Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 1
SMwgMiiHbifrfr
SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992
BLAÐJJ
ÓLAFURTHORS
19.01. 1892 - 19.01. 1992
ðlaíur Ttíors, íorniaöur Sjálfstæðisflokksins 1934-1961
og forsætisráöherra 16. maí 1942 - 16. desember 1942,
1944-1947, 1949-1950, 1953-1956 og 1959-1963.
ÓLAFUR THORS var einhverlsvip-
mesti stjórnmálaforingi íslendinga
á þessari öld. Réttilega sagði Bjarni
Benediktsson að Olafi látnum:
„Hann var sjálfkjörinn foringi og
menn nutu leiðsögu hans með ljúfu
geði.“
Ólafur Thors var einn helsti for-
göngumaður um stofnun Sjálfstæð-
isflokksins árið 1929. Hann var
formaður flokksins í nær þtjá ára-
tugi, sat á Alþingi í tæp fjörutíu
ár og var um árabil ráðherra og
forsætisráðherra. Hann var leiðtogi
sjájfstæðismanna á mesta umróts-
tínia þessarar aldar. Hann hafði
forystu í sjálfstæðisbaráttunni og
varð fyrsti þingkjörni forsætisráð-
herra íslenska lýðveldisins. Hann
leiddi baráttuna fyrir fijálsræði í
atvinnurekstri og viðskiptum og
stóð vörð um einkaframtak og ein-
staklingsfrelsi, þegar stjórnmála-
andstæðingar hans kröfðust
„skipulagningar atvinnulífsins“ og
þjóðnýtingar fýrirtækja. Hann tal-
aði máli vestrænnar samvinnu,
lagði drög að sókn íslendinga í
landhelgismálinu, hafði kjark til að
eiga samstarf við höfuðandstæð-
inga sína í stjórnmálum, sósíalista,
af því að hann trúði því, að það
leiddi til nýsköpunar atvinnulífs á
íslandi. Hann beitti sér gegn rang-
látri kjördæmaskipan og náði mikl-
um árangri. Hann myndaði Við-
reisnarstjórnina, sem hófst handa
um mestu og farsælustu efnhags-
umbætur hér á landi á síðari árum.
I
Svo einkennilegt sem það má
virðast varð Ólafur Thors nánast
stjórnmálamaður af tilviljun. Hann
var forstjóri öflugs útgerðarfyrir-
tækis í meira en áratug. Hugur
hans stóð til að feta í fótspor föður
síns, Thors Jensens, hins kunna
athafnamanns. „Hann ætlaði sér
að verða útgerðarmaður, gera út
skip, eiga skip og stjórna skipa-
flota. Honum kom um þær mundir
aldrei til hugar að verða skipstjóri
á þjóðarskútunni," skrifar Birgir
Kjaran í endurminningum sínum
um Ólaf.
Miklir hæfileikamenn leynast
ekki lengi í litlu þjóðfélagi. „Ölafur
Thors vakti athygli jafnt ungra sem
gamalla með gjörvileik sínum, hik-
lausum fullyrðingum og rösklegri
framgöngu," skrifar Bjarni Bene-
diktsson. Hann var fenginn til að
taka sæti á lista heimastjórnar-
manna 1921, en fyrst kjörinn á
þing fyrir íhaldsflokkinn í auka-
kosningum í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu í janúar 1926. Hann var þing-
maður þess kjördæmis til 1959, en
eftir það til dauðadags fyrir
Reykjaneskjördæmi.
Jón Þorláksson, fyrsti formaður
Sjálfstæðisflokksins, fylgdist með
Ólafi Thors á fyrsta framboðsfundi
hans í kosningunum 1926. Eftir
Jóni var þá haft, að hann hefði
ekki séð neinn ungan mann vaxa
úr grasi á seinni tímum, er honum
þætti eiga meira erindi í stjórnmál
en Ólafur.
Ólafur Thors var kjörinn formað-
ur Sjálfstæðisflokksins 1934, þegar
flokkurinn hafði aðeins starfað í
fimm ár. Hann gegndi formennsku
fram til ársins 1961, er hann dró
sig í hlé sökum heilsubrests. Fijáls-
lyndir menn í nágrannalöndum
okkar furða sig oft á stærð og styrk
Sjálfstæðisflokksins. í öðrum nor-
rænum löndum ena borgaralegir
menn skiptir í marga flokka og
áhrif þeirra á vettvangi stjórnmáb
anna einatt í samræmi við það. I
mínum huga leikur ekki vafi á því
að gæfa Sjálfstæðisflokksins hefur
verið að hafa átt foringja eins og
Ólaf Thors. Eftir á að hyggja sjáum
við hvílíkt afrek það var, að halda
fylkingu borgaralegra mánna á ís-
landi saman á tímum þegar róttæk
og þróttmikil öfl kröfðust ger-
breyttra stjórnarhátta og vildu koll-
varpa þjóðskipulaginu.
Andstæðingar flokksins hafa
auðvitað séð ofsjónum yfír styrk
hans og stöðu í íslensku þjóðlífi og
átt erfítt með að sætta sig við þá
yfirburði. Margoft hafa þeir þóst
sjá fyrir hrun flokksins og endalok.
í mjög hörðum umræðum fyrir rétt-
um fimmtíu árum á Alþingi vísaði
einn aðalandstæðingur Ólafs
Thors, Hermann Jónasson, til Sjálf-
stæðisflokksins „sem seinustu bæj-
arstjórnarkosningar um allt land
sýndu, að er hvort tveggja í senn
’ að tapa fylgi og sundrast". Og
hann bætti við að flokkurinn þekkti
ekki sinn vitjunartíma og sagði: „í
stað þess að skilja það að flokkur-
inn er að byija að hrynja, eins og
sams konar flokkar annars staðar,
er standa fyrir skefjalausri sam-
keppnis- og auðpólitík, var flokkur-
inn lostinn undrun og kvíða.“
Hálfri öld síðar hefur stefna
Sjálfstæðisflokksins sigrað en ekki
stefna samvinnumanna eða sam-
eignarsinna. Ólafur Thors átti eftir
að leiða Sjálfstæðisflokkinn í tæp
tuttugu ár eftir þessa deilu þeirra
Hermanns og mynda fjórar ríkis-
stjórnir til viðbótar þeirri sem hann
leiddi er þessi frýjunarorð voru
sögð. En Ólafur Thors svarar
hvasst fyrir sig brigslum Hermanns
Jónassonar um svik í fyrrgreindri
umræðu og segir: „Og sjá, þrátt
fyrir sviksemi og pretti, — alltaf
sigrar Framsóknarflokkurinn, en
hin góðu málin eru hans hlutur en
það, sem á vantar og miður hefur
farið, er okkar sök. Og ofan á allt
þetta getum við ekki svo mikið sem
unnt Framsóknarflokknum að fá
að vera í friði með þessa smávægi-
legu aukagetu, — tvöföld mannrétt-
indi handa framsóknarkjósendum
og svolítil sérréttindi handa yfir-
stétt landsins, forustuliði Fram-
sóknarflokksins, mönnunum sem
elskuðu svo mikið dreifbýlið, að
þeir lögðu á sig að yfirgefa það
og og setjast að í hinu andstyggi-
lega þéttbýli, einvörðungu til þess
að geta varðveitt hag þeirra, sem