Morgunblaðið - 19.01.1992, Qupperneq 1
112 SIÐUR B/C/D
15. tbl. 80. árg.
Kínverjar í
flugnastríð
KÍNVERSK stjórnvöld, sem reyndu
einu sinni að útrýma fuglunum, hafa
nú Iýst yfir „föðurlandsstyijöld“ gegn
flugum. Verður stríðið háð í Peking
og er tilgangurinn sá að gera borgina
„hreinni og skemmtilegri“. Stórkost-
Iegar stríðsyfirlýsingar á hendur villt-
um dýrum eru sérgrein kínverskra
kommúnista og frægasta dæmið er
frá 1958, á tíma „Stóra stökksins
framávið“, þegar Maó formaður skip-
aði landsmönnum að drepa fuglana,
sem ætu kornið. I margar vikur voru
barðar bumbur og málmskálar um
allt landið til að fæla fuglana og helst
að halda þeim á flugi þar til þeir ör-
mögnuðust og dyttu niður dauðir. í
mörg ár á eftir var merkilega lítið
um fugla í Kína en þeim hefur þó
farið fjölgandi. Það var fréttastofan
Nýja Kína, sem skýrði frá flugnastríð-
inu, sem nú er á næsta leiti, en upp-
lýsti ekki hvernig að því yrði staðið.
Frosið fóstur
orðið að barni
Annabelle Shorte, 37 ára áströlsk
kona, ól í vikunni stúlkubarn á
Konunglega norðurstrandarsjúkra-
húsinu í Sydney sem þykir tíðindum
sæta sakir
þess að
frosnu fóstri
var á sínum
tíma komið
fyrir í legi
hennar. Mun
það vera í
fyrsta sinn
sem frosið
fóstur verður
að lifandi
veru. Þá þyk-
ir fæðingin einnig sérstök þar sem
nýrri tækni var beitt við fijóvgunina.
Sæði manns hennar var sprautað inn
í sex egg úr legi konunnar með smá-
sjártækni. Þegar þau höfðu fijóvgast
var þremur komið fyrir í leginu en
hin fryst. Fyrri þungunartilraunin
varð árangurslaus en þá voru hin egg-
in þýdd upp og komið fyrir á sínum
stað með fyrrgreindum árangri. Er
þetta fyrsta barn konunnar, en þau
hjónin Annabelle og John Shorte
höfðu árangurslaust reynt að eignast
barn eftir venjulegum leiðum. Vart
var stúlkubarnið, sem gefið var nafnið
Madeleine, komið í heiminn er þau
sögðust myndu reyna að stækka fjöl-
skylduna enn frekar.
DAUDI
KREMLVERJÍNS
STOFNAÐ 1913
SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1992
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
Ráðstefna í Washington í næstu viku:
Meira en 50 ríki ræða um
aðstoð við nýja samveldið
Washington. Reuter.
RÁÐHERRAR og háttsettir embættismenn
hington í Bandaríkjunum í næstu viku til a
stoð við sovétlýðveldin fyrrverandi. George
una en það getur farið eftir niðurstöðum ht
veldisríkja tekst að þrauka af veturinn.
James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, boðaði til ráðstefnunnar 12. desember
sl. án þess að hafa um það samráð við Evrópu-
ríkin og hefur það valdið nokkurri óánægju.
Evrópumönnum finnst, að Bandaríkjamenn
eigi ekki að gangast fyrir þessari ráðstefnu
vegna þess, að þeir hafi staðið sig illa í hjálp-
arstarfínu við samveldisríkin, aðeins lagt af
mörkum 20% matvælaaðstoðarinnar til þessa.
Störfum ráðstefnunnar verður þannig hátt-
að, að á þriðjudaginn leggja sérfræðingar
fram áætlun um hvernig mætt skuli skamm-
tímaþörf fyrir matvæli, húsaskjól, orku, lyf
og tæknilega aðstoð. Gert er síðan ráð fyrir,
‘rá meira en 50 rílgum koma saman í Was-
ð skipuleggja margra milljarða dollara að-
Bush Bandaríkjaforscti mun setja ráðstefn-
nnar hvort Rússum og íbúum annarra sam-
að þátttökuríkin myndi óformleg samtök eða
stofnun, sem starfi næstu árin og samræmi
hjálparstarfið.
Ráðstefnan er í samræmi við þá stefnu
Bush forseta, að sem flest ríki axli ábyrgðina
á þeim málum, sem hæst ber á alþjóðavett-
vangi, enda hefur bandarískur almenningur
ýmislegt að athuga við aðstoð við erlend ríki
á tímum efnahagssamdráttar og atvinnuleys-
is.
Samveldisríkjunum hefur nú þegar verið
heitið 11 milljörðum dollara í aðstoð, þar af
fjórum milljörðum frá Bandaríkjunum og
tæplega fjórum frá Evrópubandalaginu, en
Baker segir, að meira þurfi að koma til. Er
haft eftir bandarískum embættismönnum, að
vonast sé til, að ríki, sem lítið eða ekkert
hafa komið nærri aðstoðinni til þessa, fáist
til að leggja eitthvað af mörkum. Er þá með-
al annars átt við olíuríkin við Persaflóa og
aðildarríki Suðaustur-Asíubandalagsins.
Munu fulltrúar þeirra sitja ráðstefnuna í
Washington.
Eitt ríkasta iðnríkið, Japan, hefur veitt
einna minnstu aðstoðina og er ekki búist við,
að mikil breyting verði þar á. Japönsk stjórn-
völd hafa að vísu ábyrgst vörukaup samveldis-
ríkjanna í Japan fyrir tvo milljarða dollara
en nokkur hundruð milljón dollara neyðarað-
stoð, sem lofað var tvisvar á síðasta ári, hef-
ur ekki skilað sér. Er kennt um skriffinnsk-
unni jafnt í Japan sem samveldisríkjunum.