Morgunblaðið - 19.01.1992, Síða 35
35
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992
LIST
Kolaportið verður
fjölsóttasti sýningar-
salur landsins
Umsjónarmenn útimarkaðarins í Kolaportinu eru nú sem óðast að
vinna í því að koma þar upp sölugalleríi fyrir frístundamálara og
aðra áhugamyndlistarmenn. Gallerí Port skal það heita og er áætlað
að það opni 25. janúar næst komandi.
Við viljum opna þama farveg
fyrir þessa listamenn að
koma verkum sínum á framfæri,“
sagði Helga Mogensen hjá Kclap-
ortinu í samtali við Morgunblaðið.
Hún sagði enn fremur, að þau
hefðu einmitt notið mikils stuðn-
ings listamanna við að lífga upp á
Kolaportið með ýmsum hætti og
þá ekki síst þess tóra hóps listmál-
Helga Mogensen og Jens Ingólfsson.
ara sem hefur myndskreytt alla
veggi Kolaportsins „með frábær-
um árangri“, eins og Helga segir.
Helga sagði enn fremur að gall-
eríið yrði fastur liður í starfsem-
inni og myndi vera opið ala venju-
lega markaðasdaga. Boðin yrði
geymsla listaverka á milli opnanna
og þama gæti þessi hópur myndli-
stafólks komið verkum sínum í
umboðssölu. Sérstakir aðilar á veg-
um markaðarins verða þarna til
eftirlits, en vonast er til þess að
listamenn verði einnig á staðnum
til að kynna verk sín. Jens Ingólfs-
son hjá Kolaportinu sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að vart gæti
á annan veg farið en að þetta
mæltist vel fyrir, markaðsdaga.
kæmu að jafnaði 10.000 manns í
Kolaportið og því yrðiþetta„fjöl-
sóttasti sýningarsalur landsins",
eins og hann komst að orði.
NYÖLD
Röddín notuð til að
finna rétta sveiflutíðni
Nýaldarsamtökin hafa boðið þekktri bandarískri söngkonu, Molly
Scott, hingað til lands daganna 22. - 26. janúar næst komandi. Molly
Scott er söngvari, tónsmiður og kennari og hún mun m.a. kynna í
fyrsta sinn hér á landi það sem hún kallar hljóðmögnunarheilun,
en þar kennir hún fólki að samstilla andlega og líkamlega sveiflut-
íðni með hjálp tónlistar.
Að sögn Guðlaugs Berg-
mann formanns Nýaldar-
samtakanna hefur Molly
fengist við svokallaða hljóð-
mögnunarheilun síðustu 17
árin, í Bandríkjunum, Evrópu
og Mið Ameríku. Hún starf-
aði í upphafi við leiklistarstörf
í leikhúsum og sjónvarpi, en
fljótlega fór hún að semja
tónlist „sem endurspeglaði
skilning hennar á sambandi
manns og náttúru,“ eins og
Guðlaugur sagði.
Guðlaugur sgaði enn frem-
ur, „tónlistarstarf hennar hef-
ur leitt til þess að hún hefur
skapað aðferð til heilunnar
sem hún nefnir hljðmögnun-
arhéilun. Sú aðferð byggir á
því að nota röddina til að
finna rétta sveiflutíðni sem
virkar heilandi á líkamann.
Einnig notar Molly aðrar
heilunaraðferðir til að losa
Molly Scott.
um
djópstæð sárindi og áföll og endur-
heimta þannig jafnvægi í líkama,
sál og huga. Hljóðmögnunarheilun
er beitt til að losa um andlega jafnt
sem líkamlega streitu og skapa
þannig heildarflæði í orkusviði ein-
staklingsins.“ í fréttatilkynningu
frá Nýaldarsamtökunum segir jafn
framt, að hljóðmögnunarheilun
auki á hæfni okkar til samúðar og
tilfinningalegs sveigjanleika sem
aftur gerir kleift að nýta sér eigin
orkuforða til sköpunar og heilunar.
Aðferð þessi er einnig mikilvægt
tæki til þess að takast á við ein-
angrun, missi, andlegar kreppur
og umrót. Höfuðmarkmið þessarar
tegundar heilunar sé að öðlast
„samhljómun í eigin tjáningu í
heiminum“, eins og þar stendur.
Eitt þekktasta lag Molly Scott
heitir „We Are All One Planet" og
hefur heyrst nokkuð hérlendis að
undanförnu.
HRESS IVETUR
Hvort heldur ætlun er að styrkja, liðka,
megra, auka þol eða allt þetta I senn
þá getur þú verið viss um að finna
námskeið við þitt hæfí hjá HRESS, á
tíma sem þér hentar. Frábærir kennarar
og góð aðstaða tryggja góðan árangur.
Meiri styrkur og þol gefur þér nýjan
lífsþrótt, bætt útlit og aukið sjálfsöryggi
og vellíðan.
Vertu með í hressum hópi.
Ukamsrækt
Átak í megrun
Vaxtamótun
Fitubrennsla (Púl)
Fyrir barnshafandi
Start
Nýr lífsstíll
Old boys
Kvennaleikfimi
Morguntímar
Dagtímar
(azzballettet
Vigtun
Matseðlar
Fitumæling
Ráðgjöf
Æfingar með lóðum
Æfingar með teygjum
Vatnsgufubað
Ótakmörkuð mæting
Frábærir Ijósabekkir
Barnagæsla frá 9.30 -16.00
7 mínútur úr Breiðholti
HRESS
iJkamsimlKT cx; ijos
bæjwrhraum a/vno kehavkurveonn/sim 652212
%