Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 16
Ví
16
<?nnt JTAtJVTAI. p.\ .TOOAaUWTTJg aiGAJaWUOJÍOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992
jf
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Hér hringmúr lukti um okkur einn,
tvö afhrök manna þjáð,
sem veröld hratt frá hjarta sér
og himinninn svipti náð,
uns hafði syndahefndin blind
í hendi okkar ráð.
Þannig þýðir Magnús Asgeirs-
son hin nöpru orð Oscars Wilde
í Kvæðinu um fangann, þann sem
„myrti yndi sitt“ og galt fyrir með
lífi sínu í Readingsfangelsi árið
1896. Tilhugsunin um innilokun
fólks fær mig til þess að minnast
ósjálfrátt þessara Ijóðlina þegar
ég horfi heim að fangelsinu á
Kópavogsbraut 17. Þótt ég segi
við sjálfa mig að þetta yfirlætis-
lausa hús minni iítt á fangelsi
fyrri alda og ég eigi auk þess
heldur skemmtileg erindi þangað
inn, get ég ekki varið huga minn
gegn (lapurlegum endurómi af
hugsun Wildes þegar ég hringi á
dyrasímann og stíg inn í Iokaðan
heim fangelsins. Eg er þangað
komin til að skoða nýtt þvottahús
í kjallaranum, sem er merkilegt
fyrir þær sakir að það er fyrsti
vísir að skipulagðri fangavinnu
innan veggja fangelsis á höfuð-
borgarsvæðinu siðan menn þræl-
uðu í „múrnum" forðum daga.
Innan dyra hitti ég að máli Ara
Ingimundarson yfirfangavörð og
Áslaugu Ólafsdóttur fangavörð,
sem er „þvottahússtjóri" eins og
Ari kallar það. Einn fangavörður
að auki, Dagný Ólafsdóttir, bæt-
ist í hópinn þegar við setjumst
inn í vistlega kaffistofu fangavarð-
anna og tökum að ræða saman um
nýja þvottahúsið og ýmis önnur mál
sem tengjast starfi fangavarða.
„Rekstur þvottahússins hófst fyrir
þremur mánuðum. Þegar þetta kom
til umræðu var kjallarinn ófrágeng-
inn að mestu og fengið var leyfi yfir-
valda til þess að innrétta hann til
þess arna. Allt tók þetta sinn tíma
en hafðist þó,“ segir Ari. „Enn sem
komið er vinna aðeins tveir fangar
að staðaldri í þvottahúsinu," segir
Áslaug. „Þar er þveginn þvottur frá
fangelsunum á höfuðborgarsvæðinu
og Litla-Hrauni, sængurföt og slíkt.
Auk þess að þvo og ganga frá þvott-
inum er gert við hann ef þörf kref-
ur. Einnig stendur til að endurnýja
rúmfatnað fangelsanna er fram í
sækir.“
Bæði karlar og konur hafa unnið
í þvottahúsinu þessa þrjá mánuði.
Ég spyr hvort fangarnir kunni al-
mennt til slíkra verka. „Já, það sýn-
ist mér,“ svarar Áslaug. „En við
verðum þó að taka með í reikninginn
að það er valið úr fangahópnum í
þessi störf. Hér eru að jafnaði tíu til
tólf fangar."
Um önnur launuð störf er ekki að
ræða innan veggja fangelsisins,
nema hvað einn fanganna annast þar
þrif og fær 175 krónur á tímann.
Þeir sem vinna í þvottahúsinu fá
sama kaup og vinna að jafnaði fjórar
stundir á dag. „Þetta styttir mikið
tímann hjá þeirn," segir Áslaug. Auk
þess að annast verkstjóm í þvotta-
húsinu og taka þar til hendi þegar
þörf er á sækir Áslaug óhreinan
þvott í hin fangelsin á þessu svæði
og skilar honum hreinum og frá-
gengnum til baka. Þvotturinn frá
Litla-Hrauni kemur hins vegar með
þeim daglegu ferðum sem jafnan
falla til.
Fangaverðimir þrír eru sammála
um að allof lítið sé gert til þess að
finna föngum verkefni sem stytti
þeim stundir og hafi mannbætandi
áhrif á þá. „Það vantar alltaf fjár-
muni til þess að kenna eða fram-
kvæma,“ segir Dagný. „Hér er t.d.
engin handavinnukennsla, við sem
hér vinnum höfum verið að reyna
að segja konum til við_ saumaskap
og að pijóna," segir Áslaug. „Við
fengum það í gegn að hér voru keypt-
ar fjórar nýjar saumavélar og sumir
í fangahópnum hafa notfært sér það
og saumað á sig föt.“
„Það er mjög misjafnt hvað áhug-
inn er mikill á handavinnu, ef einn
kemur inn sem vill vinna að slíku
þá smitar það frá sér,“ segir Dagný.
„Það er mjög breytilegt hvernig and-
rúmsloftið innan fangahópsins er,
það fer gftir því hverjir sitja inni á
hveijum tíma,“ segir Áslaug.
Konurnar kröfuharðari
Þremenningarnir segja að fang-
amir þurfi að skipta mikið saman,
t.d. sé borðstofa og sjónvarpsher-
bergi sameiginleg. „Mjög margt af
þessu fólki þekkist áður en það kem-
ur hingað og kemur yfirleitt sæmi-
lega saman," segir Ari. „Þetta fólk
hrærist flest í sama hóp og langflest-
ir eru háðir víni og öðrum vímuefn-
um. Hér er samsetning fangahópsins
að ýmsu leyti öðru vísi en gerist í
hinum fangelsunum. Hér afplána t.d.
allar konur sína dóma. Kvenfangar
eru miklu erfiðari í gæslu en karl-
fangar. Hver kona er á við fjóra til
fimm karla.“
Mér þykja þetta merkilegar frétt-
ir. „Af hveiju er þetta svona," spyr
ég. „Konur gera alls konar kröfur
sem körlunum dettur ekki hug að
gera,“ segir Áslaug og Dagný bætir
við: „Það er alltaf miklu meira stand
í kringum kvenfólk, bæði í sambandi
við að draga að sér og hafa inni hjá
sér, komast í búðir, komast í hár-
greiðslu o.s.frv. Þær hafa sumar sem
betur fer eldlegan áhuga á útliti sínu
þó þær séu lokaðar inni.“
„Hér er blandaður fangahópur og
það eykur kannski á tilhaldið," segir
Ari. „Ég tel að það sé óheppilegt að
blanda saman körlum og konum í
fangelsi.“ Þær Áslaug og Dagný
samsinna því. „Það skapast allt ann-
ar andi við slíka blöndun, við höfum
samanburð, því í þessu fangelsi voru
í fyrstu aðeins konur. Svo kom í ljós
að kvenfangar voru ekki nægilega
margir að staðaldri til þess að sú
stefna gengi upp,“ segir Ari. „Þetta
skapar alls konar vandamál, til dæm-
is í sambandi við tilfinningamálin,
fólk verður ástfangið, afbrýðisamt
o.s.frv.
Þótt búrið sé gyllt
„Ég myndi breyta þessu og mörgu
öðru í fangelsismálum ef ég væri
einræðisherra í einn dag,“ segir
Dagný og hlær. „Lengst af voru t.d.
aðeins einn sálfræðingur og einn
félagsfræðingur starfandi fyrir öll
fangelsin á landinu, nú hefur sá þriðji
bæst við. Við teljum það alltof fá-
mennt lið fyrir um 100 manna fanga-
hóp sem á við hin margvíslegustu
vandamál að stríða. Mér finnst fang-
arnir alltaf vera eins og óhreinu börn-
in hennar Evu.“ Ég hef orð á því
að mér finnist, til að sjá, vel að öllu
þarna búið. „Já, það er það að mörgu
leyti,“ samþykkir Dagný. „En ef til
vill er sama hvar fólk er lokað inni.
Þótt búrið sé gyllt og slaufa á öllu
saman þá líður því jafn illa að vera
lokað inni. Kannski líður fólki bara
betur í einhverri „rottuholu", það er
í sumum tilvikum í meira samræmi
I Kópavogsfangelsi
eru að gerast athyglis-
verðar breytingar. Þar
er kominn fyrsti vísir að
skipulagðri fangavinnu á
höfuðborgarsvæðinu
við sjálfsímynd fanga.“ Áslaug er
ekki alveg sammála þessu: „Það eru
margir sem sækjast eftir að koma
hingað,“ segir hún. Það kemur í ljós
að margir fangar koma aftur og aft-
ur vegna síbrota. „Einna erfiðasta
vandamálið sem við fangaverðir
stríðum við er að reyna að hindra
að vímuefni berist inn í húsið, en við
getum það aldrei hvernig sem við
reynum," segir Ari. „Við byijum
kannski á öfugum enda í þessu efni,“
segir Dagný. „Ættum kannski að
byija á áfengismeðferð fyrir fangana
þegar þeir koma hingað. Þó AA-
menn komi hingað með fundi, sem
er góðra gjalda vert, þá dugar það
ekki til. Einstaka fangar fara í áfeng-
ismeðferð rétt áður en þeir Iosna.“
Ég spyr hvort þau þijú sjái oft
árangur af starfi sínu með föngun-
um. „Við sjáum mjög sjaldan jákvæð-
an árangur," svarar Ári. „Við reyn-
VINNAER MANNB/ETANDI
- segir Guðmundur Gíslason forstöðumað-
ur fangelsanna á höfuðborgarsvæðinu
„AÐSTAÐA til þess að skapa atvinnutækifæri fyrir fanga innan veggja
fangelsa hér á höfuðborgarsvæðinu hefur nánast engin verið fram
til þessa,“ sagði Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsana á
höfuðborgarsvæðinu, þegar blaðamaður hitti hann að máli á skrif-
stofu hans í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. „Hér í Hegningarhús-
inu er t.d. ekkert hægt að gera nema bíða. Húsið er gamait og niðurn-
ítt, enda byggt á síðustu öld og erfitt um vik að breyta því að ein-
hverju marki. Fangelsið í Kópavogi var hins vegar tekið í notkun í
apríl 1989. Kjallarinn var þá ófrágenginn en þar var meiningin að
koma á fót einhverri tómstunda- og vinnuaðstöðu.
Hugmyndin að þvottahúsinu kom
seinna til sögunnar. Þvottahús í
fangelsi er raunar sígild fangavinna,
ef svo má segja, og þekkt sem slík
út um allan heim, til þess að gera
þessar stofnanir sjálfum sér nógar
í þvottamálum. Mér finnst allt benda
til að í framtíðinni færist starfsemi
þvottahússins í aukana og hægt
verðí seinna að skapa þar vinnu fyr-
ir fleiri fanga en raun ber vitni í dag.
Fangelsið í Síðumúla er sérstakt
fyrir þær sakir að þar hefur nánast
eingöngu verið fólk í gæsluvarðhaldi
eða einangrun. Þar hefur ekki verið
um neina atvinnustarfsemi að ræða
af því að fangar mega ekki vera þar
samvistum. Ef koma ætti þar á ein-
hverri atvinnustarfsemi yrði það að
vera í formi tómstundavinnu inni á
herbergi hvers og eins.
Fangelsin hér á höfuðborgar-
svæðinu eru mjög ólík. Kópavogs-
fangelsið er opnast að því leyti að
þar geta nokkrir af föngunum farið
út í bæ að vinna. Það er reynt að
velja vel karlfanga sem þangað fara,
hins vegar afplána allir kvenfangar
sína dóma þar. í upphafí var gengið
út frá að þar færi fram mun meiri
atvinnu- og tómstundastarfsemi
heldur en í hinum fangelsunum á
þessu svæði. í fangelsunum á Litla-
Hrauni og á Kvíabryggju hefur lengi
verið reynt að skapa sem flestum
föngum atvinnu. Það kostar peninga
að koma á fangavinnu og hún skilar
oft ekki miklum arði. Það er hins
vegar álitið mannbætandi að fá
mönnum eitthvað til þess að starfa
meðan þeir afplána dóma sína. Það
kunna hins vegar að vera aðrar leið-
ir í þeim efnum en einber launa-
\vinna. Kannski verður í fangelsum
í framtíðinni lögð meiri áhersla á
einhvers konar meðferð fyrir fang-
ana eða tómstundastörf, nám o.þ.h.
Hingað til hafa afskipti stjórn-
I