Morgunblaðið - 03.01.1992, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
25
Dagblaðið Tíminn:
Indriði og Ingvar
hætta sem ritstjórar
Jón Kristjánsson ráðinn ritstjóri til
tveggja mánaða
INDRIÐI G. Þorsteinsson og Ingvar Gíslason létu um áramótin af störf-
um sem ritstjórar dagblaðsins Tímans. Jón Kristjánsson alþingismaður
hefur verið ráðinn ritstjóri til næstu tveggja mánaða.
Eins og komið hefur fram í frétt-
um er útgáfa nýs dagblaðs undirbúin
um þessar mundir og hefur verið
rætt um að Tíminn, Þjóðviljinn og
Alþýðublaðið komi þar við sögu. I
grein, sem Steingrímur Hermanns-
son, formaður Framsóknarflokksins
og formaður útgáfustjórnar Tímans,
ritaði í blaðið um áramótin kemur
fram, að útgáfa þess sé orðinn sá
fjárhagsbaggi, sem Framsóknar-
flokkurinn beri ekki. Þá segir Stein-
grímur: „Hins vegar er ekki við það
búandi að Morgunblaðið og DV ráði
nánast ein dagblaðamarkaðnum. Því
var ákveðið að leita breiðs samstarfs
um útgáfu fijálslynds og umbóta-
sinnaðs, en óháðs blaðs. Það virtist
ætla að takast, en nú hefur slegið í
bakseglið og óvissa ríkir um siíka
blaðaútgáfu. Tíminn mun því halda
áfram að koma út, að minnsta kosti
um sinn. Hann mun hins vegar ekki
verða gefinn út af Framsóknar-
flokknum, heldur af hlutafélagi.
Blaðið mun áfram boða frjálslynda
og umbótasinnaða stefnu, en verða
óháð öllum flokkum. Er öllum, sem
þá stefnu aðhyllast, boðið til sam-
starfs um útgáfu Tímans, eða annars
blaðs, óháð stjórnmálaflokkum."
I leiðara Þjóðviljans á gamlársdag
er minnst á fyrirhugaða stofnun nýs
dagblaðs. Þar segir m.a.: „Stofnað
hefur verið undirbúningsfélag um
útgáfu nýs dagblaðs, sem hafið gæti
göngu sína snemma á næsta ári. Þó
mestar líkur séu á því að minni dag-
blöðin, þ.m.t. Þjóðviljinn, hætti út-
gáfu fljótlega og nýtt dagblað líti
dagsins ljós innan fárra mánaða, er
þó enn of snemmt að segja til um
hveijar lyktir þess máls verða.“
Sigríður Guðmundsdóttir lyúkrunarfræðingur, Markús Örn
Antonsson borgarstjóri og Vala Thoroddsen sem afhenti Sigríði
250 þús. króna styrk úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen.
Mimimgarsjóður Gunnars Thoroddsen;
Sigríður Guðmunds-
dóttir hlaut styrk
SIGRÍÐUR Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, hlaut 250 þús-
und króna styrk úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen, þegar
veitt var úr sjóðnum í sjötta sinn þann 29. desember siðastliðinn.
Sigríður hlýtur styrkinn fyrir
störf að mannúðarmálum en hún
hefur meðal annars starfað sem
hjúkrunarfræðingur í flótta-
mannabúðum í Thailandi og við
hjálparstörf í Sómalíu, Eþíópíu
og Súdan á vegum alþjóða Rauða
Krossins. Árið 1987 var Sigríður
ráðin framkvæmdastjóri Hjálpar-
stofnunar Kirkjunnar og gegndi
hún því starfi fram til ársins
1990, er hún var ráðin til alþjóða-
deildar Rauða Kross íslands.
Minningarsjóður Gunnars
Thoroddsen var stofnaður af
hjónunum Bentu og Valgarði
Briem 29. desember árið 1985,
þegar liðin voru 75 ár frá fæð-
ingu Gunnars. Sjóðurinn er í
vörslu borgarstjórans í Reykja-
vík, sem ákveður úthlutun úr
honum í samráði við Völu Thor-
oddssen. Tilgangur sjóðsins er
að veita styrk til einstaklinga eða
hópa, stofnana eða félaga, eða
veita verðlaun eða lán í sam-
bandi við rannsóknir, tilraunir
eða skylda starfsemi á sviði
mannúðarmála, heilbrigðismála
eða menningarmála, sem Gunnar
lét sérstaklega til sín taka sem
borgarstjóri.
Indriði G. Þorsteinsson
Ingvar Gíslason
Jón Kristjánsson
Ljúffeng
íslensk landkynning
á borð vina og viðskiptavina erlendis
Vart er hægt að hugsa sér meira spennandi gjöf en fulla körfu af
forvitnilegu góðgæti frá framandi landi. Slík gjöf segir meira en mörg
orð um matarmenningu einnar þjóðar.
m;
Hægt er að velja um ostakörfu með
mismunandi tegundum af íslenskum ostum,
IBk
\
sœlgœtiskörfu með gómsætu íslensku sælgæti
s.s. Opali, súkkulaði, brjóstsykri og lakkrís.
Og íslenska matarkörfu með
sérlega ljúffengum smáskömmtum af ýmsu tagi.
ICEMART
íslenskur markaður
- á leið út í heim.
Leifsstöð Keflavíkurflugvelli ■ Sími: 92-5 04 53
AUK k627d21-51