ættum, mann
fram af manni, og fyrr en vonum varir eru afkom-
endur hins upphaflega kaupanda farnir að njóta
arfs síns.
HAPPDRÆTTI
HASKOLA islands
vænlegast til vinnings
.250.000, 224 vinningar á kr. 250.000. 266 vin ningar á kr. 375.000.