Morgunblaðið - 19.01.1992, Qupperneq 26
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
HAGVIRKI
Vanir kranamenn
óskast
Sölumaðurá
fasteignasölu
Rótgróin fasteignasala vill bæta við sölu-
manni sem fyrst. Æskilegt er að viðkomandi
hafi einhverja reynslu í sölumennsku og geti
hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist aug-
lýsingadeild Mbl. fyrir 23. janúar 1992 merkt-
ar: „RÓT - 9831“
Prentsmiðir
Óskum eftir að ráða prentsmið (umbrots-
mann). Þyrfti að vera vanur tölvuumbroti.
Upplýsingar gefur prentsmiðjustjóri á staðnum.
Með allar umsóknir verður farið með sem
trúnaðarmál.
ísafoldarprentsmiöja hf.
Þingholtsstræti 5 • Sfmi 17165 Telefax 17226
Vana kranamenn vantar í vinnu strax.
Upplýsingar í síma 624081 á daginn
og 43393 á kvöldin og um helgar.
Framtíðarstarf
óskast
Traustur og heiðarlegur 33 ára sölumaður
með 12 ára reynslu við innflutning, sölu-
mennsku og verslunarrekstur óskar eftir
framtíðarstarfi. Hefur reynslu í erlendum
samskiptum og góð innlend sambönd.
Nánari upplýsingar veittar í síma 672610.
Lögfræðingur
óskar eftir starfi, má vera tímabundið.
Svör sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25.
jan. merkt: „L - 7461“.
Lögfræðingur
Metnaðarfullur lögfræðingur óskar eftir starfi
á lögfræðistofu, fasteignasölu eða ámóta
starfi. Góð meðmæli.
Vinsamlega sendið inn nafn og símanúmer
á auglýsingadeild Mbl. merkt: „ FK - 0612“.
Atvinnurekendur
Kvenmaður á 24. ári, með stúdentspróf af
viðskiptasviði, óskar eftir framtíðarstarfi
strax við afgreiðslu, sölu eða á skrifstofu.
Er samviskusöm. Hef reynslu.
Upplýsingar í síma 42381.
Reykjavík
Aðstoðardeildar-
stjóra
vantar í 40%-60% starf.
Hjúkrunarfræðinga
vantar á stuttar kvöldvaktir og um helgar.
Upplýsingar gefa (da og Jónína í símum
35262 og 689500.
lí'M K ,J( )1 f X , fWDNINCTAR
Laus störf:
Innkaupastjóri
Viðskiptafræðingur eða tæknimenntaður
starfsmaður óskast til ábyrgðarstarfa við inn-
kaupastjórnun hjá stóru innflutningsfyrirtæki.
Lyfjafræðingur - efnafræðingur
Háskólamenntaður starfsmaður með góða
efnafræðikunnáttu óskast í 50% skrifstofu-
starf hjá traustu þjónustufyrirtæki. Reyklaus
vinnustaður.
Markaðsfulltrúi
Sala á vönduðum bókhaldshugbúnaði til fyrir-
tækja og stofnana. Leitað er að snyrtilegum
starfsmanni með góða alhliða bókhaldskunn-
áttu.
Húsmóðir
Sér um að útbúa léttan hádegisverð fyrir 15
manns á kaffistofu auglýsingastofu. Leitað
að hressri og þjónustulundaðri konu sem
fellur vel inn í samheldinn starfsmannahóp.
Vinnutími frá kl. 10.00 til 14.00.
Sölumaður
Leitum að góðum sölumanni til að selja og
markaðssetja vandaða auglýsingavöru til fyr-
irtækja og stofnana. Viðkomandi þarf að
hafa bíl til umráða. Góð söluprósenta.
Matráðskona
Hefur til morgunkaffi og afgreiðir aðsendan
tilbúinn hádegisverð hjá litlu mötuneyti opin-
berrar stofnunar.
Vinnutími frá kl. 7-.30 til 15.30.
Umsjón þvottahúss
Annast þvott, frágang og smáviðgerðir fatn-
aðar ásamt annarri aðstoð hjá litlu vistheim-
ili barna í Reykjavík. Vinnutími 8.00 til 14.00,
frí aðra hvora helgi.
Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum,
sem liggja frammi á skrifstofu okkar á
Laugavegi 178 (2. hæð). Sími 689099.
F WCJOF OC, RAONINC7\R
IIP
JILækniþróun hf
Framkvæmdastjóri
Óskum að ráða framkvæmdastjóra til starfa
hjá Tækniþróun hf.
Hlutverk Tækniþróunar hf. er að veita þjón-
ustu og ráðgjöf á sviðum, þar sem m.a.
Háskóli íslands og atvinnufyrirtæki geta átt
samstarf. Fyrirtækið veitir ráðgjöf við mat
og rekstur á nýjum verkefnum og aðstoðar
við að koma á framfæri hugmyndum og rann-
sóknarverkefnum, sem geti styrkt atvinnulífið
og nýsköpun í þjóðfélaginu. Tækniþróun hf.
aðstoðar við útvegun fjármagns og fjárfestir
að einhverju marki í nýjum verkefnum. Jafn-
framt annast Tæknistofnun hf. rekstur
Tæknigarðs.
Fyrirtækið er í eigu Háskóla íslands, Eim-
skips og nokkurra aðila í iðnaði. Fyrirtækið
er jafnframt með samstarfssamning við
Landsbanka íslands og Reykjavíkurborg.
Starfssvið framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum
rekstri fyrirtækisins og annast jafnframt
verkefnastjórnun og aðstoð við margvísleg
verkefni, þó einkum á sviði hátækni- og hug-
búnaðariðnaðar. Lögð verður áhersla á að
framkvæmdastjóri hafi frumkvæði um verk-
efni og vinni að stefnumótun fyrir Tækriiþró-
‘ un hf.
Við leitum að manni með háskólamenntun á
sviði viðskipta og/eða tækni. Æskilegt að
viðkomandi hafi stundað framhaldsnám er-
lendis. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi
starfsreynslu á sviði fyrirtækjastjórnunar,
markaðsmála og þekkingu á íslensku at-
vinnulífi.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar:
„Tækniþróun hf.“ fyrir 1. febrúar 1992.
Hagvangur h if
Grensósvegi 13 Reykjavík | Sími 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir