Morgunblaðið - 19.01.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992
9
GUÐ
Hugmyndin eða tilfinningin
fyrir því að eitthvert það
afl sé til sem kalla má
Guð virðist vera hluti af eðli og
sögu mannanna. Reyndar hafa
góðir fræðimenn einmitt ráðist á
trúarbrögðin almennt á þeim for-
sendum að þau séu ekkert annað
en endurspeglun ótta mannsins
við dauðann eða draumur hans
um fegurra og betra líf en það
sem býðst á jörðinni. Þeir halda
því fram að maðurinn varpi öllum
óuppfylltum
óskum sínum í
himininn og kalli
þær Guð. Til
gamans má á
móti spyija, á
hvað er óskun-
um varpað? Þegar við horfum á
mynd frá myndvarpa sæist hún
ekki ef ekki kæmi til tjaldið sem
gefur myndinni líf. Gæti Guð ekki
verið það tjald er menn varpa
draumum sínum á? Hvað sem því
öllu líður og um það mætti rita
langt mál, þá er trúarþörf manna
staðreynd og hefur ætíð verið. í
sögu trúarbragðanna er hægt að
greina þrenns konar megin hug-
myndir um Guð eða guði. Þær
endurspeglast í öllum þeim trúar-
brögðum og trúarhugmyndum
sem við hittum fyrir í dag. Þar
má fyrsta nefna algyðistrúna.
Hún gerir ráð fyrir því að Guð
sé ópersónulegt afl er býr í öllu
og felur í sér kraft sem mótar
allt og hægt er að komast í sam-
band við með íhugun og ýmiss
konar atferli. Guð er allt, allt er
Guð. Ekki er hægt að hafa per-
sónuleg samskipti við þennan
kraft. Hugtakið „persóna“ er
komið úr gríska leikhúsheiminum
í fornöld. Leikarar þar báru grímu
og kölluðu í gegnum hana, létu
röddina hljóma í gegnum hana.
Persóna leiksins var sá er bar
grímuna, einstaklingur er hafði
samskipti við annan einstakling.
KRISTNIA
KROSSGÖTUIVI
Þórhallur Heimisson
Önnur hugmynd um Guð birtist í
fjölgyðistrú. Samkvæmt henni er
til fjöldinn allur af guðum. Stund-
um blandast algyðistrúin og fjöl-
gyðistrúin eins og t.d. í hindúasið,
þar sem hinir mörgu guðir eru
álitnir skapaðar eða hugsaðar
verur líkt og mennirnir, einungis
æðri. En ofar öllu er alheimsaflið
sem býr í öllu, ópersónulegt og
tímalaust. Gagnvart því eru guð-
irnir einskis megnugir. Þriðja
guðshugmynd mannanna birtist í
eingyðistrú. í
þeim bás má
finna islam,
gyðingdóm og
loks kristna trú.
Hverri þjóð
fylgir einnig
þjóðtrúin, sem stundum er alþjóð-
leg en mótast alltaf af þeim ríkj-
andi, opinberu trúarbrögðum er
hún mætir á hveijum stað. Ein-
gyðistrúin er mjög afdráttarlaus,
hvort sem hún birtist í því hvern-
ig það afl er að baki öllu býr hef-
ur birst, opinberað sig einum eða
fleiri körlum og konum. Þar má
líkja saman opinberunum Páls
postula á veginum til Damaskus,
sýn Jósefs Smiths stofnanda
mormóna, sýnum Múhainmeðs
spámanns og fleiri og fleiri.
Ekki skal hér dregið í efa að
frásagnir þessara manna af birt-
ingu hins guðlega fyrir augliti
þeirra eru sannar. Að upplifa afl-
ið er að baki öllu býr er sam-
merkt öllum trúarbrögðum á einn
eða annan hátt. Um líka opinber-
um eða sýn er hinsvegar ekki að
ræða þegar kristin trú játar að
Guð hafi opinberað sig sem mað-
urinn Jesús. Þar er verið að segja
að Guð hafi orðið maður en ekki
birst í sýn, draumi, hugleiðslu eða
neinu slíku. Á því tvennu er
grundvallarmunur. Sú skilgrein-
ing sem mér finnst komast hvað
næst því að segja hvað menn eigi
við þegar þeir tala um „Guð“ er
þessi: Guð er það afl er mestu
máli skiptir í lífí hvers og eins.
Það er að segja það afl sem menn
setja allt traust sitt á, trúa öðru
fremur fyrir tilveru sinni, finna
tilveru sinni öðru fremur grund-
völl í. Ef við gefum okkur það að
„Guð“ sé það afl er menn treysta
á öðru fremur, þá er hægt að
greina enn fleiri guðategundir en
hér að ofan hefur verið gert. Póli-
tískir „guðir“ verða til þegar menn
taka að setja ákveðið pólitískt
markmið ofar öllu öðru, gefa því
æðsta gildi í lífinu. Á okkar tímum
höfum við orðið vitni að því hvern-
ig ölf er kenndu sig við guðleysi
gerðu stjórnskipulag að átrúnaði.
Má þar nefna hinn nýfallna kom-
múnisma er setti drauminn um
alræði öreiganna ofar öllu og
einnig þjóðernissósíalisma Þjóð-
veija um miðbik aldarinnar er
setti ríkið, þjóðernið og flokkinn
ofar öllu. Allt annað varð að víkja.
Einstaklingar og þjóðir skiptu þar
engu máli, nema sem efniviður í
hið nýja þjóðfélag. Öll þau er ekki
beygðu sig undir þessi trúarbrögð
var reynt að afmá. Sérstaklega
átti það við um kirkjuna eða
kristnina sem neitaði að lúta öðr-
um en Jesú Kristi. Að lokum skal
bent á efnishyggju og neyslu-
hyggju Vesturlanda sem dæmi um
guðsmynd sem nú fer sigurför um
heiminn eftir fall kommúnismans
í Evrópu. Hvað sem því líður.
Postullega trúaijátningin er til-
raun kristinna manna til þess að
skilgreina hvað þeir eigi við þegar
þeir nota hugtakið „Guð“. Guð
trúaijátningarinnar er sá Guð sem
kemur inn í heiminn og breytir
sögunni. Hvemig það hefur gerst
er síðan efni í vangaveltur okkar
næsta sunnudag.
Höfundur er fræðslufulltrúi
Þjóðkirkjunnar á Austurlandi.
Httmðd: Veöumiofa tslands
(Byggt á veöurspá w 16.15 igæn
VEÐURHORFUR I DAG, 19. JANUAR
YFIRLIT í GÆR: Við Hvarf er djúp lægð, sem hreyfist norður og
norðaustur, en yfir Englandi er 1.036 mb hæð.
HORFUR í DAG: Vestlæg átt og heldur kólnandi veður. Vestan-
lands verða skúrir, en austanlands rignir í fyrstu, en léttir svo til.
HORFUR Á MÁNUDAG:
Vaxandi sunnan átt og hlýtt. Rigning um sunnan- og vestanvert
landið, en annars þurrt að mestu.
HORFUR Á ÞRIÐJUDAG:
Suðvestlæg átt og fremur hlýtt víðast hvar. Skúrir um sunnanvert
landið, slydduél um vestanvert landið, en annars þurrt að mestu.
Svarsími Veðurstofu íslands - veðurfregnir: 990600.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma
Staður hiti veður Staður hiti veður
Akureyri 10 alskýjað Glasgow 6 mistur
Reykjavik 7 alskýjað Hamborg 5 súld
Bergen 7 súld London 1 þokumóða
Helsinki ■í-1 1 skýjað Los Angeles vantar
Kaupmannahöfn 2 alskýjað Luxemborg vantar
Narssarssuaq vantar Madrid vantar
Nuuk vantar Malaga vantar
Ósló +2 skýjað Mallorca þoka í grennd
Stokkhólmur *6 léttskýjað Montreal vantar
Þórshöfn vantar NewYork vantar
Algarve 6 heiðskírt Orlando 7 alskýjað
Amsterdam 5 þokumóða París 3 alskýjað
Barcelona 4 léttskýjað Róm 0 þokuruðningur
Vín 3 alskýjað
f r r
Heiðskírt r r r f Rign|ng V Skúrir
r r r
Q
4
Hálfskýjað
♦_ * * * *
72^ Skýjað * * * * Snjókoma y Él
ilÍllk Alskýjað ’ , 9 Súld OO Mistur
í
Léttskýjað * f * i
r * r * Slydda V Slydduél
r * r
Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er tvö vindstig.
—w Vindstefna
10°
Hitastig:
10 gráður á Celsíus
= Þoka
= Þokumóða
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í
Reykjavík dagana 17. janúar til 23. janúar, að báðum
dögum meðtöldum, er í Lyfjabúðinni Iðunni, Laugavegi
40a. Auk þess er Garðs Apótek, Sogavegi 108, opið til
kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog
í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17
til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og
helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230.
Lögreglan í Reykjavík: Neyðarsími 11166 og 000.
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga
daga 10-16, s. 620064.
Tannlæknavakt - neyðarvakt um helgar og stórhátíðir.
Símsvari 681041.
Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600).
Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl.
um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara
fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl.
16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini.
Alnæmi: Læknir eða hjúkrunarfræðingur veitir upplýs-
ingar á miðvikud. kl. 18-19 í s. 91-622280. Ekki þarf að
gefa upp nafn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann
styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra í s.
28586. Mótefnamælingar vegna HIV smits fást að kostn-
aðarlausu í Húð- og kynsjúkdómadeild, Þverholti 18 kl.
9-11.30, á rannsóknarstofu Borgarspítalans, virka daga
kl. 8-10, á göngudeild Landspítalans kl. 8-15 virka daga,
á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum. Þag-
mælsku gætt.
Samtökin ’78: Upplýsingar og ráðgjöf í s. 91-28539
mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 20-23.
Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba-
mein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi
Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414.
Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718.
Mosfells Apótek: Opið virka daga 9-18.30. Laugard.
9-12.
Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12.
Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12.
Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó-
tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14.
Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög-
um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga -
fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum
10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14.
Uppl. vaktþjónustu í s. 51600.
Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100.
Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu-
dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12.
Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000.
Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna-
vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17.
Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. - Apótekið opið virka
daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14.
Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30.
Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Neyðarathvarf opið allan
sólarhringinn, ætlað börnum og unglingum að 18 ára
aldri sem ekki eiga í önnur hús að venda. Opið allan
sólarhringinn. S. 91-622266. Grænt númer 99-6622.
Símaþjónuta Rauðakrosshússins. Ráðgjafar- og upplýs-
ingarsími ætlaður börnum og unglingum að 20 ára aldri.
Ekki þarf að gefa upp nafn. Opið allan sólarhringinn. S:
91-622266, Grænt númer: 99-6622.
LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, Ármúla
5, s. 812833. Opið þriðjudaga kl. 12-15 og laugardaga
kl. 11-16.
G-samtökin, landssamb. fólks um greiðsluerfiðleika og
gjaldþrot, Vesturvör 27, Kópavogi, opið 10—14 virka
daga, s. 642984, (símsvari).
Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s.
622217, veitir foreldrum og foreldrafél. Upplýsingar:
Mánud. 13-16, þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Áfeng-
is- og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspítalans,
s. 601770. Viðtalstími hjá hjúkrunarfræðingi fyrir að-
standendur þriðjudaga 9-10.
Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 611205. Húsa-
skjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi
í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun.
Stígamót, Vesturg. 3, s. 626868/626878. Miðstöð fyrir
konur og börn, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu of-
beldi. Virka daga kl. 9-19.
MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s.
688620.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Pósth. 8687
128 Rvík. Símsvari allan sólarhringinn. Sími 676020.
Lífsvon - landssamtök til verndar ófæddum börnum. S.
15111.
Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22.
Fimmtud. 13.30 og 20-22. Vinnuhópur gegn sifjaspell-
um. Tólf spora fundir fyrir þolendur sifjaspella miðviku-
dagskvöld kl. 20-21. Skrifst. Vesturgötu 3. Opið kl. 9-19.
Sími 626868 eða 626878.
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu-
múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17.
AL-ANON, aðstandendur alkohólista, Hafnarstr. 5
(Tryggvagötumegin). Mánud.-föstud. kl. 9-12. Laugar-
daga kl. 10-12, s. 19282.
AA-samtökin, s. 16373, kl. 17-20 daglega.
FBA-samtökin. Fullorðin börn alkohólista. FundirTjarnar-
götu 20 á fimmtud. kl. 20. í Bústaðakirkju sunnud. kl. 11.
Unglingaheimili ríkisins, aðstoð við unglinga og foreldra
þeirra, s. 689270 / 31700.
Vinalína Rauða krossins, s. 916464 og grænt númer
996464, er ætluð fullorðnum, sem telja sig þurfa að tjá
sig. Svarað kl. 20—23 öll kvöld.
Skautar/skíði. upplýsingar um opnunartíma skautasvells
í Laugadal, skíðabrekku í Breiðholti og troðnar göngu-
brautir í Rvík, s. 685533. Uppl. um skíðalyftur í Bláfjöll-
um/Skálafelli s. 801111.
Upplýsingamiðstöð ferðamála Bankastr. 2: Opin vetrar-
mán. mán./föst. kl. 10.00-16.00, laugard. kl. 10.00-14.00.
Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á
stuttbylgju: Útvarpað er óstefnuvirkt allan sólarhringinn
á 3295, 6100 og 9265 kHz. Hádegisfréttum er útvarpað
til Norðurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Dag-
lega kl. 12.15-12.45 á 15790 og 13830 kHz. og kvöldfrétt-
um. Daglega kl. 18.55-19.30 á 11402 og 13855 kHz. Til
Kanada og Bandaríkjanna: Daglega: kl. 14.10-14.40 á
15770 og 13855 kHz. Hádegisfréttir. Daglega kl. 19.35-
20.10 á 15770 og 13855 kHz. kvöldfréttir. Daglega kl.
23.00- 23.35 á 15770 og 13855 kHz. Að loknum lestri
hádegisfrétta á laugardögum og sunnudögum er lesið
fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. tími, sem er sami og GMT.
SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar
Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl.
20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild.
Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður
kl. 19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiríksgötu: Heimsókn-
artímar: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatími kl.
20-21. Aðrir eftir samkomulagi.Barnaspítali Hringsins:
Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal-
ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Geð-
deild Vífilstaðadeild: Laugardaga og sunnudaga kl.
15- 17. Landakotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19.
Barnadeild: Heimsóknartími annarra en foreldra er kl.
16- 17. - Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstu-
daga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugar-
dögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla
daga kl. 14-17. - Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól
hjúkrunarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grens-
ásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 - Laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðin:
Heimsóknartími frjáls alla daga. Fæðingarheimili
Reykjavíkur: Alla daga kkl. 15.30-16.00. - Kleppsspítali:
Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. -
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. - Kópavogshæl-
ið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífils-
staðaspítali: Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl.
19.30-20. - St. Jósefsspítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16
og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópavogi:
Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkra-
hús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslustöðvar:
Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð
Suðurnesja. S. 14000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsókn-
artími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátíð-
um: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri - sjúkra-
húsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 -16.00 og
19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra
Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusími frá kl. 22.00-
8.00, s. 22209.
BILANAVAKT
Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita-
veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum.
Rafmagnsveitan bilanavakt 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936
SÖFN
Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud.
- föstud. kl. 9-19 og laugardaga kl. 9-12. Handritasalur
mánud.-fimmtud. kl. 9-19 og föstud. kl. 9-17. Útlánssalur
(vegna heimlána) mánud.-föstud. kl. 13-16.
Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið
mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú
veittar í aðalsafni, s. 694326.
Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti
29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima-
safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru
opin sem hér segir: mánud. - fimmtud. kl. 9-21, föstud.
kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn - Lestrarsalur, s.
27029. Opinn mánud. - laugard. kl. 13-19. Grandasafn,
Grandavegi 47, s. 27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.
- föstud. kl. 15-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir
víðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn,
þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi
fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12.
Þjóðminjasafnið: Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og
sunnudag kl 11-16.
Árbæjarsafn: Opið um helgar kl. 10-18.
Ásmundarsafn í Sigtúni: Opið alla daga 10-16.
Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.-föstud. kl. 13-19.
Nonnahús alla daga 14-16.30.
Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opið sunnudaga kl.
13-15.
Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýn-
ingarsalir: 14-19 alla daga.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Opið alla daga 12-18
nema mánudaga. Sumarsýning á íslenskum verkum í
eigu safnsins.
Minjasafn Rafmagnsveitu Reykjavíkur við rafstöðina við
Elliðaár. Opið sunnud. 14-16.
Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti: Opið alla
daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðviku-
daga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnu-
daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn opinn daglega
kl. 11-16.
Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug-
ardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið
sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964.
Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir
sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16.
Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opin sunnudaga kl.
13.30- 16. Á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.-fimmtud.
kl. 10-21. Föstud. 10-19. Lesstofan opin frá mánud.-
föstud. kl. 13-19.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opið laugardag-sunnudag
kl. 14-18 og eftir samkomulagi.
Sjóminjasafn íslands, Hafnarfirði: Opið laugardaga og
sunnudaga frá kl. 14-18.
Bókasafn Keflavíkur: Opið mánud.-miðvikud. kl. 15-22,
þriðjud. og fimmtud. kl. 15-19 og föstud. kl. 15-20.
ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000.
Akureyri s. 96-21840.
SUNDSTAÐIR
Sundstaðir í Reykjavik: Þessir sundstaðir: Laugardals-
laug, Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug eru opnir sem
hér segir: Mánud. - föstud. 7.00-20.30, laugard. 7.30-
17.30, sunnud. 8.00-17.30. Sundhöll Reykjavíkur: Mánud.
- föstud. kl. 7.00-19.00. Lokað i laug kl. 13.30-16.10. Opið
í böð og potta fyrir fullorðna. Opið fyrir börn frá kl. 16.50-
19.00. Stóra brettið opið frá kl. 17.00-17.30. Laugard. kl.
7.30- 17.30, sunnud. kl. 8.00-17.30.
Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30.
Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17.
Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga - föstudaga:
7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00-
17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga - föstudaga:
7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30.
Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga - fimmtudaga:
7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30.
Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga - fimmtud.
kl. 6.30-8 og 16-21.45, (mánud. og miðvikud. lokað 17.45-
19.45). Föstudaga kl. 6.30-8 og 16-18.45. Laugardaga kl.
10-17.30. Sunnudaga kl. 10-15.30.
Sundmiðstöð Keflavíkur: Opin mánudaga - föstudaga
7-21, Laugardaga 8-18. Sunnudaga 9-16.
Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga - föstudaga kl.
7-20.30. Laugardaga og sunnudaga kl. 8-16.30. Siminn
er 41299.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga - föstudaga kl. 7-21,
laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260.
Sundlaug Seltjarnarness: Opin mánud. - föstud. kl.
7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.