Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992 Kjartan B. Aðalsteins- son lyfsali — Minning Fæddur 6. janúar 1951 Dáinn 21. desember 1991 í dag kveðjum við góðan félaga og vin, Kjartan B. Aðalsteinsson lyfsala á Blönduósi. Það var snemma á síðasta ári að við fengum þær válegu fréttir að Kjartan gengi með alvarlegan sjúkdóm. Þrátt fyr- ir þetta reiðarslag lifðu þó allir í þeirri von að hægt yrði að sigrast á þessum veikindum. Þegar líða tók á árið þótti sýnt hvert stefndi og aðfaranótt 21. desember þrutu kraftarnir og hann lést eftir stutta legu á sjúkarhúsi Blönduóss. Það er erfitt að sætta sig við að ungur maður sé kallaður burt í blóma lífs- ins frá maka og þremur bömum, sem nú verða að sjá á eftir elskuleg- um eiginmanni og föður. Kjartan fæddist í Reykjavík 6. janúar 1951. Foreldrar hans em þau Ámý Snæbjömsdóttir og Aðal- steinn Þórarinsson húsasmiður og var hann fjórði í röð fimm bama þeirra hjóna. Náin kynni okkar við Kjartan hófust þegar hann kynntist eiginkonu sinni Emmu Arnórsdótt- ur. Við æskuvinkonurnar og eigin- menn höfðum síðan átt saman margar ánægjulegar og eftirminni- legar stundir. Eftir því sem árin liðu eignuðust þau þijú myndarleg böm. Elstur er Davíð Öm, fæddur 1976, þá Petra Björg, fædd 1978, en yngstur Bjami Þór, fæddur 1984. Kjartan var góður og um- hyggjusamur heimilisfaðir og fjöl- skyldan mjög samhent. Margar glaðar stundir hefur vinahópurinn átt á heimili þeirra Kjartans og Emmu, í fyrstu á heim- ili þeirra í Kaupmannahöfn þar sem Kjartan var við nám. Að námi loknu fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Kjartan starfaði í fimm ár við Heildverslun Ásgeirs Sigurðs- sonar hf. Árið 1981 gerðist Kjartan lyfsali á Seyðisfírði og var því lang- ur vegur á milli vina. Sum okkar höfðu þó möguleika á að heim- sækja og njóta gestrisni þeirra hjóna fyrir austan auk þess sem tækifæri til samveru gafst þegar fjölskyldan átti leið til Reykjavíkur. Arið 1986 tók Kjartan við rekstri Apóteks Blönduóss. Þessu fylgdi tíðari samgangur og hin síðari ár var það orðin hefð að fjölskyldur okkar heimsóttu Emmu og Kjartan um mitt sumar og færu í laxveiði, jafnframt því sem við gerðum okk- ur góðan dag á myndarlegu heimili þeirra á Blönduósi. Nutum við þá í ríkum mæli greiðvikni og gestrisiji þeirra hjóna sem gerðu dvöl okkar ávallt sem ánægjulegasta. Kjartan var mörgum kostum búinn. Hann átti auðvelt með að kynnast fólki og var vel látinn af þeim sem þekktu hann. Eitt af ein- kennum í fari hans var hjálpsemi og greiðvikni og leitaðist hann jafn- an við af alúð að leysa úr hvers manns vanda. Hann var ræðinn um menn og málefni og var vel að sér á mörgum sviðum. Fróðleiksfýsnin var áberandi þáttur í lífi Kjartans og setti hann sig af áhuga inn í hin ýmsu málefni. í allri umræðu leitaðist hann við að sýna sanngirni og rökfestu. Hann var mannvinur og gerði sér far um að draga fram hinar jákvæðu hliðar mannlífíns og frekar gera gott úr hlutunum en draga fram hið neikvæða. Oftast var hann léttu*- í tali og hafði gott auga fyri hinu spaugilega í tilver- unni. Hæfíleikar Kjartans komu ekki síst fram í starfí hans. Það var gaman að fylgjast með þeirri natni, samviskusemi og áhuga sem hann sýndi við rekstur lyfjaverslunar sinnar. Hann var bæði hugmynda- ríkur og fljótur að tileinka sér þær nýjungar sem fram komu til hag- ræðingar og eflingar fyrirtækisins en rekstri lyíjaverslunar í dreifbýli eru settar þröngar skorður og þarf útsjónarsemi til að vel gangi. Hann bar einnig mjög fyrir bijósti hag og framgang sinnar stéttar og barð- ist fyrir málefnum hennar. Nú þegar komið er að leiðarlok- um viljum við láta í ljós þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri á að kynnast Kjartani og minningin um góðan dreng mun lifa áfram í hjört- um okkar. Elsku Emma og böm, sem og aðrir ástvinir, missir ykkar er mikill. Við viljum votta ykkur öllum dýpstu samúð á þessari sorg- arstund. Okkur er ljóst að söknuð- urinn er sár og orð mega sín lítils. Við vitum þó að öll él birtir upp um síðir. Ella og Stebbi, Guðbjörg og Einar, Solla og Sissi, Tóta og Bjarni. Kveðja frá Lyfjafræðingafé- iagi Islands Kjartan Aðalsteinsson apótekari lést aðfaranótt laugardagsins 21. desember slðastliðinn, aðeins fer- tugur að aldri. Kjartan var enn eitt fómarlamb krabbameinsins úr röð- um okkar lyfjafræðinga. Kjartan fæddist 6. janúar 1951 í Reykjavík, sonur hjónanna Aðal- steins Þórarinssonar trésmíða- meistara og Árnýjar Snæbjörns- dóttur. Kjartan varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1971. Fyrrihlutanám í lyfja- fræði stundaði hann við Háskóla íslands 1971-1973. Hann útskrifað- ist sem lyfjafræðingur vorið 1976 frá Danmarks farmaceutiske Hoj- skole. Þegar að námi loknu hóf hann störf hjá Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar hf. og sá hann þar um innflutning og dreifíngu á lyfj- um. Hann varð apótekari í Apóteki Austurlands á Seyðisfírði 1981 og gegndi hann þeirri stöðu þar til hann varð apótekari á Blönduósi 1. janúar 1986. Kjartan var mjög félagslyndur maður. Skipulagshæfileikar hans komu snemma í ljós og var hann því sjálfkjörinn til að sjá um skemmtanir og skemmtiferðir hvort sem um var að ræða svokallaða vísindaleiðangra á háskólaárunum, helgarferðir á námstímanum í Ing- ólfs apóteki eða árshátíðir á vegum Lyfjafræðingafélagsins. Á þeim stutta tíma sem hann bjó í Reykja- vík að námi loknu átti hann sæti í ritnefnd tímarits um lyíjafræði, sem Lyfjafræðingaféiag Islands gefur út og í skemmtinefnd félagsins. Hann var einnig mjög virkur í öllu fræðslu- og félagsstarfí félagsins á þessum árum. Arin á Seyðisfirði gáfu ekki mörg tækifæri til að taka þátt í félagslífi lyfjafræðinga vegna fjarlægðar frá Reykjavík. Eftir að hann flutti til Blönduóss tók hann aftur upp þráðinn og sótti fundi og námskeið á vegum Lyfjafræðinga- félagsins og Apótekarafélagsins mun betur en margur annar sem styttra þurfti að fara. Nú síðast kom hann á Dag lyfjafræðinnar sem við héldum 30. nóvember síðastliðinn, þar sem við ræddum framtíðar- skipulag lyfjadreifíngarinnar. Þó heilsan væri farin, rak brennandi áhugi hans á málefninu hann áfram. Þann dag hittumst við í síð- asta skipti í nýbyggingu Lyfjafræð- isafnsins á Seltjarnarnesi, en hann hafði alltaf sýnt því mikinn áhuga og stutt uppbyggingu þess af rausn- arskap. Kjartan kvæntist Emmu Arnórs- dóttur 1974. Þau eignuðust þijú börn, Davíð Örn 1976, Petru Björgu 1978 og Bjama Þór 1984. Emma og Kjartan vom samhent hjón sem unun var héim að sækja. Á öllum þeim stöðum sem þau bjuggu, gerðu þau sér gott og hlýlegt heimili þar sem þau höfðu ávallt velferð barn- anna og fjölskyldunnar I fyrirrúmi. Við rekstur tveggja lítilla apó- teka nutu hæfíleikar Kjartans sín til hins ýtrasta. Samviskusemi hans, nákvæmni og útsjónarsemi voru þess valdandi að honum tókst að koma rekstri minnsta apóteks landsins á Seyðisfirði í þokkalegt horf, þó svo að ekki riði hann feitum hesti frá því starfí. Á Blönduósi var umsetningin heldur meiri og tekj- urnar þar af leiðandi líka. En kostn- aðurinn og vinnan var líka marg- falt meiri en á Seyðisfirði, ekki síst þar sem Kjartan tók ekki annað í mál en að útibú apóteksins á Skaga- strönd nyti fullrar þjónustu lyfja- fræðings á við sjálft apótekið. Hann fór því sjálfur þrisvar í viku út á Skagaströnd til þess að afgreiða lyfseðla meðan læknarnir voru þar. Draumur Kjartans um að koma apótekinu á Blönduósi í nýtt hús- næði varð þó ekki að veruleika, þar sem svo mjög dróst að húsnæði það sem apótekinu var ætlað í heilsu- gæslustöðinni yrði tilbúið og rekst- urinn bauð ekki upp á að nýtt hús væri byggt. Ég leysti Kjartan nokkrum sinnum af á Blönduósi í stuttum fríum. Þá fann ég það greinilega að Kjartan var góður apótekari. Hann var góður vinnu- veitandi og því vinsæll hjá starfs- fólkinu. Hann var alltaf reiðubúinn til að veita þeim af þekkingu sinni og fékk þannig ábyrgt, ánægt og vel þjálfað starfsfólk. Viðskiptavinir apóteksins kunnu líka vel að meta góða þjónustu sem þeir fengu í apótekinu hjá Kjartani og starfs- fólki hans. Emma, eiginkona Kjart- ans, var honum einnig stoð og stytta við störfin í apótekinu, bæði við bókhaldsvinnu, innkaup og af- greiðslu. Við Kjartan tengdumst órofa vin- áttuböndum þegar ég hóf verknám í Ingólfs apóteki vorið 1973. Þá tók hann á móti mér sem nemi á öðru ári og vitaskuld miklu reyndari og kunnari leyndardómum þessa vinn- ustaðar sem mér var þá svo fram- andi. Vart hefði ég getað fengið betri leiðsögumann en Kjartan um innviði apóteksins. Aftur átti ég eftir að njóta Ieiðsagnar Kjartans seinna þegar við Guðrún Edda flutt- um til Kaupmannahafnar haustið 1974 til að setjast á skólabekk í Lyijafræðingaskólanum danska. Þar hafði Kjartan verið þá í eitt ár, þannig að hann gat miðlað okkur af þekkingu sinni á því hvernig best var að koam sér fyrir í stór- borginni. Þá urðum við einnig ná- grannar á Eyrarsundsstúdenta- garðinum í tvö ár meðan á námi okkar stóð. Á þeim tíma myndaðist náin vinátta milli okkar hjónanna. Vinátta sem styrktist ekki síður þegar fjölskyldurnar stækkuðu. Þegar ég hugsa til Kjartans koma fram í hugann tilfinningar eins og sorg og sköknuður eftir góðan vin og félaga. Einnig máttvana reiði í garð þessa illvíga sjúkdóms sem hrífur í burtu unga sem aldna. Ég minnist þó einkum allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Ég hugsa til baka til þess tíma þegar við vorum ungir lyfjafræðistúdentar í Ingólfs apóteki og brölluðum ýmis- legt skemmtilegt, sem ekki er ástæða til að tíunda hér. Námsdvöl- in og nábýlið í Kaupmannahöfn er mér einnig I fersku minni. Þar átt- um við alltaf vini vísa þar sem Kjartan og Emma voru. Áfram var sambandið náið þótt heldur lengdist á milli okkar. I fyrstu var vega- lengdin aðeins nokkrir kílómetrar bæjarhluta á milli, en seinna, þegar þau fluttu til Seyðisfjarðar, varð fjarlægðin meiri og samskiptin strjálli. Við notuðum þó öll tæki- færi sem gáfust til að hittast og njóta návista hvers annars. Það var okkur því mikið gleðiefni þegar Kjartan fékk lyfsöluleyfið á Blöndu- ósi, þó svo að við hefðum gjarnan kosið að hafa þau ennþá nærri okk- ur. Hin síðari ár hafa því samveru- stundir fjölskyldna okkar sem betur fer verið tíðari. Kjartan hafði fágæta skapgerð. Hann var glaðlyndur og átti afar auðvelt með samskipti við fólk, jafnt ókunnuga sem vini og kunningja. Sá eiginleiki í fari hans sem ég tók best eftir og dáðist mest að var hversu vel honum tókst alltaf að sjá betri hliðarnar á hveijum manni og málefni. Vegna þessarar ljúfu skapgerðar og sáttlyndis eignaðist hann marga vini alls staðar sem hann var meðal skólafélaga, sam- starfsmanna, viðskiptavina og koll- ega. Ég, Guðrún Edda og börn okkar sendum Emmu, Davíð Erni, Petru Björgu, Bjarna Þór, Árnýju, Aðal- steini, systkinum, tengdaforeldrum og öðrum aðstandendum Kjartans Aðalsteinssonar okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari sáru sorgarstund. Fyrir hönd Lyfjafræð- ingafélags íslands sendi ég þeim einnig innilegar samúðarkveðjur. Finnbogi Rútur Hálfdanarson, formaður Lyfjafræðingafélags íslands. Kveðja frá Lionsklúbbi Blönduóss í dag verður til moldar borinn vinur okkar og félagi, Kjartan Aðal- steinsson lyfsali. Það er ætíð erfitt að sætta sig við fráfall ungs manns en lífið hefur ætíð sinn gang og gegn þeirri staðreynd verður ei barist. Við fráfall hvers og eins sit- ur eftir minning og í hugum okkar Lionsmanna á Blönduósi var Kjart- an einstaklega traustur og ljúfur félagi sem skilur eftir sig góða minningu. Kjartan gekk til liðs við Lionsmenn á Blönduósi á haustdög- um 1985 en hafði áður starfað að sömu málefnum austur á Seyðis- firði. Á þeim tæpu sjö árum sem hann starfaði með okkur gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum á vegum klúbbsins og sinnti því af alúð þrátt fyrir að veikindin settu sífellt stærra mark á hann. Með Kjartani er geng- inn sá einstaklingur sem sagði „hvað get ég gert“. Ætíð var hann reiðubúinn að leggja lið hvenær sem á þurfti að halda og fyrir þennan eiginleika þökkum við. Við þökkum líka fyrir samveruna þó við hefðum kosið að hún hefði verið lengri. Við félagamir í Lionsklúbbi Blönduóss sendum þér, elsku Emma mín, og börnum þínum okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan guð að styðja ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum en huggunin í harminum er að minning um góðan dreng lifír. Jón Sigurðsson Tilviljun ræður miklu um lífs- hlaup hvers og eins. Það var tilvilj- un sem réði því, að við kynntumst góðum dreng. Það var í Háskólan- um, þar sem hann innritaðist í lyfja- fræði. Hópurinn var ekki stór, svo kynnin urðu náin. Það var einkum eftir að við fluttumst til Danmerkur árið 1973; til framhaldsnáms, sem kynnin þróuðust í það að verða sönn vinátta. Við teljum það mikið lán að hafa kynnst Kjartani. Það var svo í janúar árið 1974 að Kjartan kynnti okkur fyrir henni Emmu. Reyndar var hún gömul skólasystir okkar úr Mela- og Hagaskóla, svo það var meira eins og að taka upp gamlan þráð. í þijú ár bjuggum við svo saman, ásamt fleiri góðum vin- um á sama stúdentagarðinum í Kaupmannahöfn. Sá kjarni vináttu, sem þar myndaðist hefur síðan vax- ið og dafnað. Emma og Kjartan urðu hluti af okkar tilveru og trygga vinahópi. En nú hafa örlögin hagað því þannig, að Kjartan hefur kvatt þennan heim, núna rétt fyrir hátíð- ir og á dimmasta tíma ársins. En sólin hækkar núna á lofti. Kjartan Búi var sonur hjónanna Aðalsteins Þórarinssonar trésmíða- meistara og Árnýjar Snæbjörns- dóttur. Hann varð stúdent frá nátt- úrufræðideild MH 1971 og stundaði síðan nám í lyfjafræði á árunum 1971-1976, fyrst við Háskóla ís- lands og síðan við Danmarks framaceutiske Hösjkole I Kaup- mannahöfn. Kjartan var fyrirtaks námsmaður og reyndist síðan góður fagmaður í starfi. Hann vann fyrst hjá Heildverslun Ásgeirs Sigurðs- sonar hf. í fimm ár, en árið 1981 gerðist hann lyfsali í Apóteki Aust- urlands á Seyðisfirði. Þar starfaði hann þar til hann fluttist til Blöndu- óss og tók við apótekinu þar. Oft heimsóttum við Kjartan og Emmu, þó um langan veg væri að fara. Oftar var það þó sem þau litu inn á ferðum sínum til Reykjavík- ur. Það voru sannar ánægjustundir. Þau eignuðust þijú börn. Það hefur verið gaman að fylgjast með þess- um mannvænlegu börnum þeirra; fyrstur kom Davíð Örn árið 1976, síðan Petra Björg árið 1978 og loks Bjarni Þór árið 1984. Missir þeirra er mikill, en við biðjum þess, að börnunum auðnist að varðveita í hjarta sínu tæra og góða mynd af gefandi, elskulegum föður, sem vildi þeim allt hið besta. Og Emma, sem hefur átt okkar óskiptu aðdáun fyrir æðruleysi og kjark síðustu mánuði, hefur misst sinn besta vin. Ætli nokkur skynji slíkan missi til fulls, nema sá sem það hefur reynt. Allt tekur enda. Það hefur verið erfitt að fylgjast með því, hve vægð- arlaust sjúkdómar geta lagt ungt fólk að velli á stuttum tíma. Það var í vor sem leið, að Kjartan hringdi og sagði okkur frá veikind- um sínum. Þannig kom hann til dyranna, blátt áfram og af æðru- leysi. Fagurt sumarið leið og alltaf héldum við í vonina. Undir lokin var ljóst hvert stefndi. Síðan þegar fréttin kemur, sem maður alltaf óttaðist, togast margt á inní manni; söknuður, máttleysi, en líka í og með léttir yfir því, að nú sé þjáning- um lokið, fyrst ekki var til nein önnur lausn. Þetta er ef til vill und- arlegt að segja, en við eigum öll fyrirheit úr Fjallræðunni: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ í þeirri sömu ræðu er einnig annað fyrirheit; „Sælir eru syrgj- endur, því að þeir munu huggaðir verða.“ Það. er með þessu hugar- fari, sem gott er að ganga á móti hækkandi sól. Og er ekki sagt, að tíminn lækni öll sár. Víst er, að minningin um vin okkar mun lifa með okkur og börnum okkar. Við getum ekki annað en þakkað fyrir samfylgdina og viljum senda for- eldrum Kjartans og systkinum sam- úðarkveðjur. Emma og börnin vita hug okkar og annarra vina sinna og að þau eiga okkur að - alltaf. Megi blessun fylgja minningu góðs drengs_ og vinar. Óli, Hlíf og börnin. Veistu, er þú vin átt, þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og göfum skipta, fara að finna oft. (Hávamál) I dag kveðjum við vin okkar, Kjartan B. Aðalsteinsson. Þegar við lítum til baka til áranna sem við höfum átt saman kemur hugtakið vinátta ávallt upp í hugann. Kjartan fæddist í Reykjavík 6. janúar 1951. Við áttum stutta sam- leið í barnaskóla, við vissum af honum í Menntaskólanum við Hamrahlíð en það var í Háskóla íslands á haustdögum 1971 við upphaf náms í lyfjafræði lyfsala að kynni okkar hófust. Síðsumars 1973 var svo haldið til framhalds- náms við Danmarks farmaceutiske hojskole I Kaupmannahöfn. Við vorum fern hjón úr þessum hópi, þar sem annar aðilinn var í lyfja- fræðinámi, sem bjuggum í 0re- sundskollegíinu. Dvöl okkar þar varð upphaf þeirrar vináttu sem síðan hefur vaxið og dafnað eftir því sem árin hafa liðið. Vinátta sem stofnað er til á er- lendri grund er í eðli sínu sérstök. Við vorum ekki eingöngu vinir, við komum líka í stað fjölskyldu hvers annars. Við héldum saman jól, við fögnuðum nýju ári saman, við samglöddumst á afmælis- og tylli- dögum og þegar fyrstu börnin fæddust. Við deildum einnig hinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.