Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 10

Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 ið fram á Alþingi skyldi lögfest með nokkrum breytingum, er gerðar höfðu verið að ósk framsóknar- manna, en ekki breyttu þær neinu um þær grundvallarhugmyndir, er frv. lágu að baki. Óhagstæð þróun ytri skilyrða, m.a. vegna áhrifa Kóreustríðsins, sem braust út í júní 1950, olli því, að tilgangur efna- hagslöggjafarinnar náðist ekki að fullu. Þegar á árinu 1951 neyddist ríkisstjómin til þess að taka upp hið svokallaða bátagjaldeyriskerfi, sem fól í sér að útflytjendur greiddu sérstakt álag á gjaldeyri, sem nota átti til kaupa á vöm, sem ekki var tekin til brýnna nauðsynja. Vegna versnandi viðskiptakjara sem stöf- uðu af því að Kóreustyijöldin leiddi til þess að innfluttar vömr hækkuðu verulega í verði án þess að útfluttar afurðir hækkuðu samsvarandi, reyndist gengisfelling sú, sem gerð var 1950 ónóg sumum útflutnings- greinunum og þar sem ekki þótti fært að gera almenna gengisfell- ingpi á ný, var gripið til bátagjald- eyrisins, sem þýddi í raun að tekið var upp tvöfalt gengi. Stjómarsamstarf flokkanna tveggja, sem hófst í mars 1950, stóð í 6 ár, en þá tók við vinstri stjóm er svo var nefnd undir for- sæti Hermanns Jónassonar, en að henni stóðu 3 flokkar, Alþýðuflokk- ur, Framsóknarflokkur og Sósíal- istaflokkur, en Sjálfstæðisflokkur- inn var einn í stjómarandstöðu. Við ærinn vanda í efnahagsmálum var að etja á valdaferli þessarar ríkis- stjómar og átti sá vandi öðm frem- ur rót sína að rekja til vemlegra kauphækkana sem urðu eftir langt verkfall vorið 1955 en þær kaup- hækkanir áttu engan gmndvöll í aukinni þjóðarframleiðslu. Þann vanda, sem þetta skapaði útflutn- ingnum, var fyrst reynt að leysa með því að taka upp viðamikið út- flutningsbótakerfl, þannig að talið var að gengi á íslenzku krónunni væri orðið 40 vorið 1958. Þar sem öllum hlaut að vera ljóst að þetta gat ekki gengið nema skamman tíma, fékk ríkisstjórnin samþykkt lög vorið 1958 þar sem ákveðið var, að greiddar skyldu 55% bætur á allan útflutning en samsvarandi yflrfærslugjald skyldi lagt á allan keyptan gjaldeyri. Hér var auðvitað um illa dulbúna gengislækkun að ræða, en þetta fyrirkomulag var þó óneitanlega spor í átt til jafn- vægis samanborið við það sem áður var. Ríkisstjórnin fór svo fram á það við samtök launþega haustið 1958 að þau gæfu tímabundið eftir vísitölubætur á laun sem hlutu að hækka verulega vegna 55% yfir- færslugjaldeyrisins. Þessum tilmæl- um var hafnað og sagði ríkisstjóm- in þá af sér, enda hafði hún skuld- bundið sig til þess að gera ekki meiri háttar ráðstafanir í efnahags- málum án samráðs við Alþýðusam- band Islands. Þá tók við minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins sem var við völd fram í nóvember 1959. A því ári fóm fram tvennar kosningar til alþingis vegna kjördæmabreytingar, en eftir síðari kosningamar tók við ríkis- stjórn er Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur stóðu að og varð Ólafur Thors forsætisráðherra í þeirri stjórn, sem gengið hefur und- ir nafninu viðreisnarstjórn. Mikið ójafnvægi var í efnahags- málum þegar ríkisstjórnin tók við völdum og vom í rauninni tveir kostir fyrir hendi, annar sá, að hverfa aftur til hafta og miðstýring- arkerfís sem ríkjandi hafði verið fyrir 1950 og allt aftur til ársins 1930, eða að hefjast að nýju handa um það að koma á virku markaðs- kerfl sem byggt væri á frjálsum viðskiptum. Síðari kosturinn var valinn og kom það nú aftur í hlut Ólafs Thors, sem forsætisráðherra í hinni nýju ríkisstjóm, að hafa um það forystu, að þráðurinn frá því 1950 yrði tekinn upp að nýju. Voru tillögur um víðtækar efnahagsráð- stafanir lagðar fyrir Alþingi 1960 og samþykktar. Tilgangur þeirra var svipaður og þeirra ráðstafana sem gerðar vora 1950, en seinni löggjöfln var á nokkuð breiðari gmndvelli, t.d. vora peningamálin tekin þar fastari tökum en í fyrri löggjöfinni. Ekki réði það þó að mínum dómi úrslitum um það, að varanlegri árangur náðist með við- reisnarlöggjöfinni heldur en lög- gjöfinni frá 1950, heldur hitt, að þróun ytri aðstæðna varð ólíkt hag- stæðari næstu misserin eftir að- gerðirnar en verið hafði eftir laga- setninguna 1950. En í báðum tilvikum var um lög- gjöf að ræða sem markaði tímamót í íslenzkum efnahagsmálum, þar sem horfið var frá miðstýringu til markaðsbúskapar. Fyrri tilraunin náði að vísu ekki þeim tilgangi sem vonir stóðu til, en hún markaði þó að því Ieyti tímamót, að um varan- lega hugarfarsbreytingu meirihluta íslenzkra stjórnmálamanna varð að ræða. Það má nefna sem dæmi um þetta, að vinstristjórn Hermanns Jónassonar hvarf aldrei til þeirrar haftastefnu sem ríkjandi hafði verið fyrir 1950. Auðvitað var hið marg- falda gengi sem sú ríkisstjóm not- aði sem hagstjórnartæki ófögnuður, en það var þó yfirleitt hægt að kaupa og flytja inn flestan varning á einhveiju verði. Mér hefír stundum fundist, að þáttur stjórnmálamanna í efna- hagslegum umbótum sé vanmetinn og þá e.t.v. þáttur hagfræðinganna ofmetinn, þótt það sitji sízt á mér að gera minna en efni standa til úr framlagi okkar hagfræðinganna. Auðvitað er okkar þáttur nauðsyn- legur og sambærilegur við þátt ark- itekta í byggingarstarfsemi. En þótt arkitekt geri fyrirmyndarteikn- ingu að kirkju, ráðhúsi eða hljóm- listarhöll, þá er það ekki nóg til þess að slík hús rísi af granni. Þar þarf atbeina stjórnmáiamanna til þess að beita sér fyrir fjármögnun slíkra framkvæmda. Þannig býst ég við því að tillögur dr. Benjamíns Eiríkssonar um það að hverfa frá höftum til fijálsra viðskipta hefðu fallið í ófijóan jarð- veg eða jafnvel aldrei komið fram ef fulltingis stjómmálamanna hefði ekki notið og ber þar hæst nöfn Ólafs Thors og Bjarna Benedikts- sonar að mínum dómi, þótt margir fleiri legðu þar hönd á plóginn. Það er athyglisverð tilviljun, að á aldarafmæli Ólafs Thors skuli íbúar fyrrverandi Sovétríkjanna standa í svipuðum sporam við valið milli miðstýringar og markaðar og íslendingar gerðu 1950 og 1960, þótt allt sé þar stærra í sniðum og aðeins að takmörkuðu leyti sam- bærilegt. En ætla mætti að hrun hins kommúníska efnahagskerfis ætti að leiða til minni ágreinings um þetta deilumál en áður var. Þegar Ólafur Thors háði þá bar- áttu, sem hér hefir verið rætt um, var það trúaijátning verulegs hluta þjóðarinnar að þjóðfélag framtíðar- innar hlyti að byggjast á miðstýrð- um áætlunarbúskap. En hér skal þó engu um það spáð hvernig það tómarúm, sem hrun hinnar sósíal- ísku hugmyndafræði hefír skilið eftir verður fyllt hér á landi sem annars staðar._ Ólafur Björnsson ÞAÐ VAR á Alþingishátíðinni 1930, sem við Guðrún systir urðum fyrst á vegi Ólafs Thors, í bókstaf- legri merkingu. Við höfðum fengið að fara á hátíðina með foreldrum okkar og vorum í tjaldborg á Þing- vallatúninu, sem ætluð var alþingis- mönnum og gestum ríkisstjórnar- innar. Við vorum 10 ára gamlar og mamma hafði saumað á okkur rauða upphluti, sem við vorum í alla hátíðisdagana. Hátíðin var stór- kostlegt ævintýri í augum okkar systra. Þó eru nokkur atvik, sem mér eru sérstaklega minnisstæð. í einu þeirra kemur Ólafur við sögu. Annan dag hátíðarinnar vöknuð- um við Guðrún ekki fyrr en foreldr- ar okkar voru farnir til morgunverð- ar í Valhöll. Við vissum, að pabbi átti að halda ræðu á Lögbergi kl. 10 og flýttum okkur því á fætur. Héldum við svo styztu leið upp í Almannagjá eftir eystri bakka Öx- arár. Sáum við þá Kristján konung X í herklæðum og Álexandrínu drottningu hans koma á móti okk- ur. Við vikum vitanlega úr vegi fyrir hátignunum, því að stígurinn var mjór, og héldum síðan áfram göngu okkar. Stuttu síðar heyrðum við hratt fótatak og fram úr okkur skundaði myndarlegur, dökkhærð- ur maður, sem ávarpaði okkur og sagði: „Þið verðið að flýta ykkur, stelpur, ef þið ætlið að hlusta á hann pabba ykkar.“ Var þar kominn Ólafur Thors alþingismaður. Við héldum svo á eftir Ölafí upp í Al- mannagjá, en kóngur fór á kapp- reiðar undir Ármannsfelli, enda skildi hann ekki íslenzku. — Þessi minning er ótrúlega skýr í huga mér. Eitthvað svo vingjarnlegt og hlýlegt í orðum og brosi þessa að- sópsmikla glæsimennis verður mér ógleymanlegt, enda vakti Ólafur hvarvetna athygli vegna aðlaðandi framkomu sinnar og persónutöfra, Ólafur var allra manna mælskast- ur, málrómurinn seiðmagnaður og hvetjandi, baráttuhugurinn mikill og málflutningur frábær. Ég minn- ist sérstaklega ræðu, sem hann hélt fyrir kosningar 1934. Þetta voru fyrstu kosningar eftir breyt- ingar á kosningaskipan, sem Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn höfðu sameinast um. Þingmönn- um hafði verið fjölgað og uppbótar- þingsætum átti að skipta á milli flokka, sem höfðu fengið óeðlilega fá þingsæti miðað við heildarat- kvæðatölu. Bundu menn miklar vonir við þessar breytingar. Mér fannst ræða sú, sem Ólafur flutti við þetta tækifæri, svo góð, að ég var sannfærð um, að allir hlytu að hrífast af eldmóði hans og hlýða kalli hans. Slíkur var sannfæringar- kraftur hans. Vonbrigðin urðu því mikil, þegar kosningaúrslitin reynd- ust Sjálfstæðisflokknum í óhag, þótt mjóu munaði. Þar skiptu úrslit- in í Skagafirði sköpum, þar sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fengu jafnmörg atkvæði og var hlutkesti látið skera úr. Framsóknarmenn unnu. Voru úrslitin kölluð Guðsdómurinn í Skagafirði. Með þessum hætti tókst Hermanni Jónassyni að mynda stjórn með Alþýðuflokknum og tveimur fyrrverandi framsóknar- mönnum, sem höfðu nýasagt sig úr flokknum. Enginn veit, hvað gerzt hefði, ef hiutkestið hefði fall- ið Sjálfstæðisflokknum í vil, en ekki þýddi að deila við dómarann og Ólafur hélt áfram að beijast fyrir réttlátari kjördæmaskipan og öðr- um góðum málum, innan þings og utan. Ólafur var forsætisráðherra í 5 ráðuneytum og auk þess ráðherra í fjórum öðrum ríkisstjórnum. Sýnir það traust flokksmanna hans á honum. Enda þótt Ólafi væru falin mikil trúnaðarstörf örlaði aldrei á hroka eða yfirlæti í fari hans. Hann var einn þeirra lánsömu manna, sem hafði hlotið í vöggugjöf „þá kurteisi, sem kemur að innan“. Þó átti hann til prakkarasvip, ef svo bar undir. Eins og títt er um mikil- hæfa menn átti hann sér öfundar- menn, sem fundu honum allt til foráttu, ekki hvað sízt aðild hans að útgerðarfélaginu Kveldúlfi, sem var í eigu Thors Jensens og sona hans. Spaugilegasta hneykslunar- efnið var þó, að Ólafur hafði eitt sinn á unga aldri farið úr jakkan- um, þegar honum fannst of heitt á fundi. Var vitnað til þessa „hneyksl- is“ árum saman í blöðum og á mannfundum. — Ólafur var mikill mannasættir og beitti sér oft í vinnudeilum, þegar fokið var í flest skjól, enda átti hann auðvelt með að ná til fólks. Hann var einstak- lega góðviljaður, gamansamur og glettinn og hrókur alls fagnaðar í samkvæmum. Bezt þótti honum þó að vera heima að loknum vinnudegi og vann reyndar oft heima hin síð- ari ár ævi sinnar, frekar en á skrif- stofu sinni. Ólafur var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Ungur kvæntist hann Ingibjörgu, dóttur Indriða Einars- sonar endurskoðanda og rithöfund- ar og Mörtu Maríu, dóttur Péturs alþingsmanns og dómorganleikara Guðjonsens. Hún var falleg kona, greind og listfeng, eins og hún átti kyn til, enda alin upp á heimili, þar sem bókmenntir, tónlist og leiklist voru í hávegum hafðar. — Engum, sem kom á heimili þeirra hjóna, gat dulizt virðing sú og væntumþykja, sem þau báru hvort til annars. Ólafur lézt á gamlársdag 1964, en frú Ingibjörg 25 árum síðar. Ólöf Benediktsdóttir ÓLAFUR THORS var kosinn á þing í aukakosningum 9. janúar 1926 þegar Ágúst Flygenring, fyrsti þingmaður Gullbringu- og Kjósar- sýslu, sagði af sér þingmennsku vegna heilsubrests. I sögu Matthíasar Johannessens um ævi og störf Ólafs Thors vitnar hann í minningargrein sem Ólafur skrifaði um Agúst 1933 og lýsir vel hversu mikils hann mat þennan fyrirrennara sinn. Höfundur bókar- innar segir m.a. að Ólafur lýsi Ág- ústi með þeim orðum, að vel geti átt við hann sjálfan, þegar hann segir: „... hvort sem var á sviði stjórn- mála eða atvinnulífsins var hann einstakur maður, því enda þótt hann hefði haldbetri þekkingu og meiri lífsreynslu en flestir aðrir og væri að eðlisfari ráðríkur, þá var hann svo samvinnuþýður, að hann hlýddi með gaumgæfni á tillögur annarra og vildi jafnan það eitt hafa er réttast sýndist. Hafði hann því mikil og góð áhrif á hvert mál, er hann hafði með höndum, og verð- ur farsæld og nytsemi þess starfs seint rakið.“ Undir þessa skoðun höfundar bókarinnar Ólafur Thors — Ævi og störf tek ég heilshugar, því kynni mín af Ólafi voru einmitt þessi. Þótt í þessari tilvitnuðu bók sé saga hans ítarlega rakin, þykist ég vita að nú þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu hans munu margir sem um hann skrifa draga fram eitt og ann- að sem ekki hefur verið áður fært í letur. Ég kýs einnig að fara þá leið að skrifa niður sumt úr mínum minningum, sem ekki hefur áður verið birt opinberlega, en kann enn .i'ii'hhii—miiiiiii i'iiiiiiwii'iif mm'imrniimiMníiHTiu Biii'irrninniirrT Ti nmr að fylla upp í myndina af manninum Ólafi Thors. Ég á minningar um Ólaf allt frá bernskudögum. Hann kom oft á heimili foreldra minna í Keflavík, þegar hann var í pólitískum erinda- gjörðum í kjördæmi sínu. Faðir minn stundaði útgerð og skipstjórn á bát sínum, Guðjóni Pétri, ásamt umtalsverðum búrekstri. Pabbi hafði byggt stórt og mikið tveggja hæða íbúðarhús, þar sem aðstaða fyrir vermenn var á jarðhæð, en stór íbúð á efri hæð, þar á meðal skrifstofa pabba, sem að sjálfsögðu var í þá daga kölluð „kontór“. Þang- að kom Ólafur oft, hafði þar reynd- ar vinnuaðstöðu, þegar hann óskaði og þangað komu menn til viðtals við hann og oft voru fámennir fund- ir haldnir jþar með honum. Mér er Ólafur mjög minnisstæður frá þessum barnsárum mínum. Hann bar svo af öðrum mönnum að reisn og sameinaði hana glað- beittri framkomu. Á áranum eftir 1930 voru mikil pólitísk átök í Keflavík sem víðar og einnig á vinnumarkaðinum. Ég man ekki með vissu, þótt mér sé atburðurinn minnisstæður, hvort það var kosningavorið 1931 eftir þingrofið í apríl eða vinnudeilur í Keflavík í ársbyijun 1932, sem andstæðingar Ólafs ætluðu að meina honum að komast á almenn- an stjórnmálafund, sem halda átti í Keflavík. Stuðningsmönnum Ólafs barst njósn af þessari fyrirætlan og jafn- framt að andstæðingar Ólafs ætl- uðu að nota þetta á þann veg, að halda því fram að hann þyrði ekki að mæta andstæðingum sínum á opnum fundi. Þetta var rætt í hópi stuðnings- manna Ólafs heima hjá okkur og þar var ákveðið að mæta þessu á þann hátt að hópur þeirra færi inná Stapa til að mæta bíl Ólafs og fylgja honum svo að samkomuhúsinu þar sem fundurinn skyldi haldinn. Þetta var gert. En það sem mér barninu þótti furðulegt var að forláta reyk- ingaborð sem pabbi átti og ég á nú, stóð án sinna fjögurra fóta upp við vegg. Ég skildi þetta ekki fyrr en móðir mín útskýrði að þeir hefðu skrúfað hina voldugu fætur undan plötunni til að veija sig með, ef á þá og þingmann þeirra yrði ráðist! Ferð Olafs gekk vel að fundar- stað, en þar beið margmenni utan- dyra og ekki allir frýnilegir ásýnd- um. Sögufræg eru ummæli Ólafs í þetta skipti og þau eru dæmi um, hvernig honum tókst oft með rétt- um viðbrögðum, að snúa hug fund- armanna sér í hag. Ólafur snaraði sér út úr bíl sínum fyrstur manna, gekk á miðja þvög- una broshýr að vanda og spurði svo hátt og skýrt að allir máttu heyra: „Hvar er hægt að pissa hér, strák- ar?“ Mönnum féllust hendur við þessa óvæntu og glaðlegu kveðju. Hún lægði æsinginn og þvagan opnaðist eins og hafði forðum fyrir Móses, og Ólafur gekk áreitnilaust inn í fundarsalinn. Eftir að foreldrar mínir fluttu til Reykjavíkur rofnuðu barnskynni mín af Ólafi og á fyrstu árum mín- um til sjós fylgdist ég aðeins með honum úr fjarlægð sem foringja Sjálfstæðisflokksins, sem ég varð strax fylgjandi sem unglingur. Það var ekki fyrr en veturinn 1948-49 að leið mín tók aftur að liggja nærri Ólafi Thors. Ég hóf þennan vetur nám í Stýrimanna- skólanum og þá voru miklar og harðar deilur með mönnum um að- ild að Atlantshafsbandalaginu. Þennan vetur sótti ég hvern einasta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.