Morgunblaðið - 03.01.1992, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
45
Sigurður Bragason.
TÓNLJST
Góðar
viðtökur
Þeir Sigurður Bragason
söngvari og Hjálmur Sig-
hvatsson píanóleikari fengu
góðar viðtökur á tónleikum er
þeim var boðið að halda í hinu
þekkta tónleikahúsi Palais
Wittgenstein í Dusseldorf fyrir
skömmu. Hefur þeim verið boð-
ið að koma aftur og leika og
syngja að ári, auk þess sem
önnur boð standa þeim opin um
þessar mundir, til dæmis í Bret-
landi.
Á tónleikunum fluttu þeir
verk eftir Vaughan Williams,
Benjamin Britten, Atla Heimi,
Árna Björnsson, Björgvin Guð-
mundsson og Bellini.
FLmffERCiO
Spænskir dansar
i fyrsta sinn
d Island
SKILNAÐIR
Fólk dauðsér eftír fyrri mökum-
ekki sízt þeir endurgiftu
Nokkrir sérfræðingar við Bri-
stol háskólann í Englandi
hafa nýlega sent frá sér athyglis-
verðar niðurstöður úr viðamikilli
skoðanakönnun sem þeir gengust
fyrir. í könnuninni kynntu þeir sér
viðhorf fólks til hjónaskilnaða og
leitað var eftir viðhorfum fólks
sem hafði skilið einhvern tímann
á lífsleiðinni. Upp úr dúrnum kom,
að ótrúlega margir fráskildir aðilar
dauðsáu eftir því mismörgum
árum síðar að hafa skilið. Þegar
þeir skoðuðu málin úr fjarlægð
gekk þeim betur að sjá vandamál-
in og hvernig hefði verið unnt að
leysa þau. Meira að segja reynd-
ust ótrúlega margir aðilar sem
voru giftir á ný óska þess að þeir
væru enn með sínum fyrri mökum.
Ef við lítum aðeins nánar á ein- Tony Newly og Joan Collins.
stakar tölur í könnuninni kemur í
Ijós að í þeim hópi fráskildra sem
ekki höfðu gift sig á ný voru mun
fleiri karlar sem óskúðu þess að
leiðir hefðu aldrei skilið, 51 pró-
sent. 28 prósent einhleypra frá-
skildra kvenna játuðu sams konar
hugrenninga. Meðal þeirra sem
höfðu gift sig á ný voru 28 pró-
sent karla sem óskuðu þess að
þeir væru enn með fyrri maka og
21 prósent kvenna. í kjölfarið á
könnun þessari í Bretlandi er farin
af stað m'ikil umræða um að breyta
löggjöf þeirri sem fjallar um skiln-
aðarmál. Vilja nú margir í ljósi
þessara upplýsinga þrengja mjög
að þeim sem vilja skilja. Gera fólki
erfiðar fyrir, en auka að sama
skapi fræðslu og ráðgjöf. Hvergi
í löndum EB er skilnaðartíðni
hærri en á Bretlandseyjum þar
sem 37 prósent hjónabanda fara
út um þúfur og íjórða hvert bam
upplifir heimilisrof af þeim sökum
fyrir 16 ára aldur.
Talsmenn þessa
notfæra sér gjarnan,
að talsvert er um að
þekkt fólk hafi tekið
saman aftur eftir
skilnað. Ef til vill
besta dæmið um það
er Hollywoodparið
Melanie Griffith og
Don Johnson. Þau
voru gift fyrir all
mörgum árum, en
voru bæði villt og á
kafi í vímuefnum og
hliðarsporum. Þau
skildu, en mörgum
árum síðar eftir að
þau höfðu haslað sér
völl í hinum harða
heimi kvikmyndanna,
losað sig við eitrið og
áttað sig á vandamálum sínum,
tóku þau saman á ný og segjast
yfír sig ástfangin og þakklát fyrir
að bera gæfu til að reyna aftur.
Það er einnig haft eftir hinni
þekktu Joan Collins, að hún hafi
aldrei almennilega jafnað sig eftir
skilnaðinn við Tony Newly á sínum
tíma. Newly hefur tekið undir það
og segir það hin verstu mistök.
Dansstúdíó Sóleyjar býður upp á frábært 3ja mánaða
námskeið í flamenco og spænskum dönsum.
Við höfum fengið atvinnudansarann og kennarann
Francisco Morales frá Madrid á Spáni.
Hann hefur dansað með Luis Fuente's Ballet Clasico,
Harkness Ballet og Luigi's Dance Company í New York.
Hann hefur verið heiðursdansari Ballet International de
Caracas. 1979 stjórnaði hann einnig balletflokknum
Espanol Nacional.
Þetta námskeið er ætlað öllum sem hafa
gaman af að dansa, börn, konur og karla á
aldrinum 10-65 ára.
S Ó L E Y
jAr '%
Námskeiðið byrjarlö. janúar. Innritun hefst 6. janúar í símum 687701 og 687801.