Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
Kísiliðjan:
Takmörkun á náma-
leyfinu framlengd
TAKMÖRKUN á námaleyfi Kísiliðjunnar hf. í Mývatni sem sett var
til áramóta hefur verið framlengd til 31. mars. Róbert B. Agnars-
son, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, segir í samtali við Morgunblað-
ið að takmörkunin, sem felur í sér afmörkun á athafnasvæði iðjunnar
í vatninu, muni engin áhrif hafa á starfsemina enn sem komið er. Þó
sé námaleyfið lífæð fyrirtækisins og á endanum allt undir því komið.
í fréttatilkynningu Iðnaðarráðu-
neytis um framlenginguna segir að
ætlunin sé að stunda frekari rann-
sóknir á setflutningum í vatninu og
þeim áhrifum sem það kann að hafa
á dýralíf.
Framlenging þessi er ekki sú
fyrsta, því skýrsla rannsóknarhóps
sem gefín var út í fyrrasumar leiddi
til þess að takmörkun sú er þá var
í gildi var framlengd til áramóta.
Núgildandi námaleyfi rennur út í
árslok 2001.
„Það hefur einfaldlega komið í
ljós að stjómvöldum hefur ekki unn-
ist tími til að taka ákvörðun í mál-
inu og þá er framlengt um þqá
mánuði í viðbót," segir Róbert. Engu
nýju hráefni er dælt í forðaþró Kísil-
iðjunnar fyrr en ísa tekur að leysa
í maí, en þó telur Róbert frestun
endanlegrar ákvörðunar um náma-
Ieyfið af hinu illa, hvernig svo sem
á málið sé litið.
Aðspurður um afkomuna í fyrra
segir Róbert söluna hafa verið svip-
aða og undanfarin ár, en verðið sé
heldur fallandi sökum harðnandi
samkeppni. „Það er almennur sam-
dráttur og ég sé ekki fram á neina
aukningu framan af árinu — við
megum í raun þakka fyrir ef við
höldum því sem við höfum.“
Á miðju ári urðu eigendaskipti á
fyrirtækinu, er Manville Corporati-
on, fyrram meirihlutaeigandi Kísil-
iðjunnar hf., seldi kísilgúr- og perlu-
steinsdeild sína Alleghany Corpor-
ation. Segir Róbert að til skamms
tíma sé engra meiri háttar breyt-
inga að vænta í kjölfar eigenda-
skiptanna þó búast megi við já-
kvæðum langtímaáhrifum í hag-
ræðingarátt.
Ólafur Davíðsson
Albert Jónsson
Guðmundur Árnason
Einhverra breytinga von
- segir Ólafur Davíðsson nýráðinn
ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu
„ÞAÐ er lítið hægt að segja svona fyrsta morguninn annað en að
starfið leggst prýðilega í mig,“ sagði Olafur Davíðsson, hagfræðing-
ur og nýráðinn ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, í samtali við
Morgunblaðið í gær. Ólafur er einn þriggja nýrra starfsmanna í
ráðuneytinu en hinir eru stjórnmálafræðingarnir Albert Jónsson er
tekur við stöðu deildarstjóra í alþjóða- og öryggismálum og Guðmund-
ur Árnason nýráðinn deildarstjóri almennrar deildar.
Ólafur Iét af starfí fram- isstjórinn sagðist eiga von á að
kvæmdastjóra Félags íslenskra einhveijar breytingar yrðu á starf-
iðnrekenda þegar hann tók við seminni í kjölfar ráðningar sinnar
stöðu ráðuneytisstjóra. Ráðuneyt- :------------------
en kvað fullsnemmt að ræða þær
í einstökum atriðum. Albert Jóns-
son, nýráðinn deildarstjóri alþjóða-
og öryggismála, var áður fram-
kvæmdastjóri öryggismáladeildar,
en hún hefur nú verið lögð niður.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um ráðningu framkvæmdastjóra
Félags íslenskra iðnrekenda.
Umsóknarfrestur um stöðurnar
rann út 27. desember. Nýir menn
vora skipaðir á ríkisráðsfundi á
gamlársdag.
Sparileiðir
íslandsbanka
færa þér væna ávöxtun!
Á síbastliönu ári nutu sparifjáreigendur góöra vaxtakjara hjá íslandsbanka.
Ávöxtun Sparileiöanna áriö 1991 var þessi:
Sparileiö 7
Ársávöxtun
Raunávöxtun
1 7,43% 3,52%
Sparileiö
Sparileiö
Sparileiö
11,97%- 12,52% 4,02% - 4,53%
13,99% 5,89%
15,33% 7,14%
Sparileiö
15,33%
* Framangreind tala er án skattafsláttar, en oð teknu
tilliti til hans og miöaö viö gildandi vexti og skattkjör
heföi raunávöxtun 3 ára sparnabar oröiö 22,95%
og 10 ára sparnaöar 11,06%.
Ávaxtaðu spariféþitt á árangursríkan hátt.
Farðu þínar eigin leiðir í sparnaði!
ÍSLANDSBANKI
- í takt við rtýja tíma!
7,14%*
<
<n
Agreiningnr í borg-
arstjórn um úttekt
borgarendurskoðunar
SIGRÚN Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og einn
stjórnarmanna í Stjórn veitustofnana segir, að ekkert í skýrslu borgar-
endurskoðunar um stjórnsýslu og fjárhag Hitaveitu Reykjavíkur komi
sér á óvart. I*ar sé tekið undir þá gagnrýni sem hún hafi haft uppi í
veitustjórn. Á fundi borgarstjórnar í gær kynnti Sigrún bókun þar sem
fram kom að skýrslan styðji kröftuglega gagnrýni hennar um að stjórn-
kerfi borgarinnar sé í molum. Borgarstjóri sagði efni bókunar Sigrún-
ar hins vegar skrumskælingu á niðurstöðum skýrslunnar. Davíð Odds-
son, forsætisráðherra og fyrrum borgarstjóri, tók til máls um skýrsl-
una og sagði m.a. að hann teldi það furðum sæta að borgarendurskoð-
un gæti samið slíka skýrslu án þess að spyrja hann hvernig staðið
hefði verið að þessum málum af hálfu borgaryfirvalda á sínum tíma.
Við umræður um málið í borgar-
stjórn í gær gagnrýndi Markús Órn
Antonsson borgarstjóri bókun sem
Sigrún lagði fram á fundinum og
sagði hana skramskælingu á niður-
stöðum í skýrslu borgarendurskoð-
unar, Það væri út í hött að af skýrsl-
unni væri hægt að draga þá ályktun
að stjórnkerfi borgarinnar væri í
molum, eins og m.a. kom fram hjá
Sigrúnu.
Davíð Oddsson sagði skýrslu borg-
arendurskoðunar við fljótan yfirlest-
ur vera stórkostlega gallaða. „Borga-
rendurskoðun hefur enga burði eða
sérfræðiþekkingu til að meta stjórn-
sýslu eða stjómskipan borgarinnar
enda kemur fram að hún hleypur á
sig í þeim efnum og gerir sig bera
að þekkingarleysi," sagði Davíð.
Hann sagðist auk þess telja það
furðum sæta að borgarendurskoðun
gæti samið slíka skýrslu án þess að
spyrja hann hvernig staðið hefði ver-
ið að þessum málum af hálfu borgar-
yfirvalda á sínum tíma. „Ég hef ekki
verið spurður um eitt eða neitt og
kom þó mjög nálægt málinu, ber á
því mikla ábyrgð og víkst ekki undan
henni,“ sagði Davíð og bætti við að
slíkt væri til merkis um hve illa hefði
verið að verkinu staðið.
Páll' Gíslason sagðist harma að
ekki hefði verið haft meira samráð
við starfsmenn og stjórn veitustofn-
ana þegar skýrslan var samin þar
sem í henni kæmi fram að sumt
hefði greinilega verið misskilið af
embættismönnum.
Sigrún sagði, að sér þætti miður,
að skýrslan skyldi hafa borist fjöl-
miðlum áður en hún hefði verið rædd
í Stjórn veitustofnana. Engar um-
ræður hafi orðið um hana þegar hún
var lögð fram í borgarráði, þar sem
menn vildu fyrst fá að kynna sér
innihald hennar. Það var borgarstjóri
sem óskaði eftir að úttektin yrði
gerð og þess vegna var hún fyrst
lögð fram í borgarráði en ekki í
Stjóm veitustofnana. „Ég er afar
ánægð með að skýrslan hefur verið
unnin og það að tilhlutan borgar-
stjóra,“ sagði Sigrún. „Það þykir mér
jákvætt og ekki síður finnst mér
nauðsynlegt að Stjóm veitustofnana
verði kölluð saman hið allra fyrsta
og að borgarendurskoðandi og borg-
arstjóri mæti á þann fund til að
ræða þessi mál af hreinskilni. Það
er mergurinn málsins. Þarna er tekið
undir þá gagnrýni sem ég hef haft
uppi síðan ég settist í veitustjórn og
þá ekki hvað síst að ýmsu sé ábóta-
vant í stjórnkerfí borgarinnar. Ég
hef flutt fjölmargar tillögur um að
gert verði skipurit fyrir þessar stofn-
anir og þess vegna fagna ég því
þegar farið er í saumana og komist
að niðurstöðu. Ég tek heilshugar
undir það með borgarendurskoðun
að það þurfi að efla veitustjórnina,
sem á að virka sem framkvæmda-
stjórn í þremur stórum fyrirtækjum,
sem velta fleiri hundruð milljónum.“
Sigrún sagði, að sér hefði komið
á óvart hvað fá mál kæmu til kasta
Stjórnar veitustofnana, eftir að hafa
setið sem borgarfulltrúi í öðram
nefndum og ráðum borgarinnar.
„Það á alveg skilyrðislaust að kalla
saman veitustjórnina hið fyrsta,“
sagði Sigrún. „Ég get ímyndað mér
að þeim sem sitja þar með mér fínn-
ist það harla erfítt að frétta af skýrsl-
unni í fjölmiðlum án þess að hafa
séð hana.“
Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri
sagðist í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær ekki vilja tjá
sig um niðurstöðu skýrslunnar fyrr
en íjallað hefði verið um hana í borg-
arráði og í Stjórn veitustofnana.
Leiðrétting
Hitaveitustjóri óskaði eftir að fram
kæmi, að í skýrslu borgarendurskoð-
unar segði, að skortur hafí verið á
samskiptum á milli hitaveitustjóra
og næstu undirmanna en ekki að sá
skortur væri fyrir hendi nú eins og
mishermt var í frétt biaðsins. Er
beðist velvirðingar á þessum mistök-
um.