Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 41
41
dal við Skutulsfjörð. Bjarney var
yngst 8 systkina, en aðeins fimm
þeirra náðu fullorðinsaldri. Að for-
eldrum sínum látnum fluttist hún,
13 ára, til systur sinnar, Rannveig-
ar, og maka hennar, Jóns Hró-
bjartssonar, kennara á ísafirði, er
síðar urðu foreldrar Herdísar Bier-
á ing, hjúkrunarfræðings, sem alla
tíð hefur verið í sérstöku uppáhaldi
hjá Bjarneyju. Vináttu og ræktar-
á semi þeirra hjóna, Herdísar og
’ Gunnars, læknis, fékk hún líka not-
ið til síðustu stundar. Þar var góður
i unglingaskóli sem Bjarney sótti
' veturinn 1909-1910. Pjórum árum
síðar fluttist hún til Reykjavíkur,
ráðin í vist hjá Eggert Claessen
hæstaréttarlögmanni og fyrri konu
hans, Soffíu Jónassen Claessen.
Þau bjuggu þá í Pósthússtræti 17.
Ólafur Þorsteinsson læknir bjó í
húsinu á móti, við Skólabrú. Bjarn-
ey sá stundum unga konu, sem hún
kan'naðist ekki við, leggja leið sína
þangað og spurðist fyrir um hver
hún væri. Þegar henni var sagt að
þetta væri dönsk hjúkrunarkona,
starfandi í Reykjavík, sagðist
Bjarney hafa hugsað. Þetta vil ég
gera. Hún hafði líka heyrt um
Oddnýju Guðmundsóttur sem hafði
( , lokið námi frá Kommunespítalanum
í Kaupmannahöfn og kom til starfa
hjá Hjúkrunarfélagi Reykjavíkur
| frá árinu 1914.
Oddný varð þriðji íslendingurinn
sem fór í hjúkrunarnám erlendis.
I Bjarney fór í sama skóla, þá að
ráðum dr. Gunnlaugs Claessen, sem
hafði milligöngu um að útvega
henni námspláss á þessu ágæta
Jj bæjarsjúkrahúsi, því að þar fengi
* hún að hans mati alhliða og gott
hjúkrunamám. Bjarney átti fyrir
fargjaldinu og þegar til Danmerkur
kom gat hún áætlað sér 10 kr.
danskar á mánuði til eigin þarfa.
Kvaðst hún hafa kviðið fyrsta deg-
inum á spítalanum, en létti mikið
þegar forstöðukonan sagði við
hana: „Hvað er þetta, þér kunnið
bara dönsku?" Bjarney undi vel hag
sínum á spítalanum og eignaðist
vini, sem hún hélt lengi sambandi
við. Launin hennar á námstímanum
voru aðallega fæði, húsnæði og
vinnuföt, en vinnudagurinn var
bæði langur og strangur.
Heim kom hún aftur að námi
loknu árið 1919, skömmu áður en
Félag íslenskra hjúkrunarkvenna
var stofnað. Bjarney starfaði á veg-
um Hjúkrunarfélags Reykjavíkur
við bæjarhjúkrun, sem svo var köll-
uð til aðgreiningar frá hjúkrun á
sjúkrahúsum. Það voru 145 áhuga-
menn sem stofnuðu þetta hjúkrun-
arfélag árið 1902. Jón biskup Helg-
ason var formaður, annaðist sjálfur
allar beiðnir um hjúkrunarhjálp í
heimahúsum og skipulagði starfið
í samráði við lækna bæjarins.
Bjarney hætti störfum hjá þessu
hjúkrunarfélagi fjórum árum síðar
og gaf mér þá skýringu á því, að
hún var stundum fengin til að vera
hjá sjúklingum lengur en hún taldi
þess þörf, ef fólk hafði ráð á að
borga taxtann. Þeir sem höfðu
minni efni gátu það ekki og enn
síður greitt fyrir spítalavist, enda
engar almennar sjúkratryggingar
komnar þá til skjalanna. Bjarney
gat ekki sætt sig við að vera bara
hjá einum sjúklingi á batavegi, vit-
andi að víða var hennar þörf hjá
fárveiku fólki. Hún var ekkert að
tala fjálglega um jafnrétti eða
bræðralagshugsjón. Hún þurfti þess
alls ekki. Hennar breytni sagði nóg
um lífsviðhorfið á langri og far-
sælli starfsævi.
Þá réðst hún til starfa hjá Hjúkr-
unarfélaginu Líkn, sem einnig var
stofnað og starfrækt af hópi áhuga-
manna. Þar starfaði hún áfram við
hjúkrun í heimahúsum um fjögurra
ára skeið en næstu 14 árin vann
hún hjá ungbarnavernd Líknar.
Margir muna enn eftir henni frá
þessum árum, þar sem hún fór hjó-
landi í vitjanir, til að boða fólk sem
ekki hafði síma í skoðun. Það hefði
nú verið gaman að eiga kvikmynd
af henni hjólandi í síða búningnum
sínum hvernig sem viðraði. Upp-
teknum hætti hélt hún til efri ára,
er hún varð nauðug að hætta hjól-
reiðum þegar einhver ókunnur kaus
að leggja ófijálsri hendi eign sína
á þennan dýrmæta gamla grip, sem
1
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
mikil eftirsjá var að. Það var samt
ekki laust við að sumum vinum og
vandamönnum hafi að vissu leyti
létt við að þurfa ekki lengur að
hafa áhyggjur af henni í sívaxandi
umferð bæjarins. Hún hefði helst
kosið að starfa áfram hjá ungbarna-
vemd Líknar, en berklavarnadeildin
sótti fast að fá hana til starfa og
greiðvikin sem hún var féllst hún á
það, og starfaði þar til ársins 1964.
Að vísu var deildin þá orðin hluti
af Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
frá árinu 1953.
Það var stórkostleg breyting sem
varð þá á starfsskilyrðunum. Sjálf
man ég hana einna best sem sam-
starfsmann og vin í gamla húsi
Líknar fyrir vestan Alþingishúsið.
Þar var oft þröngt setið í kaffihlé-
um, þegar gesti bar að garði og
umræður urðu iðulega líflegar og
heitar um menn og málefni. En
ekkert fékk haggað blessaðri Bjarn-
eyju og mér finnst ég enn geta
heyrt dillandi hlátur hennar yfir
látunum.
En eins og fyrr segir kom hún
heim sama árið og Félag íslenskra
hjúkrunarkvenna (eins og það hét
þá) var stofnað. Eg spurði hana
hvers vegna hún hefði ekki verið á
stofnfundinum, en hún taldi sig
ekki hafa vitað um fundinn og auk
þess hefði hún verið þá á vakt í
Mosfellssveitinni.
Stofnendur voru bara 8 hjúkrun-
arkonur, þijár þeirra vora danskar.
Þóra J. Einarsson var komin vestur
á ísafjörð og Steinunn Ólafsdóttir
Jónsson var búsett í Kaupmanna-
höfn, en þær voru fyrstu lærðu ís-
lensku hjúkrunarkonurnar. Það
hljómar nú orðið einkennilega að
heyra talað um lærðar hjúkrunar-
konur, en þess ber að minnast að
þó nokkrar konur, víða um land,
voru í hugum almennings ágætar
hjúkrunarkonur, þótt ekki. hefðu
þær hlotið neitt hjúkrunamám og
aðeins mjög litla tilsögn hjá lækn-
um. Með þessu höfðu þær leyst
mikinn vanda, eins og reyndar
margar ljósmæður, að ógleymdum
kaþólsku systrunum.
Þegar félagið fór að krefjast sér-
menntunar til að fá hjúkrunar-
starfsréttindi var þetta mjög við-
kvæmt mál. Sumir voru mótfallnir
því, eins og síðar þegar kröfur voru
settar um háskólanám. Bjarney lét
sér aldrei detta í hug annað en afla
sér sem mestrar þekingar á sínu
starfssviði og átti því gott með að
skilja að með breyttum tímum væru
gerðar enn meiri menntunarkröfur
og var alla tíð reiðubúin til að leggja
góðum málum lið. Hún fór því í
framhaldsnám fyrir hjúkrunarkon-
ur í heilsuvernd til Edinborgar árið
1928.
A þessu breytingaskeiði mátti sjá
auglýsingar frá yfírlæknum bæjar-
sjúkrahúsa á Isafirði og Akureyri
þar sem óskað var eftir fulllærðum
hjúkrunarkonum. Ætli þeir hafi
nokkurn tíma auglýst eftir fulllærð-
um læknum? Það er áreiðanlegt að
Bjarney hefur aldrei litið á sig sem
fulllærða en hún var mjög traust-
vekjandi í öllu sínu hjúkrunarstarfi
og minnast hennar margir með
miklu þakklæti og virðingu fyrir
hennar samúðarríka skilningi á
þeirra erfiðleikum í veikindastríði
og allra umhyggju hennar.
Bjarney var í stjórn hjúkrunarfé-
lagsins frá árinu 1920 til 1943, all-
an tímann sem gjaldkeri. Sótti þá
oft þing og fulltrúafundi hjúkranar-
kvenna. Með þessu móti öðlaðist
hún töluvert góða yfirsýn yfir þróun
hjúkrunar- og heilbrigðismála víðs
vegar og þekkti allflestar starfandi
hjúkranarkonur landsins meðan
hún var í stjórn félagsins.
Hún varð heiðursfélagi í Norska
hjúkranarfélaginu og á fimmtugs-
afmæli Hjúkrunarfélags Islands var
hún gerð að heiðursfélaga þar og
var síðar einnig sæmd Florence
Nightingale-orðunni.
Þegar hún kom heim að loknu
námi fluttist hún aftur í Pósthús-
stræti 17, þar sem hennar fyrrver-
andi húsmóðir bauð henni að vera
í mat hjá sér þá fáu daga sem hún
væri ekki bundin við hjúkrunar-
störf. Hún fékk ekki að vera kost-
gangari uppi á lofti í Iðnó vegna
þess að hún gat ekki komið í mat
alla daga, því þegar hún var að
hjúkra í heimahúsum naut hún „við-
urgjörnings" samkvæmt 9. gr. í
reglugjörð fyrir hjúkrunarkonur
Hjúkrunarfélags Reykjavíkur. í
Pósthússtræti bjó hún til ársins
1960 er hún flutti í eigin íbúð í
Eskihlíð. í fyrra átti ég langt viðtal
við hana á Borgarspítalanum, þá
97 ára, sem ég tók upp á spólu.
Þá dáðist ég að því þegar hún var
að rifja upp ýmsar endurminningar,
sem við áttum sameiginlegar og
þegar mér var sagt frá láti hennar
fannst mér eins og ég væri komin
að auðri síðu í lok áhugaverðrar
sögu, þar sem í aðalhlutverki var
glaðlynd, látlaus, hógvær og frið-
söm kona sem umgekkst alla jafnt,
unga sem aldna, hver sem í hlut
átti, en sem öllum þótti gott að
vera nálægt. Hún hvarf frá okkur
á Þorláksmessudag inn í helgi jól-
anna þegar farið var að syngja
gömlu jólasálmana. „Kynslóðir
koma, kynslóðir fara, allar sömu
ævigöng“, segir í einum þeirra.
Skáldin vita víst manna best hvað
þau eru að segja, en einhvern veg-
inn finnst mér að jarðreisa Bjarn-
eyjar hafi verið óvenju farsæl, björt
og hrein, og í huga okkar sitja bara
eftir yndislegar endurminningar um
kæra vinkonu.
María Pétursdóttir
Það var Þorláksmessa og allir
að undirbúa komu jólanna, hver á
sinn hátt. Þann dag kvaddi Bjarney
Samúelsdóttir hjúkrunarkona, heið-
ursfélagi í Hjúkrunarfélagi íslands,
þennan heim. Bjarney var búin
undir komu jólanna og hún var einn-
ig viðbúin dauða sínum, til þess
hafði hún nægan styrk.
Með Bjarneyju Samúelsdóttur er
gengin merk kona sem varði lífi
sínu í að Iíkna öðrum. Allt líf henn-
ar var samofið hjúrkunarstarfinu
og gaf hún því alla sína starfs-
krafta. Hún hélt utan til Kaup-
mannahafnar til hjúkrunarnáms og
lauk því námi frá Kommunehosp-
italet í Kaupmannahöfn árið 1919.
Hún hóf þá þegar störf við bæjar-
hjúkrun í Reykjavík hjá Hjúkrunar-
félagi Reykjavíkur og starfaði þar
til ársins 1923. Það sama ár hóf
Bjarney störf hjá Hjúkrunarfélag-
inu Líkn og starfaði þar samfellt
til ársins 1953 að undanskildum
þeim tíma er hún stundaði fram-
haldsnám í heilsuvernd við Royal
Infirmary í Edinborg á árinu 1928.
Hjá Hjúkrunarfélaginu Líkn starf-
aði Bjarney fyrstu árin við ung-
barnavernd en síðar við berkla-
vernd. Hún vann því mikið braut-
ryðjendastarf í þágu heilsuverndar
hér á landi. Þegar berklavarnar-
deild hóf starfsemi sína í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur hóf Bjarn-
ey störf þar og starfaði þar sleitu-
laust þar til starfsferli hennar lauk
árið 1964.
Fáir félagsmenn í Hjúkrunarfé-
lagi íslands eiga skilið eins mikið
þakklæti fyrif góð og mikil störf í
þágu félagsins og Bjarney Samúels-
dóttir. Hún er sú hjúkrunarkona
sem hvað lengst hefur gegnt trún-
aðarstörfum fyrir Hjúkrunarfélag
íslands. Bjarney var í stjórn félags-
ins á árunum 1920 til 1943 og var
gjaldkeri félagsins í þessi 23 ár. í
stjórnartíð Bjarneyjar voru teknar
mikilvægar ákvarðanir fyrir hjúkr-
unarstéttina og unnið að veigamikl-
um hagsmunamálum hjúkrunar-
fræðinga. Má þar nefna aðild Fé-
lags íslenskra hjúkrunarkvenna að
Alþjóðasambandi hjúkrunarfræð-
inga og Samvinnu hjúkrunarfræð-
inga á Norðurlöndum, mótun til-
lagna um menntun hjúkrunar-
kvenna hér á landi, svo og stofnun
Lífeyrissjóðs hjúkranarkvenna. Á
þessum árum fengu hjúkrunarfræð-
irigar sitt félagsmerki, tímarit Fé-
lags íslenskra hjúkrunarkvenna hóf
göngu sína, lagður var grunnur að
húsnæðiskaupum fyrir félagsstarf-
semi og hafist handa við að koma
upp sumarhúsi fyrir félagsmenn.
Að öllum þessum ákvörðunum stóð
Bjarney heils hugar og lagði hún
mikið af mörkum til að koma
ákvörðununum í framkvæmd.
Bjarney sýndi félaginu og öllu fé-
lagsstarfinu ávallt mikinn áhuga.
Fram á allra síðustu ár sótti hún
nær undantekningalaust alla fundi
og fræðsluerindi og var vakandi
fyrir velferð félagsins.
Bjarney Samúelsdóttir var braut-
ryðjandi í mótun þeirrar hjúkrunar
sem veitt er nú í dag. Hjúkrunarfé-
lags íslands þakkar Bjarneyju
Samúelsdóttur hjúkrunarkonu sam-
fylgd alla, samstarf og allt það sem
hún var íslenskri hjúkrunarstétt.
Hjúkrunarfélag Islands kveður
hana með virðingu, ástúð og þakk-
læti.
Blessuð sé minning hennar.
Vilborg Ingólfsdóttir formað-
ur Hjúkrunarfélags Islands.
t
Fósturmóðir mín,
INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR
frá Másstöðum,
síðasttil heimilis
í Funafold 28, Reykjavik,
lést í elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni nýársdags.
Fyrir hönd aettingja,
Anna Bjarnadóttir.
t
Hjartkær sonur okkar og faðir,
JÓHANNES STEFÁNSSON
kennari,
lést 21. desember sl. Útförin hefur farið fram.
Þökkum öllum vinum og vandamönnum auðsýnda samúð.
Katrfn Jóhannesdóttir, Stefán Hermannsson,
Stefán Jóhannesson.
t
Móðir mín,
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Lundum,
Laugarnesvegi 114,
er látin.
Jarðsett verður frá Áskirkju í dag, föstudaginn 3. janúar, kl. 15.00.
Guðlaug Karlsdóttir.
t
Móöir mín,
MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR,
Stóru-Hildisey,
A-Landeyjum,
andaðist í Landspítalanum á nýársdag.
Fyrir hönd vandamanna, Pétur Guðmundsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLÖF JÓNA JÓNSDÓTTIR
frá Hnífsdal,
Vallarbraut 1,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness á nýársdag.
Friðgerður Bjarnadóttir,
Erla Guðmundsdóttir,
' Gísli S. Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar,
ÁGÚST ÁSGRÍMSSON,
Aðalstræti 70,
Akureyri,
sem andaðist á dvalarheimilinu Hlíð 26. desember, verður jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6. janúar 1992 kl. 13.30.
Fyrir hönd annarra vandamapna,
Iðunn Ágústsdóttir,
Ásgrimur Ágústsson,
Brynjar Ágústsson,
Heiðar Ingi Ágústsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GARÐAR BJARNASON,
Snæiandi 8,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 3. janúar,
kl. 15.00.
Jóhanna Júlíusdóttir,
Sveinbjörn Garðarsson,
Kristín S. Garðarsdóttir,
Guðný J. Garðarsdóttir,
Eiríkur I. Garðarsson,
Snorri F. Garðarsson
og barnabörn.
Björg Stefánsdóttir,
Steingrímur Steingrímsson,
Þráinn Óskarsson,
Sigurlaug Baldursdóttir,