Morgunblaðið - 19.01.1992, Page 19

Morgunblaðið - 19.01.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1992 19 flestir voru saklausir þræluðu íót- al„vinnubúðum“. Sjúkleg tortryggni Vinnuþrælarnir stóðu neðst í þjóðfélagsstiganum. Smábændur á samyrkjubúum stóðu þrepi ofar, en fengu lítið sem ekkert fyrir framleiðsluna og voru hnepptir í átthagafjötra. Sjálfsbjargarvið- leitni var kæfð með ótal reglugerð- um. Iðnverkamenn stóðu skár að vigi, en urðu að vinna baki brotnu til að fylla „kvóta“, sem laun þeirra byggðust á. Þessi vinnuþrælkun gerði Sovét- ríkin að einu mesta iðnaðarstór- veldi heims og bætti gífurlegt tjón af völdum stríðsins. Iðnaðurinn varð háþróaður, en þá komu upp ný vandamál, sem ekki var hægt að leysa með gömlum skriffinns- kuráðum. Sérfræðingar þurftu aukið sjálfstæði til að taka skyn- samlegar ákvarðanir, en miðstýr- ingin kom í veg fyrir það. Menntamenn urðu að styðja „fiokkslínuna" á hveiju sem dundi. „Sósíal-realismi" réð ríkjum í bók- menntum og listum. Kjarnorkueðl- isfræðingar og nokkrir aðrir vís- indamenn voru látnir í friði, en líf- fræðingar urðu styðja furðukenn- ingar Lysenkos, skjólstæðings Stalíns. Stalín slakaði aldrei á klónni og snerist gegn eigin stuðningsmönn- um með hverri hreinsuninni á fæt- ur annarri. Ný „samsæri" voru afhjúpuð. Zjadnov og aðrir leiðtog- ar flokksins í Leníngrad voru þurrkaðir út 1948, gefið að sök að hafa unnið að því að flytja þang- að höfuðborg Sovétríkjanna. Menningarleiðtogar af gyðinga- ættum voru þurrkaðir út og heift- úðug herferð var hafin gegn gyð- ingum. Sjúkleg tortryggni Stalíns jókst með aldrinum og magnaðist vegna kalda stríðsins og þar sem honum tókst ekki að kúga félaga sína í flokknum til hlýðni. Þijózka Titos í Júgóslavíu og sigur Mao Tse- tungs í Kína grófu undan öryggis- kennd hans og völdum. Leynilega stuðningsmenn þeirra varð að upp- ræta hvað sem það kostaði. Þannig var Stalín þjakaður af ótta síðustu æviárin, sem voru gleðisnauð og dapurleg. Hann ein- angraðist í Kreml og lét sig dreyma um ódauðleika. Læknar, sem fundu upp „lyf“ við elli, voru heiðraðir og greinar birtust í blöðum um fjallabúa í Georgíu, sem næðu 130 til 140 ára aldri. Stalín fylltist óbeit á læknum, sem færðu honum slæmar fréttir. Traust hans á venjulegum lækningum dvínaði og hann fór að lækna sig sjálfur. Læknasamsærið Síðasta ár ævinnar vann Stalín að undirbúningi mestu hreinsunar sinnar. I þetta skipti átti hún að beinast gegn elztu fulltrúunum í stjórnmálaráðinu, sem höfðu lifað af fyrri hreinsanir — Vorosjilov, sem hann grunaði um njósnir fýrir Breta, Molotov, sem hann grunaði um zíonisma en þjónaði honum af trúmennsku þótt konu hans hefði verið varpað í fangelsi, Mikojan, elzta samstarfsmanninum frá Kákasus sem var enn á lífi, Búlg- anín, hinum drykkfellda stjórn- málahershöfðingja, Malenkov, sem taldi sig sjálfkjörinn arftaka, og Khrústsjov, sem hann gerði að fífli með því að láta hann dansa úkr- aínska þjóðdansa. Lögreglustjór- inn Bería var einnig í hættu. Hreinsunin átti ekki að ein- skorðast við þessa „nánustu vopna- bræður“ Stalíns. Hann hafði einnig uppi áform um „endanlega lausn“ „gyðingavandamálsins" í Rúss- landi. Hann ætlaði að flytja alla sovézka gyðinga, sem voru þijár eða fjórar milljónir, til Síberíu og íhugaði jafnvel þann möguleika að senda þangað alla íbúa Úkraínu, sem voru rúmlega 20 milljónir. Á 19. flokksþinginu í október 1952 var samþykkt að fjölga í for- sætisnefndinni, sem tók við hlut- verki stjórnmálaráðsins, en öll Árás Þjóðverja á Rússland: Rússar óvið- búnir. Stalín 1941: treysti samningnum við Hitler. Arftakinn: Malenkov var í orði kveðnu valdamestur eftir dauða Stal- íns. H? Sorg á Rauða torginu: dýrkaður þrátt fyrir kúgun. raunveruleg völd voru falin leyni- legri „innri nefnd“. Þetta var greinilega liður í tilraunum Stalíns til að einangra nánustu samstarfs- menn sína. Á þinginu gagnrýndi Khrústsjov „skort á árvekni“ og beindi þannig spjótum sínum að Bería. Bería gagnrýndi Stalín óbeint fyrir þjóðrembing vegna herferðar hans gegn gyðingum og fámennri þjóð í Kákasus, sem hann tilheyrði (Míngrelum). Þó hélt hann völdum sínum. Hinn 13. janúar 1953 var til- kynnt að nokkrir kunnir læknar í Moskvu hefðu verið handteknir, ákærðir fyrir að hafa myrt Zjadnov og fleiri valdamikla stjórnmála- menn og herforingja. Margir lækn- anna voru gyðingar. Itarlega var sagt frá þessu „læknasamsæri“ í blöðum og áskoranir birtar um „aukna árvekni“ (sem gat virzt gagnrýni á Bería). Samsærið var greinilega undanfari hreinsunar og liður í baráttu Stalíns gegn gyðing- um. Dauðastríðið Allt í einu hætti Pravda áróðurs- herferðinni 2. marz. Eitthvað hafði gerzt. Sama dag hringdi Malenkov í dóttur Stalíns, Svetlönu, tilkynnti að faðir hennar væri alvarlega veikur og bað hana að koma strax til sumarbústaðar hans, Kuntsevo. Þar hitti hún fjölda stjórnmála- manna og lækna, sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Svetlönu var sagt að Bería, Malenkov, Búlganín og Khrústsjov hefðu snætt kvöldverð með Stalín 28. febrúar og að veizlan hefði staðið fram undir morgun, sem var alvanalegt. Ekkert hefði heyrzt frá Stalín sunnudaginn 1. marz, en hann hefði fundizt liggjandi hjá legubekk á gólfinu í svefnherbergi sínu snemma morguns 2. marz. Stalín hafði fengið heilablóðfall. Að sögn Svetlönu voru allir sam- starfsmenn hans sorgbitnir nema Bería, sem gat vart dulið gleði sína. Seinna sagði Khrústsjov að Bería hefði verið fullur kátínu, en kropið á kné í hvert sinn sem Stalín virt- ist ná meðvitund, vætt hendur hans með tárum og skriðið skyrp- andi í burtu. Fjórða marz tilkynnti Pravda að Stalín hefði veikzt í Kreml og Ber- ía, Malenkov, Búlganín og Khrústsjov væru teknir við stjórn- inni. Stalín lézt 9.50 e.h. 5. marz. Rétt áður virtist hann ná meðvit- und og lyfta hægri hendinni eins og hann vildi vara samstarfsmenn sína við og áminna þá. Eins og Alex de Jonge bendir á í bók um Stalín eru ótal útgáfur á dauða hans. Bollalagt hefur verið hvenær hann hafi fengið slag og hvort hann hafi látizt af eðlilegum orsökum eða flýtt hafi verið fyrir dauða hans. Haldið hefur verið fram að kastazt hafi í kekki í boð- inu 28. febrúar, fyrirætlanir Stal- íns um nauðungarflutninga á gyð- ingum verið gagnrýndar og þess krafizt að hann segði af sér. De Jonge telur ólíklegt að nokkur hafi tekið slíka áhættu, þar sem hreinsanir voru í aðsigi og engum að treysta. Flestir samstarfsmenn Stalíns virtust tengdir gyðingum. Óve- fengjanlegt er að Pravda hætti herferðinni gegn gyðingum 2. marz. Blaðið fór í prentun síðdegis daginn áður og de Jonge segir að aðeins einhver, sem hafi vitað að Stalín lá fyrir dauðanum, hafi get- að fyrirskipað slíka stefnubreyt- ingu. Sennilega hafi Stalín því fengið heilablóðfall einhvern tíma frá kvöldi 28. febrúar til síðdegis 1. marz. Valdaforystan virðist hafa tekið sér sólarhrings frest til að hringja í Svetlönu, líklega til að tryggja snurðulaus valdaskipti. Var hann myrtur? Sagnfræðingurinn Avtorkhanov hefur gefið í skyn að Stalín hafi verið myrtur, en Medvedev og fleiri eru honum ósammála. Avtork- hanov segir að Bería, Malenkov, Kkrústsjov og Búlganín hafi vitað að þeir hafi átt það á hættu að verða skotnir og velt fyrir sér ýmsum möguleikum, til dæmis að neyða Stalín til að segja af sér, en komizt að þeirri niðurstöðu að bezta lausnin væri að Bería sæi um að hann yrði myrtur. Aðgerð- inni hafi verið gefið dulnefnið Mozart í stíl við Mozart og Salieri eftir Púsjkín, þar sem Salieri byrl- ar Mozart eitur. Bería hafi farið að dæmi Salieris og eitrað fyrir Stalín. De Jonge bendir á Bería, Mal- enkov, Khrústsjov og Búlganín hafi allir haft ástæðu til að myrða Stalín og það höfðu fleiri. Hefði hann ekki dáið hefðu þeir sjálfir verið drepnir. Allir mundu eftir hreinsununum fyrir stríð og vissu hvað til stóð. Stalín hafði sett læknasamsærið á svið, enda var öllum læknunum sleppt eftir dauða hans nema tveimur (sem virðast hafa látizt í fangelsi). Þótt Stalín gerði allar nauðsyn- legar ráðstafanir til varnar tilræð- ismönnum og óttaðist ekkert eins mjög og eitur hafði Beria gert viss- ar breytingar á starfsliði hans. Þær kunna að hafa veitt eiturbyrlara næg tækifæri að sögn de Jonges og læknar höfðu einnig næg tæki- færi. Stalín hafi dáið á „heppileg- um tíma“, því að leiða átti læknana fyrir rétt innan tíu daga. Margt var einkennilegt við dauða Stalíns. Tónskáldið Sjos- takovitsj hélt því fram að hljóm- plata með pínaókonzert eftir Moz- art hefði verið á grammófóni Stal- íns þegar hann lézt. Því var haldið fram að samsærismennirnir hefðu bundizt fastmælum um að „koma og hlusta á Mozart“ þegar þeir hittust. De Jonge telur hugsanlegt að Sjostakovitsj hafi fengið óljósar fréttir af samsærinu og nafnið á aðgerðinni hafi breytzt í hljómplötu í meðförum hans. Einnig kunni einn samsærismanannana að hafa brugðið plötunni á fóninn af því að honum hafi þótt það fyndið. Öruggari vitneskja liggur fyrir um framkomu Bería eftir morðið. Svetlana segir að hann hafi flýtt sér að koma öllu í röð og reglu og fjarlægja húsgögn og aðra inn- anstokksmuni. Starfsfólkið, sem var á snærum öryggisþjónustunn- ar, var sent í burtu. Tveir lífverðir Stalíns frömdu sjálfsmorð. Á tíma- bili vildi Khrústsjov að talið væri að Stalín hefði verið myrtur. „Sag- an greinir frá mörgum grimmum harðstjórum, sem stjórnuðu með exi og féllu fyrir exi,“ sagði hann 1964. Fall Bería Eftir dauða Stalíns leyndi sér ekki að Khrústsjov var valdamest- ur í hinni „samvirku forystu", sem tók við. Valdabarátta var hafin og Bería var grunaður um að reyna að verða nýr Stalín. í fyrstu var hann talinn ósigrandi, þar sem leynilögreglan var undir hans stjórn. Seinna sagði Khrústsjov að hann og fleiri valdamenn hefðu ekki þorað að yfirgefa skrifstofur sínar í hálfan mánuð af ótta við að verða handteknir á heimleið. Khrústsjov lýsti því hvernig smám saman hefði verið grafið undan Bería. Að lokum voru for- sætisnefndir ríkisstjórnarinnar og miðstjórnarinnar kvaddar til fund- ar í Kreml. Malenkov sagði að tek- in yrðu fyrir flokksmál og Khrústsjov bað um orðið. Bería, sem sat við hliðina á honum, spurði: „Hvað er á seyði, Níkíta?“ Khrústsjov svaraði honum engu og flutti ræðu um syndaferil hans. Þegar Khrústsjov hafði lokið máli sínu þrýsti Malenkov á hnapp og inn ruddust 11 vopnaðir herfor- ingjar með Zjúkov í broddi fylking- ar. Þeir höfðu verið fengnir til að taka þátt í samsærinu og handtaka Bería, því að lífverðirnir í Kreml voru undirmenn hans og þeim var ekki treyst. „Sem formaður ráðherranefndar Sovétríkjanna bið ég þig að hneppa Bería í varðhald vegna rannsókn- ar, sem mun fara fram á ákærum gegn honum,“ sagði Malenkov við Zjúkov. „Upp með hendur!“ sagði Zjúkov. Bería seildist eftir skjalat- ösku í gluggasyllu fyrir aftan hann. Khrústsjov hélt að skamm- byssa væri í töskunni og kom í veg fyrir að Bería næði í hana, en hann reyndist óvopnaður. Moska- lenko, yfirmaður loftvarna, tók Bería í sína vörzlu og færði hann til aðalstöðva sinna. Tilkynnt var að Bería hefði ver- ið handtekinn 10. júlí. Seinna var hann leiddur fyrir leynilegan dóm- stól og skotinn ásamt fimm vitorðs- mönnum fyrir glæpi á Stalínst- ímanum. Mörgum létti þegar þeir fréttu að lögreglustjóri Stalíns væri látinn. Nýtt tímabil virtist runnið upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.