Morgunblaðið - 03.01.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
21
Sigrún Torfadóttir
Kajioka - Minning
Fædd 23. október 1938
Dáin 21. desember 1991
í dag er jóladagur. Á þeim degi
hrannast minningarnar alltaf að
mér. Þar ber nú hæst minninguna
um litla telpu sem yngri systir
mín, Sigrún, kom með inn á heim-
ili okkar á fimmta áratugnum.
Þessi telpa hét líka Sigrún og varð
brátt heimagangur hjá okkur og
hvers manns hugljúfi. Annað var
ekki hægt. í þessari telpu bjó ekk-
ert nema gott.
Enginn félagi okkar systkin-
anna hefur orðið slíkur vinur for-
eldra okkar sem Sigrún. Pabbi
heyrði illa og ef til vill varð það
til þess að hann og Sigrún, sem
var lítilsháttar heyrnarskert, náðu
svo vel saman. Samræður þeirra
urðu miklar og ríkulegar. Ekki var
laust við að Sigrún systir mín yrði
afbrýðisöm yfir því afhaldi er
pabbi hennar hafði á vinkonunni.
En það var fleira er tengdi þau.
Pabbi var sílesandi og hjá Sigrúnu
þróaðist með aldrinum áhugi á
bókum og gengu umræður þeirra
mikið út á slíkt.
Hvað varðaði móður mína held
ég að hún hafi litið á Sigrúnu sem
eina af okkur systkinunum. Þar
kom ekki síst til framkoma Sigrún-
ar við annan heimagang, Onnu,
bróðurdóttur mömmu, sem var
þroskaheft. Önnu var komið í bekk
í Austurbæjarskólanum með Sig-
rúnunum og urðu þær sverð henn-
ar og skjöldur hvar sem hún fór.
í þá daga var ekki auðvelt að
koma börnum, sem ekki voru eins
og önnur börn í skóla. Það þurfti
mikið harðfylgi foreldra til þess
og ekkert sérstakt var gert fyrir
þessi börn. Nú er það lögboðið að
öll börn skuli hljóta kennslu við
sitt hæfi, þó að enn þurfi foreldrar
að vera fylgnir sér til þess að
sækja þann rétt. Eitt er það þó
sem ekki er hægt að lögbjóða en
það er framkoma annarra barna
við þá sem eru afbrigðilegir. Þar
verður enn að treysta á það góða
í mannssálinni og af því var nóg
hjá Sigrúnunum.
Viljum við systkinin nú við ævi-
lok Sigrúnar Torfadóttur þakka
henni fyrir allan þann stuðning
er hún veitti Önnu og veit ég að
við mælum þar fyrir munn geng-
inna foreldra hennar og okkar.
Á sjöunda áratugnum skildu
leiðir en þá giftist Sigrún Dr. Ro-
bert Kajioka og fluttist til Kanada.
Hún kom þó alltaf til okkar er hún
kom í heimsókn til gamla landsins
og síðast hitti ég hana á þessu
ári hjá Sigrúnu systur minni. Þá
var hún jafn giöð og létt í lund
eins og henni var eiginlegt og hún
hlakkaði til að koma aftur í heim-
sókn næsta ár. í síðustu viku fyr-
ir jól frétti ég að hún væri haldin
banvænum sjúkdómi og 22. des-
ember barst mér fregn um lát
hennar.
Sigrún var fönguleg stúlka, fal-
leg á vöxt og mikill persónuíeiki,
augun brún og sterk undir miklum
brúnum, hárið brúnt og liðað og
jafnvel hrokkið á tímabili og ég
gleymi aldrei fallega og einlæga
brosinu hennar.
Sigrún var fædd á ísafirði 23.
október 1938. Hún var af sterkum
stofni, dóttir hjónanna Torfa
Hjartarsonar fynyerandi tollstjóra
í Reykjavík og Önnu Jónsdóttur
konu hans, sem bæði eru mjög
eftirminnileg. Þau syrgja nú dóttur
sína ásamt eiginmanni Sigrúnar,
Dr. Robert Kajioka, dætrunum
Höllu, Rosemary og Kathleen og
systkinum hennar, Hirti, Ragn-
heiði og Helgu Sóleyju.
Öllu þessu fólki og öðrum vand-
amönnum Sigrúnar færum við
systkinin Sigvaldabörn, sum enn
á Snorrabrautinni, okkar dýpstu
samúð.
Hrefna Sigvaldadóttir
SIMAR 689868 og 689824
STÍFT FITUBRENNSLU-NÁMSKEIÐ
SEM SKILAR ÁRANGRI
HEFST11. JANÚAR
• Fitumæling og vigtun. ^
• Matarlistar og ráðgjöf.
• Fyrirlestrar um megrun
og mataræði.
• Þjálfun og hreyfing
5 sinnum í viku.
• Viðurkenningarskjal í lok
námskeiðsins með skráðum
árangri. Sú sem missir flest kíló
fær frítt mánaðarkort hjá Jónínu
og Ágústu.
Eina varanlega leiðin að lækkaðri líkams-
þyngd er aukin hreyfing og rétt mataræði.
Við hjálpum þér að brenna fitu og kennum
hvernig á að halda henni frá fyrir fullt og
allt. Okkar metnaður erþinn árangur.
Nýr kennslustaður fyrir Mosfellsbæ,
Grafarvog, Árbæ og Breiðholt.
LÁTIÐ SKRÁ YKKUR STRAX
TAKMARKAÐUR FJÖLDI KEMST AÐ
NÍNU & ÁGÚSTU
Skeifan 7.108 Fteykjavík, S. 689868
Metsölublað á hverjum degi!
HESLTU ÚTSÖLUSTAÐIR:
Reykjavík:
Ástund
Bókabúð Lárusar Blöndal
' Bókabúð Árbæjar
Bókabúð Grafarvogs
Bókabúðin Borg
Bókahöllin
Bókahornið
Embla
Eymundsson Hlemmi
Eymundsson Eiðistorgi
Eymundsson Borgarkringlu
Eymundsson Mjódd
Hugborg
Kaupstaður Mjódd
Mikligarður v/Holtaveg
Mál og menning Laugav. 18
Mál og menning Síðumúla 7-9
Skólavörubúðin
Hafnarf jörður:
Bókabúð Böðvars
Bókabúð Olivers Steins
Garöabær:
Gríma
Kópavogur:
Bóka og ritfv. Snæland
Veda
Mosfellsbær:
Ásfell
OOTT FÓLK/SlA