Morgunblaðið - 19.01.1992, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1992
ERLEIMT
Bæir um-
flotnir í
Borgarfirði
Vegna óvenjulegra hýinda
flæddu ár í Borgarfirði yfir bakka
sína á mánudag og þriðjudag og
urðu af töluverðar skemmdir. Sem
dæmi um flóðin má nefna að aldr-
ei hefur verið meira vatn í Norð-
urá, í flóðunum var rennslið þrít-
ugfalt meðalársrennsli. Nokkrir
sveitabæir voru umflotnir um tíma
og flæddi inn í hús. Milljónatjón
varð á vegum og einnig urðu
skemmdir á eignum bænda, m.a.
girðingum og ræktun.
SHdarláni til Rússa hafnað
Landsbankinn synjaði á mánu-
dag beiðni Síldarútvegsnefndar um
að annast lánsútvegum fyrir Rússa
vegna saltsíldarkaupa þeirra hér á
landi á yfirstandandi síldarvertíð.
Sverrir Hermannsson bankastjóri
segir að bankinn byggi ákvörðun
sína á svari ríkisstjómarinnar þar
sem með vísan til álits Seðlabank-
ans sé talið of áhættusamt að lána
peningana. Mikil fundahöld voru í
Seðlabankanum vegna þessa máls
í vikunni. Niðurstaðan var að senda
mann til Rússlands til að ræða við
fulltrúa utanríkisviðskiptabanka
ERLENT
Júgóslavía
heyrir nú
sögunni til
Aðildarríki Evr-
ópubandalagsins
viðurkenndu
fullt sjálfstæði
Slóveníu og Kró-
atíu á miðviku-
dag, 15. janúar,
og er júgóslav-
neska sam-
bandsríkið þar u'.gur Króati
með liðið undir lok. Búist er við,
að sjálfstæði Makedóníumanna
verði viðurkennt fljótlega eða
þegar jafnaður hefur verið
ágreiningur Grikkja og þeirra en
meiri óvissa er um Bosníu-
Herzegovínu. Þar búa Serbar,
Króatar og múslímar og ekki ljóst
hver er vilji meirihluta íbúanna.
Króatar og Slóvenar fögnuðu
ákaflega viðurkenningu EB-ríkj-
anna og margra annarra ríkja
en sambandsstjómin í Belgrad,
sem er næstum eingöngu skipuð
Serbum, mótmælti viðurkenning-
unni sem broti á alþjóðalögum.
Serbar segja einnig, að Króatar
geti aðeins gert kröfu til sjálf-
stæðis á því landi, sem þeir ráða
nú, eða með öðrum orðum, að
Serbar ætli að halda því króatíska
landi, sem þeir hafi lagt undir
sig. Evrópubandalagið hefur vís-
að þessu á bug.
Lítið miðar í viðræðum
Þriðju Iotu viðræðnanna um frið
í Miðausturlöndum milli ísraela
og araba lauk í Washington á
fimmtudag án samkomulags um
Rússlands en bankastjóri Lands-
bankans segir að synjun bankans
á síldarláni sé endanleg. Ríkis-
stjórnin ákvað að greiða fyrir sal-
tíldarviðskiptum með því að opna
á ný Tryggingadeild útflutningsl-
ána við Ríkisábyrgðarsjóð til að
ábyrgjast 150-160 milljóna kr. lán.
Samskip kaupa Esju
Frakkland:
Leitin að arftaka
Ríkið hefur leigt Samskipum hf.
strandferðaskipið ms. Esju með
kauprétti eftir sex mánuði. Kaup-
verðið er metið á tæpar 120 milljón-
ir kr. Viðræður halda áfram um
sölu á fleiri eignum Ríkisskipa.
Formaður starfsmannafélags Rík-
isskipa segir að mikil óvissa ríki
meðal starfsmanna um áframhald-
andi störf hjá fyrirtækinu. Hluta
starfsmanna hefur verið sagt upp
og búist er við frekari uppsögnum
um mánaðarmót.
Loðnukvótinn aukinn
Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra ákvað á föstudag að
auka heildarloðnukvótann á vertíð-
inni um 300 þúsund tonn, upp í
740 þúsund tonn, og þar af koma
577 þúsund tonn í hlut íslendinga,
sem er nálægt meðalveiði okkar
síðustu fimm árin. Utflutnings-
verðmæti loðnuafurða gæti með
þessu orðið 5,4 milljarðar kr. á
vertíðinni.
Lést eftir hnífsstungu
Ungur maður lést af völdum
áverka sem hann hlaut þegar sam-
býliskona hans stakk hann með
hnífí á heimili þeirra í Vestmanna-
eyjum á laugardagsmorgun. Konan
hefur verið úrskurðuð í 30 daga
gæsluvarðhald og henni gert að
sæta geðrannsókn.
Flugleiðir kaupa
ferðaskrifstofur
Úrval-Útsýn hí'., dótturfyrirtæki
Flugleiða bg Eimskiþs, keypti í vik-
unni ferðaskrifstofuna Sögu og
yfirtók utanlandsferðir Atlantik hf.
Með þessu og gjaldþroti Veraldar
er búist við að markaðshlutdeild
Flugleiða og dótturfyrirtækja í sölu
orlofsferða verði um 50%.
nýjan fundarstað en þó var
ákveðið að næstu fundir yrðu 10.
febrúar. Yitzhak Shamir, forsæt-
isráðherra ísraels, ætlar senn að
ijúfa þing og boða til kosninga
vegna þeirrar ákvörðunar tveggja
lítilla flokka harðlínumanna að
segja sig úr stjórninni, sem hefur
þá ekki lengur meirihluta á þingi.
Eru harðlínumenn andvígir þátt-
töku í friðarviðræðunum við
araba.
Borgarastyrjöld í Georgíu?
Zvíad Gamsakhúrdía, forseti Ge-
orgíu, sem flýði til Armeníu fyrir
tæpum tveimur vikum, sneri aft-
ur til landsins á fírnmtudag. Er
hann nú staddur í borginni
Zugdidi í Vestur-Georgíu og í
ræðu, sem hann flutti, hvatti
hann stuðningsmenn sína til að
grípa til vopna gegn núverandi
valdhöfum í höfuðborg landsins,
Tbílísí. Lýsti hann yfir, að borga-
rastyijöld væri hafín í landinu en
leiðtogar herráðsins, sem fer með
völdin, sögðu enga ógn stafa
lengur af Gamsakhúrdía.
Brundtland hlynnt EB
Gro Harlem
Brundtland, for-
sætisráðherra
Noregs, hefur
loksins rofið
þögnina um af-
stöðu sína til
Evrópuband-
alagsins, EB, og
segir utanríkis-
og öryggishagsmuni Norðmanna
best tryggða með aðild að band-
alaginu. Er litið á ummælin sem
stuðningsyfírlýsingu við EB-aðild
en Brundtland mun taka af öll
tvímæli um það í apríl næstkom-
andi. I nóvember ætlar svo flokk-
ur Brundtlands, Verkamanna-
flokkurinn, að taka formlega af-
stöðu til Evrópubandalagsins.
Brundtland
Mitterrands hafin
Nýkjörnum formanni sósíalista falið að lífga upp á
ímynd flokksins o g laga hann að breyttum tímum
FORM ANN ASKIPTIN í
franska sósíalistaflokknum á
dögunum sýna, að flokkurinn
hefur hafið undirbúning fyrir
þingkosningarnar á næsta ári
og forsetakosningarnar árið
1995. Sósíalistaflokkurinn,
sem nú fer með völd, hefur
átt í miklum erfiðleikum síð-
ustu misseri og óttast flokks-
menn að bæði forsetastóllinn
og ríkissljórnin gangi þeim
úr greipum. A sama hátt og
vinstri menn þjappa sér sam-
an, er búist við að hægri menn
nái meiri einingu og að Jacqu-
es Chirac verði fyrir valinu
sem næsti forsetaframbjóð-
andi, enda þótt þrjú ár séu
eftir af kjörtímabili Francois
Mitterrands.
Francois Mitterrand Frakklandsforseti og einn af líklegum arf-
tökum hans, Laurent Fabius, hinn nýkjörni formaður franska
sósíalistaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
Sósíalistaflokkurinn hefur átt
við margvíslegan vanda að
glíma. Honum hefur ekki tekist
að sigrast á mesta áhyggjuefni
þjóðarinnar, atvinnuleysinu, og
vinsældir forystumanna flokks-
ins hafa farið minnkandi. Þannig
hefur Mitterrand forseti aldrei
hlotið jafn slæma útreið í skoð-
anakönnunum á sínum forseta-
ferli og nú um áramótin og Ed-
ith Cresson, forsætisráðherra,
nýtur aðeins trausts 20% kjós-
enda.
Nú þegar aðeins tveir mánuð-
ir eru í héraðs- og sveitastjórnar-
kosningar, óttast sósíalistar að
tap í þeim geti haft keðjuverk-
andi áhrif á kosningar til þings
á næsta ári og til forseta tveim-
ur árum síðar. Þannig á Laurent
Fabius, hinn nýkjömi formaður,
að lífga uppá ímynd flokksins
og laga hann að breyttum tím-
um, allt fram til aldamóta. Þessi
formannaskipti þykja áfangasig-
ur fyrir Mitterrand innan flokks-
ins, því hann hefur um árabil
viljað fá Fabius sem formann.
„Sonur“ Mitterrands
Það hefur lengið gustað um
Laurent Fabius innan Sósíalista-
flokksins. Hann hefur ávallt átt
sér bæði trausta stuðningsmenn
og harða and-
stæðinga, en
eiriingin um
hann sem form-
ann í síðustu
viku sýnir að
flokkurinn hefur
ekki lengur efni
á að láta innanflokksdeilur spilla
út frá sér. Fabius komst fyrst í
sviðsljósið árið 1984 þegar Mit-
terrand útnefndi hann forsætis-
ráðherra. Faibus var þá aðeins
37 ára gamall og yngstur allra
forsætisráðherra í sögu lýðveld-
isins. Hann tók við af Pierre
Mauroy, sem verið hafði forsæt-
isráðherra frá fyrri kosningasigri
Mitterrands árið 1981.
Laurent Fabius var aðeins for-
sætisráðherra í tvö ár, því hægri
flokkarnir unnu sigur í þingkosn-
ingunum 1986 og Jacques Chirac
tók við stjórnartaumunum. Fab-
ius var þannig tilvalinn blórabög-
gull fyrir ósigrinum og lenti af
þeim sökum uppá kant við ýmsa
flokksmenn. Eftir að Mitterrand
var endurkjörinn forseti 1988
missti ríkisstjórn Chiracs þing-
meirihluta, því „sambúðin“ svo-
kallaða, forseti úr röðum vinstri
manna og hægri ríkisstjórn,
gekk ekki vel. Þannig þurfti að
grípa til þingkosninga á ný og
þá unnu sósíalistar sigur á ný. A
sama tíma styrkti Michel Rocard
stöðu sína innan flokksins og
varð forsætisráðherra. Fabius
varð hinsvegar forseti þingsins
og gegnir því hlutverki enn.
Enda þótt staða Mitterrands
hafi verið mjög sterk eftir kosn-
ingasigurinn 1988, tókst honum
ekki að ná samstöðu um Fabius
sem flokksformann. Þess í stað
sættust menn á Pierre Mauroy
sem nokkurs konar málamyndar-
lausn. Tveimur árum síðar reyndi
Fabius að ná formannssætinu á
flokksþingi sósíalista og aftur
hafði hann beinan stuðning Mit-
terrands. Eftir mikið þref á þing-
inu náði Mauroy að halda sæti
sínu, en bæði Fabius og Michel
Rocard, þáverandi forsætisráð-
herra, höfðu einnig mikið fylgi
á bakvið sig.
Delors vinsæll
Nú þegar Fabius tekur sæti
Mauroys er ljóst, að sósíalistar
eru teknir að huga að arftaka
Francois Mitterrands í Elysée-
forsetahöllinni. Margir hafa ótt-
ast að hörð bar-
átta á milli Fab-
iusar og Roeards
myndi spilla fyr-
ir möguleikum
sósíalista á að
halda völdum.
„Ég fel Fabius
formannssætið með þeim skil-
yrðum, að hann viðurkenni Roc-
ard sem forsetaefni flokksins,"
sagði Mauroy þegar hann hvarf
á brott. Enda þótt Fabius virðist
hafa gengið að þessum skilmál-
um, er of snemmt að afskrifa
hann úr væntanlegri kosninga-
baráttu.
Auk þess hefur komið fram
sú krafa, að Jacques Delors, for-
seta framkvæmdastjórnar Evr-
ópubandalagsins, verði kallaður
heim frá Briissel, en Delors er
nú vinsælastur allra stjórnmála-
manna í Frakklandi. Reyndar
segja franskir fréttaskýrendur
ólíklegustu öfl innan Sósíalista-
flokksins hafa sameinast um
Rocard sem forsetaefni til að
koma í veg fyrir, að Delors eða
Fabius bjóði sig fram. Hvorugur
þeirra hefur svarað fréttamönn-
um um fyrirætlanir sínar, en lík-
legt er að Mitterrand muni styðja
annan hvorn þeirra gegn Michel
Rocard. Forsetinn hefur fullan
hug á að hafa áhrif á hver verð-
ur eftirmaður hans. „Hann verð-
ur að vera klár í kollinum og
maður fólksins. Þjóðernissinni,
en umfram allt evrópskur. Hann
þarf að hafa aðra hæfileika en
ég og helst ekki vankanta mína,“
sagði Mitterrand á blaðamanna-
fundi. Franskir húmoristar sjá
engan, sem fellur inni í þessa
lýsingu.
Hægrimenn sameinast
Á meðan sósíaiistar hafa te-
kist á hefur verið heldur hljótt á
hægri væng franskra stjórn-
mála. Samkvæmt skoðanakönn-
unum munu hægri flokkarnir
vinna sigur í næstu kosningum,
en þeir leggja allt kapp á að ná
þingmeirihluta á næsta ári. Ta-
kist það mun forsetaframbjóð-
andi þeirra eiga góða möguleika
á sigri árið 1995, því flestir vilja
forða frekari „sarnbúð".
Undanfarna mánuði hafa
staðið yfir samningaviðræður á
milli hægri flokkanna, RPR og
UDF, um sameiginleg framboð,
enda hafa flokkarnir sömu
stefnu í grundvallaratriðum.
Formenn þessara flokka, Jacqu-
es Chirac (RPR) og Valéry Gisc-
ard d’Estaing (UDF), renna báð-
ir hýru auga til Elyséehallarinn-
ar, en Chirac verður að teljast
líklegri frambjóðandi. Ciscard
d’Estaing hefur það gegn sér,
að hafa þegar verið „notaður",
þar sem hann var forseti lýð-
veldsins 1974—81. Það gæti hins
vegar háð Chirac, að hann hefur
beðið ósigur í tveimur síðustu
kosningum og honum gekk ekki
nógu vel sem forsætisráðherra.
Framtíð franskra stjórnmála
munu líklega ráðast á næstunni,
þar sem hveijar kosningar hafa
áhrif á þær næstu. Enda þótt
Sósíalistaflokkurinn reyni nú að
fegra ímynd sína hefur komið í
ljós, að nærri 80% þjóðarinnar
er sama um hver fer með völd
í flokknum. Á sama hátt verða
hægrimenn að halda einingu
sinni. Annað gæti gefið öfga
hægrimanninum Jean-Marie Le
Pen byr undir báða vængi, en
flokkur hans á ekkert sameigin-
legt með öðrum stjórnmálaflokk-
um Frakklands.
BAKSVID
Þorfmnur Ómarsson
skrifar frá París