Morgunblaðið - 05.02.1992, Side 1

Morgunblaðið - 05.02.1992, Side 1
48 SIÐUR B 29. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Valdaránstilraun í Venezúela: Forsetinn komst með naumindum undan uppreisnarmönnum Caracas. Reuter. SVEITUM úr her Venezúela, hliðhollum Carlos Andres Perez for- seta, tókst að bijóta á bak aftur tilraun til stjórnarbyltingar aðfara- nótt þriðjudagsins, sem fimm herdeildir stóðu að. Töluvert mann- fall varð í hörðum átökum milli uppreisnarmanna og sveita forset- ans en engar opinberar tölur hafa enn verið gefnar út um fjölda látinna. Talið er að óánægja með efnahagsaðgerðir stjórnarinnar og samningur við Kólumbíumenn, sem veitir þeim réttindi á Venezúelaflóa, hafi verið kveikjan að uppreisninni. Hermenn hollir stjórnvöldum, búnir skriðdrekum og brynvörðum bílum, á verði fyrir utan aðsetur ríkis- stjórnarinnar, Miraflores-höllina í Caracas. Helsta skýring á byltingartilrauninni er talin óánægja með efnahagsaðgerðir stjórnarinnar. Finnland: Umsókn um EB-aðild ákveðin í mánaðarlok Helsinki. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Lars Lundsten. PAAVO Vayrynen, utanríkisráðherra Finnlands, skýrði frá því í gær, að ríkisstjórnin ætlaði að taka ákvörðun um umsókn að Evr- ópubandalaginu, EB, 27. febrúar næstkomandi. Lægi niðurstaðan þá fyrir þegar utanríkisráðherrar EB-ríkjanna koma saman til fundar 2. mars en formleg umsókn yrði ekki lögð fram fyrr en um miðjan mars þegar finnska þingið hefði tekið afstöðu til henn- ar. Sagði Vayrynen, að með þessu væri tryggt, að umsókn Finna yrði tekin fyrir á sama tíma og Svía og Austurríkismanna. Háttsettur embættismaður í hernum sagði í samtali við Reut- ers-fréttastofuna, að Perez hefði í tvígang naumlega tekist að forða lífí sínu meðan á uppreisninni stóð. Hann sagði forsetann hafa verið staddan á heimili sínu þegar upp- reisnarmennirnir gerðu þar árás skömmu upp úr miðnætti. Lög- reglumenn komu til varnar en gátu litla mótspyrnu veitt þar sem við mikið ofurefli var að etja. Féllu og særðust margir lögreglumenn í skotbardaganum. Hermönnum hliðhollum for- setanum tókst hins vegar að koma honum út úr húsinu áður en upp- reisnarmennirnir réðust þar inn og fóru með hann í forsetahöllina en nokkrum mínútum síðar var einnig gerð árás á hana. Voru uppreisnarmennimir komnir inn í forsetahöllina og staddir einungis nokkrum herbergjum frá forsetan- um þegar tókst að stöðva fram- gang þeirra og koma forsetanum í skjól. Þegar leið að morgni hafði tek- ist að bijóta uppreisnina á bak aftur og flestir uppreisnarmann- anna gefíst upp þó til svæðisbund- inna skæra hafí komið fram eftir degi. Perez tilkynnti síðdegis í gær að hann hefði fellt stjórnarskrá landsins tímabundið úr gildi til að lögregla gæti framkvæmt hús- rannsóknir og sett menn í gæslu- varðhald án dómsúrskurðar. Verk- föll og almennir fundir voru einnig bannaðir og viðskipti með erlendan gjaldeyri stöðvuð í tvo sólarhringa til að koma í veg fyrir útstreymi erlends fjármagns úr landinu. George Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi stjórnarbyltingartil- raunina harðlega í gær og 'sagðist hafa fullvissað Perez símleiðis um fullan stuðning Bandaríkjamanna við hann og lýðræði í Venezúela. Evrópubandalagið og sextán ríki Rómönsku-Ameríku fordæmdu einnig stjórnarbyltingartilraunina opinberlega. Samkvæmt þessu hafa ríkis- stjórnarflokkarnir þrjár vikur til gera endanlega upp við sig hvort sækja skuli um aðild að Evrópu- bandalaginu. Hægriflokkurinn og Sænski þjóðarflokkurinn eru hlynntir henni en mikill ágreining- ur er innan Miðflokksins, flokks Eskos Ahos forsætisráðherra. Leiðtogar flokksins, þeir Aho og Vayrynen, lýstu um síðustu helgi yfír stuðningi við EB-aðild en bændaarmur flokksins er henni andvígur. Fjórði stjórnarflokkur- inn, Kristilegi flokkurinn, er á móti aðild og talið er líklegt, að eini ráðherra hans segi af sér og flokkurinn hætti stjórnarsamstarf- inu um leið og ákveðið hefur verið að sækja um aðild að EB. Búist er við, að Mauno Koivisto, forseti Finnlands, lýsi skoðunum sínum á hugsanlegri EB-aðild á föstudag þegar hann setur finnska þjóðþingið. Koivisto, sem fer með æðstu yfirstjórn utanríkismála, hefur ekki tekið neinn þátt í þeirri umræðu, sem fram hefur farið um EB-aðildina, og á síðasta ári reyndi hann að koma í veg fyrir mikla umræðu um það mál. í ára- mótaávarpi sínu hvatti hann hins vegar til, að ríkisstjórnin gerði upp hug sinn til Evrópubandalagsins sem allra fyrst. Samkvæmt skoðanakönnun dagblaðsins Helsingin Sanomat, sem birt var í gær, er 51% lands- Jevgeníj Prímakov, yfirmaður njósnastarfsemi Rússa erlendis, svaraði fyrirspurnum þingmanna í gær og sagði, að verulega yrði dreg- ið úr njósnum á Vesturlöndum, sem væru ekki lengur „óvinaríki" Rúss- lands, en auknar þess í stað í lönd- um, sem Rússlandi stáfar hugsan- leg hætta af. Hann vildi þó ekki segja við hvaða lönd hann ætti. A þingfundinum í gær sagði Vadím Bakatín, sem sá um að skipta KGB, sovésku öryggislög- reglunni, upp í einstakar deildir eftir valdaránstilraunina í ágúst, að ástandið í Rússlandi væri hættu- legra en það var í ágúst. „Nýbolsévikar spá mikið í þjóðfé- lagsástandið og erfiðleikana í efna- manna hlynnt EB-aðild en 38% á móti. Hefur stuðningur við aðild- ina minnkað á síðustu tveimur árum en hann var 65% í maí í fýiTa. Hefur andstaðan einkum aukist meðal bænda. Nú í janúar voru stofnuð samtök EB-andstæð- inga en þau leggja mikla áherslu á, að EB-aðild samræmist ekki hlutleysisstefnu Finna. hagslífinu. Þeir eru búnir að jafna sig á áfallinu, sem þeir urðu fyrir þegar valdaránið fór út um þúfur, og hafa tekið höndum saman við þjóðrembumenn," sagði Bakatín. „Þeir bíða síns tíma og það hlakkar í þeim þegar erfiðleikarnir aukast.“ Sergei Stepashín, yfírmaður rússnesku öryggisþjónustunnar innanlands, sagði þingmönnum, að KGB hefði á sínum tíma komið út- sendurum fyrir meðal þingmanna og í öllum samtökum og flokkum stjórnarandstöðunnar. Hann kvaðst þó ekki mundu gefa upp nöfn þess- ara manna en nefnd, sem er að rannsaka þátt KGB í valdaránstil- rauninni, vill koma þeim frá með lögum. Reuter Snjókast í Jerúsalem ísraelskur landamæravörður leikur sér í snjókasti við palestínsk börn í gamla borgarhlutanum í Jerúsalem en eins og sjá má er vetrar- legt um að litast í Landinu helga. Er þetta í annað sinn á skömm- um tíma, sem snjónum hefur kyngt þar niður og þarf að fara marga áratugi aftur til að finna dæmi um jafn mikla ofankomu. í Jórdan- íu hefur snjóað enn meira og þar hefur stundum legið við neyðará- standi. Rússland: Njósnunum beint að nýjum „óvinaríkjum“ Moskvu. Reuter. YFIRMAÐUR njósnastarfseml Rússa erlendis sagði í gær, að dregið yrði úr njósnum á Vesturlöndum en þær aftur auknar í þeim lönd- um, sem Rússum stafaði nú meiri hætta af. Þá kom fram, að hætta á valdaráni í Rússlandi hefði ekki verið meiri en nú síðan í ágúst síðastliðnum þegar harðlínukommúnistar reyndu að ná völdunum í sínar hendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.