Morgunblaðið - 03.01.1992, Page 32

Morgunblaðið - 03.01.1992, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992 'Nerkíslmenn AUGLÝSINGAR - SKILTAGERÐ SILKIPRENTUN SKEIFUNNI 3c -108 REYKJAVÍK SlMI: 680020 FAX: 68 00 21 Hið nýja hesthús Stóðhestastöðvar ríkisins í Gunnarsholti. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ein af kaffistofum Ármannsfells. Ný hrossaræktarstöð tek- in í notkun í Gunnarsholti Selfossi. Armannsfell hf. fær viðurkenningn BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Ármannsfell hf. hefur hlotið viðurkenn- ingu Trésmíðafélags Reykjavíkur fyrir góðan aðbúnað starfsfólks á vinnustað. Trésmíðafélag Reykjavíkur hefur frá árinu 1985 veitt fyrirtækjum á félagssvæði sínu viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað og hafa átta fyrirtæki hlotið þessa viðurkenningu á þeim tíma. í fréttatilkynningu frá Trésmíða- félagi Reykjavíkur segir m.a. að Ármannsfell hf. hafi á undanförn- um árum verið í hópi þeirra fyrir- tækja sem hafi staðið sig hvað best í aðbúnaði starfsmanna sinna. Sérstaklega eru framkvæmdir fyr- irtækisins við Lindargötu og verk- stæði þess að Funahöfða 19 nefnd- ar og sagt að báðir staðirnir séu til fyrirmyndar hvað starfsmanna- aðstöðu varðar. Jafnframt segir að á undanförn- um árum hafi Trésmíðafélag Reykjavíkur barist fyrir bættum aðbúnaði félagsmanna sinna en það sé skoðun þeirra að aðbúnaður byggingamanna sé víða áratugum á eftir því sem eðlilegt gæti talist. Félagið vonar að með framtaki þeirra sé athygli vakin á aðbúnaði á vinnustöðum félagsmanna og að slíkar viðurkenningar verði öllum fyrirtækjum í greininni hvatning til stærri áfanga á þessu sviði. Finnbjörn A. Hermannsson, formaður aðbúnaðarnefndar Trésmíða- félags Reykjavíkur, afhendir Hauki Magnússyni, framkvæmdastjóra Ármannsfells hf., viðurkenninguna. Sveini Runólfssyni landgræðslu- stjóra þökkuð ötul framganga í málefnum stöðvarinnar en hún hefur starfað undir handaijaðri Land- græðslunnar. „Stöðin hefur öðlast virðingarsess meðal hrossarækt- armanna. Hingað getur hver sá leit- að sem vantar vænlegan stóðhest. Hér verður Mekka íslenskrar hrossa- ræktar,“ sagði Jonas Jónsson búnaðarmálastjóri meðal annars við opnunina. „Þetta er gjöfull dagur sem hross- aræktin á eftir að njóta. Hér er traustur banki fyrir íslenska hrossa- rækt,“ sagði Þorkell Bjamason hrossaræktarráðunautur meðal ann- ars í ávarpi sínu. Hann sagði starfið hafa tekist vel sem sýndi að hug- myndin að stöðinni hefði staðist. Kári Amórsson formaður Lands- sambands hestamanna- sagði áhuga hestamanna gífurlegan fyrir því starfi sem unnið væri á stöðinni hún hefði lyft gífurlega undir hrossa- ræktina í landinu. Eftir athöfn í nýju stóðhestastöð- inni var gestum boðið upp á veiting- ar í húsakynnum Landgræðslunnar. Þar þakkaði Sveinn Runólfsson öll- um hlutaðeigandi velvild í garð stöðvarinnar. Hann gat þess að greinilegt væri að starfsemi stöðvar- innar ætti góðu gengi að fagna og ötulir starfsmenn hennar og aðrir sem að hrossaræktinni kæmu hefðu unnið gott starf. Hann minnti á að nú væri í raun verið að taka í notk- un fyrsta áfanga stöðvarinnar og að áfram þyrfti að halda á sömu braut í uppbyggingarstarfinu. 25. janúar næstkomandi verður opið hús hjá Stóðhestastöðinni þar sem almenningi gefst tækifæri á að skoða hestana í hinu nýja húsi. - Sig. Jóns. Eigum fyrirliggjandi merkingar í glugga eða inn í verslanir, einnotaog fjölnota á karton og límmiða sem nota má aftur og aftur. Leitið upplýsinga! FYRSTU stóðhestarnir, Stormur frá Stórhóli og Goði frá Sauðár- króki, voru leiddir inn í nýtt hús- næði Stóðhestastöðvar ríkisins í Gunnarsholti laugardaginn 28. desember. Þá var nýtt húsnæði stóðhestastöðvarinnar tekið formlega í notkun. Húsið rúmar 65 stóðhesta og leysir úr brýnni þörf. Frá því Stóðhestastöðin tók til starfa 1973 hafa 293 hestar verið í stöðinni. Starfsemi Stóðhestastöðv- arinnar hófst á Litla Hrauni en frá 1981 hefur hún verið starfrækt í Gunnarsholti. Fyrsta skóflustungan að nýja húsinu var tekin 7. maí 1988 og bygg- ingaframkvæmdir hóf- ust í ágúst sama ár. Magnús Sigsteinsson og Sigurður Sigvaldason : hönnuðu húsið. Yfir- smiður er Már Adolfsson Hellu og innréttinga- smíði annaðist Vélsmiðja Guðjóns Ólafssonar. Við opnunina voru Landgræðslunni og Stormur frá Stórhóli og Goði frá Sauðár- króki koma í hús. Það er Eiríkur Guðmunds- son sem situr Storm og Þórður Þorgeirs- son situr Goða. UR DAGBÓK LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVÍK: Þrátt fyrir nokkurt annríki undir morgun nýársdags má segja að áramótin hafi verið sér- staklega friðsamleg hjá lögregl- unni í Reykjavík. Svo virtist sem eldra fólkið, fyrirmyndirnar, hafí stillt áfengisdrykkju sinni í hóf að þessu sinni, en hins vegar mátti sjá talsverða ölvun á meðal yngra fólksins. U.þ.b. 2.000 manns, mest mjög ungt fólk, voru í miðbænum eftir miðnætti á gamlárskvöld, en lögreglan þurfti ekki að hafa teljandi afskipti af því. Unglingaathvarfið var lokað, en það verður opið næstu helgar. Þangað munu unglingar sem eru undir áhrifum áfengis verða færðir, ef til þeirra sést í miðbæn- um. Frá miðnætti til morguns eru 102 færslur í dagbókina, 11 gistu þá fangageymsluna, en nokkrir bættust í hópinn áður en aðrir Iandsmenn gengu til hádegisverð- ar. Af þessum ellefu óskuðu fjór- ir gistingar vegna þess að þeir áttu hvergi annars staðar höfði sínu að halla, fjórir voru þar vegna ölvunarhátternis, einn vegna rúðubrots, einn vegna meiðinga og einn hafði verið handtekinn að beiðni Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Sá sem hand- tekinn var vegna meiðinganna hafði veist að fólki fyrir utan skemmtistað, en hann hefur áður verið kærður fyrir slíkt hátterni og fengið dóm fyrir það. Eftir miðnætti á gamlársdag var tilkynnt um 11 rúðubrot, en það telst allnokkuð. FleBt tilvikin áttu sér stað í nálægð við Hraunbæ 102 og við Stíflusel. Á báðum þessum stöðum höfðu unglingar safnast saman og hag- að sér miður vel. Einungis tveir voru stöðvaðir í akstri grunaðir um ölvun, en ekki er vitað til þess að ölvaður öku- maður hafi lent í umferðaró- happi. Þó urðu tvö umferðarslys á gamlársdag. í þessum slysum meiddust tveir ökumenn og tveir farþegar, enginn alvarlega. Skömmu eftir miðnætti kom til handalögmála milli nágranna í vesturbænum. Þurfti lögreglu til þess að stilia til friðar. Ástæða ágreiningsins var á misskilningi byggð. Annar vildi meina að hinn hefði vísvitandi skemmt fyrir hon- um bílinn með áramótasprengju, en engar skemmdir var að sjá á bílnum. Ökumaður á leið um Vestur- landsveg við Botnsá lenti í vand- ræðum þegar hann missti stjórn á bílnum í hálku með þeim afleið- ingum að hann snerist og stöðvaðist þversum á brúnni. Varð að kalla til kranabíl til þess að bjarga málunum. Á gamlársdag glefsaði hundur í mann, sem var á gangi í Ásun- um. Eigandinn og hundurinn höfðu verið á gangi saman þegar sá síðarnefndi stökk að mannin- um með fyrrgreindum afleiðing- um. Á nýársdagsmorgun kom eldur upp í húsi við Framnesveg. Húsið er talið mikið skemmt. Líklegt er talið að eldurinn hafi komið upp í stofu hússins. Þrennt sem var þar innan dyra var flutt á slysadeildina. Tvennt var síðan lagt inn á gjörgæslu Landspítal- ans, en þriðji aðilinn fékk að fara að rannsókn lokinni. Rörasprengja var tekin af 15 ára gömlum dreng. Hann sagðist hafa útbúið sprengjuna sjálfur og hefði ætlað að sprengja hana þrátt fyrir að hann gerði sér fulla grein fyrir mögulegum afleiðing- um þess þar sem vinur hans hefði áður fengið flísar í sig úr sams konar sprengju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.