Morgunblaðið - 19.01.1992, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992
MYNDLIST
Hvaða helv...
berserkj asveppur
er þetta?
Athyglisverður myndlistarmaður var hér á ferð á dögunum. Það var
Anna Concetta Fugora, hálfíslensk, hálfítölsk, búsett í Vermont í
Bandaríkjunum og orðinn talsverður „Kani“ í framburði. Hún hélt
til Vermont fyrir skömmu eftir um 8 mánaða dvöl hér á landi að
þessu sinni. Þegar hún kom, gersamlega óundirbúið af hennar hálfu,
hafði hún með sér 30 myndir og þær eru nær allar seldar. Þrjár
þær síðustu hanga uppi í Ommu Lú. Þó sýndi hún ekki í þekktu
galleríi, einungis skamman tíma á veggjum Kaffi 17 i samnefndu
tískuhúsi á Laugarveginum rétt við Hlemm.
Það eiga mjög margir myndir
eftir mig, ég hef komið hingað
til lands nokkrum sinnum og sýnt
síðustu árin og myndir mínar ganga
vel. í þetta sinn gat ég varla sýnt,
en ég var á hlaupum með myndirn-
ar mínar og hafði bara kjafturinn
á mig til að selja þær“, sagði Anna
á sinni óvenjulegu íslensku þar sem
fallbeygingar koma lítt við sögu.
„Myndlistarmönnum finnst svona
mikil sala alveg brjáiuð," bætir hún
við og hér eftir verður í textanum
freistað þess að beygja rétt í tilvitn-
Anna Fugora gægist út um glugga
sinna.
unum í Önnu Fugoru.
Hún er fædd í Bandaríkjunum,
móðir hennar er íslensk, faðir henn-
ar ítali, en hún er alin upp hér og
þar, m.a. í nokkur ár í Asíu þar sem
hún var í námi hjá munkum um
hríð. í Bandaríkjunum var hún þó
að mestu, en á íslandi í 12 ár sam-
tals á yngri árunum, en í seinni tíð
hefur hún heimsótt skerið reglulega
og þá gjarnan sýnt myndlist sína í
leiðinni. Æskuheimili hennar í
Bandaríkjunum var í New York.
„Þar umgekkst ég marga kynlega
kvisti og raunar
má segja um líf
mitt allt, að það
hefur verið mjög
dramatískt. Lang-
tímum saman hef
ég orðið fyrir
áhrifum af dul-
speki og allt kem-
ur þetta fram í list
minni. Ég hef allt-
af búið við sterka
kontrasta og það
kemur alltaf fram
í myndum mín-
um,“ segir Anna.
Myndir hennar,
iistin sem um ræð-
ir eru klippimynd-
ir, sem er íslensk
þýðing á erlenda
heitinu „colage".
Hún hefur ekki
hefðbundna skól-
un á bak við sig,
uppspretta mynd-
listar hennar er
margþætt. M.a.
hefur hún lært
á einu verka skartgripasmíði.
„Tengsl mín við
„Svefn“.
ísland þegar ég var í
uppvextinum voru mér
mikilsverð og seinni árin
hafa þau alltaf skipt mig
meira og meira máli. Ég
rek mig í vaxandi mæli
á það að ég á erfitt með
að slíta mig burtu aftur.
Vil helst vera. Fólkið er
svo „spes“, það er svo
mikið um að vera. Maður
bara vakir og vakir og
ég er slíkt samkvæmis-
fiðrildi að ég gleymi mér
gersamlega. Það má því
segja að hér á landi geti
ég ekki unnið. Aftur í
Vermont, þar búum við
maðurinn minn uppi í
sveit. Þar er bara tún við
tún og skógur við skóg.
Það er ekkert við að vera
annað en að vinna og því
verð ég að vera þar. Á
íslandi brennir maður
kertið í báða enda,“ segir
Anna. En hvernig er að
breyta svona gersamlega
til? “Það er nauðsyn-
legt, vinnunar vegna.
Það má líka segja, að ég
þarf svo stórt stúdíó til
að vinna að ég gat hvergi
verið á íslandi. Mér duga
ekki minna en 80 fer-
metrar með sex metra
lofthæð, ég sanka svo
miklu efni að mér. Mað-
urinn minn, Sigurður
Viðar Guðjónsson er
bæði trésmiður og lista-
maður. Hann reisti þama
600 fermetra hús bók-
staflega úr afgöngum!
Þannig er mál vexti, að
nokkuð frá okkur er
snobbaður lítill háskóla-
bær að nafni Burlington.
Þar var verið að reisa
stóra listamiðstöð. Það var svo
miklu byggingarefni hent á haug-
ana þar við smíðina, að maðurinn
minn byggði úr því 600 fermetra
höll. Mamma býr þarna líka og dag
einn er hún leit út rak hana í rogast-
„Minningar."
Ljósmyndir Odd Stefán.
ans. Svo öskraði hún, hvaða djöfuls
berserkjasveppur er þetta! Þá var
Sigurður búinn að slá upp veggina.
Þarna ætlum við að taka á móti
íslendingum sem vilja koma og
hvíla sig, eða myndlistamönnum
sem vilja vinna í friði og
ró. Gera þarna nokkurs
konar litla-ísland!“
En hvemig era myndir
Önnu? Hvert er mynd-
efnið? „Það er margt.
Tæknin sem ég nota býð-
ur upp á mikla mögu-
leika. Helst eru myndir
mínar af alls kyns furðu-
íyrirbærum. Mikilsvert
er að yfir þeim sé blær
frá öðrum heimi. „Gam-
alt og rómantískt" er
einnig sterkt í mynd-
unum og svo geri ég
mikið af því sem Banda-
ríkjamenn kalla „Shadow
Boxes“, en það eru 10
til 15 sentimetra djúpar
„colage“-þrívíddamynd-
ir. Efnið sem ég nota á
sér engin takmörk. Ég
set allt undir glerið sem
mér finnst eiga við
hveiju sinni, hvort sem
það er hattanet, tvinna-
kefli, leirklessa eða bara
hvað sem er. Ég er í jafn-
vægi, en það eru samt
engar hömlur. Þá veit ég
sjaldnast hvernig mynd
mun enda þegar ég byija.
Oftast fer ég af stað með
hugmynd, en svo dettur
mér eitthvað annað í
hug. Ég er ör og hugur-
inn er alltaf að spinna
og spóla. Þegar á vinnslu
myndar líður verða
valkostirnir um fram-
haldið fleiri og þá er aðal-
atriðið að rata á rétta
leið.“
Það var og. En hvað
stendur fyrir dyrum fyrir
utan að stofna litla-
Island vestur í dreifbýli
Vermontríkis? „Ég ætla
að koma út bók í Banda-
ríkjunum með verkum
mínum. ísland er í tísku
þar um þessar mundir.
Þar halda menn að hér
sé allt hreint og ómeng-
að. Jarðfræðingar þekkja
landið og laxveiðimenn
þekkja landið. Allt upp-
lýst fólk þekkir landið og
að ferðast hingað er
spennandi tilhugsun.
Með því að koma því að
strax í inngangi slíkrar
bókar að ég sé Islending-
ur mun _ athyglin verða
tryggð. Ég stefni einnig
að því að sýna í Banda-
ríkjunum. Og ég vildi
gjarnan koma heim eftir
svona tvö ár, betur undirbúin heldur
en nú, með stóra sýningu í farangr-
inum. Og svo vona ég að landar
mínir vilji koma út og vinna eða
hvíla sig í litla-íslandi. Nóg er pláss-
ið!
ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA
VORUMAÐ FÁ
NÝ ULLAREFNI
í KÁPUR OC
JAKKA
jjatferu Sara
Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, síma 651660
70% AFSLATTUR
AF FATAEFNUM
30% AF5LÁTTUR
AF FRÁB/ERUM
LEÐURTÖ5KUM
NÝTT, NÝTT, NÝTT
MARGAR GERÐIR AF
KÖFLÓTTUM EFNUM