Morgunblaðið - 03.01.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.01.1992, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992 Áslaug Friðbjörns- dóttir - Minning Fædd 1. október 1913 Dáin 23. desember 1991 Hún amma hún er mamma hennar mömmu. Og mamma er það besta sem ég á. Gaman væri að gieðja hana ömmu,, og gleðibros á vanga hennar qá. I rökkrinu hún segir mér þá sögu og svæfir mig er dimma tekur nótt. Hún syngur við mig sálmaljóðin fögur þá sofna ég svo sætt og vært og rótt. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti á Kjalamesi.) Þetta fallega erindi kenndi Ás- laug mér fyrir um það bil 46 árum síðan og þá var ég aðeins 4 ára gömul. Óll þessi ár höfum við Ás- laug verið vinir. Og mikið og margt hefur hún gert fyrir mig um ævina. Allar þær björtu <og góðu minning- ar sem ég á um Áslaugu og henn- ar góðu fjölskyldu verða mér alla tíð ógleymanlegar. Og eftir andlát hennar finn ég virkilega hvað ég er rík að hafa fengið að kynnast þessu góða fólki. Áslaug var fædd 1. október 1913 á Flugu í Breiðdal. 7 ára gömul flyst hún að Vík í Fáskrúðs- firði. Alla sína ævi þótti henni mjög vænt um þá sveit enda fóru þau hjón eins oft austur og þau gátu. Ung stúlka ræður hún sig sem vinnukonu í London í Vest- mannaeyjum. Þar bjuggu hjónin Magnús ísleifsson og Magnúsína Guðmundsdóttir. Hún og sonurinn á heimilinu litu hvort annað hýru auga. Þau gengu í hjónaband 1941 og eignuðust þijár mannvænlegar dætur þær eru: Eygló, fædd 1939, gift Hreiðari Georgssyni. Eiga þau þrjú börn. Maggý, fædd 1942, gift Agli Egilssyni, þau eiga einn son og Guðný, fædd 1947, gift Erlendi Steingrímssyni. Eiga þau 4 böm. Bamabarnabömin era tvö, Hreiðar Geþr og Eygló Anna. Áslaug unni fjölskyldu sinni. Missir og sorg þeirra er mikil. En ég veit og trúi því að sjálfur Guð hjálpar þeim að komast yfir þá sorg. Þegar ég lít til baka finnst mér eins og Áslaug hafí haft augu og eyru allstaðar. Hún hjálpaði svo mörgum. Hún var svo góð kona að ég er viss um að hún hefur aldr- ei gert flugu mein. Pabbi minn var oft og lengi úti á sjó. Mamma mín var sjúklingur og mjög oft voru erfiðleikar á mínu heimili. Ef ég hefði ekki haft at- hvarf hjá Áslaugu og Guðmundi veit ég ekki hvernig ég hefði farið að. Ég, óþekk smástelpa, var vel- komin á þetta heimili þó þar væru gestir og stundum næturgestir. Alltaf var til rúm fyrir mig. Orða- laust búið um það fyrir mig eða lagt á borð. Oft vora leikir gáska- fullir og hávaði, en aldrei skamm- aði Áslaug fyrir það. Alltaf sama róin og friðurinn og talað við pkk- ur í lágum tón. 14 ára gömul fóru ég og Eygló 15 ára með þeim með Esjunni til Vestmannaeyja á þjóð- hátíðina. Ég var sjóveik. Það var haldið um ennið á mér og þeim hughreystingarorðum, sem voru sögð, gleymi ég ekki. Traustið sem þau sýndu okkur að leyfa okkur tveim stelpum að fara á þjóðhátíð. Mamma mín,' sem lést fyrir rúmu ári síðan gaf mér handavinnu til að sauma á stól, sem ég erfði eftir móðurömmu mína. Byijaði ég af fullum krafti en hætti. Áslaug kom þá til skjalanna af sínum al- kunna myndarskap og lauk verk- inu fyrir mig. Fyrir andlát sitt lét hún kaupa jólagjöf handa mér. Þá var hún orðin sársjúk. Hún bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hún fann oft til en vildi ekki leggja byrðar sína á aðra. Ég held að við höfum ekki gert okkur grein fyrir því hve hún leið mikið. Ég sat við dánarbeð hennar síðustu sólar- hringana sem hún lifði. Ég er svo sæl og þakklát Guði að hafa feng- ið að launa henni lítillega allt sem hún gerði fyrir mig. Elsku Guðmundur minn, ég á þér líka svo mikið að þakka fyrir öll þín elskulegheit. Það er alltaf sárt að missa. Megi góður guð styrkja ykkur öll. Blessuð sé minn- ing elsku Áslaugar. Hvíli hún í friði. Elsa Thorlacius Núna er hún amma okkar farin. Hún skilur eftir sig stórt skarð hjá okkur, en nú er hún í góðum hönd- um ástvina hjá guði. Hún barðist fyrir tilverarétti sínum, en við vit- um að henni líður betur nú en síð- ustu dagana á meðal okkar. Amma var þannig að hún fann mikið til með öðram en kvartaði aldrei sjálf undan lasleika sínum. Það var allt- af eins að koma til ömmu og afa, hlýleg móttaka og alltaf eitthvað á boðstólum. Amma var mjög pólitísk kona og hafði ákveðnar skoðanir sem hún vék aldrei frá, en við vorum ekki alltaf sammála henni þar, oft vora fjörugar umræður en alltaf í mestu vinsemd. Fjölskylda hennar var henni allt og heimilið öllum opið enda leituðu þangað margir. Þau stuttu en góðu kynni, sem bamabarnabörnin áttu með ömmu, kalla fram spurningar, svörin skilja þau ekki, en minningin um ömmu færir þeim svörin seinna. Aldrei gat maður ímyndað sér jól án ömmu, þess vegna finnst okkur þessi jól öðravísi, en í huga okkar og hjarta er hún alltaf hjá okkur. Þessi jól og áramót vora mikil tilhlökkun fyrir ömmu, afa og okk- ur hin, því þau ætluðu að fagna 50 ára brúðkaupsafmæli sínu sam- an á gamlárskvöld. Góði guð, gefðu afa og okkur öllum styrk á þessari erfiðu stundu því missirinn er mikill og skarðið er stórt. Guðmundur Sævar, Áslaug og Ólafía. Það var í byijun undirbúnings ljóss og friðar sem okkur var til- kynnt að Áslaug amma, eins og við ætíð kölluðum hana, gengi með ólæknandi sjúkdóm. Allur jó- laundirbúningur féll í skuggann svo og annað óþarfa glingur var ekki lengur nauðsyn. Ekki er hægt að segja annað en að amma, þessi blíða og hóg- væra kona, hafí verið sannkölluð hetja því aldrei heyrðum við hana kvarta. Þremur vikum síðar, að kvöldi Þorláksmessu, lést hún. Margar og góðar eru minning- arnar sem koma upp í hugann á þessari stundu sem ekki verður fyllilega lýst. Alltaf þótti okkur barnabömun- um gaman að koma til ömmu og afa á Öldugötuna, þar sem hrein- gerningarilmurinn kom á móti okk- ur og fullmett fórum við þaðan út því húsmóðir var hún mikil. Fyrir rúmum þremur áram fluttu afí og amma á Krókahraun í Hafnarfirði og var þar alltaf jafn notalegt að koma. Gullbrúðkaup hefðu þau hjónin átt á gamlársdag .ef hún hefði lifað. Amma hafði mikinn áhuga á alls konar hannyrðum og var það ekki sjaldan sem við sáum hana með pijónana í höndunum, að pijóna vettlinga og sokka á okkur barnabörnin, þó aðallega í seinni tíð á yngsta bamabarnið og bama- barnabömin tvö. Greiðvikin var hún og alltaf boðin og búin til þess að hjálpa öðrum. Við minnumst þess þegar við voram lítil að amma las fyrir okk- ur sögur og kenndi okkur bænir. Finnst okkur vel við hæfí að enda á bæn sem minnir okkur á hana og dregur fram ljúfar æskuminn- ingar. Við biðjum góðan guð að vernda og styrkja elsku afa því niissir hans er mikill. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Úr „Sálmabók íslensku kirkjunnar nr. 513. Höf. ókunnur.) Ingibjörg, Steingrímur, Henrik, Sturla og Ásgeir. Aðventan vill því miður oft á tíðum einkennast af stressi og kapphlaupi við tímann fyrir hina heilögu jólahátíð. En þegar veikindi og dauði eru í nálægð stöldram við við og spurningar um lífíð og tilgang þess vakna. í lok aðventunnar kveður okkur frænka og kær vinkona, heimasætan frá Vík í Fáskrúðsfirði. Áslaug Ingi- björg bar nöfn beggja mæðra for- eldra sinna. Hún var elst af 9 börn- um hjónanna Guðnýjar Guðjóns- dóttur húsfreyju og Friðbjörns Þorsteinssonar bónda í Vík á Fá- skrúðsfirði og jafnframt eina dótt- ir þeirra. Snemma komu eiginleik- ar eins og góðmennska, hlýhugur og tryggð fram í fari Áslaugar. Foreldrum sínum var hún hjálpsöm og góð og fyrir bræðrum sínum og fjölskyldum þeirra bar hún mikla væntumþykju og virðingu sem þeir endurguldu henni. 31. desember 1941 giftist Ás- laug Guðmundi Magnússyni frá Vestmannaeyjum, miklum öðlings- manni og góðum dreng. Eru því um þessar mundir liðin 50 ár sem þau áttu saman í farsælu hjóna- bandi. Þegar Áslaug og Guðmund- ur giftu sig helgaði Áslaug sig heimilinu sem stækkaði er tímar liðu. Eignuðust þau hjón 3 dætur, miklar myndarkonur. Þær era: Eygló gift Jóel Hreiðari Georgs- syni, Maggý gift Agli Egilssyni og Guðný gift Erlendi Steingrímssyni. Afkomendur Áslaugar og Guðmundar eru myndarfólk sem þau hjón hafa verið hreykin af. Þegar Áslaug og Guðmundur stofna heimili í Reykjavík, sem lengst af var á Öldugötu 59, varð heimili þeirra einskonar miðstöð ættmenna að austan og frá eyjum og höfum við heyrt sögurnar frá fyrri áram þar sem gleðin ríkti og margt skondið bar á góma. Einnig kom það oftar en einu sinni fyrir að þau hjón hikuðu ekki við að ganga úr rúmi sínu og gefa mat ef það gat hjálpað ættmennum og vinum á erfiðum sþundum. Eins og áður er getið var Áslaug hjálpleg foreldram sínum og fór hún oft austur á Fáskrúðsfjörð til að létta undir við störfin, bæði úti og inni. Þegar dætur hennar uxu úr grasi fóra þær austur í sveit á sumrin og var öll fjölskyldan oft að störfum þar. í Vík var gott að vera og voru afa og ömmubörnin velkomin þangað eins og fram hefur komið í aldarminningu þeirra heiðurshjóna Guðnýjar og Frið- björns í Morgunblaðinu 7. desemb- er sl. Lítill bróðursonur Áslaugar fór líka í sveit í Vík á Fáskrúðsfirði og vora samgöngur þá ekki eins góðar og í dag og var drengnum því fylgt í sveitina, sem var nú meira en að leiða út í rútu. Ferðin í sveitina var farin með Esjunni og tók dijúgan tíma. Drengnum fylgdi Áslaug þau ár er hann fór austur og tók drengurinn ástfóstri við frænku sína, sem aldrei hefur borið skugga á. Drengurinn varð að fullorðnum manni sem eignaðist sína fjölskyldu sem hefur ætíð borið virðingu og hlýhug til fræn- kunnar kæra. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (V. Briem) Elsku Guðmundur, Eygló, Maggý, Guðný og fjölskyldur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Áslaugar Ingi- bjargar Friðbjörnsdóttur. Vala, Friðbjörn og dætur. BREFABINDI OG MOPPUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.