Morgunblaðið - 19.01.1992, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUINJ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992
j
VORIÐ HANS
INGÓLFS í PRAG
Steinunn Ingólfsdóttir og Haraldur V. Haraldsson.
eftir Steinunni Ing-
ólfsdóttur og Harald
V. Haraldsson
Það var með athygli og ánægju,
sem við lásum grein Ingólfs Guð-
brandssonar „Vorið í Prag“, sem
birtist í Morgunblaðinu 18. júlí sl.
Þessi ferðasaga hans til hinnar
merku borgar kom sér vel, þar sem
hún varð okkur mikilvægur leiðar-
vísir við heimsókn okkar til borgar-
innar dagana 2.-4. ágúst sl. Þessi
ferð okkar var ákveðin fyrir nokkuð
löngu, þannig að grein Ingólfs kom
eins og hvalreki rétt fyrir brottför.
Við höfðum að vísu þýska bæklinga
til að styðjast við.
Ferðin hófst í Numberg, Þýska-
landi, á föstudegi, sem helgarheim-
sókn og höfðum því ekki nema tvo
daga til að skoða Prag. Þar sem
tíminn var naumur, en mikið að
skoða, fórum við nánast alveg eftir
ferðleiðsögn Ingólfs í skoðunarferð
okkar um gamla borgarhlutann í
Prag. Það fór fyrir okkur eins og
Ingólfi að komast ekki inn á gott
hótel í miðborginni. í staðinn lent-
um við inn á 13 hæða stúdenta-
garði í útjaðri borgarinnar, við götu
sem heitir Cerymost. Herbergi að
vísu rúmgóð, en gistiþjónusta í lág-
marki. Hugsanlegt er að við höfum
gist sama „stúdentagarð" og Ing-
ólfur. Það er sagt öðrum til viðvör-
unar, sem hyggjast fara keyrandi
til Tékkóslóvakíu, að ætla sér rúm-
an tíma til ferðalags, sérstaklega
frá Þýskalandi, vegna tafa við tékk-
nesku landamærin, einkum um
helgar. Bílferð frá Niirnberg til
Prag tekur venjulega um 5 tíma.
Þennan föstudag tók það okkur 8
tíma að komast þangað, þar af 2ja
tíma bið við landamærin. Mikill
straumur ferðamanna hefur verið
frá Þýskalandi til Prag í sumar.
Hef ég það eftir þýskum kunningj-
um, að Prag sé í ár „tískuborgin",
sem allir vilja fá að sjá og njóta.
Enda er hún ein af ódýrustu höfuð-
borgum Evrópu til dvalar nú um
stundir. Ingólfur fer ekki með fleip-
ur þegar hann lýsir fjársjóðum þess-
arar borgar: þverskurður bygging-
arlistar Evrópu í þúsund ár í öllum
stíltegundum; borg hinna þúsund
turna; hjarta Evrópu — tónlistar-
skóli álfunnar. Við urðum líka
snortin af þessum — „þunga
straumi listar og sögu, sem hrífur
mann aftur í aldir“. Borgin er í einu
orði sagt stórkostleg og yfírbragð
hennar sérlega aðiaðandi.
Það er ekki ætlunin hér að lýsa
nýrri ferðasögu til Prag. Til þess
er ferðasaga Ingólfs nægilega ýtar-
leg og skemmtileg að litlu er þar
við að bæta fyrir þá, sem eru í
stuttri heimsókn. Það var hins veg-
ar sérkennilega óvænt atvik, sem
henti okkur, sem gerði þessa ferð
sérstaklega eftirminnilega. Okkur
fmnst við hæfí, að sagt sé frá þessu
hér.
Laugardaginn 3. ágúst var byij-
að á að skoða hið merka Vemeslas-
torg, fórum við eftir líflegri göngu-
götu til Púðurturnsins, þar sem
ætlunin var að byija skoðunarferð
samkvæmt ábendingum Ingólfs.
Við gengum niður Kóngabrautina
eða Celetná-stræti í átt að gamla
ráðhúsinu. Á miðri leið, nánast fyr-
ir tilviljun, lendum við inn á hliðar-
götu til vinstri út frá Kóngabraut,
sem heitir Ovocny. Þessi gata var
lokuð allri umferð, þar sem verið
var að endurbyggja hana, stein-
leggja og setja upp gömul Ijósker
í stfl löngu liðins tíma. Við götuna
blöstu við Barockhallir á báðar
hendur og var nýbúið að endurvinna
húshliðamar í sitt upprunalega
form og útlit. Forvitni okkar teymdi
okkur inn eftir þess'ari fallegu götu.
Við vorum ein á ferli, með kvik-
myndavél að festa á filmu þessar
skrautlegu húshliðar, þegar komið
var að byggingarskúr í miðri göt-
unni. Handan skúrsins var gatan
alveg lokuð, en við hinn enda henn-
ar, spölkorn frá, blasti við forvitni-
leg bygging í barokkstíl og virtist
vera leikhús eða óperuhús. í sömu
svipan snaraðist ungur maður, með
nafnspjald utan á bijóstvasa, út úr
skúrnum og sagði á frumstæðri
þýsku að öll umferð á þessu svæði
væri bönnuð og að hann væri eftir-
litsmaður hér. Við sögðum honum
að við værum íslendingar að koma
frá Þýskalandi og hefðu sérstakan
áhuga fyrir þessum byggingarsögu-
legu gersemum. Við spurðum hvort
við mættum fara að þessu fallega
húsi við enda götunnar og taka
myndir. „Ekki nema í fylgd með
mér,“ sagði maðurinn. Þetta er
„Tyl“-leikhúsið, sem á sér merki-
lega sögu. Það er verið að endur-
byggja það innan sem utan. Við-
gerðir hafa staðið yfir í mörg ár.
Eg skal fara með ykkur þangað
og gera meira, fara með ykkur
inn í húsið og sýna ykkur nokk-
uð, sem ekki er aðgengilegt
venjulegum ferðamönnum, sjálft
musterið.
Við litum vantrúuð hvort á ann-
að, en þáðum boðið og röltum af
stað með manninum. Á leiðinni
minntist hann á afmælishátíð Moz-
arts, sem nú stæði yfir. Við tjáðum
honum að við ætluðum einmitt um
kvöldið á leiksýningu um ævi tón-
skáldsins. „Don Giovanni eftir Moz-
art var frumsýnt hér í Tyl-leikhús-
inu 1787. I þessu húsi þarna bjó
Mozart meðan á æfíngum stóð,“
sagði fylgdarmaður okkar og benti
á gamalt hús skammt frá leikhús-
inu. Maðurinn opnaði nú bráða-
birgðahurð með hengilás inn á bak-
rými leikhússins. Við gengum inn,
maðurinn kveikti ljós og við blasti
baksvið með turni og tjöldum í full-
búnu ástandi.
„Komið þið með mér inn í þennan
dimma gang, ég þarf að kveikja
meiri ljós,“ sagði ungi •maðurinn.
„Ætlarðu að treysta þessu manni?“
sagði Steinunn. „Eigum við virki-
lega að fara með honum — við verð-
um rænd hérna inni.“ „Ég treysti
manninum, við tökum áhættuna,"
svaraði ég.
Það var ekki að ástæðulausu að
Steinunn var með beyg. Við lentum
nefnilega í lífsháska í Napólí fyrir
nokkrum árum undir áþekkum
kringumstæðum. Það átti að leiða
okkur í gildru, en við sluppum. Það
er nú önnur saga. Hér vorum við
stödd, það var að hrökkva eða
stökkva, svo við fórum inn í dimma
ganginn með þessum vinsamlega
manni.
„Opnið þið þessa hurð þarna, ég
þarf að fara upp þennan stiga til
að kveikja ljós,“ og þar með var
maðurinn horfínn. Spenningurinn
var nú í hámarki. Við opnuðum nú
þessa leyndardómsfullu hurð — og
hvflík opinberun! Við tókum andk-
öf. Við blasti leikhússalur í
rokokóstíl, nýuppgerður. Plastdúk-
alengjur lágu yfír rokokóstólum
með bláu plussáklæði í sal með
upphækkuðum sætaröðum. Á
veggjum allan hringinn voru stúkur
á svölum upp fjórar hæðir og hver
stúka eins og klefí með hurð inn
í, eins og tíðkaðist fyrr á öldum.
Kristalljósakrónur voru í lofti og
fínleg 17. aldar ljósker við hveija
stúku. Veggir voru í hvítu með lá-
réttum gullbrydduðum listum. Allir
stólar voru hvítbæsaðir með gyll-
ingum og þessu ljósbláa pluss-
áklæði. Loftið í salnum er hvelfíng
málað ævintýramyndum. Fremst
við sviðið voru viðhafnarstúkur til
beggja handa. Tjaldið fyrir sviðinu
var listaverk út af fyrir sig, marg-
slungin samsetning af ýmsum lituð-
um flötum með gylltum brydding-
um. Salurinn var tilbúinn. Við vor-
um orðlaus af hrifningu. Þvflík ger-
semi. Einstök samstilling lita, efnis
og áferðar í 18. aldar stfl.
Nú birtist fyldarmaður okkar í
neðstu viðhafnarstúkunni hægra
megin. „Ég ætlaði að koma ykkur
á óvart, ég held mér hafí tekist
það,“ sagði hann. Þetta er stúka
forseta vors Vaclavs Havel. Hér
mun hann setjast fýrsta sinn, þegar
nýuppgert húsið verður vígt í októ-
ber. Við sögðum honum að forsetinn
hefði heimsótt Island og hitt forseta
okkar Vigdísi Finnbogadóttur. Ef
til vill ætti hún eftir að sitja hér
með honum á leiksýningu eða tón-
leikum og hrífast af þessum stór-
kostlega sal. Hann er ekki stór,
Bókmenntakenningar
' Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Árni Sigurjónsson: Bókmennta-
kenningar fyrri alda. M&m
1991.
í formálagerir Árni ágæta grein
fyrir hugmyndinni að baki þessu
verki og tilganginum með -því.
Hann ætlar sér að r^<?a sögu bok-•
inenntakenninga' Yrá upphafi og
fram til 1500. Hitt sýnist honum
hefði líka komið til greina, að
sk'rifa þessa bók út frá kerfísbund-
inni greiningu. En þá hefði um
leið verið um allt annað verk að
ræða. Hugsanlega er afstaða Áma
til marks um að fræðileg umfjöllun
á sögulegum forsendum sé í sókn.
Það er mikil þekking saman
komin á þessum 240 blaðsíðum.
En samt er víða farið hratt yfír
sögu, nöfn og kenningar rétt
nefndar án þess að víst sé að les-
andinn hljóti nógu djúpstæðan
skilning á viðfangsefninu. Nefna
má sem dæmi þegar sagt er frá
þrískiptri frummyndakenningu
Platóns. Bæði er hægt að kvarta
yfir því að henni skuli ekki vera
gerð ýtarlegri skil en um leið má
viðurkenna hve gagnorður texti
Árna er á þessum blaðsíðum
(34-37). Þegar þetur er <pð gáð
verður að viðurkenná að' öðmvísi
getur framsetninffrP varla verið,
einfaldlegá vegna þeirra skilyrða
sem bókinni eru sett: á 240 blað-
síðum er farið yfir 27 alda þróun
bókmenntakenninga.
Forvitnilegt er að sjá Snorra
Sturluson og fyrstu íslensku mál-
fræðingana setta í hóp með öðrum
merkum fræðimönnum hámiðalda.
Á þessum tíma eru Vesturlandabú-
ar að uppgötva forngríska speki á
mörgum sviðum, þ.á m. skáldskap-
arfræði og mælskulist. Geoffrey
frá Vinsauf skrifaði ritgerð sem
nefnist Nýja skáldskaparfræðin.
Þar kynnir hann ýmis hugtök
mælskulistarinnar sem enn í dag
mega kallast algeng: myndhverf-
ingar, nafnskipti, ýkjur, hluti fyrir
heild og breytt orðaröð. Og sumt
í kenningu hans er jafnvel eins og
sniðið fyrir áróðursmenn 20. aldar-
innar: „Flytjirðu ræðu, skaltu láta
þijár tungur mæla: fyrst tunguna
í munni þér, næst svip þinn og í
þriðja lagi bendingar“ (143).
Á 11. og 12. öld tóku menntaset-
ur í Evrópu enn frekar en áður
að leggja áherslu á klassískar
menntir og háskólar voru stofnað-
ir. Hér er um að ræða undanfara
endurreisnarstefnunnar. Að lokum
náðu Vesturlandabúar menntum
forngrikkja og fóru að lokum fram
úr þeim. í þessu sambandi má
spyija: Hvernig gat kirkjan leyft
að fræði sem voru afsprengi heið-
ins hugsunarháttar næðu þvílíkri
útbreiðslu? Árni kemur víða að
Árni Sigurjónsson
þessu athyglisverða atriði og end-
urspeglar það í afstöðu einstakr a
fræðimanna. Snorri Sturluson kom
fornum átrúnaði norrænna manna
í hendur okkar gegnum Eddu. Til
þess að forna skáldamálið skildist
varð norræn goðafræði að fylgja
með. Þess vegna skrifaði Snorri
Gylfaginningu. Hafi hann ævar-
andi þakkir fyrir þa ð. Dante var
að sama skapi tilbúinn til að iðka
ákveðna hugarleikfimi til að sigla
skáldskap sínum fram hjá ásteyt-
ingarsteinum kristindómsins.
Hann andæfði Tómasi frá Akvínó
sem áleit að skáldskapurinn væri
lygi. Dante varði hina svokölluðu
„fögru lygi“ sem hann taldi að
gæti einmitt verið siðbætandi.
Dante gekk jafnvel svo langt að
telja að viss skáld fomaldar hefðu
verið kristin án þess að vita það,
s.s. Hómer, Hóras og Virgill.
Bókmenntakenningar fyrri
alda verður eflaust vel þegin bæði
í framhaldsskólum landsins og í
háskólanum. Framsetning efnisins
er til þess fallin að kveikja áhuga
hjá lesendum á ákveðnum stefnum
og kenningum. Til að öðlast dýpri
skilning í einstökum tilfellum verða
menn að leita í önnur rit.
Bókinni fylgir gagnleg atriðis-
orðaskrá sem tekur yfir bók-
menntasöguleg og stílfræðileg atr-
iði jafnt á latínu og íslensku.