Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 12

Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 Ef ekkert breytist... Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Leikfélag Hafnarfjarðar BLÓÐ HINNAR SVELTANDI STÉTTAR Höfundur: Sara Shepard Þýðendur: Ólafur G. Haralds- son og Jón Karl Helgason Leikstjóri: Viðar Eggertsson Leikmynd: Kristín Reynisdótt- ir, Viðar Eggertsson og Egill Ingibergsson Búningar: Sigurbjörg Magnúsdóttir Lýsing: Egill Ingibergsson Leikritið segir frá Weston nokkrum og fjölskyldu hans. Hann er bóndi en bullandi virkur alkohólisti, aldrei heima, á með- an konan og börnin verða skrítn- ari með hveijum deginum sem líður. Allt er í niðurníðslu, enginn matur í ísskápnum, Weston er svo skuldugur að hann er að missa jörðina, konan hans, Ella, veit það ekki og er að reyna að selja hana. Sonurinn, Westley, reynir að halda heimilinu saman, bæði innanstokks og utan, dótt- irin Emma er fyrirmyndamem- andi en á ekki eina fína taug í sér; er jafnvel ofbeldishneigð. Þegar leikritið hefst, er greini- legt að fjölskyldan er algerlega komin í þrot. Eiginkonan er að vísu í ágætu ástandi, en aðeins um tíma, vegna þess að hún trú- ir því virkilega að hún sé að komast í burtu. Westley, sonur- inn, er svekktur unglingur, sem er algerlega að kikna undan því að reyna að hugsa um búfénað- inn og jörðina, lagfæra og við- halda húsunum, tína saman óhreint tau og elda mat. En það er augljóst að hann er að missa tökin á þessu öllu. Westley er óskipulagður og þótt hann sé alltaf að, verður honum ekkert úr verki. Tilgangsleysið er að buga hann. Emma, fyrirmyndar- nemandinn, gerir ekkert. Hún er fjölskylduhetjan sem á að sanna að allt sé í lagi með þessa fjölskyldu — þótt allir viti að heimilisfaðirinn er alger róni. Og þar sem Emma er sönnunargagn og hefur alltaf verið, er hún ekki alin upp eins og manneskja. Hún er vélmenni sem hugsar bara um að fá sem mest út úr þessu eymdar lífi. Hún hefur ekki verið nærð og kann ekki að gefa. Fað- irinn er orðinn líkari dýri en manni, enda nær hann sambandi við sjúkt lamb — ekki fólk. Fjölskyldan er svo upptekin Fríður Hannes- dóttir og Halldór Magnús- son í hlut- verkum Ellu og Westons. af átökum sínum að hún sér ekki að allt er að fara til fjand- ans. Út af fyrir sig er þetta ótrú- lega dæmigerð alkóhólistafjöl- skylda sem er komin á botninn og sem persónur í leikriti ættu þær að vera alveg út í hött. Það má vissulega færa rök fyrir því að persónur Shepards séu ein- hliða og ótrúverðugar og ég verð alltaf dálítið pirruð þegar ég sé leikrit eftir hann; hef það á til- finningunni að hann kunni ekki að skapa persónur eða skrifa leikrit og fínnst hann leiðinlegur. En þannig er ekki hægt að afgreiða verk Shepards. Og það er ekki vegna þess að þau eru eftir Shepard og hann er frægur og talinn góður. Það er einfald- lega vegna þess að hann er að skrifa um það sem er satt og það er oft óþolandi að horfa á sannleikann. Shepard hendir honum hráum framan í áhorf- endur sína og persónumar eru ekki einhliða, heldur eru þær komnar í öngstræti; reyna að ríghalda í einhvem einn heil- brigðan þátt í sjálfum sér — og gera sér ekki grein fyrir að þær hafa valið sér hlutverk innan fjöl- skyldunnar og halda að á meðan þær leiki það hlutverk, verði allt í lagi. Þær gera sér ekki grein fyrir því að með því að hanga í hlutverkunum, eru þær aðeins að viðhalda ástandinu. Hjónin Weston og Ella kenna örlögunum um, börnin bíða eftir að eitthvað breytist og hlutimir lagist. En það breytist ekki neitt af sjálfu sér. Uppsetning Leikfélags Hafnarfjarðar á „Blóði hinnar sveltandi stéttar“ er glettilega góð. Fjölskylduna leika Halldór Magnússon (Weston), Fríður Hannesdóttir (Ellu, konu hans), Gunnar Axel Axelsson (soninn Westley) og Huld Óskarsdóttir (dótturina Emmu). Leikur þeirra var jafn og góður, textameðferð og framsögn, svipbrigði og lát- bragð til fyrirmyndar, en radd- styrkurinn hefði mátt vera tölu- vert minni. Þótt fjölskyldan sé alltaf að rífast, var hávaðinn ein- um of. Fyrir bragðið verður reiði fjölskyldunnar of mikið aðal- atriði á kostnað örvæntingarinn- ar og vonleysisins — og sýningin verður ekki alveg nógu fáguð. Það hefur hún þó alla burði til að vera. í öðrum hlutverkum eru Er- lendur Pálsson, sem leikur lög- fræðinginn Taylor, sem ætlar að hirða allt af fjölskyldunni, Einar Lyng leikur Ellis, eiganda Alibi klúbbsins — sem líka ætlar að hirða allt af þeim, Valdimar Valdimarsson sem leikur Malc- olm, lögregluvarðstjóra, Karl Hólm leikur Emmerson, okur- lánara, og Hilmar Arnarson Slat- er, félaga hans. Af þessum hlut- verkum kemur Taylor mest við sögu og er það mjög þokkalega unnið hlutverk. Hinsvegar hefur ekki verið lögð mikil rækt við hin hlutverkin og það var óþarf- lega mikill viðvaningsbragur á þeim í samanburði við stóru hlut- verkin. Leikmyndin er sniðuglega hugsuð og búningar ágætir. Leikstjórinn hefur unnið gott starf með þessum hópi, þrátt fyrir þá annmarka sem að fram- an greinir. Sýningin rennur vel og er í heild áhugaverð. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli: Tollgæslu falin vopnaleit og sérsveitin lögð niður Ekki gert ráð fyrir uppsögnum GENGIÐ hefur verið frá tillögum um 80 milljóna kr. niðurskurð á kostnaði við embætti lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og koma þær strax til framkvæmda. Um er að ræða hagræðingar- og að- haldsaðgerðir innan embættisins, sérsveitin í flugstöðinni er lögð niður, vopnaburður lagður af og tekur Tollgæslan við vopnaleit. Ekki er gert ráð fyrir uppsögnum í tillögugerðinni en sérsveitar- menn verða látnir ganga í hefðbundin störf lögregluþjóna hjá embættinu, að sögn Róberts Trausta Amasonar, sendifulltrúa hjá varnarmáladeild, sem hefur unnið tillögurnar fyrir ráðherra. Róbert hefur kynnt lögreglu- stjóranum á Keflavíkurvelli, Toll- varðafélagi Islands og Lögreglufé- lagi Suðumesja niðurskurðartil- Iögumar. Sagði hann að tillögun- um hefði verið tekið afspyrnuilla og hann m.a. fengið mjög neikvæð viðbrögð í bréfi frá Lögreglufélagi Suðumesja. „Ég átti fund með Tollvarðafélaginu og Lögreglufé- lagi Suðumesja 15. janúarþarsem ég kynnti þetta rækilega fyrir þeím og bauð þeim að halda aftur með mér fund næstkomandi mánudag en Lögreglufélag Suður- nesja hefur tjáð mér að það vilji ekkert við mig tala. Ég er mikið skammaður en það verður að hafa það, því ég verð að fara að mínum fyrirmælum,“ sagði hann. Róbert sagði að eftir sem áður ætti að vera tryggð full löggæsla, óskert öryggiskerfi stöðvarinnar og að vopnaleit héldi áfram. í ályktun sem borist hefur frá fram- kvæmdastjóm Landssambands lögreglumanna er lýst fullri ábyrgð á hendur utanríkisráðun- eytinu með þessa nýskipan örygg- ismála í flugstöð Leifs Eiríksson- ar, sem framkvæmdastjórnin telur með öllu ófullnægjandi. Birting um GATT-samningana: Yanþekking mögnuð í einhliða hræðsluherferð STJÓRN Birtingar telur framkomin drög að samkomulagi í GATT- viðræðunum verulegt skref I framfaraátt og hvetur íslensk sljórn- völd til að gera sitt til að samningar takist á þeim grunni, að teknu tilliti til eðlilegra fyrirvara af íslands hálfu. Þannig hefst ályktun frá Birging, félagi jafnaðar- og lýðræðissinna, þar sem félagið fjallar um afstöðu íslendinga til draga að Gatt-samkomulagi. í ályktuninni segir ennfremur að Birting bendi á, að samkomulag á grundvelli draganna hefði líklega í för með sér verulega lækkun vöruverðs fyrir íslenska neytend- ur, um 10-15% á helstu matvörum, - að sé rétt á haldið muni slíkt samkomulag stuðla að heilbrigðri endurskipulagningu og hagræð- ingu í íslenskum landbúnaði, þar sem verulegur tími er til aðlögunar og ákvæði um „grænt hólf“ tryggja að hægt er að styðja land- búnaðinn í heild og styrkja atvinn- ulíf í byggðarlögum sem standa Nýtt laga- safn komið út ÚT ER komið lagasafn 1990 og hefur það að geyma öll íslensk lög sem töldust í gildi 1. októb- er 1990. Við útgáfu lagasafnsins nú hef- ur verið fylgt sömu meginsjónarm- iðum og gert hefur verið við laga- söfn allt frá 1931, m.a. að því er varðar efnisflokkun. Vísað er til reglugerðar og annarra stjórn- valdsfyrirmæla eins og í fyrri laga- söfnum. Prentun lagasafnsins annaðist Prentsmiðjan Gutenberg hf. og bókband Félagsbókbandið-Bókfell hf. Lagasafnið er nú aðeins gef- ið út í rexibandi en þeir sem óska geta fengið það óbundið í örkum. Innkaupastofnun ríkisins, Borg- artúni 7, mun annast dreifíngu lagasafnsins bæði til opinberra aðila og bóksala. höllum fæti, - aþ samkomulagið feli í sér raunhæfa tilraun til að- stoðar við fátæk ríki þriðja heims- ins, þar sem með því yrði rofið skarð í markaðsmúra ríku land- anna í norðri gagnvart helstu framleiðsluvörum suður-ríkjanna. „Stórn Birtingar lýsir furðu sinni á þeim viðbrögðum sem sam- komulagsdrögin hafa vakið upp hér á landi. Þótt klaufalega hafi verið staðið að kynningu málsins nær það engri átt að nýta almenna vanþekkingu á GATT-viðræðun- um og þýðingu þeirra fyrir íslend- inga - sem eiga allt sitt undir ör- uggri útflutningsverslun á sann- gjörnum samkeppnisgrundvelli - til að magna upp einhliða hræðslu- herferð gegn drögunum. Það er athyglisvert að rök andstæðinga GATT-draganna hérlendis eru svipuð og hjá íhaldsömustu hags- munavörðum í EB-blokkinni. Birting tekur eindregið undir ályktun Neytendasamtakanna um GATT-drögin, þar sem meðal ann- ars er lýst því trausti til íslensks landbúnaðar „að aukin samkeppni verði honum til eflingar þegar fram í sækir, og að íslenskar land- búnaðarafurðir standist fyllilega gæðasamanburð við erlendar af- urðir“.“ í lok ályktunar Birting- ar eru fram færðar sérstakar þakkir til Kristínar Ástgeirsdóttur, þingmanns Reykvíkinga fyrir raunsæja og framsýna afstöðu hennar í GATT-umræðunum á al- þingi, og harmað að flesta aðra fulltrúa almennings á höfuðborg- arsvæðinu skyldi hafa skort kjark til að halda höfði í þeim umræðum. Erfðaréttur eftir Ár- mann Snævarr kominn út ÚT ER komið á vegum Námssjóðs Lögmannafélags íslands, ritið Erfðaréttur eftir Ármann Snævarr, fyrrverandi lagaprófessor og hæstaréttardómara. Ritinu er skipt í 12 hluta þar sem m.a. er fjallað um ýmsar erfð- aforsendur, réttarheimildir í erfða- rétti, lögerfðir, óskipt bú, bréferfð- ir, dánargjafir og erfðasamninga, samninga um væntanlegan arf, erfðaafsöl og höfnun arfs, fyrir- framgreiddar arf, brottfall erfða- réttar, lagatengsl og lagaskil, sér- reglur um erfð að ættaróðali og erfðaábúð og sköttun á erfðafé. Hver hluti ritsins skiptist síðan í einn eða fleiri kafla en alls eru kaflamir 54. í formála getur höfundur þess að ritið sé endurskoðað og endur- samin útgáfa af fyrra riti hans, Fyrirlestrum í erfðarétti, sem kom út árin 1979 og 1980 í fjölrituðu formi og ætlað var til kennslu í lagadeild Háskóla íslands. Síðar- nefnda ritið var í öllum meginatr- iðum reist á fyrirlestrum höfundar í erfðaréttti, eins og þeir mótuðust á árunum 1948-1973. Höfundur getur þess einnig í formála að við samningu ritsins hafí verið höfð hliðsjón af breyttri löggjöf um erfðarétt á undanförn- um árum. Markmið höfundar með útgáfu ritsins var fyrst og fremst að semja kennslurit í erfðarétti. Hann telur þó í formála að ritið geti einnig haft handbókargildi fyrir dómara, lögmenn, stjómsýslumenn og aðra þá, sem beita erfðalöggjöf eða annast ráðgjöf og skjalagerð á þessu sviði. Víst má telja að al- menningur geti einnig haft nokk- urt gagn af ritinu. Ritið er alls 639 bls. að lengd og því fylgja skrár um skammstaf- anir og rit og ritgerðir í erfða- rétti, lagaskrá, dómaskrá og atrið- isorðaskrá. Prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Fræðafélag laganema, Lögbergi, Háskóla ís- lands, mun annast sölu og dreif- ingu á ritinu næstu mánuði. ------»■■■■»"♦- Leiðrétting Orðið „ekki“ féll niður í frétt á bls. 28 í blaðinu í gær þar sem greint var frá mótmælaályktun Kennarafélags Fellaskóla við niður- skurði fjárframlaga til skóla og breytti það merkingu lokasetningar ályktunarinnar illilega. Rétt er setn- ingin þannig: „Þetta er ekki sú framtíð sem við viljum búa bömum okkar.“ Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á mistökunum. ------» ♦ ♦---- Nöfn vantaði I frétt í blaðinu í gær um kaup Eimskip á húsnæði Vikurvara féllu niður nöfn eftirtalinna fyrirtækja, sem aðstöðu hafa í Sundahöfn; Kornhlaðan hf, Fóðurverksmiðja Mjólkurfélags Reykjavíkur og Fóð- urverksmiðja Jötuns. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. t t 1 I i I I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.