Morgunblaðið - 03.01.1992, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.01.1992, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992 39 Gísli Þórarinn Magnússon varð bráðkvaddur á heimili sínu, Varm- árbrekku í Mosfellsbæ, 19. desem- ber sl. áttatíu og þriggja ára að aldri. Síðustu tvö árin hafði heilsan versnað og elli kerling loks lagt þennan léttleikamann að velli. Gísli fæddist í Saurbæ á Kjalar- nesi og voru foreldrar hans þau hjónin Guðrún Finnsdóttir og Magnús Bjarnason, ættuð af Norð- urlandi en brugðu búi þar vegna heilsuleysis 1904 og fluttu suður á Kjalarnes. Gísli ólst upp í Saurbæ hjá þeim sæmdarhjónum Vilhelm- ínu Eyjólfsdóttur og Eyjólfi Run- ólfssyni sem bjuggu myndarbúi þar allan sinn búskap. Gísli varð snemma léttur á fæti og alla tíð með afbrigðum fylginn sér og duglegur til hinna ólíkustu verka sem til féllu. Menn sóttust eftir að fá hann til vinnu og frá tvítugu sótti hann vinnu utan heim- ilis aðallega í nágrennið, á Kjalar- nesið. Þá vann hann vegavinnu og varð uppúr því til heimilis í Stardal hjá þeim ágætishjónum Kristrúnu Eyvindsdóttur og Jónasi Magnús- syni. Gísli greip til ýmiskonar starfa í Stardal á milli þess sem hann sótti vegavinnu og vertíðarstörf bæði á Suðurnesjum og í Vest- mannaeyjum. í Stardal leið honum vel og stuðluðu þau hjónin að því að hann gat notið þess að sækja vinnu þar sem best var borgað á hveijum tíma. Gísli stefndi að því, eins og fleiri ungir menn, að verða sér úti um jarðnæði og réðst í það að taka ábúð á jörðinni Leirvogsvatni í Mosfellssveit. Jörðin hafði verið í eyði í mörg ár og húsakostur frem- ur orðinn úr sér genginn. Hafist var handa um lagfæringar og naut hann aðstoðar og fulltingis þeirra Magnúsar Sveinssonar oddvita í Leirvogstungu, og þó ekki síst Jón- asar í Stardal, sem hann hafði ver- ið til heimilis hjá í allmörg ár. Bú- skapinn hóf Gísli svo árið 1947 og hafði nær eingöngu sauðfé enda jörðin í vesturbrún Mosfellsheiðar og sauðland gott. Arið 1955 kemur konan á heimilið, en það var Sigríð- ur Bjarnadóttir, sem ættuð var af Akranesi, og tókst þeim að sjá sér allvel farborða við búskapinn, auk þess sem Gísli sótti nokkuð vinnu frá heimilinu. Gísli var fjárglöggur, léttur á fæti og hinn mesti garpur við fjár- leitir enda þótt hann væri ekki allt- af léttklæddur til fótanna. Marga ferðina átti hann í eftirleitir um heiðina og ekki síður í Esjuna, sem þótti með afbrigðum erfið til smöl- unar, en Gísla óx ekki í augum að etja kappi við sauðkindina hvort heldur var á víðáttu Mosfellsheiðar ellegar í klungrum Esjunnar og hafði jafnan betur. Gísli naut vinsælda hjá næstu nágrönnum sínum enda bóngóður mín, þrátt fyrir verkina sem alltaf komu við áreynslu, og vildi sjá börn- in, elskurnar sínar. Hann var í miklu uppáhaldi hjá börnunum mínum og var sífellt að færa þeim eitthvað góðgæti. Þau eiga eftir að sakna hans mikið. Elsku amma, það verður tómlegt án afa og við söknum hans öll. Eg bið góðan Guð að styrkja þig og leiða um ókomin ár. Katrín Helga Arnadóttir og tilbúinn að gera smá viðvik ef á þurfti að halda. Að vetrarlagi kom sér oft vel fyrir vegfarendur að geta komið í húsaskjól, enda veður- lag við Þingvallaveginn oft erfitt og snjóalög mikil og önnur en í byggð. Árið 1972 varð það að sam- komulagi við þáverandi oddvita Mosfellshrepps að þau hjónin flyttu „til byggða“ eða nánar tiltekið nið- ur í þéttbýli hrepps á Varmá. Hreppsfélagið lét gera úttekt á jörð- inni og keypti eignir Gísla en hann efnaði sér í þess stað að eignast sitt eigið hús er sett var niður í jaðri skólalóðarinnar á Varmá og var það síðan kallað Varmárbrekka. Þar bjó Gísli þar til yfir lauk. Eftir að Gísii varð einn í húsinu og heilsunni hrakaði, litu nokkrir vinir hans til með honum en meðan heilsan leyfði starfaði hann nokkuð við skólamannvirkin. Þar var Hreinn Þoi-valdsson verkstjóri, sem fylgdist grannt með ástæðum þeirra Siggu og Gísla og þá ekki síður kennarar og starfsmenn skólans á Varmá. Þangað gat Gísli alltaf snú- ið sér og haft góðan félagsskap, síðustu árin er hann fór að verða þurfandi fyrir daglegt eftirlit. Skól- astjórinn Birgir Sveinsson og hans lið taldi það ekki eftir sér að víkja góðu að þessum aldraða manni sem var nú orðinn slitinn og þreyttur og ekki var honum sýnt um að þiggja þá góðu þjónustu sem heil- brigðisstofnanir buðu honum fús- lega uppá. Hann felldi sig einfald- lega ekki við vist á sjúkifehúsi enda alls óvanur því dekri sem fólk nýtur á þeim stofnunum. Nú hefir Gísli kvatt þetta tilveru- stig og var öllum þakklátur fyrir það að hann fékk aðstöðu til þess að dvelja á heimili sínu þar til yfir lauk. Veikindi voru honum fram- andi enda varla misdægurt allt sitt líf. Við samferðamennirnir þökkum samveruna og þann lærdóm sem við getum dregið af viðkynningu við þennan sérstæða og metnaðar- fulla mann sem tókst í harðri bar- áttu að verða sjálfstæður íslenskur bóndi og uppá engan kominn. Það var takmark hans en það kostaði hann mikla baráttu og mikið erfiði. Hann var fátalaður við annað fólk enda nokkuð heyrnarskertur. Hann kunni vel að meta drengskap og það sem vel var gert og talaði vel um samferðamenn sína. Þegar Gísli varð áttræður hélt hann hóf í Hlé- garði og húsið fylltist af vinum og frændum. Þessi hátíðarstund var honum ekki aðeins minnisstæð heldur einskonar lokaleikur í þeirri skák sem hann hafði háð í lífinu. Hann hafði mikla ánægju að geta boðið vinum sínum til hófs en lét ekki þar við sitja heldur gaf sóknar- kirkju sinni á Lágafelli fullkomin heyrnartæki í tilefni af afmæli sínu. Gísli Þórarinn Magnússon var í raun af hinni svokölluðu aldamóta- kynslóð, sem ólst upp við lífskjör sem nútímafólk hvorki þekkir né skilur. Gísli hafði þann metnað að skulda engum neitt og að lifa ekki um efni fram. Það fólk aflaði ekki mikilla jarðneskra verðmæta en hagaði líferni sínu með ráðdeild og hófsemi og eyddi aldrei meira en það aflaði. Hugsjón Gísla, svo og margra þeirra sem bjuggu við svip- uð lífskjör, var að láta af hendi rakna til velferðarmála samfélags- ins og hafa sjóðirnT reynst furðu dijúgir. Þeir hafa komið að góðu haldi fyrir þá allsnægtakynslóð sem dregur nú fram lífið í þessu landi með barlóminn að leiðarljósi. Gísli kveður með reisn og megi honum farnast vel á næsta tilverustigi. Jón M. Guðmundsson, Reykjuni. ERUM í FÍNU FORMI MÁNUD./MtÐVIKUD. ÞRIÐJUD./FIMMTUD. FÖSTUD. LAUGARD. ERÓ-GÓLF - 80 mín limar I. fólk í góSu formi. Mikil fituþr. Mjúkl og hart eró. GóSar gólfæfingar og teygjur. FITUBR. II « Fyrir lengra komna, meiri keyrsla, mikil fitubr. BARNSHAFANDI GóS leikfimi f. barnshafandi konur. TRÖ.HRI-tröppu hringur, meiriháttar tröpputími á stöðvum, profaSu II SflMÞJONUSTA HEF5T KL 0SJ30 9.00-10.00 RTUBR 1 0930-1040 URU.T* 1030-1140 MR&LT* 12.07-13.00 ÞR.HR4 12.07-13.00 THOPR 2 14.00-1S.00 FTTUBRJ 1S.OO-1S.SO MMLr. 1S.00-1S.00 RTUBJ-OK ie.oo-ie.so mru.T* 10.40-1730 FTTUÐR 1. 1730-17.50 MRU. 1745-10.15 MRU.T* 1730-103« FTTUBR4 18.00-19.00 GIUJAN POL 10.W-10.1S ÞFLMH 2* 1030-10.40 EROGOLF 103020.00 TRO.HRT 10.W40.1S MROLT* 10302030 mUB.LOK 20.0041.00 FmiBR.1 2O.W21.0S MRU.T* 2030-2130 FTTUBR4 SMAÞJONUSTA HEFST KL 1X00 14.00-14.50 MR&LT* 14JSO-15.49 MRU.T* 1530-16.00 FTTUBR4 1030-1730 FTTUBR4 1035-1745 MML1* 17.00-10.00 TR0ÞR1 1745-1*45 ÞRHR1 1730-1030 FTTU04 18.80-19.00 BARNSFL 1*45-10.15 MRU.T* 1030-1030 FTTUBR4 1030-20.00 TR0ÞR4* 19.W20.1S ÞRHRT 191302030 FITUNLLOK 20.00-2030 MR8X 201541.W MROLT* 2030413* FTTURLOK 20504130 FTTUBR 1 (FOSTUD.) 030-10.00 TDOkTAQO* 10.00-1030 MMLr 12.00-13.00 TBÖ 2* 12.07-13.00 ÞR.HR.* 1S.00-1S.00 FTTUB.LOK 1630-1730 MR8dL 16.45- 17.45 TROÞfLI* 17.W10.1S ÞR.HR2* 17.45- 10.0S EROGOLF ie.is-io.es MRu.r 10.00-11.00 FTTUB. LOK 11.00-12.00 FTTUBR.1 11.15- 12.15 BARNSK 1130-1230 ÞRHFL 4.* 12.00-13.00 FTTUBR. J 14.15- 13.05 MfHdL 14.45-1335 MRULT* 13.00-14.00 FTTUBXOK 1330-1430 TH0WL1* 14.00-1S.00 FITUBR2 15.go-1e.ee fitobxok MR&LT - Magi, rass og læri í lækjum: Styrkjandi æfingar í tækjasal fyrir byrjendur. LeiSbeinandi stýrir hópnum. FITUBR.I = Mjúkt eróbikk í 45 mín og gólfæf. mikil fitubrennsla ekkert hopp. FtTUBR. LOKAÐ LokuS 8 vikna námskeiS með frasðslu og aShaldi. Tröppuþrek: Styrkianai, þolaukandi & mikil fitubrennsla 'Þar sem stjarna er fyrir aftan, þar þarf aS panta fyrirfram samdægurs i gegnum síma BARNAGÆSLA: UAN OG Ift ÞRIOGHM D 9.00-12.00 OG 14.-10.00 14.00-16.00 ÞR.HR. 1 = Þrekhringur fyrir byrjendur: tækjaleikfimi og eróbikk í bland. (stöÓvaþjálfun) hörkutímar. ÞR.HR. II = Þrekhringur fyrir lengra komna. Meiri keyrsla, púl og sviti. Fjör hvatning og aðhald. ATH: Skráning samdægurs i alla MRL8J, ÞR;HR:; og TRÖPPUÞR. komið tímanlega og takið númer í aðra tíma. FITUMÆUNGAR Fjölbreyttir og vandaðir tímar við allra hæfi. Frjáls mæting-takmarkaðurfjöldi í tíma. ÚDÍÓ JÓNINU & ÁGÚSTU ifan 7. 108 Reykiavik. S 689868 >jER T(j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.