Morgunblaðið - 19.01.1992, Page 11
fund hjá Sjálfstæðisflokknum, ef
ég vissi að fjalla ætti um utanríkis-
málin og þótti mér þeir bera af í
þeim umræðum Ólafur Thors og
Bjami Benediktsson.
Það sauð uppúr í þessu deilum
31. mars 1949, en þá barst um
bæinn að kommúnistar hefðu í
hyggju að ráðast að Alþingishúsinu.
Forystumenn lýðræðisfiokkanna
sendu þá út áskorun, og þar í for-
ystu Ólafur og Bjarni, til fylgjenda
sinna að koma að Alþingishúsinu
og varna andstæðingum samnings-
ins um stofnun Atlantshafsbanda-
lagsins inngöngu í Alþingishúsið,
en þar ætluðu þeir sér að hleypa
upp þingfundi. Það hlaut að vera
mikið áfall fyrir þingræði í landinu,
ef mönnum héldist slíkt uppi.
Ég var fljótur að taka saman
pjönkur mínar í Stýrimannaskólan-
um, þótt einn kennari minn, sem
var harður andstæðingur Atlants-
hafsbandalagsins, neitaði mér um
frí til fararinnar.
Þessi varnarstaða við Alþingis-
húsið var mikil þolraun. Við máttum
ekki aðhafast neitt sem leitt gæti
til blóðugra átaka. Ef til slíkra
átaka kæmi skyldi það vera lögregl-
an, sem skakkaði þann leik. Við
áttum aðeins að veija inngöngu í
húsið. Ekki máttum við hafa með
okkur barefli eða neitt það, sem
æst gæti andstæðingana til átaka.
Ég hafði gripið með mér sjókortin
mín vafin saman inn í dúk, en kom-
ið þeim í geymslu hjá félaga mínum
á BSR svo að ekki væri haldið að
ég væri með barefli.
Við, sem stóðum þama fyrir dyr-
um Alþingishússins til varnar,
máttum þola skítkast og gijótkast
og hrópyrði án þess að svara fyrir
okkur í sömu mynt. Það tók á taug-
ar mínar svo mér er minnisstætt.
Einkum hafði mig langað til að
við hvolfdum vörubíl, sem stóð rétt
hjá þinghúsinu, en þar á pallinum
vom foringjar upphlaupsmanna og
kölluðu í gjallarhorn hvatningarorð
til sinna manna til árásar. En þetta
gekk yfir án þess að árásarmenn
fengju komist í Alþingishúsið, og
mér er minnisstætt hversu hlýlega
Ólafur Thors tók í höndina á mér
sem öðmm í þessu píslarvætti til
varnar þingræðinu, menn hef ég
vitað bera það meira fyrir bijósti
en Ólaf, hann var heitur lýðræðis-
og þingræðissinni. Nú var ég orðinn
hærri í loftinu en svo að Ólafur
gæti klappað á kollinn á mér, eins
og hann gerði gjarnan í foreldra-
húsum mínum fyrr.
Ég fór snemma að taka þátt í
verkalýðsmálum sem félagi í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur, og fór
þar ekki dult með skoðanir mínar
í þjóðmálum eða verkalýðsmálum.
Mér þóttu forystumenn vilja nota
samtök verkamanna og sjómanna
um of í pólitískum tilgangi og meira
en svo að hagstætt gæti talist þess-
um stéttum og einnig þóttu mér
forystumennirnir vera allt of einráð-
ir. Foringjum Sjálfstæðisflokksins
var það ljóst, að ef flokkurinn átti
að halda íjöldafylgi varð hann að
eiga fylgi í þessum stéttum, sem
voru í þennan tíma tiltölulega miklu
fjölmennari en nú er.
Það var 1954, þegar ég hafði
verið kosinn af SR til að sitja þing
ASÍ að foringjar Sjálfstæðisflokks-
ins báðu mig að gegna erindrekstri
fyrir flokkinn í verkalýðsmálum
fyrir þingið og í stjórnarkosningum
í hinum stærri félögum. Þá fór ég
að hafa aftur aukin kynni af Ólafi
Thors. Hann var þá enn fyrir mér
sami höfðingsmaður í ailan máta
og eg hafði þekkt í æsku.
Árið 1959 var ég kosinn á þing
og það tókst svo til að ég hitti Ólaf
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992
B 11
Thors fyrstan manna, þegar ég kom
sem þingmaður í Alþingishúsið í
fyrsta sinn og þá til þingflokksfund-
ar. Ég var eitthvað að væflast í
anddyrinu og vissi ekki gerla, hvar
ég skyldi ganga í þingflokksher-
bergið, þegar Ólaf bar þarna að.
Hann fylgdi mér til þingflokksher-
bergisins, og þegar við komum inn
fyrir dyrnar stansaði hann og klapp-
aði á öxlina á mér, og sagði hátt:
„Ja héma, hvað haldið þið nú piltar
um þróunina, þegar hásetar af
Kveldúlfstogurunum eru komnir í
þingflokk íhaldsins."
Eins og að líkum lætur hafði ég
sem þingmaður allmikil kynni af
Ólafi Thors eftir þetta og bar aldr-
ei skugga á þau kynni. En kynni
okkar voru einnig óviðkomandi
þingsetu minni.
Þegar ég var stjómarformaður í
Sjómannadagsráði stóðu yfir miklar
byggingaframkvæmdir á vegum
þess og áttum við mikið undir vel-
vilja ráðamanna þjóðarinnar. Það
er óhætt að fullyrða að engum ein-
um manni munu samtök þau er að
Sjómannadeginum standa eiga
meira að þakka í sambandi við
framgöngu stærstu baráttumála
hans, en Ólafi Thors.
Frá því samtökin voru stofnuð
reyndist Ólafur sannur velunnari
þeirra og áhugamaður um þau
mál, sem unnið var að. Þetta var
ekki óeðlilegt þegar þess er gætt,
að frá barnæsku lifði hann og
hrærðist í helsta atvinnuvegi þjóð-
arinnar — sjávarútvegi. Hann átti
ásamt föður sínum og bræðrum
virkan þátt í hinni öru þróun botn-
vörpuútgerðar hér á landi og starf-
aði við þá útgerð um langt árabil.
Hann var alla ævi mikill áhugamað-
ur um fiskveiðar bæði togara og
vélbáta, og framfarir í þessum at-
vinnuvegi. Er þar stærst að minn-
ast af opinberum aðgerðum for-
göngu Ólafs í setningu landgrunn-
slaganna 1948, sem urðu undir-
staða útfærslu fiskveiðilögsögunn-
ar.
Ólafur kom oft fram sem ræðu-
maður á Sjómannadaginn, bæði
sem fulltrúi útgerðarmanna og rík-
isstjórnarinnar, er hann gegndi ráð-
herrastörfum. Hann skildi manna
best, að um leið og fiskiskipastóllinn
yrði endurnýjaður eftir heimsstyij-
öldina síðari, og byggð yrðu ný,
stærri og fleiri skip, en hér voru
áður, þurfti þjóðin að eiga á að
skipa hópi velmenntaðra skipstjórn-
armanna.
Áhugi hans fyrir byggingu Stýri-
mannaskólans var eðlileg afleiðing
þessara skoðana, en enginn getur
móðgast þótt ég fullyrði að hann
hafi verið ein helsta driffjöður þess
að sú glæsilega bygging kæmist
upp.
Óvíst er, hvernig áfram hefði
miðað í stærsta átaki Sjómanna-
dagssamtakanna, byggingu Dval-
arheimilis aldraðra sjómanna —
Hrafnistu, ef krafta Ólafs hefði
ekki notið við.
Margir litu svo á, þegar fjársöfn-
unin til Hrafnistu hófst, að um
skýjaborg væri að ræða, en Ólafur
skildi að fátt mundi standast þann
kraft, sem að baki félagslegri sam-
stöðu stæði, þegar slík mál ættu í
hlut.
Þessi framkvæmd varð honum
hjartfólgin, enda studdi hann hana
með ráðum og dáð.
Hann vildi gömlu sjómönnunum
vel og mun, eins og aðrir eigendur
Kveldúlfs, hafa átt sinn þátt í þeim
höfðinglegu gjöfum, sem bárust frá
þeim til Hrafnistu á fyrstu upp-
byggingarárunum.
Sú umhyggja og áhugi er Ólafur
sýndi þessum málum — lögunum
um happdrætti DAS — ásamt mörg-
um öðrum var metin að verðleikum.
Hann hlaut fyrstur manna æðstu
viðurkenningu, sem Sjómannadag-
urinn getur látið í té, gullmerki
dagsins.
Mér er ljúft að minnast þess að
síðasta samtal okkar Ólafs var í
sambandi við ósk hans um að aldr-
aður togarasjómaður, sem starfaði
um langt árabil á skipum Kveld-
úlfs, fengi vist á Hrafnistu.
Minning Ólafs Thors mun ekki
fymast með okkur, sem kynntumst
honum og hún mun geymast í sögu
þjóðarinnar.
Pétur Sigurðsson
TVEIR ÞÆTTIR úr stjórnmála-
starfi Ólafs Thors frá árunum
1956-1963, er ég var samtímis hon-
um á þingi, eru mér ofarlega í huga
á þessum tímamótum: Mannúðar-
hugsun hans og afstaða til velferð-
ar svo og einstök samningasnilld
og lagni við að koma máli heilu í
höfn.
Mannúðarstefna Ólafs hafði birst
snemma á þingferli hans í stuðningi
við umbætur í þágu þeirra, sem
vanheilir voru, andlega eða líkam-
lega. Þeir sem báru slík mál fyrir
bijósti, áttu alla tíð vísan stuðning
hans.
Að því er varðar velferðarkerfið
eins og það birtist í almannatrygg-
ingum voru undir forystu Ólafs stig-
in stefnumarkandi spor 1946 og í
upphafi viðreisnar. Er mér ekki
grunlaust um, að þetta gleymist
stundum. Þó að félagsmálaráðherr-
arnir sem frumvörpin fluttu væru
úr Alþýðuflokknum, gátu þau ekki
orðið að veruleika nema i'yrir at-
beina Sjálfstæðisflokksins. I ræðum
Ólafs kennir einatt stolts og gleði
yfír að hafa sem forsætisráðherra
átt hlut að þessum framförum.
Nægir að minna á ræðu hans á 10
ára afmæli lýðveldisins. Þar segir:
„Jafnframt þessu (atvinnuuppbygg-
ingu og endurreisn eftir 1944) hafa
íslendingar sýnt vilja sinn og getu
til að tryggja hag fátækra, sjúkra
og aldraðra, er þeir settu sér trygg-
ingalöggjöf, sem mun vera fullkom-
Iega sambærileg við löggjöf þeirra
þjóða, sem lengst eru komnar í
þessum efnum.“
Þarna talar hann um trygginga-
löggjöfina frá 1946. í henni var
bráðabirgðaákvæði, sem gilda
skyldi í 5 ár og heimilaði skerðingu
elli- og örorkulífeyris miðað við
aðrar tekjur. Reyndin varð sú, að
þetta bráðabirgðaákvæði var fram-
lengt aftur og aftur uns skerðingin
var loks afnumin í upphafi viðreisn-
ar. Auk skriffinnskunnar þóttu
skerðingarákvæðin hafa mikla
ókosti. Þess varð ekki síst vart á
landsbyggðinni, þegar hver vinnu-
fær hönd hafði þarft verk að vinna
við verðmætasköpun.
Skerðingarákvæðin drógu mjög
úr athafnagleði og sjálfsbjargarvið-
leitni, ef einhver vinnugeta var.
Sumir veigruðu sér við að sækja
þannig opinberan styrk til framfær-
is. Er mér í minni, hve áhrifaríkt
það var að heyra Ólaf mæla í þing-
flokknum fyrir þessari róttæku
breytingu, afnámi skerðingarinnar
og stórhækkun lífeyris, þannig „að
hægt yrði að lifa á ellilífeyrinum",
eins og hann sagði. Hinir sem meira
hefðu greiddu til baka í sköttum.
Með þessu var komið í framkvæmd
þeirri hugmynd að ellilífeyrir væri
eitthvað, sem allir hefðu keypt sér
með iðgjöldum sínum og sköttum.
Þessu var fylgt eftir með nýrri lög-
gjöf um almannatryggingar 1963.
Að loknu fyrsta kjörtímabili við-
reisnar sagði Ólafur Thors á lands-
fundi 1963, er hann hafði nefnt að
um það kynnu að vera skiptar skoð-
anir, hvað teldist merkast i löggjöf
kjörtímabiisins: „En sé litið yfir
farinn veg, munu inenn hvað mest
fagna hinni róttæku breytingu á
tryggingalöggjöfinni. Efast ég um,
að almenningur hafi gert sér grein
fyrir að nú greiða tryggingarnar 4
krónur í stað hverrar einnar fyrir
viðreisn. Tel ég víst, að aldrei fyrr
hafi nokkur þjóð á jafn stuttum
tíma gert hlutfallslega svipað því
eins stórt átak til þess að jafna
milli manna og sjá borgið rétti þess
þurfandi, sem við höfum gert. Er
það þjóð okkar til mikils sóma.“
Ljóst er að Ólafur taldi enga
kennisetningu leysa allan mannleg-
an vanda og að samkeppni og sam-
hjálp yrðu að fara saman í þjóðfé-
laginu.
Annar þáttur í stjórnmálastörf-
um Ólafs þennan tíma tengist öðru
máli. Það var lagni í landhelgismál-
inu. Þar unnu þeir saman, Ólafur
og Bjarni, af málafylgju, skarp-
skyggni og hyggindum. Bjarni seg-
ir m.a. í grein sinni í Andvara, að
fundur þeirra forsætisráðherranna
Ólafs og Macmillans haustið 1960
hafi lagt grundvöll að lausn land-
helgismálsins og þar með einum
stærsta stjórnmálasigri íslendinga.
Einstök atriði voru eftir og hafði
utanríkisráðherra forystu um fram-
haldið. Miklu skipti þó, að allir ynnu
þeir áfram saman að því að koma
málinu í höfn. Ágreining við Breta
um einstök atriði þurfti að leysa á
þann veg, að við misstum ekki nið-
ur þann árangur sem var í sjón-
máli. Gat þá þurft að beita persónu-
legum eða pólitískum tengslum.
Utanríkisráðherra fór vegna land-
helgismálsins á fundi í Atlantshafs-
ráðinu í París, sem hann hafði ekki
ætlað að sækja, og síðar í London.
Skammdegiskvöld eitt, er utanríkis-
ráðherra og Bjarni voru fjarverandi
og Ólafur veikur stóðu fyrir dyrum
erlendis afdrifaríkir fundir þeirra
ráðamanna, sem við þurftum að
semja við. Þingflokkurinn kom sam-
an í Alþingishúsinu og Ólafur reis
upp af sjúkrabeði, kom á þennan
óformlega þingflokksfund, fór fram
í símaklefa til að ná sambandi við
breska ráðamenn. Var andrúmsloft-
ið spennuþrungið, því að Ólafur var
á sífelldum þönum milli þingflokks
og síma, einhver fundur mun þá
líka hafa verið hjá breskum íhalds-
mönnum. Eitt sinn kom hann inn
og sagði Sir Alec (Douglas Home)
hafa verið í símanum. Við hvert
símtal virtist hann hressast og var
lítið veikur er þessum óformlega
en áhrifamikla þingflokksfundi
lauk. Ekki fer sögum af heilsufari
hans næsta dag. í starfi Ólafs þetta
kvöld varð margt ljóst: Hann hafði
persónulegt samband við erlenda
ráðamenn, sem standa þurftu að
lausn málsins. Hann jók stuðning
þeirra við málstað okkar. Hann
sýndi þingflokknum fullkominn
trúnað. Þingflokkurinn var samein-
aður í afstöðunni til þeirra einstöku
atriða, sem til umræðu voru.
Þessi minning er fyrst og fremst
mynd - mynd af manni sem óx að
krafti eftir stærð verkefnanna. Hún
er svolítill þráður í þeim listavef,
sem stjórnmálastarf Ólafs Thors
var.
Ragnhildur Helgadóttir