Morgunblaðið - 19.01.1992, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOIMVARP SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992
39
<
(
I
<
<
<
(
i
í
I
á
I
0
I
Ljósmyndarinn — Jóhannes Long
Hjónaband: Jónína Waagfjörð og
Gunnar Snævar Sigurðsson voru
gefin saman í Bústaðakirkju 28.
desember sl. Prestur var sr. Pálmi
Matthíasson. Heimili þeirra er í
Bandríkjunum.
Hjónaband. Þetta eru brúðhjónin
Vedeja Cepela og Guðmundur Sig-
urðsson, Flateyri. Þau voru gefin
saman í hjónaband í Kristskirkju,
Landakoti, á síðastliðnu sumri.
Ljósmyndarinn — Jóhannes Long
Hjónaband: Sigrún Helgadóttir og
Karl Karlsson voru gefin saman í
Dómkirkjunni 28. desember sl.
Prestur var sr. Ægir Frímann Sig-
urgeirsson. Heimili þeirra er í Ana-
landi 2, Reykjavík.
Ljósmyndarinn — Jóhannes Long
Hjónaband: Huldrún Þorsteins-
dóttir og Andri Lindbergsson voru
gefin saman í Fellahelli 28. desem-
ber sl. Heimili þeirra er í Möðru-
felli 7, Reykjavík.
Ljósmyndarinn — Jóhannes Long
Hjónaband: Anna Bjarnadóttir og
Högni Guðmundsson voru gefin
saman í hjónaband í Kópavogs-
kirkju 14. desember si. Prestur var
sr. Valgeir Ástráðsson. Heimili
þeirra er í Álftamýri 28, Reykjavík.
Ljosmyndarinn — Jóhannes Long
Hjónaband: Sveinbjörg Gunnars-
dóttir og Bjarni Jóhannesson voru
gefin saman í Dómkirkjunni 28.
desember sl. Prestur var sr. Hjalti
Guðmundsson. Heimili þeirra er í
Bremen, Þýskaiandi.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir. Starfs-
menn dægurmálaútvarpsíns, Anna Kristine
Magnúsdóttir, Bergljót Baldursdóttir, Katrin Bald-
ursdóttir, Þorsteinn i. Vilhjálmsson, og fréttaritar-
ar heima og erlendis rekja stór og smá mál.
Kristinn R. Olafsson talar frá Spáni.
17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram, m.a. með
máli dagsins og landshornafréttum. Meinhornið:
18.00 Fréttir.
18.03 Þjóöarsálin — Þjóðfundur i beinni útsend-
ingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Haf-
stein sitja við símann, sem er 91 68 60 90.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson endurtekur
fréttimar sinar frá því fyrr um daginn.
19.32 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. (Einnig út-
varpað aðtaranótt laugardags kl. 2.00.)
21.00 Gullskifan: „Scott Walker sings Jacques
Brel."
22.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson
spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úr-
vali útvarpað kl. 6.01 næstu nótt.)
0.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa
kvöldtónlist.
1.00 Nseturútvarp é báðum rásum til morguns.
Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00,8.30,9.00,10.00,11.00,
12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,
18.00, 19.00, 22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests.
(Endurtekinn þáttur.)
2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram.
3.00 i dagsins önn. Kirkjan er opin í miðri viku.
Umsjón: Sr. Halldór Reynisson. (Endurtekinn
þáttur frá deginum áður á Rás 1.)
3.30 Glefsur. Urdægurmálaútvarpi mánudagsins.
4.00 Næturlög.
4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson
spjallar við hlustendur til sjávarog sveita. (Endur-
tekið úrval frá kvöldinu áður.)
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
6.01 Morguntónar. Ljúf lög i morgunsárið.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2
8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9/ 103,2
7.00 Útvarp Reykjavík. Fulltrúar stjórnmálaflokk-
anna stjórna morgunútvarpi.
9.00 Stundargaman. Umsjón Þuríður Sigurðar-
dóttir. Kl. 9.15. (slenskt mál, Guðni Kolbeinsson.
10.00 Við vinnuna með Bjarna Arasyni. [þróttafrétt-
ir kl. 11.30 í umsjón Böðvars Bergssonar. (Opin
lína í sima 626060).
12.00 Fréttir og réttir. Jón Ásgeirsson og Þuriður
Sigurðardóttir.
13.00 Við vinnuna. Umsjón Bjarni Arason.
14.00 Svæðisútvarp. Umsjón Erla Friðgeirsdóttir.
Norðurland/Akureyri/Sauðárkrókur.
15.00 í kaffi með Ólafi Þórðarsyni.
16.00 Á útleið. Erla Friðgeirsdóttir. Kl. 16.30 íþrótt-
afréttir.
17.00 islendingafélagið. Umsjón Jón Ásgeirsson.
19.00 Lunga unga fólksins. Þessum þætti stjómar
Lækjarskóli i umsjón Böðvars Bergssons.
21.00 Undir yfirþorðinu. Þáttur þar sem rædd eru
þau mál sem eru yfirleitt ekki á yfirborðinu. (
kvöld er umsjónamaður þáttarins Guðrún Ág-
ústsdóttir frá Kvennaathvarfinu.
22.00 Blármánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson.
ALFA
FM 102,9
7.00 Morgunþáttur. Tónlist, fréttir, o.fl.
9.00 Jódis Konráðsdóttir.
9.30 Bænastund.
9.50 Fréttaspjall.
11.50 Fréttaspjall.
13.00 Kristbjörg Jónsdóttir.
13.30 Bænastund.
17.30 Bænastund.
18.00 Natan Harðarson.
20.05 Ævintýraferð Odysseys.
20.35 20 vinsælustu lögin.Umsjón Jim Channell.
21.35 Bænastund með Richard Perinchief.
21.50 Vinsældalistinn ... íramhald.
22.50 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr.
James Dobson.
24.00 Dagskrárlok.
Bænalinan s. 675320.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson
og Guðrún Þóra. Fréttir kl. 7, 8 og 9. Fréttayfir-
lit kl. 7.30 og 8.30.
9.00 Anna Björk Birgisdóttir. Hlustendalina er
671111. Mannamál kl. 10 og 11, fréttapakki i
umsjón Steingrims Ólafssonar og Eiriks Jónsson-
ar. Fréttir kl. 12.00.
13.00 Sigurður Ragnarsson. iþróttafréttir kl. 13.00.
Allt það helsta sem gerðist í iþróttaheimi um
helgina. Mannamál kl. 14 og 16 i umsjón Stein-
gríms Ólafssonar.
16.00 Reykjavík siðdegis. HallgrimurThorsteinsson
og Steingrimur Ólafsson. Fréttir kl. 17 og 18.
17.15 Reykjavík síðdegis. Þjóðlif og dægurmál,
tónlist og spjall.
18.05 Landsiminn. Bjarni Dagur Jónsson tekur
púlsinn á mannlifinu og ræðir við hlustendur.
19.19 Fréttir.
20.00 Kristófer Helgason.
23.00 Kvöldsögur. Umsjón Eiríkur Jónsson.
24.00 Næturvaktin
EFFEMM
FM 95,7
7.00 Jóhann Jóhannsson i morgunsárið.
9.00 Ágúst Héðinsson á morgunvakt.
12.00 Hádegisfréttir.
15.00 íþróttafréttir.
Kl. 15.05 Anna Björk Birgisdóttir.
19.00 Kvölddagskrá FM.
21.00 Ragnar Már Vilhjálmsson.
21.15 Pepsí-kippa kvöldsins.
24.00 Haraldur Jóhannesson á næturvakt.
HUÓÐBYLGJAN
Akureyri
FM 101,8
17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur með
góðri tónlist. Tekið á móti óskalögum og af-
mæliskveöjum i síma 2771 1. Fréttir frá frétta-
stofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00.
STJARNAN
FM102/104
7.00 Arnar Albertsson.
11.00 Siggi Hlö til tvö.
14.00 Ásgeir Páll Ágústsson. Hlustendasími
679102.
18.00 Adam og Eva.
20.00 Magnús Magnússon.
24.00 Næturvakt.
ÚTRÁS
FM 104,8
16.00 FB.
18.00 Framhaldsskólafréttir.
18.15 IR.
20.00 Kvennó.
22.00 MR.
1.00 Dagskrárlok.
Rás 1:
Þvíeinn þjjóðarfundur
í dag, mánudag, hefst þáttaröð á Rás 1, sem nefnist Þrí-
1 K 03 einn þjóðararfur og fjallar um menningararf Skota, ná-
Á O grannaþjóðar, sem íslenidngar hafa gjarnan heimsótt í
viðskiptaerindum, jafnt á víkingaöld sem nú. Ætiunin er að kynnast
hugarheimi þessarar sérkennilega samsettu þjóðar, sem komin er
af Keltum, Engilsöxum og norrænum mönnum. Þrátt fyrir ólíkan
uppruna er þjóðarvitund hennar sterkari en flestra annarra, jafnvel
þó að í landinu séu enn töluð þijú tungumál, skoska, gelíska og
enska. Þessi þjóðarvitund á sér rætur í sögunni, trúarbrögðum og
síðast en ekki síst bókmenntum. Sagan segir okkur hvernig þjóðin
sameinaðist gegn andskotum sínum, hvernig trúarbrögðin sundruðu
henni, svo að víða í þorpum eru þijár kirkjur, og hvernig togstreitan
skóp af sér bókmenntir sem eru í senn þjóðlegar og alþjóðlegar.
í fyrsta þættinum verður leitast við að rekja sögu Skota í grófum
dráttum í bland við bókmenntasöguna. Þar er sagt frá upphafi kon-
ungsríkisins og baráttu Skota við að halda sjálfstæði sínu gegn hin-
um volduga granna í suðri, fram til þess tíma er ríkin sameinast
undir einum konungi. Reynt er að sjá hvernig bókmenntirnar endur-
spegla þjóðarvitundina þegar hún er að mótast og mynda um leið
þann grunn sem höfundar síðari tíma byggðu á. Þættirnir eru fjórir
talsins. Umsjónarmaður er Gauti Kristmannsson.
ÁRNAÐ HEILLA
Cárur
eftir Elínu Pálmadóttur
Svona eiga sýslu-
menn ekki að vera
Svona eiga sýslumenn ekki að
vera. Þessi öfugmælaútfærsla á
gömlu og góðu tilsvari skaust upp
í hugann af gefnu tilefni. Neitun-
in hefur þann stóra kost að nú
er lag að gera eitthvað í málinu.
Téð sýslumannsembætti er ekki
til — ennþá. En verður það á
þessu ári. Þarmeð tækifæri til
að dusta gamalt ryk af málum
og steinrunnum aðferðum. Borg-
arfógetaembættið í Reykjavík er
að kveðja og við málum tekur
sýslumaður, samkvæmt
nýjum lögum.
Sparnaður er orð orð-
anna um þessar mundir.
Spamaður boðar víst víða
samdrátt. Með minnkandi
fjárráðum talað um að
taka fyrir yfirvinnu og
jafnvel fækka starfsfólki.
En hefur að nokkrum
hvarflað að gera starfs-
fólkinu auðveldara að
sitja ótruflað við sam-
fellda vinnu, sem þarf þá
væntanlega að afgreiða á
skemmri ráðstöfunar-
tíma? Krefst iðni við kol-
ann!
Þá getur farið í verra.
Fólk þarf nú að gera
ýmislegt í vinnutímanum
annað en að vinna.
Skreppa frá í eitt og ann-
að, sem ekki er hægt að
gera á öðrum tíma. Getur
orðið býsna snúið. Kaup
og sala og allir löglegir gerningar
í höfuðborginni þurfa að þinglýs-
ast hjá borgarfógeta. Margur
lent í klandri fyrir að hafa látið
það undir höfuð leggjast. Gáru-
höfundur ætlaði rétt sí svona að
koma þar við og leggja inn kaup-
samning til þinglýsingar um leið
og hann færi í vinnuna einn
morguninn. Ók á staðinn upp úr
níu. En nei, þar er aðeins opið
kl. 10-3.
Þessvegna taka 190 manns sig
upp á vinnutíma á hveijum degi
og halda í bíl, strætisvagni eða
gangandi upp í Hlíðar til þess
að leggja inn samninginn sem
þarf að þinglýsa og svo aftur að
nokkrum dögum liðnum til þess
að sækja hann. Vísast að óvanir
átti sig ekki á því að áður verður
að rölta niður í Borgartún til
þess að hafa með sér vottorð um
eigendaskipti. Þarna eru ekki svo
fáar manneskjur á ferð. Býsna
margar stundir frá vinnu á hveij-
um degi. Starfsstúlka á staðnum
upplýsti að árlega væru þarna
afgreiddar 47.289 þinglesningar
að viðbættum nokkrum flugvéla-
skráningum eða að meðaltali
189,92 þinglesningar á dag. Önn-
ur sagði uppörvandi að fasteigna-
salar gerðu þetta nú oft fyrir
fólk, og auðvitað fyrir borgun.
Kannski væri ráð að fá fasteigna-
sala á launum í snúningana til
þess að þurfa ekki að svíkjast
um í vinnunni.
Hvað ætli fari margar vinnu-
stundir á degi hveijum í þetta?
Þetta er rétt að verða 100 þús-
und manna borg og vegalengdir
dijúgar. Þeir sem eru svo heppn-
ir að hafa bíl þurfa kannski ekki
nema hálftíma til klukkutíma í
ferðina í hvort skipti — ef þeir
þá rata og finna aðkeyrsluna
gegn um flókið einstefnuaksturs-
netið. Fyrir utan það að standa
upp frá verki, sækja bílinn og
finna honum aftur stæði eða bíða
eftir strætó. Hugmyndaflug
skoitir til þess að giska á hve
langan tíma þetta gæti tekið fót-
gangandi á miðjum vinnudegi.
Frá því að reyna árangurslaust
að reikna hve margar vinnu-
stundir hve margir menn missa
úr eigin vinnu í þinglýsingar á .
viku eða ári lá beint við að spyija
hve lengi þetta fyrirkomulag
hefði verið svona. Allir spurðir
svöruðu einum rómi: Frá ómuna-
tíð! Reikningsdæmið er nú orðið
svo risastórt að uppgjöf er óumf-
lýjanleg.
En hvað ætli megi nú í þreng-
ingum spara af vinnustundum
fólksins í borginni með því einu
að hagræða svo að hver maður
þyrfti ekki að fara á miðjum degi
tvisvar sinnum til að fá þinglýs-
ingu? Þó skrefið yrði ekki stigið
nema til hálfs. Að strax klukkan
9, svo maður nefni ekki enn fyrr,
sé þarna einn starfsmaður til
þess að taka við plöggum og af-
henda þau sem tilbúin eru og svo
aftur til klukkan 6 eða háif sex.
Þá gæti allur þessi sægur sparað
sér að taka nema helming tímans
í vinnutímanum. Er bara ekki
þarna búið að finna meiri vinnu-
sparnað en margar hagræðing-
artilraunir sem gumað er af?
Kannski mætti snúa sér að því
að drýgja vinnustundir alls liðsins
á fleiri stöðum.
Svo lengi hefur það tíðkast hér
hjá okkur að gengið sé út frá
nauðsyn þess að fólk skreppi til
að leysa sín mál í vinnutímanum,
að engum hefur sjálfsagt dottið
í hug svona snjallræði: Að með
hagræðingu í þjónustunni í
samfélaginu geti starfsfólk
kannski nýst til vinnu á sínum
stað og komist yfir það sem gera
þarf. Ekki er svo langt síðan við^
tekið var að fólk gerði öll sín
innkaup í vinnutímanum —
skryppi frá áður en búðum væri
lokað. Nú er það horfið. Kannski
mætti þetta takast víðar.
Hvað um það. Nú er lag. Á
þessu ári á að verða breyting á
fyrirkomulagi þinglýsinga,
hvorki meira né minna. Nýtt
sýslumannsembætti tekur við.
Kannski á nýjum og aðgengilegri
stað í bænum? Jafnvel með ha-
græðingu? Hver veit? Þarna er
brýn þörf á að neytendur eigi sér
málsvara. Neytendasamtökin
ættu að vera með. Og vinnuveit-
endur!
Svona eiga sýslumenn a.m.k.
ekki að vera. Vonandi verður
sýslumaðurinn í Reykjavík ekki
svona. Megi hann spara Reykvík-
ingum ótal vinnustundir.
P.s. Stóðst ekki freistinguna
að ræna þessari ágætu mynd um
vinnusparnað og hagræðingu.