Morgunblaðið - 03.01.1992, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
Þjóðverjum leyft að sjá Stasi-skjöl:
Búist við sjötíu
þúsund umsókn-
um mánaðarlega
Berlín. Reuter.
FYRRUM Austur-Þjóðverjum var í gær í fyrsta sinn leyft að skoða
gögn þau sem hin illræmda austur-þýska öryggislögregla Stasi hafði
tekið saman um þá. Tóku lög sem veita öllum aðgang að skjölum
um sjálfan sig gildi um áramótin. Langar biðraðir mynduðust fyrir
utan skrifstofur, sem settar hafa verið upp í helstu borgum austur-
hluta Þýskalands, þar sem fólk gat sótt umsóknareyðublöð. Yfirvöld
voru búin undir umsóknir þekktustu fórnarlamba Stasi en óbreyttir
borgarar gætu þurft að bíða töluvert eftir gögnunum.
Gerd Poppe, fyrrum andófsmaður
í Austur-Þýskalandi, hélt blaða-
mannafund í höfuðstöðvum Stasi
eftir að hann hafði ásamt eiginkonu
sinni, Ulrike, byijað að'kanna skrár
öryggislögreglunnar um þau hjónin.
Var alls um að ræða fimmtíu möpp-
ur með allt að þijú hundruð vélrituð-
um blaðsíðum í hverri. „Það er eig-
inlega ómögulegt að gera sér í hug-
arlund umfangið, jafnvel fyrir fólk
sem vissi að verið væri að njósna
um það,“ sagði Poppe, „Við fundum
bréf sem send höfðu verið til okkar
en við aldrei fengið. Þau eru nú í
skránum. Ljósmyndir, útskriftir af
hleruðum símtölum, skýrslur um
uppsetningu hlerunarbúnaðs. . . “
Barbel Bohley, fyrrum forystu-
kona Nýs vettvangs, sagði eftir að
hafa lesið fyrstu 25 blaðsíðumar af
skránni um sig að hún hefði ekkert
á móti því að þær yrðu gefnar út
óritskoðaðar. „Eg hef aldrei lesið
eins mikið bull á ævi minni. Ef þetta
yrði birt gætu allir séð hvað Stasi
var í raun leiðinleg og óskilvirk stofn-
un,“ sagði Bohley.
Samkvæmt lögunum mega ein-
staklingar athuga skrár um sjálfan
sig en aðgangur lögreglu, leyniþjón-
Snjóa- ogkulda-
tíð íAustur-
löndum nær
í gær andaði köldu frá Rúss-
landi yfir löndin fyrir botni
Miðjarðarhafs og féllu veð-
urmetin hvert af öðru. í Jer-
úsalem var 40 sentimetra
jafnfallinn snjór eftir mestu
snjókomu í 42 ár. Jórdanía
var að verulegu leyti hulin
snjó og í borgum eins og
Beirut í Líbanon og Nikósíu
á Kýpur var allt hvítt yfir
að líta sem er afar sjald-
gæft. Þá lokaðist höfnin í
Alexandríu í Egyptalandi
vegna stórviðris og sjávar-
gangs. Á myndinni sem tek-
in er skammt fyrir austan
Beirut má sjá sýrlenska her-
menn í snjókasti.
ustna og blaðamanna er takmark-
aður. Fólki er ekki leyft að taka
skrámar með sér heim en á kost á
að taka afrit af öllum skjölum.
Joachim Gauck, yfirmaður þeirrar
stofnunar sem hefur umsjón með
gögnunum, sagði að í Berlín einni
hefðu borist þijú þúsund umsóknir
um að sjá skrár í gær og alls væri
búist við sjötíu þúsund umsóknum á
mánuði í framtíðinni. Biðin eftir því
að fá að glugga í Stasi-skrámar
gæti því orðið ansi löng þar sem hjá
stofnuninni starfa einungis 850
manns.
Reuter
*
Aramót í Moskvu
Moskvubúar héldu upp á áramótin með pomp
og prakt. Endalok Sovétríkjanna settu mark
sitt á hátíðahöldin og söfnuðust margir sam-
an á Rauða torginu til að fagna þeim. Þó
var einnig uggur í mörgum vegna yfirvof-
andi verðhækkana.
Verðlagið gefið frjálst í Rússlandi:
„Brauð er eini maturiim
sem ég get keypt mér“
Verð á helstu lífsnauðsynjum hefur þrefaldast og allt að fímmfaldast á annarri vöru
Moskvu. Reuter.
VERÐLAG hefur verið gefið
frjálst í Rússlandi, Úkraínu og
Hvíta-Rússlandi og þar með bund-
inn endi á 70 ára sögu gífurlegra
niðurgreiðslna. Vegna þeirra hef-
ur verðlagið ekki verið í neinu
samræmi við raunverulegan fram-
leiðslukostnað og afleiðingin með-
al annars stöðugur vöruskortur.
Rússneskur almenningur veit hins
vegar ekki hvernig hann á að
komast af þegar verð á helstu líf-
snauðsynjum þrefaldast og allt að
fimmfaldast á ýmsum öðrum.
„Brauð er nú eini maturinn, sem
ég get keypt mér,“ sagði gömul
kona með tárin í augunum. Hleif-
urinn, sem hún hélt á, kostaði
áður 60 kópeka en nú nærri tvær
rúblur. Þær samsvara þó ekki
nema 1,20 ISK. samkvæmt nýrri
gengisskráningu rússneska seðla-
bankans.
Flestar verslanir í Móskvu voru
lokaðar í gær vegna vörutalningar
en þó voru margir á ferðinni til að
kynna sér vöruverðið í þeim búðum,
sem opnar voru. „Fólkið kemur inn,
lítur á verðið og fer út aftur bölv-
andi,“ sagði afgreiðslukona í verslun
í Moskvu en hjá henni var brauðið
þrisvar og hálfu sinni dýrara en fyr-
ir áramót. „Þótt ég vinni hér hef ég
ekki efni á að kaupa neitt. Hvað er
hægt að gera fyrir 200 rúblur á
mánuði," sagði hún en samkvæmt
opinberum útreikningum þarf fólk
að hafa 500 rúblur í mánaðarlaun
til að komast af.
Ákvörðun Bprísar Jeltsíns, forseta
Rússlánds, um að gefa verðlagið
fijálst að mestu leyti er liður í áætl-
unum um einkavæðingu efnahags-
lífsins og á jafnframt að binda enda
á vöruskortinn. Framboðið var þó'
engu meira í gær en venjuiega og
þykír líklegt, að það taki framleið-
endur og dreifingaraðila nokkra daga
eða jafnvel vikur að átta sig á stöð-
unni. Samkvæmt nýju lögunum er
hámarksálagning verslana á verðið
hjá framleiðanda um 25%.
Samkvæmt fréttum víðs vegar að
úr Rússlandi eru verðbreytingamar
mikið áfall fyrir fólk og símarnir hjá
„Hjálparlínunni", símaþjónustu í
Moskvu, sem opin er allan sólar-
hringinn, hafa verið rauðglóandi.
Ekki vegna hringinga frá fjölskyld-
um eða einstaklingum í persónuleg-
um vanda, heldur aðallega frá gömlu
fólki, sem skilur ekki hvemig það á
að draga fram lífíð.
Stjómvöld í Rússlandi ákváðu
þessar breytingar upp á sitt eins-
dæmi og án samráðs við önnur ríki
í samveldinu og hefur það valdið
mikilli óánægju. Ráðamenn í Úkra-
ínu og Hvíta Rússlandi hafa nú nauð-
ugir viljugir ákveðið sams konar
breytingar í sínum ríkjum enda ótt-
uðust þeir, að ella yrði um vömflótta
að ræða til Rússlands vegna hærra
verðs þar. Er búist við, að hin sam-
veldisrlkin komi fljótlega í kjölfarið.
Hagfræðinga greinir mjög á um
þessar aðgerðir og telja sumir, að
þær séu harðari en svo, að almenn-
ingur sætti sig við þær. Hagfræðing-
urinn Níkolaj Shmeljov sagði í við-
tali við dagblaðið Rabotsjaja Trí-
búna, að Jeltsín væri að gera efna-
hagslega uppskurð á samfélaginu án
þess að gefa sjúklingnum nein deyfi-
iyf-
„Hendur sjúklingsins eru ekki
bundnar og hvað nú ef hann grípur
hnífinn og stingur lækninn í stað-
inn?“ spurði Shmeljov.
Tilraun sem getur endað í
upplausn og óðaverðbólgu
Moskvu. Daily Telegraph, Reuter.
UM áratugaskeið ákváðu skriffinnar í sovéska stjórnkerfinu hvað
varan skyldi kosta án nokkurs tillits til framleiðslukostnaðarins.
Engar alvarlegar tilraunir voru heldur gerðar til að finna hver
hann væri. Afleiðingin var vöruskortur, léleg vara og æ meiri Iia.HI
á fjárlögum Sovétríkjanna. Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum forseti,
krukkaði í þetta kerfi með hálfum huga og gerði aðeins illt verra
en nú hefur Borís Jeltsín, forseti Rússlands, höggvið á hnútinn. Á
einni nóttu þrefaldaðist eða fimmfaldaðist allt verðlag í landinu.
Til að vega upp á móti dýrtíð-
inni í Rússlandi hefur almennt
kaupgjald um það bil tvöfaldast á
skömmum tíma og eru meðallaun
nú um 700 rúblur á mánuði, rúm-
lega 400 ÍSK. samkvæmt nýrri
gengisskráningu. Launahækkunin
segir þó lítið á móti verðhækkunun-
um. Sem dæmi má nefna, að brauð-
verð hefur þrefaldast, sykurverð
rúmlega þrefaldast og verð á eld-
spýtum fjórfaldaðist. Verð á bens-
íni þrefaldaðist og fargjöld með
lestum og flugvélum þre- og fjór-
faldaðist. Hálfur Iítri af vodka, sem
kostaði áður 10 rúblur, fór í 45
rúblur. Það er aðeins húsaleigan,
sem er óbreytt. Verð á kjöti, ávöxt-
um, grænmeti, fatnaði og lúxusvör-
um eins og ísskápum, húsgögnum
og bílum verður fljótandi, það er
að framboð og eftirspum munu
ráða verðinu. Ofan á allt bætist
síðan 28% söluskattur.
Á miðborgarmarkaðnum í
Moskvu, sem alls konar braskara-
hópar ráða, var nóg af mat nú í
vikunni en þar kostaði eitt pund
af tómötum 100 rúblur, sjöunda
hluta meðallaunanna, smjörpundið
kostaði 120 rúblur og kjötpundið
hljóp á hundruðum rúblna.
Talið er, að ellilíféyrisþegar og
námsmenn verði harðast úti í þess-
um aðgerðum. Þeir fá flestir litlu
meira en nemur Iágmarkslífeyri,
342 rúblum á mánuði, en talið er,
að fólk geti í raun ekki skrimt á
minnu en 500 rúblum. í rússnesku
fjárlögunum fyrir fyrsta ársfjórð-
ung 1992, sem eiga að vera halla-
laus, er gert ráð fyrir, að verðlagið
hækki til jafnaðar um 250% en í
raun veit enginn hver útkoman
verður. Óttast margir, að hún verði
óðaverðbólga, meira en 50% á
mánuði, að rúblan verði endanlega
verðlaus og ekkert fáist nema gegn
dollurum eða öðrum gjaldeyri eða
með vöruskiptum.
Rússar gætu lært ýmislegt af
reynslu Pólveija, sem byijuðu árið
1990 með því að ryðja burt niður-
greiðslum og margfalda þar með
verðlag í landinu. Nú tveimur árum
seinna er bent á pólsku aðferðina
sem dæmi um hvemig unnt er að
láta markaðsbúskapinn taka við
af miðstýringunni á skömmum
tíma. Áætlunin hófst 1. janúar og
áður en mánuðurinn var á enda
voru allar verslanir fullar af vörum
og óðaverðbólgan á undanhaldi.
Breytingarnar höfðu líka þau
áhrif, að illa rekin ríkisfyrirtæki
fóru á hausinn og atvinnuleysi jókst
mikið. Almenningur var og er að
óánægður með hlutskipti sitt en
þrátt fyrir það hefur ekki komið
tii meiriháttarmótmæla.